Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 7
7 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Bjarni Jónsson, sem var úrsmið- ur á Akureyri, orti þessa vísu á krepputíma: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Heppni Einhvern tíma á dögum holóttu veganna lenti bíllinn hjá Bjarna svo harkalega ofan í holu að konan hentist upp í bílþakið og fékk gat á höfuðið. Þá orti Bjarni: Aftur í bílnum Ólöf sat, ólmur hossast jeppinn, á hana er komið annað gat, alltaf er Bjarni heppinn. Gleðinnar dyr Bjarni mun líka hafa ort þessa smellnu vísu: Gleðinnar ég geng um dyr, Guð veit hvar ég lendi. En ég hef verið fullur fyrr og farist það vel úr hendi. Ljótur poki Bjarni orti þessa líka: Lífið er eins og ljótur poki sem lafir á snúru í norðanroki. Svo fyllist pokinn og fýkur tuskan og fer einhvern andskotann út í buskann! Fífl og dóni Geir H. Haarde sagði við Urði Gunnarsdóttur upplýsingafull- trúa að Helgi Seljan fréttamaður væri algert fífl og dóni og heyrð- ist það vel í sjónvarpinu, þótt svo hafi eflaust ekki átt að vera. Þá orti Kristján Bersi: Í viðtölum elginn vaða kann, veldur samt engu tjóni. En jeg er alveg eins og hann, „algert fífl og dóni“. Ólafur á Hlíðarenda Þessi skemmtilega saga og vísa var birt á Leirnum en til eru fleiri útgáfur af vísunni eins og gengur: Ólafur nokkur keypti sér jörðina Tittling, innst í Kræklingahlíð og hóf þar búskap. Honum þótti nafnið niðrandi og ákvað að finna nýtt. Komst hann að þeirri niðurstöðu að innsta býli í Kræklingahlíð gæti sem best heitið Hlíðarendi. Hann vildi festa nýja nafn- ið í sessi og leitaði því til besta hagyrðings á Akureyri (og nágrenni), sem á þessum tíma mun hafa verið Jakob Ó. Pétursson, almennt kallaður Peli (af ástæðum sem ég þekki ekki) og bað hann að festa nýja bæj- arnafnið í rím. Peli brást vel við og orti: Akureyrar vífum vænum verður margt að bitlingi, þegar ekur út úr bænum Ólafur á Hlíðarenda. Enginn grætur auðkýfing Jón Ingvar Jónsson orti þessa bráðsmellnu vísu sem þarfnast ekki skýringar: Meðan okkar þjóðar þing þarf að halda á lausnum engin grætur auðkýfing einan sér á hausnum. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM Vignir Sigurðsson ráðunautur hjá Búgarði Ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi segir að nið- urstöður úttektar sem gerð var á skuldastöðu kúabænda á starfssvæði Búgarðs hafi ekki komið sérstaklega á óvart. Könnuð voru 71 bú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Alls stunda nú 162 bú mjólkurframleiðslu á svæðinu og nær könnunin því til tæplega helmings þeirra. Heildaskuldir þeirra búa sem könnunin náði til voru um síð- ustu áramót um 3,7 milljarðar eða um 52 milljónir á hvert bú. Heildartekjur búanna árið 2007 námu 23,5 milljónum að með- altali. Ríflega helmingur þeirra búa sem könnunin nær til, eða 40 talsins, skulda í erlendri mynt. Mjög misjafnt er hversu stórt hlut- fall skulda er í slíkum lánum, en nokkur dæmi eru um að bú séu að stærstum hluta þannig fjármögnuð. Heildarupphæð erlendra skulda nam um síðustu áramót 1,4 millj- örðum króna. Miðað við geng- isvísitölu nú má ætla að erlendar skuldir þessara búa hafi hækkað um ríflega 900 milljónir króna frá áramótum eða sem nemur 23 milljónum á hvert bú sem skuldar í erlendri mynt. Vignir bendir á að ekki sé mjög langt síðan bændur á þessu svæði hafi hafið uppbyggingu búa sinna og endurnýjað fjós og búnað, lík- lega 3-4 ár og flestir sem hófust handa á þeim tíma hafi tekið lán í erlendri mynt. „Það hafa býsna margir hér á svæðinu staðið í miklum framkvæmdum á liðnum misserum eftir langt hlé og standa vissulega frekar illa. Það er ljóst að framundan er erfiður tími, en menn vona auðvitað það besta, sérstaklega að gengismálin lag- ist sem allra fyrst,“ segir Vignir. Þeir