Bændablaðið - 13.01.2009, Síða 12
12 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009
Systurnar Guðrún og Sigurlína
Tryggvadætur í Svartárkoti
í Bárðardal hafa í samvinnu
við ReykjavíkurAkademíuna
byggt upp félagið Svartárkot,
menning – náttúra. Um er að
ræða uppbyggingu alþjóðlegs
fræðaseturs í Svartárkoti, en
hugmyndin að fræðasetrinu
tengist einmitt staðsetningunni.
Svartárkot er mitt á mörk-
um þess að vera á öræfum og í
byggð og gerir það staðinn ein-
stakan. Á aðra hönd eru hrika-
legar óbyggðir miðhálendisins
með Ódáðahraun í öndvegi og
á hina fjölbreytt og merk menn-
ingarsaga Bárðardals.
Ætlunin er að byggja upp á
staðnum alþjóðlegt rannsókna-
og fræðasetur í Svartárkoti um
íslenska menningu, náttúru og
sambúð manns og náttúru og hafa
verið og verða haldin alþjóðleg
námskeið á háskólastigi þar um
margvíslega þætti tengda við-
fangsefninu.
Sumarið 2007 var efnt til kynn-
ingarnámskeiðs fyrir háskólakenn-
ara sem komu víða að og tókst það
vel. Í fyrrasumar var svo haldið
áfram og í sumar verða haldin þrjú
alþjóðleg námskeið á háskólastigi
á vegum félagsins.
Á mörkum byggðar og óbyggðar
Svartárkot er innsti bærinn í Bárð-
ardal og stendur syðst á Fljóts-
heiði í um 400 metra hæð yfir
sjávar máli. Svartárkot er ein af
afskekktustu bújörðum lands-
ins í níu kílómetra fjarlægð frá
næsta bæ, Víðikeri. Bærinn stend-
ur á vesturbakka Svartárvatns
skammt frá rótum Ódáðahrauns
og áfram austur, vestur og suður
teygja öræfin sig inn á miðhálendi
Íslands, allt suður að Vatnajökli.
Þegar keyrt er að Svartárkoti
eftir svokölluðum Bæjarási blas-
ir við mikil víðátta umkringd
fjallahring. Má þar meðal annars
nefna Dyngjufjöll, Herðubreið og
Bárðarbungu í Vatnajökli. Þegar
horft er yfir landið blasir við
manngert landslag, grösug tún,
víðivaxnir úthagar, sandar, melar,
biksvart Ódáðahraunið og tærblátt
lindarvatn. Allt þetta endurspeglar
andstæður náttúrunnar og má með
réttu segja að bærinn sé á mörkum
byggðar og óbyggða.
Ritaðar heimildir eru um
búskap í Svartárkoti frá 1670 og
var Svartárkot þá byggt sem hjá-
leiga út úr Stóru-Tungu. Bærinn
stóð upphaflega við suðurenda
vatnsins, u.þ.b. einum kílómetra
Svartárkot
Ungmennafélag Íslands í sam-
vinnu við Bændasamtök Íslands
og Kvenfélagasamband Íslands
standa fyrir félagsmálafræðslu
um land allt í vetur undir yfir-
skriftinni „Sýndu hvað í þér
býr.“ Nú þegar hafa verið haldin
nokkur námskeið um landið og
hafa þau verið vel sótt og þátt-
takendur líst yfir mikilli ánægju
með þetta framtak sem er nauð-
synlegt og þarft og þá ekki hvað
síst á þeim tímum sem við lifum á
um þessar mundir.
Hlutverk námskeiðsins er sjá
félagsmönnum fyrir fræðslu í
ræðumennsku og fundarsköpum.
Þátttakendur fá æfingu í fram-
komu, framsögn og þjálfun í fund-
arsköpum.
Sigurður Guðmundsson stýr-
ir félagsmálafræðslunni en hann
er íþróttafræðingur að mennt en
sem slíkur útskrifaðist hann frá
Háskólanum í Reykjavík á sl. vori.
Aðspurður hvernig námskeiðin
hafi gengið fram að þessu segir
Sigurður þau hafa gengið afar vel
og ánægjulegt að sjá hvað þátttak-
endur hafi verið áhugasamir og
sýnt ótrúlegar framfarir.
„Það hefur sýnt sig heldur
betur hvað fólk hefur mikla þörf
fyrir að sækja svona námskeið.
Þátttakendurnir eru mjög jákvæðir,
leggja hart að sér, og eru ákveðnir
í því að ná árangri. Fólk á alls ekki
að vera hrætt við að koma heldur er
það markmið okkar að hjálpa því
að koma fram og efla það á allan
hátt,“ segir Sigurður Guðmundsson
í samtali við Bændablaðið.
Fannst þér vera kominn tími á
að halda námskeið sem þetta?
„Já, svo sannarlega var kominn
þörf á það. Fólk hefur alltaf þörf
fyrir það að koma fram og eflast í
því að koma fram og tjá sig. Maður
tekur svo eftir því á námskeiðunum
hvað sjálftraustið eflist hjá ein-
staklingunum. Ég held að allir sem
koma á námskeið hafi mjög gott af
því.“
Sigurður sagði marga langa til
að tjá sig en þyrðu það ekki þegar
á hólminn væri komið. Þessi hópur
gæti tjáð sig á kaffistofunni en þorir
svo ekki að koma upp með málefn-
in á fundum þar sem hópur fólks
væri samankominn.
