Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 4
4 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009
Allnokkur taugatitringur hefur
myndast vegna mögulegra breyt-
inga á Evrópustefnu Sjálfstæðis-
flokksins á komandi landsþingi
hans sem hefst 29. janúar næst-
komandi. Ljóst er að mikil gerj-
un hefur verið innan flokksins
varðandi afstöðu flokksmanna
til samskipta Íslands við Evr-
ópusambandið. Bændur hafa al-
mennt lagst eindregið gegn aðild
að sambandinu og er því nokk-
ur eftirvænting eftir niðurstöðu
flokksþingsins þeirra á meðal.
Bændur virðast þó eiga hauka
í horni í Sjálfstæðisflokknum ef
tekið er mið af afstöðu fulltrúa
flokksins í sjávarútvegs- og land-
búnaðarnefnd Alþingis, sem og for-
manns landbúnaðarnefndar flokks-
ins. Bændablaðið hafði samband
við nefndarfólkið og innti það eftir
afstöðu þess varðandi aðild að
Evrópusambandinu.
Aðild þjónar ekki hagsmunum
okkar sem þjóðar
A r n b j ö r g
Sveinsdótt ir
formaður sjáv-
arútvegs- og
landbúnaðar-
n e f n d a r
Alþingis segir
að íslenskur
l a n d b ú n a ð u r
og framtíð hans
skipti afar miklu máli varðandi af-
stöðu hennar til aðildar að Evrópu-
sambandinu. „Ég held að það sé
ljóst að það mun hafa mjög mikil
neikvæð áhrif á íslenskan land-
búnað ef við göngum í sambandið.
Maður þarf ekki annað en að horfa
til landa eins og Svíþjóðar og
Finnlands þar sem hefur orðið veru-
leg breyting í landbúnaði. Störfum
hefur fækkað og framleiðsla breyst
sem og allt umhverfi landbúnaðar-
ins. Það varð mikil breyting á til
hins verra við inngönguna þrátt
fyrir að mér hafi nú fundist ýmsir
reyna að gefa annað í skyn. Ég tel
að möguleg innganga væri mjög
slæm fyrir landbúnaðinn.“
Arnbjörg segist vera búin að
taka afstöðu til málsins. „Ég tel að
við eigum ekki að sækja um aðild.
Ég held að það þjóni ekki hags-
munum okkar sem þjóðar, og nátt-
úrulega sérstaklega ekki hagsmun-
um grunnatvinnuvega okkar, land-
búnaðar og sjávarútvegs.“
Arnbjörg segir að umræða um
Evrópusambandið hafi verið mjög
frjó í Sjálfstæðisflokknum að und-
anförnu, sem og gagnleg. Hún seg-
ist eiga vona á því að málið verði
leitt til lykta á skynsamlegan hátt.
„Ég hef ekki stórar áhyggjur af því
að þjóðin almennt muni óska eftir
aðild þegar allar staðreyndir máls-
ins verða komnar upp á borðið.“
Arnbjörg segist mögulega geta sætt
sig við tvöfalda þjóðaratkvæða-
greiðslu um málið því það sé leið
til að fá niðurstöðu í málið. Það sé
mikilvægt til að skapa vinnufrið
um önnur mál sem meiri þörf sé á
að taka á.
„Harðna bara í andstöðunni“
Kjartan Ólafs-
son, sem bæði
situr í sjávar -
útvegs- og land-
búnaðarnefnd
Alþingis sem
og landbúnað-
arnefnd Sjálf -
stæðisflokks ins
segir að hann
hafi í gegnum tíðina ekki verið
því fylgjandi að ganga eigi í Evr-
ópusambandið. Hann telur þó fulla
þörf á umræðunni enda sé nauðsyn-
legt að skoða kosti og galla aðildar
á hverjum tíma og telur það hollt
fyrir þjóðina. „Ég hef núna kynnt
mér í enn meiri þaula en áður allt
það sem viðkemur mögulegri aðild
að sambandinu í aðdraganda flokks-
þingsins, og ég verð að segja það
að ég harðna bara í minni andstöðu
gegn inngöngu í sambandið. Ég fæ
ekki séð að það sé í samræmi við
hagsmuni samfélagsins, hvað þá
landbúnaðarins að ganga þarna inn.
Þar ber hæst sjávarútvegs- og land-
búnaðarstefna sambandsins sem á
engan hátt samrýmist okkar hags-
munum. Ég styrkist bara í minni
afstöðu eftir því sem á líður.“
Kjartan segir að það verði að
vera kalt hagsmunamat manna sem
ræður för í því hvort gengið verði
til viðræðna. „Ég hef trú á að menn
meti það sem svo að hagsmunum
okkar sé ekki þjónað með því að
fara þarna inn. Fiskveiðiauðlindin
sem hefur verið aðalgjaldeyrisupp-
spretta okkar um áratugaskeið,
henni má ekki fórna fyrir nokkurn
mun. Hvað verður um stærstan
hluta landsbyggðarinnar ef land-
búnaðurinn hverfur og fiskveiðarn-
ar, byggðir munu leggjast í auðn.
