Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 6

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 6
6 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Málgagn bænda og landsbyggðar LEIÐARINN LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 5.400 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.400. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621 Lággróðurinn mun bjarga okkur Ég heyrði í útvarpinu vitnað í ræðu sem Stefán Ólafsson félagsfræðingur hélt þar sem hann greindi frá reynslu Finna af því að vinna sig út úr kreppunni sem þeir lentu í snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Það sem þeir gerðu var að auka framboð á menntun og efla nýsköpun eins og hægt var, hlúa að lág- gróðrinum í finnsku atvinnulífi. Þetta bar þann árangur sem við þekkjum nú. Nokia eru ekki bara stígvél heldur gengur helmingur þjóðarinnar með framleiðslu fyrirtækisins í vasanum um þessar mundir og Finnar eru í fararbroddi á mörgum sviðum tækniframfara. Þetta er sú leið sem lengi hefur verið boðuð í þessu blaði. Landsbyggðin hefur lengi átt við ýmsan vanda að glíma og oft hefur verið talað fyrir því sjónarmiði að nú þurfi að efla frumkvæði fólksins til þess að leysa byggðavandann. Því miður hafa talsmenn hinna stóru pakkalausna verið háværari og lággróðurinn orðið útundan. Nú er kannski von til þess að þetta breytist. Þær raddir sem vildu bregðast við bankahruninu með því að reisa sem flest álver hafa orðið æ meira hjáróma. Hins vegar heyrist meira í þeim sem vilja styðja við nýsköpun frumkvöðla um allt land, hvort sem er í sveit eða borg. Það helst í hendur við þá staðreynd að þegar við búum við góðæri fer stærstur hluti orkunnar í að verja það sem við höfum. Þegar harðn- ar á dalnum neyðast menn til að leita uppi nýjungar, skapa sér störf í stað þeirra sem kreppan eyðir. Neyðin kennir… Smátt er fagurt var eitt sinn vinsælt slagorð sem ýmsir aðhylltust. Nú er tími þess kom- inn aftur. –ÞH Þegar Bændasamtökin sömdu umsögn sína um matvælafrumvarpið var megináherslan lögð á að skoða ástæður þess að breyta þurfi lögum til að samræma regluverk landbún- aðarins því sem gildir í Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að um 80% af allri löggjöf sem Alþingi setur séu þýðingar á löggjöf sem kemur til vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þingmenn hafa oftar en ekki látið þessa löggjöf yfir sig ganga og talið að ekki sé unnt að breyta henni eða laga að íslenskum aðstæðum. Nú stöndum við í ískaldri sturtu fjár- málakreppunnar. Án þess að reynt sé að gera einhvern ábyrgan fyrir henni er ljóst að hluti ástæðunnar er sá að menn hafa gengið fram af gáleysi í skjóli þess frjálsræðis sem leitt hefur af EES-samningnum. Erum við ekki að uppgötva þessar vikurnar að við hefðum getað reist okkur styrkari stoðir, hvað sem líður ákvæðum þeirra laga og reglugerða sem við höfum innleitt? Stoðir sem hefðu veitt meira aðhald og gætt betur að íslensku samfélagi? Slíkar stoðir hefðu getað haldið aftur af því gáleysislega framferði sem leitt hefur hörmungar yfir þjóðina. Umsögn Lagastonfunar Háskóla Íslands um matvælafrumvarpið er einmitt vísbend- ing um slíkt. Þar er bent á að þrátt fyrir þá skyldu sem okkur er lögð á herðar að yfirtaka gjörninga ESB stendur EES-samningurinn með sínum ákvæðum styrkum fótum. Meðal þeirra eru ákvæði sem eru til þess fallin að vernda samfélag okkar. Þannig eru í 13. grein hans ákvæði til verndar heilsu manna og dýra, en til þess að þau virki þarf að standa rétt að verki. Með því að beita þeim leikreglum sem eru fyrir hendi er hægt að komast hjá því að þurfa að hleypa hverju sem er inn í landið. Á sama hátt eru þar örugglega ákvæði um rétt þjóðarinnar til að hafna þeirri skyldu að bera ótakmarkaða ábyrgð á áhættusömum rekstri fjármálalífsins. Ekki til þess að skerða athafnafrelsið heldur til að vernda almenn- ing fyrir gjörðum sem ógnað geta sjálfstæði okkar. Það liggur í augum uppi að við höfum verið alltof ógagnrýnin gagnvart öllu sem kemur frá ESB. Landbúnaðurinn er einn af hornsteinum samfélagsins. Hann hefur ekki farið varhluta af því að hér hafa verið innleiddar ýmsar til- skipanir og reglugerðir ESB. Sumar hafa verið til góðs en aðrar ekki. Oft hefur til- finningin samt verið sú að verið sé að ganga lengra hér á landi en nauðsyn krefur og gert er annars staðar og að ekki sé gætt nógu vel að því hver sérstaða okkar er. Í ljósi þeirra örðugleika sem nú eru uppi í fjármálalífi landsins og bændur fara ekki var- hluta af frekar en aðrir hafa Bændasamtök Íslands átt fundi með stjórnendum Nýja Landsbankans og Nýja Kaupþings banka. Þar hefur verið rætt um þá staðreynd að margir