Bændablaðið - 13.01.2009, Page 8

Bændablaðið - 13.01.2009, Page 8
8 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Á fundi um Evrópusambandsmál sem haldinn var í Bændahöllinni í gær með fulltrúum búgreina- félaganna, búnaðarsamband- anna og afurðastöðvanna kom fram mikill einhugur um and- stöðu gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Bændasam- tökin boðuðu til fundarins en til- gangur hans var að ræða málin og fá fram sjónarmið um næstu skref í Evrópusambandsumræðunni. Á fundinum fór Haraldur Bene- diktsson, formaður Bændasamtak- anna yfir afstöðu samtakanna til Evrópusambandsins og kom fram í máli hans að íslenskum landbúnaði væri mikil hætta búin ef að sótt yrði um aðild að Evrópusambandinu. Kallaði hann eftir viðtækri sam- stöðu meðal bænda um andstöðu gegn slíkum hugmyndum. Ekki stóð á svörum þeirra fjölmörgu full- trúa sem að á fundinn voru mættir. Komu fundarmenn hver af öðrum uppi í pontu og lýstu áhyggjum sínum með þá umræðu sem uppi hefur verið í þjóðfélaginu. Óttuðust sumir fundarmenn að svo gæti farið að Íslandi yrði sturtað fyr- irvaralaust inn í Evrópusambandið og brýndu þeir forsvarsmenn Bændasamtakanna til að standa vaktina af fullum þunga til að koma í veg fyrir að svo gæti farið. Ekki um neinar framtíðar undanþágur að ræða Á fundinum flutti Björn Bjarnason dómsmálaráðherra jafnframt erindi um skýrslu Evrópunefndar forsæt- isráðuneytisins sem að gefin var út í mars í fyrra. Björn stýrði starfi nefndarinnar og kom fram í máli hans að niðurstaða nefndarinnar sem birt var í skýrslunni, væri sú að miðað við óbreytt stuðnings- kerfi hér á landi myndi íslensk- ur landbúnaður standa verr innan Evrópusambandsins heldur en utan þess. Björn skilaði sameign- legu séráliti ásamt Einari Kristni Guðfinnssyni sjávarútveg- og land- búnaðarráðherra og fulltrúum Vinstri grænna, Katrínu Jakobsdóttur varaformanni flokksins og Ragnari Arnalds þar sem kom fram það mat þeirra að þeir hagsmunir og rétt- indi sem glatast myndu við aðild að Evrópusambandinu vegi mun þyngra en sá ávinningur sem af aðild hlytist. Björn sagðist enn vera þeirrar skoðunar. Jafnframt lagði hann áherslu á að ekki yrði um að ræða neinar framtíðar undanþágur fyrir íslenskan landbúnað þó vera mætti að tímabundnar undanþágur fengjust í samningaviðræðum við Evrópusambandið og jafnvel þó að tímabundnar undanþágur fengjust væri ekkert í hendi varðandi það að þær myndu standa óhaggaðar. Fjöldi dæma væri um að slíkar undanþágur hefðu verið afnumdar, meðal annars með málarekstri fyrir Evrópudómstólnum. „Þeir meginþættir sem snerta okkar grundvallar atvinnustarfsemi eru utan Evrópska efnahagssvæð- isins, það er að segja sjávarútveg- urinn og landbúnaðurinn. Mín nið- urstaða er sú, og það kemur líka fram í okkar sameiginlega áliti sem við stóðum að, er að hættan á auðlindaásókn Evrópusambandsins inn á okkar yfirráðasvæði séu svo miklar ef við gerðumst aðil- ar, að það sé ekki rétt að taka þá áhættu“ sagði Björn í erindi sínu. Björn sagði jafnframt að rangt væri að tala um aðildarviðæður við Evrópusambandið. „Engar aðild- arviðræður, þetta er umsókn. Það fara ekki fram neinar aðildarvið- ræður eins og við skiljum það í venjulegum skilningi eins og við skiljum það, um að ef að maður óskar aðildar að einhverju þá hafi hann möguleika til að hafa önnur sjónarmið en sá félagssakpur sem að hann vill eiga aðild að. Í þessu efni mætti bera það saman að járn- smið dytti aldrei í hug að sækja um aðild að Bændasamtökunum, hann vissi að þar ætti hann ekki heima. Bændasamtökin væru samtök sem snerust um málefni sem að snertu ekki hans hagsmuni beint. Ég lít líka þannig á Evrópusambandið, því til að mynda sjávarútvegsstefna sambandsins snýst um allt annað en það sem við erum að gera í okkar sjávarútvegsmálum.