Bændablaðið - 13.01.2009, Side 10

Bændablaðið - 13.01.2009, Side 10
10 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Hið umdeilda matvælafrumvarp var lagt fram á Alþingi föstudag- inn 19. desember. Eins og greint hefur verið frá í Bændablaðinu hefur frumvarpið verið tilbúið um nokkurn tíma en því var frestað í byrjun sumars. Stóð þá til að taka frumvarpið upp og afgreiða það á stuttu haustþingi en af því varð ekki og er frum- varpið því lagt fram á nýjan leik nú. Frumvarpið bíður nú fyrstu umræðu og gera má ráð að mælt verði fyrir því í upphafi þings. Gera má ráð fyrir að eftir fyrstu umræðu um frumvarpið kalli sjáv- arútvegs- og landbúnaðarnefnd eftir umsögn hagsmunaaðila og vænt- anlega verður frumvarpið því sent Bændasamtökunum til umsagnar. Einar Kristinn Guðfinnsson ráðherra sagði í viðtali við Bændablaðið 16. desember síðastliðinn að hann teldi að tekið hefði verið tillit til athuga- semda Bændasamtakanna í mjög veigamiklum þáttum og samþykkt frumvarpsins ætti því ekki að skaða íslenskan landbúnað. Innflutningur á hráu, ófrosnu kjöti heimilaður Við yfirferð á frumvarpinu má sjá að í mjög mörgum þáttum hefur verið komið til móts við athuga- semdir Bændasamtakanna. Þó stendur óhaggað að heimilað verður að flytja inn hrátt, ófrosið kjöt en sá hluti frumvarpsins olli hvað mest- um deilum og andstöðu hagsmuna- aðila í landbúnaði. Bændasamtökin hafa alfarið lagst gegn því ákvæði frumvarpsins. Sömuleiðis er ekki að sjá að í frumvarpinu sé fjallað um 13. grein samningsins um Evrópska efnahagssvæðið en í þeirri grein eru ákvæði um bönn eða höft á inn- flutningi á vörum ef vernd lífs og heilsu dýra og manna liggur við. Hafa Bændasamtökin bent á mik- ilvægi þess að fjallað verði um vilja stjórnvalda til að beita þessum ákvæðum til að hamla því að hingað til lands berist kjöt sýkt af einhverj- um þeim sjúkdómum sem stofn- að geta landbúnaði og lýðheilsu í hættu. Hafa menn þá meðal annars horft til salmonellu, kamfýlóbakter og viðlíka sjúkdóma. Til stendur að setja reglugerðir sem eiga að koma í veg fyrir markaðssetningu á kjöti sem smitað er af kamfýlóbakter Víða komið til móts við Bændasamtökin Í áðurnefndu viðtali við Bændablaðið segir Einar Kristinn hins vegar að ákvæði 13. greinar EES-samningsins verði notuð. „Við höfum farið mjög vel yfir það sem þar [í umsögn Bændasamtakanna] var bent á og ég get fullyrt að í mjög miklum og veigamiklum atriðum verður tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem að þar komu fram. Það sem mér finnst mik- ilvægast af því sem að kom fram er að þar er bent á að í EES-samningnum, þrettándu grein hans, sé opnað á heimildir til að verja okkar landbún- að og það styrkir þau sjónarmið sem ég hélt fram í upphafi að fyrir hendi væru miklar heimildir til að verja landbúnaðinn. Við getum beitt þeim og þess mun sjá stað í frumvarpinu,“ sagði Einar Kristinn meðal annars í viðtalinu. Eins og áður segir eru talsverð- ar breytingar gerðar á frumvarpinu nú frá eldra frumvarpi sem lagt var fram í apríl. Viðamestu breyting- arnar snerta þá hluta frumvarps- ins sem snúa að landbúnaðarhluta þess og virðast þær að miklu leyti vera tilkomnar vegna athugasemda Bændasamtakanna. Helstu breyt- ingar frá fyrra frumvarpi eru eft- irfarandi: Áhættumat og áhættugreining ► Skilgreining reglugerða Evrópu- sambandsins um áhættugrein- ingu er tekin upp í frumvarpinu. ► Jafnframt er tiltekið að matvæla- eftirlit skuli meðal annars byggj- ast á áhættugreiningu og skuli áhættumat unnið á hlutlausan og gagnsæjan hátt á grundvelli vís- indalegra upplýsinga og gagna. Í þeim tilgangi skuli ráðherra skipa ráðgefandi nefnd sem veiti vísindalega ráðgjöf um áhættu- mat. ► Þessar breytingar eru í samræmi við athugasemdir Bændasam- takanna. Matvælaeftirlit ► Ráðherra