Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 04.11.2008, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | þriðjudagur 4. nóvember 2008 Sláturtíð er formlega lokið hjá SAH afurðum ehf. en að þessu sinni var slátrað 92.381 fjár og var meðal fallþungi 15,88 kíló sem er 640 grömmum meira en í fyrra. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri segir á vef Feykis að sláturtíðin hafi gengið vel og slátursala hafi aldrei verið meiri en þetta haustið. Erlendir farandverkamenn sem verið hafa í sláturtíð fara að huga að heimferð. Sigurður segir að þrátt fyrir að samið hafi verið um milli- færslu á launum þessa fólks hafi ekki allir treyst því að það gengi eftir og farið daglega með farseð- ilinn sinn í banka og millifært þær 50 þúsund krónur sem má á dag yfir í evrur. – Síðan hefur fólk haft áhyggjur af því hvert gengið verði við næstu útborgun, enda gengi sveiflast mjög mikið til og frá, og því ákveðinn óróleiki í fólkinu, segir Sigurður sem óttast að ástand- ið verði til þess að ekki snúi allir aftur að ári en SAH afurðir hafa rekið sláturtíðina mikið til á sömu fjölskyldum í áraraðir. Hvað framhaldið varðar segir Sigurður að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar. „Fólk þarf áfram að borða og við munum gera okkar til þess að allir hafi nóg að borða. Sala á ódýrara kjöti hefur gengið vel þetta haustið, ekki síst hrossa- kjöti en dýrara kjötið gengur hægar í sölu. Allt potast þetta þó,“ segir Sigurður. Prjónablaðið Ýr er nú nýkom- ið út blaðið er jafnframt það 40 í röðinni frá upphafi og um leið eru 20 ár síðan að fyrsta blaðið kom út. Ýr er selt í áskrift á www.tinna. is og til garnverslana með Tinnu prjónagarn en frá upphafi hafa verið seld um 150.000 eintök og upp úr blöðunum hefur verið prjónað um 600.000 flíkur. Í prjónaklúbbnum Tinnu sem tilheyrir prjónablaðinu eru yfir 7000 félagar sem fá upp- skriftir, fréttir á netfang sitt. Fólk getur skráð sig á www.tinna.is. S.dór Tónlistarskóli Eyfjarðar 20 ára Vinnustaðatónleikarnir haldnir í fjósi Tónlistarskóli Eyjafjarðar er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni verður mikið um dýrðir nú í vikunni. Fjögur sveitarfélög standa að skólanum, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Arnarnes- hreppur og Grýtubakkahreppur og er kennt í öllum sveitarfélög- um. Mikil og góð aðsókn hefur alla tíð verið að skólanum, þann- ig eru um 12% íbúa í Eyjafjarðarsveit nemendur við skólann og hlutfallið í hinum hreppunum er frá 6-9%. Um 180 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. „Við vorum að velta fyrir okkur vinnustaðatónleikum og þá kom upp sú hugmynd að efna til tónleika í fjósi, því skólinn er starfræktur í miklu sveitasamfélagi og helsti vinnustaðurinn er fjósið á hverjum bæ. Með þessu viljum við sýna að við erum sveitaskóli,“ segir Eiríkur Stephensen skólastjóri, en á fimmtudag, 6. nóvember, verður efnt til tónleika í fjósinu í Litla-Dunhaga í Hörgárbyggð. „Við komum okkur fyrir í fóðurganginum og nemendur munu leika í svona um það bil hálftíma,“ segir Eiríkur. Nemendum í yngstu deildum Þelamerkurskóla er sérstaklega boðið á tónleikana, kýrnar í fjósinu verða á meðal áheyr- enda og þá er öllum heimilt að koma og hlýða á, „við stilltum tímanum upp þannig að sem flestir bændur væru lausir við, en tónleikarnir hefj- ast kl. 12:15 í hádeginu,“ segir Eiríkur. Hann kveðst ekki hafa hug- mynd um hvernig kýrnar taka tiltækinu en vonar að þeim eins og öðr- um líki vel. Í vikunni munu nemendur