Þetta eru okkar grunnatvinnuvegir
og þeim má ekki fórna.“
Sannfærður um að ekki takist að
ná ásættanlegum samningi
Jón Gunnars-
son þingmaður
S j á l f s t æ ð i s -
flokksins tekur
ekki jafn djúpt
í árinni og þau
Arnbjörg og
Kjartan varð-
andi andstöðu
við inngöngu í Evrópusambandið.
Jón sem situr einnig í sjávarútvegs-
og landbúnaðarnefnd er þó nokk-
uð efins um að takast muni að ná
fram þeim markmiðum sem hann
telur nauðsynlegt að ná ef farið
verður í aðildarsamninga. „Ég
tel alveg ljóst að ef tekin verður
ákvörðun um að sækja um aðild að
Evrópusambandinu verður það að
vera skýlaus krafa að þjóðin haldi
yfirráðum yfir auðlindum sínum,
hvort sem er á landi eða sjó. Ég verð
að segja það að ég hef enga trú á að
það takist að semja við sambandið
um slíkt. Ég tel að landbúnaður-
inn sé gríðarlega mikilvægur fyrir
okkur sem þjóð. Ég hef litið á hann
sem mjög mikilvæga atvinnugrein
og ákaflega mikilvæga stoð í því að
halda byggð úti um land. Í grund-
vallaratriðum tel ég að við eigum
að verja til hins ítrasta hagsmuni
okkar í landbúnaði. Það er alveg
ljóst að matvælaöryggi er farið að
skipta þjóðin verulegu máli. Ég
mun leggja mitt af mörkum til að
standa vörð um landbúnaðinn, bæði
almennt og í aðildarviðræðum við
Evrópusambandið.“
Jón segist telja að nauðsynlegt
sé að menn nái þverpólitískri sátt
um þá hagsmuni sem eru ríkast-
ir í mögulegum aðildarviðræð-
um. „Ef menn ná slíkri samstöðu
tel ég að það sé full ástæða til að
láta reyna á samningaviðræður við
Evrópusambandið. Þá er það líka
ljóst í mínum huga að það þarf
að standa vörð um þá hagsmuni.
Í framhaldi af því ætti að leggja
samningana fyrir þjóðina. Ég mun
styðja þá leið vegna þess að ég held
að það verði aldrei friður í landinu
fyrr en að þessu loknu. Það mun
aldrei fást nein niðurstaða í það
hvað er um að ræða. Menn geta
haldið öllu fram, að það séu gull og
grænir skógar í sambandinu eða að
það sé skrattinn í hverju horni. Við
fáum hins vegar aldrei almennilega
niðurstöðu í þetta fyrr en búið er
að sjá hvað um semst og leggja
það fyrir þjóðina. Ég er hins vegar
alveg sannfærður um það að við
munum aldrei geta sætt okkur við
þau skilyrði sem út úr þessum við-
ræðum koma. Það er mín skoðun
að það sé óskhyggja að við náum
á þessu stigi málsins ásættanlegri
niðurstöðu í samningaviðræðum
þegar kemur að yfirráðarétti yfir
auðlindunum og eigin ákvörðunar-
rétti um stýringu á nýtingu þeirra.