skal setja reglugerð þar sem kveðið er á um sýnatök- ur og skilyrði markaðssetningar matvæla til að fyrirbyggja að þau geti valdið matarsjúkdóm- um. ► Stjórnendur matvælafyrirtækja og eftirlitsaðilar skulu í störfum sínum huga sérstaklega að því að ekki berist á markað matvæli sem geta valdið matarsjúkdóm- um. ► Matvælastofnun er heimil skyndiskoðun og sýnataka til rannsókna á búfjár- og sjávaraf- urðum sem fluttar eru til Íslands frá ríkjum innan Evrópska efnahagssvæðisins enda sé rök- studdur grunur um að matvælin séu heilsuspillandi eða óhæf til neyslu eða geti valdið dýrasjúk- dómum. ► Þegar nauðsyn krefur getur opin- ber eftirlitsaðili lagt fyrir stjórn- anda matvælafyrirtækis að hann tilkynni honum, með hæfilegum fyrirvara, um flutning matvæla til landsins frá EES-ríkjum. ► Með þessum breytingum er hnykkt á þeim sjúkdómavörnum sem Bændasamtökin hafa kraf- ist til varnar landbúnaði og lýð- heilsu. Ekki er þó ljóst hversu skilvirkar þær varnir geta orðið og mun það væntanlega skýrast að mestu leyti við reglugerð- arsetningu. Óljóst er hversu tíðar og umfangsmiklar sýnatökur og skoðanir á matvælum skulu verða. ► Ekki verður séð að í frumvarp- inu sé fjallað um 13. grein EES- samningsins þar sem fram kemur að „[…]leggja megi á innflutn- ing, útflutning eða umflutning vara bönn eða höft sem réttlæt- ast af almennu siðferði, alls- herjarreglu, almannaöryggi, vernd lífs og heilsu manna eða dýra eða gróðurvernd […].“ Bændasamtökin lögðu í umsögn sinni áherslu á að fjallað væri um vilja stjórnavalda til að beita þessum ákvæðum en þess sér ekki stað í frumvarpinu. Heilbrigðiseftirlit ► Matvælastofnun mun í stað heilbrigðisnefnda, hafa eftirlit með kjötvinnslum og kjötpökk- unarstöðvum, öðrum en þeim sem eru innan smásöluverslana. Sömuleiðis með mjólkurstöðv- um og eggjavinnslu. ► Stofnunin hefur yfirumsjón með heilbrigðisnefndum og samræm- ir matvælaeftirlit. ► Sveitarfélög skulu gefa út gjald- skrá fyrir eftirlitsskylda starf- semi heilbrigðisnefnda vegna matvælaeftirlits. ► Með þessum breytingum er að hluta til komið til móts við athugasemdir Bændasamtakanna um endurskipulagningu og heildarsamræmi heilbrigðiseft- irlits á landsvísu. Dýralæknaþjónusta ► Skorið verður á milli eftirlits- hlutverks héraðsdýralækna og almennrar dýralæknaþjónustu að fullu. Þó er ráðherra heimilt að fela héraðsdýralækni að sinna almennri dýralæknaþjónustu tímabundið fáist ekki sjálfstætt starfandi dýralæknir á tiltekið svæði. Sú heimild fellur úr gildi 1. nóvember 2013. ► Héraðsdýralæknaembætti verða endurskipulögð þannig að um- dæmin verði sex og starfi einn héraðdýrlæknir við hvert þeirra. Þó er ákvæði til bráðabirgða um að ráðherra geti sett reglugerð þar sem ákveðin sé skipting og fjöldi umdæma til að hægt sé að gera breytingarnar í áföngum. Bráðabirgðaákvæðið fellur úr gildi 1. nóvember 2013. ► Ráðherra skal setja reglugerð til að tryggja sérstakar greiðslur og uppbætur til dýralækna í dreifð- um byggðum í því skyni að tryggja reglubundna dýralækna- þjónustu og bráðaþjónustu. ► Dýralæknar skulu sinna bak- vöktum utan venjulegs vinnu- tíma á vaktsvæðum sem alls eru þrettán talsins. ► Þessar breytingar taka tillit til athugasemda Bændasamtakanna í meginatriðum. Ekki er annað að sjá af texta frumvarpsins en að tryggja eigi reglubundna dýralæknaþjónustu um allt land og sömuleiðis sé tryggt að dýra- læknar gangi bakvaktir. Eftirlit og gjaldtaka ► Öll gjaldtaka vegna eftirlits skal miðast við raunkostnað. ► Ráðherra getur ákveðið að vott- að innra eftirlit matvæla- og fóðurfyrirtækja geti orðið þáttur í opinberu eftirliti. Slíkt innra eftirlit gæti þó til að mynda orðið í ætt við gæðastýringu í sauðfjárrækt. Heimild er fyrir því í reglugerð um framkvæmd EES- samningsins að taka lægri gjöld vegna