bændur eru verulega skuldsettir. Meginmarkmið BÍ er að tryggja búrekstur og framleiðslu til lengri og skemmri tíma, að búvöruframleiðsla verði ekki látin stöðv- ast meðan reynt er að greiða úr málum. Bent hefur verið á þá sérstöðu að flest almenn bú eru líka heimili fólks og að þar er búpen- ingur sem þarf sitt fóður og umhirðu. Matvælaöryggi allrar þjóðarinnar er í húfi. Mestu máli skiptir til skemmri tíma að bú hafi aðgang að rekstrarfjármagni svo þau geti leyst út aðföng og afstýrt því að velferð dýr- anna sé ógnað. Allar þær almennu aðgerðir sem fyrirhugaðar eru til þess að treysta fjár- hagsstöðu heimila þurfa einnig að standa bændum og búum þeirra til boða. Í framhaldi af því þarf að tryggja bændum möguleika á skuldbreytingum og annarri fyrirgreiðslu. Viðbrögð bankanna hafa verið jákvæð. Stjórnendur þeirra hafa skilning á sérstöðu landbúnaðar. Landbúnaður sé traust atvinnu- grein sem stendur vel undir langtímalánum. Matvælaframleiðsla er ekki tískubóla heldur lífsnauðsyn hverju samfélagi. Eins og stað- an er í þjóðfélaginu í dag er öll framleiðsla mikilvæg. Til að tryggja enn betur þær und- irstöður þarf fagleg vinnubrögð. Bændasamtökin leggja nú sérstaka áherslu á ráðgjöf í fjármálum og rekstri. Ennfremur bjóða ráðunautar búnaðarsambanda aðstoð og á milli þeirra og BÍ er reynt að samræma sem best alla ráðgjöf. Staðan er öllum afar óþægileg og óvissan fer illa með fólk. Vonandi styttist nú í að við sjáum til lands. HB Hlúum að sérstöðunni Bændasamtökin hefja bændafundaferð á næstu dögum undir yfirskriftinni „Treystum á landbún- aðinn”. Frummælendur á bændafundum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórn- armönnum samtakanna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þjóðfélags- umræðan muni setja svip sinn á fundina en einn- ig sé markmiðið að ræða framtíðina og skiptast á skoðunum. „Bændasamtökin þurfa að eiga góð skoðanaskipti við félagsmenn sína núna og því skiptir miklu máli að bændur taki þátt og leggi lið. Auðvitað er margt fleira en efnahagsástandið sem þarf að ræða en yfirskriftin „Treystum á landbúnaðinn“ vísar til þess að mikilvægi starfa bænda hefur ekki í langan tíma verið jafn glöggt. Landsmenn treysta á sterkan landbúnað á erfiðum tímum,“ segir Haraldur og bendir á að síðasta fund- arferð hafi verið haldin í skugga erfiðrar umræðu um matarverð og framtíð atvinnuvegarins. Nú séu breyttir tímar og margt sem brenni á bændum við þá sérstöku stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Að þessu sinni verða fyrstu fundirnir haldnir 10. nóvember á Kirkjubæjarklaustri og á Hólmavík. Síðan halda þeir áfram eins og sést í meðfylgjandi yfirliti. Eftir áramót verður haldið áfram og fundað á Vestur- og Suðurlandi. Boðið verður upp á hressingu á fund- unum. 10. nóvember, mánudagur Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustur, kl. 13:30 Sævangur – Hólmavík,. kl. 20:30 ––– 13. nóvember, fimmtudagur Hótel Ísafjörður, Ísafjörður, kl. 13:00 Hótel Tangi – Vopnafjörður, kl. 13:30 Gistihúsið Egilsstöðum – Hérað, kl. 20:30 ––– 19. nóvember, miðvikudagur Birkimelur, Reykhólasveit – kl.14:00 ––– 25. nóvember, þriðjudagur Matstofa Fjallalambs á Kópaskeri – Norður-Þing. kl. 13:30 S-Þing., kl. 20:30 * Hótel KEA, Akureyri – Eyjafjörður, kl. 20:30 Hótel Varmahlíð, Varmahlíð – Skagafjörður, kl. 13:30 ––– 27. nóvember, fimmtudagur Sjálfstæðishúsið Blönduósi, A-Hún. kl. 13:30 Staðarflöt í Hrútafirði, V-Hún. kl. 20.30 ––– 2. desember, þriðjudagur Nýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 13:30 ––– * staðsetning nánar auglýst síðar. Bændafundir haustið 2008 Treystum á landbúnaðinn! Blessum guð og bændur! Markaðsnefnd kindakjöts efndi til kjötsúpudags í samvinnu við kaupmenn við Skólavörðustíg fyrsta vetrardag. Þetta er orðinn árleg- ur viðburður þar sem fólk getur yljað sér á kraftmikilli súpu meðan það gerir innkaupin. Kjötsúpustöðvarnar voru þrjár, auk þess sem einnig mátti fá súpu úti fyrir versluninni Yggdrasill en í þeirri súpu var víst ekkert kjöt. Á öllum stöðum mynduðust hins vegar langar biðraðir og þurfti ekki mikið hug- myndaflug til að ímynda sér að svona gæti þetta litið út ef verulega harðn- aði á dalnum í íslensku efnahagslífi. Auk súpunnar var boðið upp á harmónikkuspil og þegar ljósmyndari Bændablaðsins var þar á ferð voru dansarar í skrautlegum búningum að búa sig undir að stíga nokkur spor úti á götunni á móts við Sigga Hall þar sem hann jós upp súpunni og spjallaði við fólkið. Það síðasta sem heyrðist í honum var að hann hvatti menn til að gera sér súpuna að góðu og blessa svo guð og bændur fyrir hana! –ÞH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.