Ég hef miklar efasemdir um það og
þar af leiðandi tel ég afar ólíklegt
að við munum gerast aðilar. Ég spái
að út úr þessu komi niðurstaða sem
þjóðin geti ekki sætt sig við. Ég tel
hins vegar að til þess að hægt sé að
koma þessu máli út af borðinu þá
þurfi að láta reyna á samninga og
að þjóðin fái að hafa um það síð-
asta orðið.“
Alls ekki verjandi að fórna
landbúnaðinum fyrir aðild
„Íslenskur land-
búnaður á enga
samleið með
E v r ó p u s a m -
bandinu,“ seg-
ir Jóhanna
Pá lmadót t i r
formaður land-
búnaðarnefndar
Sjálfstæðis flokksins. Jóhanna seg-
ist telja að landbúnaður sé svo
gríðarlega mikilvæg stoð í atvinnu-
lífi þjóðarinnar að alls ekki sé verj-
andi að fórna honum fyrir aðild
að sambandinu, það sem myndi
ávinnast myndi aldrei mæta því
þunga höggi sem landbúnaðurinn
yrði fyrir. „Við erum nú nýbúin að
upplifa það hvernig það er þegar
kreppa ríður yfir landið, og það er
nú ekki enn fram úr henni séð. Ég
tel að matvælaframleiðsla sé eitt af
þeim grunnatriðum sem verður að
vera tryggt ef við eigum að teljast
sjálfstæð þjóð. Ég sé ekki að land-
búnaður geti staðið óhaggaður ef að
við göngum í Evrópusambandið og
þess vegna sýnist mér að grundvöll-
urinn fyrir inngöngu sé ekki fyrir
hendi. Það er mikið atriði í mínum
huga að við getum brauðfætt okkur
sjálf sem þjóð og það hefur komið
berlega í ljós að það er styttra í þá
vitund þjóðarinnar heldur en margur
hélt. Landbúnaðurinn er ekki bara
prívatmál bænda, við höfum hér
hreinan og góðan landbúnað vísan
eins og er, en ég tel minni líkur en
meiri að hann haldi ef gengið verð-
ur inn í Evrópusambandið. Það er
barnaskapur að hægt sé að byggja
upp landbúnað seinna ef það þarf;
kunnátta, verksvit, ræktunarstarf-
semi og búsetumenning mun glat-
ast og verður ekki auðveldlega reist
við.“
Jóhanna segist ekki sjá ástæðu til
að fara neinar millileiðir í samskipt-
um Íslands við Evrópusambandið.
„Ég sé enga ástæðu til að fara
inn í þessa aðildarumræðu. Ég
sé enga þörf á því að búa til ein-
hverja millileiki eins og tvöfalda
þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef við
horfum út í heim þá sést að íbúar
Evrópusambandsins eru ekkert
síður í kreppu heldur en við. Þó að
það kreppi að eins og er hjá okkur
þá er það engin lausn að ganga í
Evrópusambandið. Við eigum að
taka á þeim málum sem eru í gangi
hér og vinna okkur út úr þeim sem
sjálfstæð þjóð en ekki leggjast flöt
fyrir öðrum þjóðum.“
Sala afurða Norðlenska gekk
vel allt árið 2008, en aldrei þó
eins og í desember síðastliðn-
um. Sigmundur Ófeigsson fram-
kvæmdastjóri segir að desember
hafi verið stærsti sölumánuður
Norðlenska til þessa – bæði í
magni og krónutölu. Hann segir
að neytendur hafi verið jákvæðir
í garð íslenskrar framleiðslu fyrir
jólin og augljóst að þeir skynjuðu
það í fyrsta skipti í langan tíma
að samhengi sé á milli þess að
kaupa íslenskar vörur og stuðla
að atvinnu í landinu.
Þetta kemur fram í viðtali við
Sigmund á vef Norðlenska. Hann
segir að í kjölfar bankahrunsins í
október hafi neytendur leitað í rík-
ari mæli eftir ódýrari kjötvörum
og þeirri eftirspurn verið svarað.
Í desember keypti fólk hins vegar
hinn hefðbundna íslenska jólamat
og sparaði að því er virðist ekki við
sig. Í desember fóru yfir hundrað
tonn af hangikjöti frá Norðlenska
og var lambið í heiðurssæti fyrir
þessi jól. Einnig seldist vel af ham-
borgarhryggjum og öðrum tegund-
um af svínakjöti.
Fjármagnsliðir hækkuðu umtals-
vert á síðasta ári og á síðari helm-
ingi ársins hækkuðu ýmsir kostn-
aðarliðir upp úr öllu valdi. Í því
sambandi nefnir Sigmundur flutn-
ingskostnaðinn en einnig hækk-
aði plast og ýmis önnur innflutt
aðföng í verði í takti við hraðlækk-
andi gengi krónunnar. Þá hækkaði
fóðurkostnaður upp úr öllu valdi og
sömuleiðis áburðarverð og til við-
bótar er spáð enn frekari hækkun á
áburði í vetur, að sögn Sigmundar.
„Ástæðan er fyrst og fremst veik
staða krónunnar. Þetta er graf-
alvarlegt mál, enda er áburðurinn
langstærsti kostnaðarliður í rekstri
sauðfjárbúa.“ Sigmundur segir að
rekstur Norðlenska fyrir fjármagns-
liði hafi gengið vel á árinu 2008
og verið í takti við áætlanir. Hann
segir þó ekkert launungarmál að
mjög erfitt sé að gera rekstraráætl-
anir fyrir árið 2009.
