Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 1
Sem kunnugt er fara búgreinar
landbúnaðarins misjafnlega illa
út úr þeirri efnahagskreppu sem
íslenskt atvinnulíf glímir nú við.
Almennt hefur verið rætt um
bága stöðu kúabúa í þessu sam-
hengi þar sem töluvert hefur
verið fjárfest í þeirri grein á und-
anförnum misserum og skuld-
setning því umtalsverð.
Skuldsett grein
Formaður Búnaðarsambands
Skagafjarðar, Sigurður Baldursson,
sagði t.a.m. í viðtali við Auðlindina
í Ríkisútvarpinu Rás 1 á miðviku-
daginn sl. að hann vildi að rík-
isbankarnir felldu niður hluta af
skuldum kúabænda. Sagði hann að
ef ekkert verði að gert muni þeir
kúabændur sem hafa staðið í fram-
kvæmdum eftir árin 2002-2003
ekki hafa rekstrargrundvöll fyrir
sín bú. Í umfjöllun Auðlindarinnar
um málið og skuldsetningu kúabú-
anna í landinu kom fram, að ekki
væri ólíklegt að ætla að meðalbúið
skuldaði um þrefalda ársveltu og
hætta væri því á að mörg búanna
verði gjaldþrota.
Bændablaðið leitaði til ráðu-
nauta á tveimur stærstu starfssvæð-
um nautgriparæktarinnar í land-
inu til að taka stöðuna á grein-
inni; þeirra Vignis Sigurðssonar,
ráðunautar hjá Búgarði – ráðgjaf-
arþjónustu á Norðausturlandi, og
Runólfs Sigursveinssonar hjá Bún-
aðarsambandi Suðurlands.
Tveir þriðju hlutar búa á
Suðurlandi í góðum rekstri
Á Suðurlandi er staðan þannig
að af rúmlega 260 kúabúum eiga
um 40-50 kúabú í verulegum erf-
iðleikum en ekkert bú hefur neyðst
til að hætta rekstri vegna fjárhags-
erfiðleika. Runólfur segir að það
komi nokkuð á óvart að ekki stærri
hluti búanna standi verr en raun
ber vitni. „Fjöldinn segir þó ekki
allt heldur er það mjólkurmagnið
sem skiptir líka máli – greinilegt er
að þau bú sem hafa verið í stækk-
unarferli undanfarin ár og staðið í
endurbótum á aðstöðu, kaupum á
framleiðslurétti o.s.frv. eru eðlilega
skuldsettari. Hins vegar kemur nú í
ljós við þessar öfgafullu aðstæð-
ur hvernig grunnurinn var í upp-
hafi, þ.e. hversu mikið eigið fé var
til staðar og hvernig staðið var að
undirbúningi,“ segir hann.
Nær öll þau 40-50 bú sem eiga
í erfiðleikum með skuldbindingar
sínar hafa fengið frestun á afborg-
unarhluta erlenda lánahlutans og
sumir einnig á vaxtaþættinum.
„Misjafnt er hver frestunin er til
langs tíma, oft eru þetta tveir mán-
uðir upp í sex mánuði. Hvað svo
tekur við er mjög erfitt að greina
á þessari stundu. Þó er ljóst að
LIBOR-vextir hafa farið lækkandi
og ættu smám saman að hafa áhrif
á vaxtastigið á erlendu lánunum.
Ég hygg að af hálfu bankanna verði
leitað allra mögulegra leiða til að
halda starfsemi kúabúanna áfram
en spurning er hvaða bakland þeir
síðan hafa til þess, ef ekki verður
breyting á genginu. Þá bíður einnig
innan skamms ákvörðun um fjár-
mögnun áburðarkaupa sem verður
ýmsum búum mjög erfið. Trúlega
ekkert síður í sauðfjárræktinni,“
segir Runólfur.
Önnur 40-50 bú eru allverulega
skuldsett en munu komast í gegn-
um ástandið án skuldbreytinga
eða annarra sértækra ráðstafana.
Tæplega tveir þriðju hlutar búanna,
um 170 talsins, eru hinsvegar lítið
skuldsett og sigla þannig tiltölulega
lygnan sjó í gegnum kreppuna.
„Til lengri tíma er það nauðsyn-
legt að gengi íslensku krónunnar
komist á eitthvert „eðlilegt ról“ og
að vaxtaþróun hér innanlands verði
skaplegri en á undanförnum árum
– allt til dagsins í dag. Ástæða
þess að kúabændur, líkt og aðrir
atvinnurekendur og heimili, fóru
í erlenda lántöku var að innlendi
markaðurinn bauð einfaldlega ekki
upp á kjör sem hægt var að búa
við,“ segir Runólfur.
Tveir þriðju hlutar búa á
Norðausturlandi í góðum rekstri
Á starfssvæði Vignis, hjá Búgarði
– ráðgjafarþjónustu á Norðaustur-
landi, eru starfandi 162 kúabú.