“ Tollastjórnin getur ráðið úrslitum um framtíð landbúnaðar hér Björn minntist í máli sínu á þær deil- ur sem staðið hafa um matvælafrum- varpið og þær hættur sem að sam- þykkt þess gæti skapað íslenskum landbúnaði. Víst væri um það að sam- þykkt þess myndi hafa áhrif en með hörðum ákvæðum um sjúkdómavarn- ir myndu þau áhrif ekki verða eins mikil og óttast væri. Annað mál væri með inngöngu í Evrópusambandið. „Þá myndum við ekki hafa vald á tollunum, þá myndum við þurfa að afsala okkur tollastjórninni. Það er einmitt tollastjórnin sem getur ráðið úrslitum um það hvernig við búum að landbúnaði hér á landi, það eru tollarnir sem að Norðmenn hafa í hendi sér og stjórna sinni landbún- aðaruppbyggingu í gegnum þá. Þetta er ekkert flókið mál. Ef að í umsókn Íslendinga stæði að við ætluðum ekki að fella niður tolla á landbúnaðarvör- ur þá yrði það strax strikað út.“ En hversu miklu máli telur Björn íslenskan landbúnað skipta varð- andi mögulega aðild að Evrópu- sambandinu? „Ég tel að aðild að Evrópusambandinu krefjist þess að samið verði um sjávarútvegs- og landbúnaðarmál við sambandið og horfið frá stefnu í þeim mála- flokkum, sem hefur reynst okkur Íslendingum vel. Þetta skiptir veru- legu máli og það réð á sínum tíma úrslitum gagnvart aðild Íslendinga að EES-samningnum að sátt náðist um landbúnaðarmál samhliða þeirri aðild á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Sagt er að Íslendingar hafi samið um 80 prósent aðild að Evrópusambandinu með EES-samningnum, en þar eins og endranær geta síðustu 20 prósent- in ráðið úrslitum – þau gera það sam- hliða öðru í mínum huga.“ Eins og kemur fram segist Björn vera þeirrar skoðunar að hagsmun- um Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Segist hann muni beita sér gegn stefnubreyt- ingu innan Sjálfstæðisflokksins í átt til Evrópusambandsaðildar, bæði í ræðu og riti. Björn sagðist jafnframt vera þeirrar skoðunar að ef að tekin yrði ákvörðun um að sækja um aðild að Evrópusambandinu ætti að leggja það í dóm þjóðarinnar. Efna ætti til þjóðaratkvæðagreiðslu um umsókn og svo ætti auðvitað að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um samn- inginn sjálfann. Afstaðan í samræmi við rödd hins almenna bónda Ef bera á stöðu Íslands og íslensks landbúnaðar saman við eitthvert aðildarríki Evrópusambandsins þá er Finnland nærtækasta dæmið. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtakanna fór á fundinum yfir landbúnaðarstefnu Evrópusam- bandsins og áhrif inngöngu Finna í sambandið á finnskan landbúnað. Í máli hennar kom meðal annars fram að Finnar hafi fengið heimild til að styðja við sinn landbúnað um 35 prósent meira en að meðaltali ger- ist í Evrópusambandinu. Hins vegar væri staðan sú að Finnar greiddu 60 prósent af stuðningi við finnsk- an landbúnað sjálfir á meðan að Evrópusambandið greiddi 40 prósent. Jafnframt kom fram í máli hennar að eftir inngöngu Finna í sambandið hafi orðið nær 30 prósenta samdrátt- ur á afurðaverði til finnskra bænda en matarverð í Finnlandi hafi ekki lækk- að nema um 10 prósent. Evrópusambandið er viðskipta- bandalag og þar ræður hagkvæmn- in mestu. „Markmiðið er að flytja framleiðslu þangað sem hún er hag- kvæmust, ef horft er til launakostn- aðar, framleiðslukostnaðar og verðs á landi svo dæmi séu tekin“ sagði Erna. Það er því ljóst að Ísland standi ekki framarlega í þeim hópi ríkja ef inn í Evrópusambandið væri komið. Eins og áður var sagt lýstu fund- armenn eindregnum stuðningi við framgöngu Bændasamtakanna. Er það í fullkomnu samræmi við þá háværu rödd bænda sem að for- svarsmenn samtakanna hafa heyrt á bændafundunum nú í haust en þar hafa menn lýst miklum áhyggj- um af hugsanlegri aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það er því ljóst að innan bændastéttarinnar er ein- hugur um að berjast hatrammri bar- áttu gegn inngöngu í sambandið og fyrir framtíð íslensks landbúnaðar. Forystumenn búnaðarsambanda, búgreinafélaga og afurðastöðva funduðu um Evrópumál Fullkominn einhugur um andstöðu gegn ESB Þórhallur Bjarnason formaður garð- yrkjubænda sagði garðyrkjubænd- ur uggandi vegna mögulegrar að- ildar, t.a.m. þætti einsýnt að blóma- rækt myndi leggjast af. Edda Björnsdóttir formaður skógar- bænda sagðist alfarið leggjast gegn aðild að Evrópusambandinu enda þótt skógarbændur yrðu líklega ekki þeir sem myndu skaðast mest. Fundarmenn voru sammála um að íslenskum landbúnaði væri mikil hætta búin ef gengið yrði í Evrópusambandið. Björn Bjarnason dómsmálráð- herra sagðist telja að hagsmun- um Íslands væri betur borgið utan sambandsins. Ný fjárhús voru tekin í notkun á Hóli í Kelduhverfi skömmu fyrir jól. Bygging hússins hefur staðið yfir frá því í apríl. Húsið er ekki fullfrágengið en komið í notkun að hluta. Þetta er braggi sem er sjálfberandi, þannig að ekkert sérstakt burðarvirki er í húsinu heldur eru bárurnar það stórar að þar myndast burðarvirkið. Einangrun er tvær tommur af glerull og áldúkur á þeirri hlið sem snýr inn í húsið. Húsið er alls 800 m2 og tekur fullbúið rúmlega 500 kindur, einnig er aðstaða í öðrum endanum sem er hugsuð sem aukarými á vorin en nýtist til að vinna með hross á öðrum árs- tímum. Þriggja metra breið steypt stétt er í húsinu miðju og gjafagrindur á henni. Grindurnar eru færðar á ytri brún stéttarinnar meðan gefið er, síðan er rúllunum ekið inn á dráttarvél þangað sem þær eiga að vera og skornar þar. Rúnar segir það taka í kringum hálfa klukkustund að gefa sex rúllur. Þegar allt verður komið í notkun verður hægt að gefa 12 rúllur í einu, sem ætti að vera fimm daga gjöf. Gjafagrindurnar eru smíðaðar úr ryðfríu stáli og timbri. Það er fyrirtækið Ryðfrítt ehf. í Garði í Kelduhverfi sem sá um smíðina á þeim. Verðið á grindunum gæti komið einhverjum á óvart. Ný fjárhús á Hóli rúma um 500 kindur FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS auglýsir styrki til rannsókna- og þróunar- verkefna á árinu 2009: Framleiðnisjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna- og þróunarverk- efna á sviði landbúnaðar á árinu 2009. Lögð er áherzla á að verkefnin séu til þess fallin að auka framleiðni og arðsemi í landbúnaði. Forgangs njóta verkefni sem efla nýsköpun og fjölbreytni innan hins nýja landbúnaðar. Umsóknum skal skilað fyrir 20. febrúar n.k. til skrifstofu Framleiðnisjóðs landbún- aðarins, Hvanneyrargötu 3 - 311 Borgarnes, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Umsóknareyðublöð er einnig að finna á heimasíðu sjóðsins, veffang: www.fl.is. Stefnt er að því að ljúka afgreiðslu umsókna í apríl n.k. Ath. að sérstök viðfangsefni á sviði þróunarverkefna einstakra búgreina falla einnig innan hins auglýsta skilafrests. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes. Sími 430-4300 / myndsími 430-4309 / netfang fl@fl.is

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.