Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 14
Kæru bændur, búalið og annað áhugafólk! Við leyfum okkur að vekja athygli ykkar á nýju bókunum að vestan. Okkar er ánægjan að auglýsa þær hér í Bændablaðinu. Bækurnar að vestan fjalla fyrst og fremst um Vestfirði og Vestfirðinga, en eins og allir vita eru Vestfirðingar svolítið sérstakir. Ætli bækurnar um þá séu ekki einnig dálítið sérstæðar? Bækurnar að vestan 2008 Húsið Ljósbrot frá Ísafirði Eftir Hörpu Jónsdóttur Sagan af Húsinu fjallar um Hrannargötu 1 á Ísafirði og segir fyrst og fremst frá fólkinu í kringum það, bænum og nánasta umhverfi. Höfundur bregður upp hlýlegum en jafnframt skarpskyggnum myndum af bæjarbrag á Ísafirði og samfélagi séð með augum þess sem tilheyrir því – en þó ekki. Fjöldi ljósmynda setur svip á verkið. Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum Litlu bækurnar. 99 vestfirskar þjóðsögur Gamanmál að vestan, 3. hefti Finnbogi Hermannsson tók saman. Ef sagan er góð, er hún sönn,var einhverntíma sagt. Svo mun vera almennt um vestfirsku nútíma þjóðsögurnar. Einhver fótur er fyrir þeim öllum og oft rúmlega það. Svo kemur til þess orðatiltækis, að rétt sé að hafa það sem skemmtilegra reynist. Enda er ekki um neina sagnfræði að ræða, í hæsta lagi neftóbakssagnfræði, sem er nýyrði í málinu. Strandamenn í blíðu og stríðu 100 gamansögur af Strandamönnum Kristjón Kormákur Guðjónsson tók saman. Flestar þær gamansögur af Strandamönnum sem hér eru settar á bók, eiga ætt sína að rekja til Árneshrepps. Í ferðabók Eggerts og Bjarna segja þeir um Hornstrendinga sem á jafn vel við um Strandamenn: „Við reyndum þetta fólk eigi að öðru en góðmennsku og ráðvendni. Að vísu kunna fúlmenni að hittast hér, en það stafar af því að hér taka menn oft á móti þjófum, landshornamönnum og illvirkjum af einhverskonar misskilinni góðvild. Láta þeir þá vinna fyrir fæði sínu og hjálpa þeim að komast í erlend skip.“ Orð þeirra standa óhögguð í dag. Kjarninn í þeim er sá að Strandamenn fara ekki í manngreinarálit. Lítil kvæðabók Eftir Njál Sighvatsson Finnbogi Hermannsson bjó til prentunar. Njáll Sighvatsson var skáld Auðkúluhrepps í Arnarfirði. Njáll var náttúrubarn og skynjaði umhverfi sitt í öðrum víddum en almennt gerðist. Hann var vel lesinn í íslenskum bókmenntum og handgenginn Snorra. Auðvitað var hann líka barn síns veruleika og kemur fram í einlægni hans og fölskvalausu trúnaðartrausti á almættið. Brauðstritið var þó ofar hverri kröfu og Njáll Sighvatsson jafnan fátækur maður samanber hendingarnar: Jeg á ekki neitt til neins núna eins og stendur spýtnalaus og allt er eins aðeins tómar hendur. Þetta er önnur bókin í bókaflokknum Litlu bækurnar. Verð 900 kr. Verð 1.900 kr. Verð 1.900 kr. 99 vestfirskar þjóðsögurGamanmál að vestan 3 Finnbogi Hermannsson tók saman FIN N BO G I H ER M AN N SSO N 99 V E ST F IR SK A R Þ JÓ Ð SÖ G U R 3 Finnbogi Hermannsson bjó til prentunar Lítil kvæðabók Vestfi rska forlagið Njáll Sighvatsson Melódíur minninganna Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal segir frá lífshlaupi sínu Hafliði Magnússon tók saman. Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal er landskunnur merkisberi alþýðunnar á listasviðinu. Hann er einnig þekktur fyrir hnyttileg orðatiltæki og fer ekki alltaf eftir uppskriftum. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf og hefur ávaxtað það pund vel. Fyrir strák í litlu sjávarþorpi vestur á fjörðum sem var að vaxa úr grasi um miðbik 20. aldar þótti eðlilegast að fara á sjóinn eða verka fisk í landi. Hann tók síðari kostinn, hélt sig heima í þorpinu sínu nærri móður sinni og ól síðan önn fyrir öldruðum stjúpföður þegar starfskraftar hans voru á þrotum. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða. Og hver man ekki eftir hljómsveitinni Facon sem gerði nafn Bíldudals nærri því ódauðlegt? Verð 3.980 kr Verð 800 kr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.