Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Gamall tannlaus, gisinhærður öld- ungur situr með staf í hendi innan um tugi barnabarna og barnabarna- barna. Augu hans eru tómleg og maður veltir því fyrir sér hvort hann sé í raun lifandi. Þetta er mynd úr heimsmetabókinni og karlinn var elsti maður í heimi, 120 ára. Oft hef ég séð tré sem minna mikið á þetta gráhærða, vindblásna karlhró. Þetta eru tré sem eru farin að hrörna. Það er flagnaður börkur af hálfum stofn- inum og aðeins lítill hluti greinanna er skrýddur laufi. Þegar maður sér þessi tré fyrst þá hugsar maður sem svo að þau verði örugglega dauð að ári. En raunin er önnur. Tré geta lifað í áratugi og aldir eftir að þau fara að hrörna. Þessi tré væru varla kölluð augnayndi í görðum. En í skógum gegna þau sínu hlutverki. Gamli lundurinn við þinghúsið Það var þannig fyrir hundrað árum að félagsheimili voru kölluð þing- hús. Þetta tiltekna þinghús stend- ur á Svalbarðsströnd og heitir nú Safnasafn. Þar er ungmenna- og kvenfélagsreitur sem stofnaður var 1912. Ég hef fengið þann heiður að snyrta þennan lund annað veifið. Þar má sjá hvernig aldurinn fer mis- jafnlega með trén. Birkið er farið að falla. Það verður undir hinum stórvaxna reyniviði og er ekki jafn lífseigt. Reynirinn er ótrúlega glæsilegur. Hann er enn í fullu fjöri og ekkert bendir til annars en hann dugi þarna í einhverja áratugi enn. Gulvíðir frá Sörlastöðum stend- ur ótrúlega vel fyrir sínu þar sem hann hefur næga birtu. Hann hefur örugglega endurnýjast með stofn- skotum. Lerki lítur einnig vel út og á mikið eftir. Nokkuð er farið að brotna undan snjó, eitthvað farið að vindfalla og mörg trén eru krónulít- il vegna þess hve þéttur lundurinn er. Fara verður varlega með svona reiti. Þetta eru fornminjar og minn- isvarðar um unga Ísland. Hversu gömul ertu gæskan? Það er nauðsynlegur hluti í trjárækt að velta fyrir sér hversu gamalt tré kunni að verða. Það er bara ekki auðvelt að gefa svar við þessu. Hæsti mældi aldur hjá tegundinni er oftast margfaldur meðalaldur. Hér smelli ég upp nokkrum óá- byrgum tölum um aldur lífvera til að gefa einhverja hugmynd: Manneskjan verður svona um það bil 80 ára ef hún deyr ekki miklu fyrr. Hundurinn 10 ára. Músin 1 árs. Kúskel 200 ára (405). Birki 50-100 ára (180). Reynir 70-140 ára (200). Greni 140-250 ára. Fura 200-400 ára (5000). Lerki 150-300 ára (1000). Tölur innan sviga eru met eða hugsanleg hámörk. Það er athyglisvert að elstu trén finnast ekki við bestu aðstæður. Það eru ekki trén á hlýju frjósömu stöðunum sem eru elst. Nei, þvert í mót, það eru fjallatrén þar sem köld og þurr veðrátta er við völd. Það er hægt að benda á nokkur atriði sem útskýra þetta. Í fyrsta lagi er starfsemi fúasveppa mun minni í köldu þurru lofti heldur en heitu og röku. Auk þess eru þessi ævafornu fjallatré oft ekki í neinni samkeppni við önnur tré. Þetta eru tré þar sem vöxtur er mældur í millimetrum á ári en ekki tugum sentimetra. Þetta eru oft stök tré ofar hinnar eiginlegu skógarlínu. Mörg barrtré eru með náttúrulega fúavörn í viðnum. Þetta er kallað kjarnaviður. Lerki er dæmi um tré með mikinn kjarnavið enda er lerkiviðurinn frægur fyrir góða endingu við erfiðar aðstæður. Birki eða ösp eru hinsvegar alveg laus við kjarna enda þekkja þeir sem girt hafa með óvörðum birkistaurum að þeir eru gegnumfúnir eftir árið á meðan lerkið endist í áratugi. Þetta er einn af þeim þáttum sem ræður aldri trjáa, en þeir eru miklu fleiri. Það er samhengi á milli kynlífs- hegðunar tegundarinnar og aldurs sem hún er líkleg að ná. Víðiplantan og birkið sem eru skammlíf og mynda gjarnan ógrynni af fræi strax um tíu ára aldurinn. Blágreni fer aftur á móti ekkert að hugsa um kynlíf fyrr en marga áratuga gamalt enda liggur því ekkert á. Svíar svindla Nýlega komu fréttir af tæplega 10000 ára rauðgreni í Svíþjóð. Við lestur greinarinnar