Starfsemi Norðlenska framfleytir
3-4 þúsund manns
Sigmundur segir að bankahrunið
í október sl. og afleiðingar þess
hafi opnað augu margra fyrir mik-
ilvægi innlendrar framleiðslu. Svo
alvarlega kollsteypu hafi þurft
til þess að ýmsir, sem hafi í alltof
langan tíma haft augun lokuð, hafi
opnað þau aftur og séð hversu mik-
ilvægt sé að hafa trausta og öfl-
uga úrvinnslu landbúnaðarafurða
í landinu. „Samanlagður fjöldi
innleggjenda og starfsmanna sem
þiggja árslaun sín hjá Norðlenska
er sjö til átta hundruð. Og við þetta
bætist síðan mikill fjöldi óbeinna
starfa vegna aðkeyptrar þjónustu.
Þegar allt er talið má ætla að starf-
semi Norðlenska framfleyti beint á
bilinu 3-4 þúsund manns. Ég er ekki
viss um að fólk hafi almennt áttað
sig á því hversu viðamikil starf-
semi þetta í raun er. Fyrir nokkru
reyndum við að gera okkur grein
fyrir hversu stór úrvinnsluiðnaður
landbúnaðarafurða, bæði kjöt- og
mjólkurvinnsla, hér á Norðurlandi
væri og niðurstaðan var um tíu þús-
und störf.“
Bændur eiga sér fáa málsvara og
eru vinsælt skotmark
Sigmundur segist óttast að áður en
langt um líði muni margir bændur
hreinlega gefast upp í sínum rekstri,
enda sé vegið að bændastéttinni úr
ýmsum áttum. „Bændur eiga sér því
miður fáa málsvara og eru að því er
virðist vinsælt skotmark. Núna er
ráðist að bændum með nýju mat-
vælafrumvarpi og einnig er talað
fullum fetum um ESB-aðild án
þess að menn hafi sett sér samn-
ingsmarkmið eða greint hvaða áhrif
aðild að Evrópusambandinu hafi
á íslenskan landbúnað. Íslenska
stjórnkerfið hefur til þessa lítið til-
lit viljað taka til Akureyrar, hvað þá
Raufarhafnar eða Þórshafnar. Er þá
líklegt að Brussel vilji taka tillit til
okkar hér norður í Atlantshafi? Ég
vil hins vegar ekki útiloka að menn
skoði hvað felist í aðild Íslands
að Evrópusambandinu, en það er
grundvallaratriði að lagt verði fram
greinargott yfirlit um bæði kosti og
galla ESB-aðildar fyrir íslenskan
landbúnað og þá atvinnustarfsemi
sem byggir á honum.“
Sigmundur segir að í gegnum
tíðina hafi ófáum dálksentímetrum
og ófáum mínútum í ljósvakamiðl-
um verið varið í að agnúast út í rík-
isstyrki til íslensks landbúnaðar.
„Ég fæ hins vegar ekki annað
séð en að bankahrunið núna í haust,
sem er að öllu leyti af manna völd-
um, hafi kostað okkur skattgreið-
endur jafn mikið og ríkisstyrkir til
landbúnaðar í meira en eina öld.
Ég held að ástæða sé til þess að
hafa þessa staðreynd í huga,“ segir
Sigmundur.
Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska
Bankahrunið kostar skattgreiðendur jafn mikið
og ríkisstyrkir til landbúnaðar í meira en öld
Bændur eiga hauka í horni í Sjálfstæðisflokknum
Sjálfstæðismenn í landbúnaðarnefnd mjög efins um Evrópusambandsaðild
Sveitarstjórn Grýtubakka-
hrepps ákvað rétt fyrir áramót
að hækka álagningarprósentu
útsvars í 13,28%.
Í byrjun desember var ákveð-
ið að álagningarprósentan fyrir
árið 2009 yrði 13,03% og um
miðjan desember kom sveit-
arstjórn saman og ákvað að
nýta ekki þá nýfengna heimild í
lögum til hækkunar á útsvari. Nú,
vegna breyttra forsenda, er sveit-
arstjórn nauðugur sá einn kostur
að hækka álagningarprósentu
útsvars í 13,28%, þar sem fram-
lög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
skerðast ef sveitarfélög nýta sér
ekki hámarks álagningu.
Mikill tími fór í gerð fjárhags-
áætlunar, enda í mörg horn að líta
þegar tekjur lækka um 11% en
allir kostnaðarliðir hækka. Með
því að snúa við hverjum steini var
þó mögulegt að skila áætluninni
með afgangi á A-hluta sveitarsjóðs
upp á rúmlega 1,2 milljónir króna
að sögn Guðnýjar Sverrisdóttur
sveitarstjóra, en hún telur ánægju-
legt að skila þessari niðurstöðu án
þess að þurfa að segja upp fólki.
Ýmsir starfsmenn sveitarfélags-
ins hafa þó tekið á sig launaskerð-
ingu og launahlutfall verið lækkað
og segir Guðný að allir hafi tekið
þessu með miklum skilningi sem
beri að þakka fyrir.
Nauðugur einn kostur