og kennarar verða á faraldsfæti og leika í grunn- og leikskólum, á Kristnesspítala, og þá hefur söngdeild skólans þegar heimsótt dvalarheimili aldraðra og sjúkradeildir. Tónleikavikunni lýkur með stórum tónleikum í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit kl. 14, en þar koma fram nemendur, kennarar og fyrrum nemendur skólans. Skýrt var frá því í Bændablaðinu 14. maí sl. að verið væri að prófa á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri nýja tegund af áburð- ar dreifara fyrir húsdýraáburð. Haukur Þórðarson, verkefnisstjóri búræktarsviðs á Hvanneyri, stjórn- aði prófununum og sagði hann þá að hér væri um mjög áhugavert og spennandi tæki að ræða. Þar sem prófanir voru rétt að hefjast sagði Haukur að of snemmt væri að fella dóm um tækið en að sér litist afar vel á það. Nú er komið haust og því tíma- bært að spyrja Hauk um útkomuna á prófununum frá því í vor. Hann segir hana býsna góða en tekur fram að þetta hér sé bara um athug- un að ræða og því ekki um vísinda- legar niðurstöður. Greinilegur munur ,,Við bárum á ákveðið svæði með hefðbundinni aðferð og svo á annað með nýja tækinu og um leið að minnkuðum við áburðarmagnið á tilbúnum áburði. Heyefnagreiningar styðja það að óhætt muni að minnka tilbúna áburðinn verulega ef þessi áburðardreifari er notaður. Ég end- urtek hins vegar að þetta er fyrsta athugun og erfitt að fullyrða um niðurstöðurnar. Húsdýraáburður er seinni að virka og utanaðkomandi áhrif geta verið ýmiskonar,“ segir Haukur. Hann segir að uppskera á þeim túnum sem borið var á með nýja áburðardreifaranum hafi verið meiri en þar sem húsdýraáburður var bor- inn á með gamla laginu. Hins vegar segir Haukur að þeir hafi ekki getað séð við efnagreiningar að það væri gæðamunur á grasinu sem nokkru næmi en magnið var umtalsvert meira. Getur sinnt 30-40 bæjum Þessi áburðardreifari er stórt og dýrt tæki sem kostaði í vor um tutt- ugu milljónir króna. Haukur segir tækið að sjálfsögðu allt of dýrt fyrir eitt bú en ef um hóp bænda væri að ræða, búnaðarfélög eða verktaka þá gengi dæmið ágætlega upp. Tækið er gríðarlega afkasta mikið og getur hæglega annað allt að 30 til 40 bæjum. Hann segist hafa verið með tækið á Skeiðunum í vor og var ekki nema einn og hálfan dag á hverjum bæ. Aftast á tækinu eru hjól sem fella áburðinn niður í svörðinn þannig að húsdýraáburðurinn liggur ekki ofan á jörðinni eins og ef um venjulega áburðardreifingu væri að ræða. Með þessu móti verður um fullkomna nýtingu á köfnunarefni og fleiri efnum að ræða. Að auki er mjög lítil lykt á túninu öndvert við það þegar húsdýraáburður er bor- inn á völl. Haukur segir að það sem nú vanti sé fjármagn til þess að hægt sé að ljúka þessum prófunum. Búrekstrardeild Landbúnaðarhá - skólans á Hvanneyri hefur gert tilraunirnar í samstarfi við inn- flytjanda tækisins, Jötun Vélar á Selfossi. ,,Ef einhver vill fjármagna frek- ari rannsóknir á áburðardreifaran- um þá erum við alveg tilbúnir til þess að stýra þeim enda höfum við mikla trú á tækinu,“ segir Haukur Þórðarson. S.dór Nýr áburðardreifari fyrir húsdýraáburð Fyrstu prófanir sýna framúrskarandi árangur Sigurður Sigurðarson, dýralækn- ir hjá Matvælastofnun á Selfossi, hefur látið af störfum sem dýra- læknir eftir farsælt starf í gegn- um árin. „Ég hóf störf á Keldum sem dýralæknanemi í fríum 1963 og kom þangað í fullt starf 1968. Þetta eru því 45 ár frá upphafi og 40 ár í fullu starfi. Frá dregst tími í framhaldsnámi og við rannsóknir erlendis. Ég er ekki kvíðinn