sem mest skulda á svæðinu er þeir sem hafa byggt upp bú sín af myndarskap og reka stór og öflug bú, en það er yfirleitt fólk í yngri kantinu og þeir sem Vignir segir að samfélagið megi síst af öllu nú missa úr búskap. „Það er í rauninni ótrúlega gott hljóð í bændum miðað við þá stöðu sem þeir eru í, þeir hafa örugglega áhyggjur en eru ekki að bera þær mikið á borð,“ segir Vignir og telur að bændur ætli líkt og aðrir að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Flestir séu því í einskonar skammtímaaðgerðum, að bjarga málum fyrir horn núna, „og svo vonum við að ráðamenn þjóðarinnar grípi til aðgerða og sýni þessari atvinnugrein skilning þannig að bændur komist yfir erf- iðasta hjallann. Augu manna hafa opnast fyrir því á þessu síðustu tímum að matvælaöryggi þjóð- arinnar getur verið í húfi,“ segir Vignir. MÞÞ Úttekt á skuldastöðu kúabænda á Norðausturlandi Heildarskuldir námu um 3,7 milljörðum eða um 52 milljónum á bú Vignir Sigurðsson ráðunautur. Ástand efnahagsmála hefur kom- ið við bændur rétt eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Vissulega kemur það misjafnlega niður á fólki, sumir verða ekki mikið varir við versnandi kjör en aðrir, ekki síst þeir sem skulda mikið, verða óþyrmilega fyrir barðinu á lækkun gengis íslensku krónunn- ar og verðbólgunni sem eykur greiðslubyrði lána. Bændasamtök Íslands hafa brugðist við þessari þróun á ýmsan hátt, ekki síst með því að auka ráðgjöf til bænda, bæði um rekstur og um viðbrögð við snöggversnandi skuldastöðu. Meðal þess sem samtökin hafa gert er að ganga á fund stjórnenda þeirra banka sem bændur skipta hvað mest við. Formaður og fram- kvæmdastjóri hafa hitt að máli bankastjóra Nýja Landsbankans og Nýja Kaupþings banka, en þessi tveir bankar hafa verið hvað umsvifamest- ir í þjónustu sinni við landbúnað á undanförnum árum. Auk þess er ætl- unin að heimsækja fjármögnunarfyr- irtæki sem lagt hafa bændum lið við fjármögnun vélakaupa. Bráðavandinn Að sögn Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtakanna lögðu samtökin upp með það meginmark- mið að tryggja rekstur búanna til skemmri og lengri tíma. „Við vitum að vandinn er víða verulegur og teljum mikilvægt að þeir sem glíma við erfiðleika fái hið allra fyrsta aðstoð bankanna sem beini þeim í ákveðið skilgreint ferli. Við lýstum því yfir við bankastjórana að sam- tökin væru reiðubúin að veita fag- lega aðstoð við að skilgreina það sem gera þarf og bentum á bún- aðarsamböndin um allt land sem eru í nánum tengslum við bændur.“ Það sem samtökin telja að þurfi að gera til skamms tíma er að tryggja bændum rekstrarfjármagn þannig að búreksturinn geti geng- ið eðlilega fyrir sig. Það þarf að gera með tvennum hætti, annars vegar að frysta erlend lán eða fresta afborgunum lána svo greiðslubyrð- in sligi ekki reksturinn. Hins vegar þarf að tryggja búunum aðgang að skammtímafjármögnun í íslenskum krónum. Í þeim tilvikum þar sem reksturinn stefnir í þrot þarf að efla boðleiðir og lausnir sem koma í veg fyrir að velferð dýranna sé ógnað. Þetta eru undantekningar en þeim þarf að sinna hratt og vel. Lausnir til lengri tíma Til lengri tíma litið þarf að bjóða bændum sem eiga í erfiðum rekstri upp á skuldbreytingur þannig að rekstur sem getur staðið undir sér verði ekki keyrður í þrot vegna skammtíma greiðsluerfiðleika. Það er engum greiði gerður með því að knýja fram gjaldþrot þegar eigna- verð er lágt og erfitt að selja eignir. Þar sem skuldsetning er óraun- hæf, en rekstur að öðru leyti í lagi, þarf að skoða leiðir til að tryggja áframhaldandi búrekstur. Mjög mikilvægt er að tryggja að slík- ar einingar hverfi ekki úr rekstri, enda ljóst að upplausnarvirði eign- anna er aðeins brot af virði þeirra í rekstri eins og staðan er á markaði um þessar