kom í ljós að enginn stofn trésins var svona gam- all, hinsvegar hafði tréð fjölgað sér með kynlausri æxlun (stofnskot eða náttúruleg sveiggræðsla). Það þótti samt sannað að upphaflega tréð hafði komið úr fræi fyrir 10000 árum. Með sömu rökum getum við sagt að sums staðar í íslensk- um birkiskógum séu amk. 500 ef ekki 1000 ára birkitré. Þetta eru tré sem kynslóð eftir kynslóð hafa vaxið upp af stofnskotum móð- urinnar. Þetta er áberandi í hluta Leyningshólaskógar í Eyjafirði svo dæmi séu tekin. Trén sem slík eru hins vegar ekki nema 100 ára. Það sama má segja um hina ýms- ustu klónalundi um allan heim. Hvenær spíraði til dæmis það fræ sem myndar blæasparkræðuna í Garði? Vísindamenn hafa fundið út að sumar svona klónabreiður eru tugþúsund ára gamlar. Hinsvegar tóra enn í Klettafjöllum broddfuru trjákræklur á upprunalegum stofni sem eru um 5000 ára. Sú þeirra sem er elst heitir Metúsalem í höfuðið á honum Metúsalem í Biblíunni sem var einmitt mörg hundruð ára gam- all. Vísindamenn hafa samt ein- hverra hluta vegna efast um aldur þessara gömlu biblíu manna. Með öðrum orðum þá er þetta er það vafasamt hjá Svíum að halda því fram að þeir eigi elsta tré í heimi ef ekki bara svindl. Það sem Svíarnir vissulega eiga er aldurgreind 10000 ára gömul viðarflís úr rót. Það mun vera heimsmet út af fyrir sig en langsótt að kalla það elsta tré í heimi, í mesta lagi elsti staðfesti klónaaldur. Í beinu framhaldi af því er gaman að geta þess að elsta dýr í heimi er Íslenskt og heitir Ming og er 405 ára. Þetta er kúskel (Arctica iclandica) sem veiddist úti fyrir Eyjafirði 2007. Ming er nátt- úrulega dáinn núna því hann lifði ekki af aldursgreininguna, en hann er sannarlega elsta dýr sem aldurs- greint hefur verið eitthvað annað en þessi vafasami rauðgreni brúskur í Dölunum í Svíþjóð sem þeir sögðu að væri elsta tré í heimi. Aldur er afstæður. „Maður er ekki eldri en manni finnst maður vera,“ sagði einhver. LEIÐRÉTTING Nordmannsþinur er frá Kákasus en alls ekki N-Ameríku eins og sagt var í síðustu grein. Hrörnar sú þöll Helgi Þórsson bú- og garðyrkjufræðingur í Kristnesi helgitho@hotmail.com Gróður og garðmenning Börn leika sér í eldgamalli fallinni eik í Svíþjóð. Það eru nokkur hundruð ár í að við fáum svona gömul tré hér. Mynd Helgi. Undanfarin haust hefur Ullarmats- nefnd birt nokkur minnisatriði í Bændablaðinu varðandi ullarflokkun og frágang. Nefndin vill halda þess- um sið og minna enn og aftur á þessi mál ekki síst þar sem haustið hefur nú borið nokkuð brátt að og víða hafa bændur orðið að hýsa fé með stuttum fyrirvara án þess að hafa möguleika á rúningi strax. Því má ljóst vera að ullargæði hafa spillst í mörgum tilfellum og gera má ráð fyrir að húsvistin valdi því að stærri hluti haustullar lendi í öðrum flokk (H-2) en undanfarin ár. Bændur eru beðnir að hafa þetta í huga við flokkun ullar og athuga sérstaklega að ull sem hefur tekið í sig óhrein- indi vegna innistöðu fer í H-2 en er hvorki tæk í lambsullarflokk eða H-1 og gildir þá einu hvort ullin er af lömbum eða fullorðnu fé. 1. Flokkun á ull Eftirfarandi eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við heimaflokkun ullar. Nákvæmari lýsingu á flokkunarreglum ásamt leiðbeiningum um frágang og skráningu er að finna á heimasíðu Ístex: www.istex.is ► Heppilegast er að flokka ull- ina um leið og rúið er, því þá er auðveldast að meta ástand henn- ar. Mjög mikilvægt er að féð sé hreint og þurrt þegar rúið er til þess að tryggja að ullin hald- ist óskemmd. Hýsing í nokkra daga áður en rúið er getur spillt ullinni verulega og veldur því jafnan að hvít ull lendir í öðrum flokki (H-2). ► Best er að flokka féð áður en rúið er, þannig að lömb séu sér og mislitt og hvítt fé aðskilið. Auk þess getur verið hentugt að flokka hvíta féð í tvennt, þ.e. vel hvítt fé með gallalitla ull annars vegar, þar sem ullin ætti að