eftirlits, ef slíkt innra eftirlit er til staðar. ► Sauðfjárrækt og hrossarækt verða ekki starfsleyfisskyld- ar heldur einungis tilkynning- arskyldar til Matvælastofnunar. ► Heimilt er að gefa út eitt starfs- leyfi þó að starfsleyfisskylda byggist á fleiri en einum lögum. ► Þessar breytingar eru að mestu í samræmi við athugasemdir Bændasamtakanna um að felld- ar verði niður allar ónauðsyn- legar gjaldtökuheimildir. Einnig er opnað á þann möguleika að þróað verði gæðakerfi eða innra eftirlit fyrri aðrar búgreinar en sauðfjárrækt sem gæti þá orðið til þess að draga megi úr gjald- tökum á þær greinar. Frumvarpið felur í sér að frelsi til innflutnings búfjárafurða mun aukast verulega. Ísland verður, ef frumvarpið verður samþykkt, hluti af innri markaði Evrópusambands- ins hvað matvæli varðar og mun því verða heimilt að flytja inn umtals- verðan hluta af þeim matvælateg- undum sem óheimilt hefur verið að flytja inn fram til þessa. Áfram verður hægt að banna innflutn- ing kjöt- og beinamjöls til Íslands og ekki verður vikið frá banni við innflutningi á lifandi dýrum, en á grundvelli heilbrigðisástæðna þykja rök fyrir slíku banni. Breytingarnar munu engin áhrif hafa á tollvernd fyrir landbúnaðaraafurðir. Ef frumvarpið verður samþykkt hafa íslensk yfirvöld átján mán- aða aðlögunartíma til að innleiða þær gerðir frumvarpsins sem gilda um landbúnaðarafurðir. Unnið er að því að fá viðbótartryggingar vegna salmonellu en með þeim yrði tekið tillit til þess hve fátíðar slíkar sýkingar eru hér á landi. Ef slíkar tryggingar fást þýðir það að tak- marka má tiltekinn innflutning til að forðast útbreiðslu sjúkdómsins. Matvælafrumvarpið komið aftur fram Áfram leyft að flytja inn ferskt kjöt en mörgu breytt til betri vegar Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðarráðherra segir ekki ákveðið hvenær mælt verði fyrir frumvarpinu. Hann geri hins vegar ráð fyrir að það verði gert mjög fljótlega eftir að þing kemur saman á ný 20. janúar næstkomandi. Einar Kristinn segir að frumvarpið muni fá venjubundna meðferð. Það verði sent út frá nefndinni til umsagn- ar eins og var gert með fyrra frumvarp. „Það verður alveg örugg- lega gert og leitað umsagna allra þeirra sem að nefndin getur látið sér detta í hug að hafi hags- muni í málinu. Ég tel öruggt að það verði sent til allra þeirra sem fengu fyrra frumvarpið að minnsta kosti.“ „Ekki þörf á að fjalla um 13. grein EES-samningsins“ Ekki verður séð að sérstaklega sé fjallað um 13. grein EES- samningsins í frumvarpinu en þar er fjallað um möguleika stjórnvalda til að leggja bann við innflutningi sé hann talin ógna lífi eða heilsu manna eða dýra. Bændasamtökin lögðu mikla áherslu á að fjallað yrði um vilja stjórnvalda til að beita þeim með- ölum. Einar Kristinn segir að ekki sé þörf á að fjalla um greinina. „13. greinin er í rauninni lögfest og hluti af íslenskum lögum nú þegar. Þar er all víðtæk heimild mér til handa til að beita hörðu eftirliti með innflutningi á kjötvör- um og því þarf ekki að lögfesta það sérstaklega í þessum lögum. Í sjálfu sér göngum við aðeins lengra en Bændasamtökin lögðu til vegna þess að við setjum inn í frumvarpið ákvæði sem ekki bara heimilar ráðherra, heldur beinlínis skipar honum að setja reglugerð um þetta eftirlit til að geta tryggt að hingað til lands berist ekki kjöt sem að er óæskilegt, smitað, óheil- brigt eða neitt þessháttar.