fyrir aðgerðaleysi þó ég sé hættur, ég á mörg áhugamál sem ég gæti farið að sinna betur en ég hefi haft tæki- færi til. Ég gæti líka hugsað mér að fara að vinna við eitthvað annað, þar sem ég er furðu hraustur og bjartsýnn, held ég,“ sagði Sigurður þegar haft var samband við hann og hann spurður út í starfslokin. MHH Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem hefur nú látið af störfum og ætlar m.a. að fara að sinna áhuga- málum sínum, sem eru af fjölbreytt- um toga. Sigurður Sigurðarson hættur sem dýralæknir Matís mun þann 5. nóvember opna Matvælasmiðju á Höfn í Hornafirði. Smiðjan er sér- staklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja hefja virðisaukandi smá- framleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Í Matvælasmiðjunni er allur helsti búnaður sem þarf til að hefja smáframleiðslu mat- væla. Með stofnun Matvælasmiðjunnar er markvisst reynt að efla nýsköpun í matvælaframleiðslu á landsvísu segir í fréttatilkynningu frá Matís. Matvælasmiðjan mun veita frum- kvöðlum og fyrirtækjum aðgang að tækjum og þekkingu til að fara í gegnum vöruþróun og hefja fram- leiðslu á skilvirkari hátt en áður hefur verið hægt hérlendis. Einar K. Guðfinnsson, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra, mun verða viðstaddur formlega opnun Matvælasmiðjunnar miðvikudaginn 5. nóvember. Boðið verður upp á léttar veitingar úr Ríki Vatnajökuls en opnunarathöfnin hefst kl. 13:00. Matvælasmiðjan verður til húsa að Álaleiru 1 á Höfn. Matvælasmiðju ætlað að efla nýsköpun í matvælaframleiðslu Gagnaveita Skagafjarðar hefur sent Fjarskiptasjóði bréf þar sem Gagnaveitan lýsir því yfir í ljósi fyrirkomulags á útboði Fjarskiptasjóðs og breytinga á kröfum sjóðsins varðandi farnet- þjónustu að félagið er ekki lengur skuldbundið af því að veita þjón- ustu á áður afmörkuðu svæði. Gagnaveitan afmarkaði sér svæði í Skagafirði á sínum tíma og hugðist fyrirtækið byggja upp háhraðanet á markaðslegum for- sendum og sækja til þess styrk til Fjarskiptasjóðs. Ákvörðun stjórnar Fjarskiptasjóðs um að bjóða allt landið út í heild sinni, útilokaði fyrirtækið frá því. Í ljósi upphaf- legra skilmála útboðsins þar sem svokölluð háhraðafarnetsþjónusta mátti vera valkvæð til viðbótar við staðbundna háhraðanetþjón- ustu, ákvað Gagnaveitan að ráðast í kaup á traustum og öflugum bún- aði þar sem allar líkur voru á því að það fyrirtæki sem fengi styrk úr sjóðnum myndi einnig byggja upp sínar lausnir með örbylgjusend- ingum. Það kom því fyrirtækinu nokkuð á óvart að farnetsþjónustan skyldi verða leyfð sem aðallausn, en ekki aðeins sem lausn til viðbót- ar við staðbundnar lausnir. Þá lágu engar kröfur fyrir um stofnkostnað og mánaðargjald. Aðeins var gerð krafa um að þessari uppbyggingu þyrfti að vera lokið 1. júlí 2008 og hins vegar um hraða samband- anna. Þegar útboðsgögn litu dags- ins ljós var hins vegar búið að setja inn kröfur um þátttöku notenda í stofnkostnaði og um mánaðargjald tenginga. Hvort tveggja setti áætl- anir Gagnaveitunnar í uppnám og er það niðurstaða fyrirtækisins að það geti ekki boðið upp á þjónustu á samkeppnishæfu verði miðað við þessar forsendur. Gagnaveita Skagafjarðar segir sig frá dreifbýlinu Góðir vinir Prjónablaðið Ýr á afmæli Það fer vel á með þeim vinunum Huppu og Dreka á Grjótá í Fljótshlíð á þessari ágætu mynd sem Ásta Þorbjörns- dóttir tók í sumar. Sláturtíð lokið á Blönduósi Erlenda farandverkafólkið milifærði daglega

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.