mundir. Markmiðið hlýt- ur að vera að viðhalda framleiðslu matvæla í góðum búrekstrareining- um þar sem mun erfiðara og dýrara er að byggja þær upp frá grunni. Samtökin benda á ýmsar fleiri leiðir til að bregðast við vandanum. Ein er sú að athuga hvort Íbúða- lánasjóður getur ekki tekið þátt í að tryggja eignarhald bændafjöl- skyldna á íbúðarhúsum sínum. Jákvæðir bankastjórar Haraldur sagði að viðbrögð banka- stjóra hefðu verið jákvæð. „Þeir sögðu okkur að þeir hefðu trú á íslenskum landbúnaði. Viðskipti banka við hann hefðu alltaf verið traust og sjaldgæft að þeir hafi tapað á þeim. Eins og staðan væri nú væru þeir ekki að búa sig undir að ganga að bændum sem ættu í kröggum til að gera bú þeirra upp.“ Hann bætti því við að næsta verkefni væri að fara yfir það hvernig tryggja mætti rekstur bænda í erfiðleikum með því að lengja í lánum, fresta afborgunum eða frysta lánin um skeið. Til þess að efla ráðgjöf til bænda enn frekar hafa Bændasamtökin skipað starfshóp til þess að fara yfir málin, fylgjast með því sem gerist og leita leiða til að sigla í gegnum kreppuna. Á þeim vettvangi hefur verið rætt um að auk fjármálaráð- gjafar þyrfti ef til vill að auka fram- boð á annars konar þjónustu, svo sem lögfræðilegri og tæknilegri aðstoð við einstaka bændur vegna samningsgerðar við banka og birgja. Vandinn er ekki einungis sá að lánin hafi hækkað heldur hefur allur tilkostnaður við aðföng og rekstrarvörur rokið upp á síðustu misserum. Ýmislegt bendir þó til þess að heldur sé að slakna á þeirri þróun, olíuverð hefur farið lækk- andi á síðustu dögum, kornverð einnig og teikn á lofti um að lækk- un olíuverðs muni fyrr en varir hafa áhrif til lækkunar á áburðarverði. Það má því ætla að við enda þessara ganga sé ljóstýra. –ÞH Hópur Íslendinga sótti fyrir skömmu ráðstefnu sem kölluð er Terra Madre, Móðir Jörð, sem hald- inn var í þriðja sinn í Tórínó á Ítalíu. Ráðstefnan er haldin á vegum Slow Food samtakana. Á Terra Madre er gífurlega margt að sjá, heyra og upplifa. Ráðstefnan sjálf er í raun verkefni sem styð- ur við minni sjálfbær hagkerfi. Yfir sexþúsund þátt- takendur voru fulltrúar frá 1.650 matarsamfélögum, eitt þúsund matreiðslumenn og 400 fræðimenn frá 153 löndum tóku þátt. Segja má að Terra Madre sé atburður, heimsfundur matarsamfélaga/framleiðenda sem stuðlar að kynningu þjóða á meðal. Haldnir voru fjölmargir fróðlegir fyrirlestrar meðal annars um fram- leiðslu, markaðssetningu og sölu á matvælum, gæða- stýringu, héraðsframleiðslu, ferðamennsku, hagleiks- smiðjur, endurnýjanlega orku og margt fleira. Samhliða Terra Madre er haldin stór matarsýn- ing, Salone del Gusto, en í fyrsta sinn í ár eru þessir viðburðir samtengdir til að leggja áherslu á það sem báðar þessar ráðstefnur standa fyrir eins og staðbund- in vistkerfi. Á matvælasýninguna sjálfa komu yfir 180 þúsund gestir, flestir frá Ítalíu en um 45 þúsund frá öðrum löndum. Á slíkri ráðstefnu gefst því minni mat- arsamfélögum gríðarlega gott tækifæri til að auglýsa sig og kynna framleiðslu sína. Eins og áður segir eru um 1000 matreiðslumenn, matgæðingar, sem sækja Tórínó heim í tengslum við þessa atburði. Fæstir fram- leiðendanna eru stórir heldur gera út á sérkenni sín, hvar sem þau liggja. Nánar verður skýrt frá heimsókn Bændablaðisins til Tórínó í næstu blöðum. Bgk Tækifæri fyrir íslenskt dreifbýli Hópur Íslendinga sótti Tórínó heim til að vera á ráðstefnunni Terra Madre og í tengslum við hana stóra mat- vælasýningu Salone del Gusto. Hér er hópurinn fyrir framan rútuna sem flutti mannskapinn frá hótelinu að ráð- stefnusvæðinu. Bændaforystan gengur á fund bankastjóra Margir bændur í erfiðleikum vegna verðlagsþróunarinnar – Bankarnir hafa trú á íslenskum landbúnaði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.