“ – Það verður þá hlutverk þess- arar ráðgefandi nefndar sem fjallað er um í frumvarpinu að veita umsögn um hvort bann af þessu tagi megi setja? „Já ég hygg það en það sem við erum þarna meðal annars að opna á er að virkt eftirlit fari fram innan búðar hjá innflytjenda, ekki eftir að kjötið er komið í búðir. Jafnframt er kostnaðurinn af þessu eftirliti lagður á innflytjendur. Þetta mál er eiginlega tvíþætt. Fyrst möguleik- inn á að stöðva vöru hjá innflytj- endum ef um rökstuddan grun um óheilnæma vöru sé að ræða. Síðan höfum við hugsað okkur að fá við- bótartryggingar vegna salmónellu, sem hægt er að krefjast samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins. Með því er auðvitað verið að tryggja að menn hafi ekki heimild til að flytja inn ófrosið kjöt frá löndum sem ekki eru með þessar viðbót- artryggingar. Þetta þýðir það að við erum í raun og veru að þrengja innflutningsmöguleikana en mark- miðið er fyrst og fremst að tryggja öryggi þess hráefnis sem er flutt inn til landsins.“ Munu beita þeim meðölum sem þörf er á til varna Einar Kristinn segar það sitt mat að verulega sé komið til móts við kröfur bænda með breyting- um á frumvarpinu. Hins vegar stendur eftir að enn er ekki lagt bann við innflutningi á fersku, ófrosnu kjöti. Einar er spurður hvort mögulegt sé að leggja bann við slíkum innflutningi eða í það minnsta gera hann leyfisskyldan. Einar Kristinn segist telja það úti- lokað. „Eftir því sem ég best veit þá myndi það ekki standast þessa matvælalöggjöf ESB. Við yrðum gerð afturreka með það. Við getum hins vegar beitt þrettándu greininni.“ Einar Kristinn segir að hann trúi því að frumvarpið, eins og það stendur nú, sé orðið með þeim hætti að allir aðilar geti sætt sig við niðurstöðuna. „Ég hygg að allir sjái að það er mér mikið kappsmál að koma til móts við athugasemdir bænda og að það hafi ég gert. Við munum beita þeim meðölum sem til staðar eru til að tryggja að landbúnaður hérlendis standi eftir sem áður traustum fótum.“ Ráðherra segir matvælafrumvarp tryggja að ekki berist sýkt kjöt til landsins Haraldur Benediktsson formað- ur Bændasamtakanna segir að sér virðist sem frumvarpið hafi tekið ýmsum breytingum til góðs frá því það kom fyrst fram. Þó standi eftir að enn sé stefnt á að leyfa innflutning á hráu, ófrosnu kjöti. Bændasamtökin fallist alls ekki á það enda séu gríðarmiklir hagsmunir í húfi fyrir íslenskan landbúnað. Það sé í það minnsta nauðsynlegt að gera slíkan innnflutning leyfis- skyldan en opna ekki bara fyrir óheftan innflutning. „Við fyrstu sýn virðist sem sú frestun sem á málinu varð hafi orðið til að bæta það verulega. Fagleg umsögn BÍ hefur skilað sér að verulegu leyti við endur- skoðun frumvarpsins þó auðvitað standi eitthvað út af borðinu. Það sýnir hversu mikilvægt það starf var sem Bændasamtökin lögðu út í þegar frumvarpið kom fyrst fram og það er auðvitað ánægjuefni að hlustað sé á rödd bænda.“ Öll vopn nýtt gegn sjúkdómum Haraldur segir að nú þurfi auðvit- að að leggjast í vinnu til að fara yfir frumvarpið á ný með svip- uðum hætti og gert var við fyrra frumvarp. „Við höfum þegar falið starfshópi okkar að fara yfir efni þess og undirbúa nýja umsögn. Grundvallarafstaða okkar nú er að koma enn skýrar fyrir í lög- unum ákvæðum 13. greinar EES- samningsins. Á því má ekki liggja nokkur vafi að þau ríku réttindi sem hann tryggir til verndar heilsu manna og dýra séu afdráttarlaust nýtt í löggjöfinni. Það verður að vera ljóst að menn séu tilbúnir að beita þessum ákvæðum samnings- ins því þau eru afar sterkt vopn í þeirri baráttu að koma í veg fyrir að hingað til lands berist kjöt og kjötafurðir sem stefnt geta okkar heilbrigða landbúnaði í voða. Ég er sannfærður um að það er enginn Íslendingur sem vill taka þá áhættu að okkar stofnar, sem eru laus- ir við marga þá erfiðu sjúkdóma sem herja á búfjárstofna erlend- is, séu settir í hættu. Þess vegna verður að nýta öll vopn í þeirri baráttu og gera það alveg ljóst í lögunum að þau séu fyrir hendi og þeim verði beitt. Frá því munu Bændasamtökin ekki hvika.“ Leggjum áherslu á að undanþágum EES-samningsins verði beitt

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.