flokkast í fyrsta flokk (H-1) og hvítt fé með lakari ull hins vegar þ.e. fé með gula ull, gróft tog eða aðra minni háttar galla en sú ull ætti að flokkast í annan flokk (H-2). ► Hvíta féð á alltaf að rýja fyrst! Þannig er komið í veg fyrir að hvít ull mengist af dökkum hárum. Réttast er að byrja á hvít- um lömbum og taka síðan hvítar ær en allt mislitt fé á eftir. ► Við rúninginn á að taka kviðull sé kviður rúinn og hnakkaull frá strax og láta aldrei blandast við ullarreyfið sjálft. Ef kviðullin er mjög stutt eða þófin er réttast að fleygja henni. Sama gildir um grófa og rauðgula hnakkaull. ► Sá sem flokkar ullina þarf að geta tekið hvert reyfi upp á rimlaborð (eða grind sem lögð ofan á garðabönd eða milligerð- ir) til þess að flokka í sundur betri og lakari ull og taka frá gallaða ull þegar þess gerist þörf. Nauðsynlegt er að hafa gott ljós! ► Í lambsullarflokk fer hvít óskemmd lambsull. − Ef lambsullin er gul eða toggróf flokkast hún í H-2. ► Í H-1 fer hvít gallalaus og óskemmd ull af fullorðnum kindum. Ull af kindum sem eru gular á haus og fótum getur flokkast í fyrsta flokk ef ekki ber á gulri ull í reyfinu en þá þarf að taka jaðrana af reyfinu og setja í H-2. ► Gul ull og toggróf ull fer alltaf í H-2 og sömuleiðis mjög þel- lítil ull. Læraull er oft toggróf og þarf því að fara í H-2 þó að reyfið sé að öðru leyti hæft í H-1. Ull af fullorðnum hrútum fer í H-2. ► Hvít ull sem hefur tekið í sig óhreinindi (húsagulku) vegna innistöðu fyrir rúning fer í H-2. ► Taka þarf frá gallaða og skemmda ull og setja í úrkast eða M-2. Í úrkast fer: ○ Heymor og rusl ○ Þófasneplar eða kleprar ○ Mýrarrauði eða önnur meng- un ○ Þófin ull ○ Ull með hvítum illhærum Í M-2 fer: ○ Hvít ull með svörtum hárum ○ Dökkir blettir í hvítri ull ○ Mjög gul ull (meira gult en hvítt!) ► Mislit ull er flokkuð á hliðstæð- an hátt. Hreinir sauðalitir eru flokkaðir hver fyrir sig í M-1, svart, grátt eða mórautt en öll önnur óskemmd mislit ull flok- kast í M-2 (sjá einnig matsregl- ur). Athugið að mislit lambsull flokkast með annarri mislitri ull. ► Almennt er reglan sú að hvert reyfi fer að mestu í sama flokkinn eftir að gölluð ull hefur verið tekin frá. Ef vel er að verki staðið á ekki að þurfa að eyða löngum tíma í hvert reyfi. ► Ullin er sett jafnóðum í poka eftir flokkum. Þrír pokar eiga að nægja hverju sinni, t.d. H-1, H-2 og M2 (fyrir blettaull og þ.h.) þegar hvít ull er flokkuð, auk úrkasts. Ef ull er send óflokkuð til þvottastöðvar, er óskemmd hvít ull meðhöndluð sem H-2 og sauðalitir sem M-2. Kostnaður vegna auka meðhöndlunar er dreg- inn frá verðmæti óflokkaðrar ullar 10 krónur á innlagt kg. 2. Pökkun, frágangur og merking á ullarumbúðum Flokkaðri ull má troða þétt í poka eða pakka í plast, lofttæma og binda utan um. Mikilvægt er að merkja alla ull- arpoka sem sendir eru með: − Nafn og kennitala innleggj- anda. − Ullarflokkur. − Þyngd. − Poki nr. og heildarfjöldi poka. Við afhendingu fylgi seðill er sýni fjölda poka, flokkun þeirra og heildarþunga ullar. 3. Uppgjör Koma þarf upplýsingum um flokk- un til Ístex svo hægt sé að undirbúa uppgjör fyrir ullina: − Á heimasíðu Ístex: www.istex.is − Með tölvupósti: istex@istex.is − Með símbréfi: 566-7330. − Í síma: 566-6300. Greiðslufyrirkomulag: Haustull: Ef upplýsingar um flokkun hafa verið skráðar fyrir 1. febrúar verði 70% af verðmæti greitt fyrir 1. mars og stefnt skal að lokauppgjöri fyrir 1. september eða í síðasta lagi 1. nóvember. Vetrarull og snoð: Ef upplýsing- ar um flokkun hafa verið skráðar fyrir 1. september verði 70% af verðmæti greitt fyrir 1. október og lokauppgjör þegar ullin hefur verið þvegin eða í síðasta lagi í janúar árið á eftir. Ullarmatsnefnd skipa þau Emma Eyþórs- dóttir, Jóhanna Pálmadóttir og Guðjón Kristinsson Upplýsingar um ullarmeðferð og móttöku 2008

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.