Eins og á Suðurlandi hefur ekkert
bú hætt rekstri í kreppunni og áætl-
ar Vignir sömuleiðis að um tveir
þriðju hlutar búanna, um 100 tals-
ins, séu ekki í rekstrarvanda vegna
skuldastöðu. „Ríflega þriðjungur er
mikið skuldsettur, þar af gætu verið
um 15-20 bú sem eru í verulegum
rekstrarerfiðleikum vegna skuld-
setningar, en almennt hefur gengið
vel að semja við lánastofnanir um
frestun á afborgunum á erlendum
lánum. Þetta er þó tímabundin ráð-
stöfun, oftast til 4-6 mánaða,“ segir
Vignir. Hann segir alveg óljóst
hvernig málin munu þróast eða
til hvaða ráðstafana verður gripið
þegar greiðslufrestur þeirra lána
sem fryst voru rennur út. „Ljóst
er að komandi ár verður bændum
þungt í rekstri nema gengi krón-
unnar styrkist á næstu mánuðum.
Búast má við verulegum hækkun-
um á áburði og erfiðleikum við að
fjármagna áburðarkaup og kaup á
öðrum rekstrarvörum.“
–smh
11
Frjáls verslun með
búvörur og sjúkdóma-
varnir fara saman
16
Framtíð land-
búnaðarstefnu
ESB
1. tölublað 2009 Þriðjudagur 13. janúar Blað nr. 296 Upplag 17.500
6-8
Einörð andstaða
bænda gegn
ESB
Jólin
kvödd
Kúabóndi setur
upp fréttavef
„Mér fannst vanta fréttavef
héðan úr sveitinni, Þingeyjarsveit
er mjög stór, nær yfir stórt lands-
svæði og það er oft sem menn vita
ekki af því hvað aðrir innan sveit-
ar eru að gera,“ segir Hermann
Aðalsteinsson kúabóndi í Lyng-
brekku í Reykjadal en hann held-
ur úti nýjum vef með fréttum og
fróðleik úr Þingeyjarsveit á slóð-
inni www.123.is/641. Á síðunni er
að finna fréttir úr sveitarfélaginu,
myndaalbúm, greint er frá
ýmsum atburðum, gott tenglasafn
er á síðunni, þar er pláss fyrir
aðsent efni, hlaupastelpan, aug-
lýsingabréf sveitarinnar er þar að
finna sem og gestabók.
„Viðtökurnar hafa verið góðar,
ég er ánægður með þær,“ segir
Hermann, en allt að 100 heimsókn-
ir eru á vefinn á degi hverjum og
2-300 flettingar. Kostnaður er í
lágmarki, enda er Hermann ekki
með sérhýsingu á vef sínum, „en
ég sé til þegar fram líða stundir
hvort grundvöllur er fyrir að setja
upp alvöruvef,“ segir Hermann.
Hann segir tilgang vefsins
þann að flytja sveitungum sem og
öðrum áhugasömum um málefni
Þingeyjarsveitar fréttir af gangi
mála heima í héraði, þjappa mönn-
um saman og auka samheldni í
sveitarfélaginu. Sjálfur sé hann
mikill áhugamaður um slíkt og
hann hafi mjög gaman af því að
halda þessum vef úti. Hann held-
ur utan um tvo vefi aðra, Goðann
sem flytur fréttir af skáklífi sveit-
arinnar sem og bloggsíðu. „Ég
vona bara að menn verði dugleg-
ir að senda mér efni, ég get ekki
kvartað yfir móttökunum og ég
vona að þetta verði bara líflegur
vettvangur skoðanaskipta í sveitar-
félaginu,“ segir Hermann og bætir
því við að fréttaöflunarsvæðið sé
Suður-Þingeyjarsýslan sunnan
Húsavíkur með Reykjahverfi (sem
tilheyrir að vísu Norðurþingi) en
án Mývatnssveitar. MÞÞ
Íbúar í Reykjadal fjölmenntu á árlega brennu á Stafni á þrettándakvöld, en
hefð er fyrir því að heimilisfólk kveðji jólin með brennu og nágrannarnir
flykkjast að og eiga saman góða stund í upphafi árs.
Upplýsinga-
vefur um
íslenskan
landbúnað
og ESB
Á vef Bændasamtakanna,
bondi.is, er búið að opna
sérstakan vefhluta um
Evrópusambandsmálin sem
byggður verður upp með tím-
anum. Markmiðið er að safna
saman upplýsingum um land-
búnað og ESB fyrir bændur
og almenning. Tilgangurinn
er að kasta ljósi á umfang og
eðli sameiginlegrar landbún-
aðarstefnu ESB og afstöðu
Bændasamtakanna í þeim
efnum. Efnið verður fram
sett með fjölbreyttum hætti,
t.d. sem ítarefni á erlendum
tungumálum, sjónvarpsupp-
tökur, blaðagreinar, skýrslur
og fyrirlestrar. Ábendingar
um gagnlegt efni eru vel
þegnar og óskast sendar á
netfangið tb@bondi.is
Aldrei meiri mjólk-
urframleiðsla
Innvigtun mjólkur hjá aðild-
arfélögum Samtaka afurða-
stöðva í mjólkuriðnaði sf.
árið 2008 var 126.051.529
lítrar. Þetta er mesta innvigt-
un sem skráð hefur verið hjá
mjólkursamlögum landsins.
Innvigtun mjólkur til mjólk-
ursamlaganna jókst um 1%
milli áranna 2007 og 2008.
Frá árinu 1959 hefur mest
innvigtun verið skráð á landinu
eftirfarin ár:
Árið 2008 126.051.529 lítrar
Árið 2007 124.816.835 lítrar
Árið 1978 120.172.100 lítrar
Árið 1979 117.198.706 lítrar
Árið 2006 117.062.454 lítrar
Fjárhagsstaða íslenskra kúabúa
Ekki eins slæm og óttast var