Bændablaðið - 13.01.2009, Side 9

Bændablaðið - 13.01.2009, Side 9
9 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Vildarkjör á gistingu fyrir bændur á Hótel Sögu og Park Inn Ísland. Þinn staður í Reykjavík Hótel Saga og Bændasamtökin hafa í áratugi átt farsæla sambúð í Bænda- höllinni við Hagatorg. Við viljum því að sjálfsögðu gera vel við bændur og veita þeim höfðinglegar móttökur í hvert sinn. Hlökkum til að sjá þig! Láttu sjá þig fljótlega Sími: 595 7000 parkinn@parkinn.is www.parkinn.is Sími: 525 9930 hotelsaga@hotelsaga.is www.hotelsaga.is Fjölbreytt jóladagskrá á Hótel Sögu. Nánari upplýsingar á www.hotelsaga.is 8.000 9.000 2ja manna Superior herbergi með morgunv.hlaðborði Park Inn Hótel Saga 2ja manna herbergi m/morgunv.hlaðborði. Frír aðgangur í Mecca Spa fyrir hótelgesti. P IP A R S ÍA 81 94 5 Innifalið í verði: • Glaðningur á herbergi við komu • Sloppur og inniskór á herbergi • 15% afsláttur á Skrúði og á Mímisbar • 15% afsláttur á barnum á Park Inn Heiftarleg salmonellusýking kom upp í 44 hrossastóði á jörðinni Norður Gröf undir Esjurótum skömmu fyrir jól. Mörg hross- anna tóku veikina og eru 24 hross fallin úr stóðinu. Tvo eru enn veik og óvíst um afdrif þeirra en 18 hross eru talin úr allri hættu. Veikin uppgötvaðist 21. desemb- er síðastliðinn en þá fannst eitt hrossanna dautt í hólfinu þar sem stóðið var í hagagöngu. Mörg hrossanna voru augsjáanlega mikið veik og voru þau flutt á hús í Mosfellsbæ, enda veðurútlit afar slæmt. Var hrossunum sinnt þar yfir allar hátíðarnar af dýra- læknum og eigendum og var það ekki fyrr en fyrir síðustu helgi að þau voru flutt þaðan. Þegar er búið að sótthreinsa húsin og skipta um jarðveg í gerðum. Þeim takmörkunum sem hér- aðsdýralæknir Gullbringu- og Kjósarsýslu hafði sett á umferð um hesthúsin og hesthúsahverfið hefur verið aflétt. Smitið líklega borist með fuglum Staðfesting hefur komið frá Keldum og sýkladeild Landspítalans að hrossin sem voru í hagagöngu í girðingu við bæinn Norður Gröf á Kjalarnesi hafi sýkst af Sa lmone l la t h y p i m u r i - um, eins og grunur lék á. Sýni voru tekin bæði úr fóðri þar sem engin sýking fannst, og úr vatni en þar var staðfest að um salm- onellu væri að ræða. Þykir því einsýnt að smitleið- in hafi verið í gegnum drykkjarvatn en settjörn er í hólfinu sem hrossin leituðu í. Gunnar Örn Guðmundsson héraðsdýralæknir segir langlíklegast að smitið hafi borist með fuglum í vatnið. „Það þarf ekki mikið smit- efni til að valda svona sýkingu. Við teljum að sýkingin hafi verið stað- bundin við þessa einu tjörn og það rennir stoðum undir okkar skoðun að hross í beitarhólfum í nágrenninu hafa ekki sýnt einkenni sýkingar.“ Gunnar segir að þessi tegund salmonellu geti verið afar erfið við- ureignar, hún valdi miklum og erf- iðum sýkingum. Ákaflega erfitt sé að koma í veg fyrir smit af þessu tagi en þó sé hægt að gera ýmislegt til að minnka áhættuna. „Það er afar mikilvægt að tryggja skepn- um aðgang að rennandi vatni og heilnæmu fóðri og sömuleiðis að haft sé gott eftirlit með skepnum í hagagöngu. Þar sem því verður við komið væri æskilegt að menn settu upp vatnspósta með rennandi vatni til brynningar en það er auðvitað erfitt nema í nágrenni við byggð. Eins vitum við dæmi um það, að minnsta kosti hér í nágrenni höf- uðborgarsvæðisins, að hrossum hafi verið gefið brauð í miklu magni. Fuglar sækja auðvitað í slíkt þannig að ég hvet hrossamenn til að leggja slíkt af. Fugl er mjög oft smitberi salmonellusýkinga og óþarfi að auka á þá áhættu með því að laða hann að.“ Gunnar segir ekkert benda til annars en að hross- unum hafi verið vel sinnt. „Þessi hross voru feit og falleg. Þeim hafði verið gefið um all langt skeið og ekkert upp á það að klaga. Það er bara óhapp þegar svona fer.“ Misskilningur um lögsögu yfirvalda Upp hefur komið gagnrýni á yfir- völd vegna þass að ekki hafi verið tekið með nægjanlega markviss- um hætti á málum strax í upphafi. Árni Páll Árnason, einn eiganda hrossanna, sagðist til að mynda ekki vera alls kostar ánægður með viðbrögð. „Ég er svolítið hissa á hvað viðbrögð yfirvalda voru bæði fálmkennd og hæg í byrjun. Það skorti á samhæfingu og að það væri sett á einhver verkefnisstjórn,“ segir Árni Páll. Gunnar Örn segir að nokkurs misskilnings hafi gætt varðandi málið. „Það snýst um það hver lögsaga yfirvalda er. Salmonellusýking er flokkuð sem svokallaður b-sjúkdómur sem þýðir að það er á ábyrgð eigenda, forráðamanna og sjálfstætt starf- andi dýralækna að sinna hross- unum og taka ákvarðanir varðandi aðgerðir. Bráðsmitandi sjúkdómar eru flokkuð í a-sjúkdóma og þar taka yfirvöld völdin og sjá um aðgerðir. Við sumum þeirra eru til aðgerðaráætlanir, til að mynda nið- urskurður. Yfirvöld hafa ekki völd til að taka yfir aðgerðir þegar upp koma b-sjúkdómar. Þess vegna setjum við bara fram tilmæli um umgengni og aðgerðir. Það sköp- uðust hins vegar ákveðin vandamál þarna vegna þess að það vantaði dýralækna og þá gripum við inn í málið. Það hefur gætt miskilnings um hlutverk okkar og við fengið á okkur ákveðna gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið málin algjörlega í okkar hendur strax en til þess höfð- um við ekki heimild.“ Gunnar vill þó taka fram að langflestir sem að málum komu hafi farið að tilmæl- um embættisins um umgengni. Hinn almenni hrossaeigandi í hest- húsahverfinu hafi sýnt fulla aðgát og tillitssemi. Salmonella felldi 24 hross

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.