„Til að vinna bug á þessu er til-
valið að skella sér á námskeiðin í
félagsmálafræðslu. Á þessum nám-
skeiðum erum við líka að þjálfa
fólk almennt í fundarsköpum,“
segir Sigurður.
Námskeiðin eru að fara af stað
aftur að loknu jólafríi og núna
í janúar verða námskeið m.a. í
Þistilfirði, á Húsavík og Siglufirði.
Sigurður sagði að skráningar gengu
vel á þessi námskeið sem og þau
sem framundan væru.
„Mér líst vel á framhaldið og
það er að færast í aukana að aðilar
snúi sér beint til okkar og óski eftir
því að við komum og höldum nám-
skeið. Íþróttafélög eru enn fremur
að óska eftir námskeiðum en fyrir
jól var ég með námskeið hjá sund-
deild Breiðabliks. Forsvarsmenn
deildarinnar vildu fá okkur til að
efla sjálfstraust krakkanna í því að
koma fram og tjá sig. Við verðum
með námskeið hjá Landsbjörgu á
Akureyri á næstunni og fleiri aðila
væri hægt að nefna sem pantað
hafa námskeið. Við finnum fyrir
auknum áhuga sem er mjög gott og
sýnir að við erum að bjóða gott efni
sem almenningur er að kalla eftir,“
segir Sigurður Guðmundsson leið-
beinandi á námskeiðunum í félags-
málafræðslu.
Áhugasömum er einnig bent
á að afla sér frekari upplýsing-
ar um verkefnið hjá Guðrúnu
Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í
síma 848-5917 og á gudrun@umfi.
is og Sigurði í síma 861-3379 og á
sigurdur@umfi.is
Sýndu hvað í þér býr! Félagsmálafræðsla
Næstu námskeið:
janúar
14. Siglufjörður, Íþróttamiðstöðin Hóll, kl.18:00 – 22:00
21. Selfossi, Tíbrá, kl. 18:00 – 22:00
28. Reykjanesbær, kl. 18:00 – 22:00
febrúar
4. Akureyri, Búgarður, kl. 18:00 – 22:00
5. Svarfaðardal, Tíbrá, kl. 13:00 – 17:00
11. Höfn, kl. 18:00 – 22:00
Félagsmálafræðsla – Sýndu hvað í þér býr:
Sjálfstraustið eykst og fólk sýnir miklar framfarir
Valgerður Björnsdóttir frá
Steinum 2 í Borgarfirði og for-
maður Sambands borgfiskra
kvenna tók þátt í námskeiðinu
á Hvanneyri og var ánægð með
kennsluefnið og ekki síst kenn-
arann Sigurð Guðmundsson.
„Ég fór aðallega til þess að
rifja upp ýmis atriði varðandi
fundarsköp og ræðumennsku
og hvort eitthvað hefði breyst
á þeim 40 árum síðan ég lærði
þetta fyrst. Ég er búin að taka
þátt í félagsmálum lengi og
hafði gott af þessari upprifj-
un“.
Valgerður segir það hollt fyrir
hvern sem er að læra að taka til
máls á fundum eða við önnur
tækifæri. „Það eru ýmis góð
ráð sem Sigurður benti okkur á
og honum tókst að hræra upp í
mannskapnum með ýmsum hætti.
T.d. að byrja ekki að tala fyrr en
menn eru komnir upp í ræðustól
og eins að byggja ræðuna upp
með réttum hætti, byrja ekki á
endanum eða endurtaka sífellt
sömu setningarnar.“
Aðspurð segir Valgerður að
það sé sífellt erfiðara að fá fólk
inn í félagsmálin og kennir þar
um tíma- og jafnvel áhugaleysi.
„Fólk hefur oft komið sér í of
mikla vinnu og miklar það fyrir
sér að starfa í félagsmálum. Ég
vil þó hvetja fólk til þess að skella
sér á námskeiðið sem er frábært
framtak og skemmtileg samvinna
á milli Ungmennafélags Íslands,
Kvenfélagasambands Íslands og
Bændasamtakanna. Burtséð frá
því hvort fólk ætli að taka þátt í
félagsmálum þá kemur alltaf að
því að menn þurfi að taka til máls
fyrir framan hóp einhvern tím-
ann á ævinni,“ segir Valgerður
Björnsdóttir.
Valgerður Björnsdóttir:
Öllum hollt að læra grundvallar
atriði ræðumennsku og framkomu
Þessir tóku þátt í námskeiðinu „Sýndu hvað í þér býr“ á Hvanneyri.
Frá vinstri: Axel M. Gíslason, Heiðar Örn Jónsson, Þorsteinn
Þórarinsson, Valgerður Björnsdóttir, sem rætt er við hér á síðunni,
Ása Erlingsdóttir, Brynja Leifsdóttir, Ragnheiður M. Jóhannesdóttir og
Sigurður Guðmundsson kennari stendur lengst til hægri.
Undir lok nóvember á sl. ári
var gefinn út bæklingur með
Bændaferðum 2009, en vegna
gríðarlegrar óvissu í gengismál-
um var ákveðið að verðleggja
ferðirnar ekki að svo stöddu.
Þrátt fyrir það hefur fjöldi fólks
skráð sig á áhugalista til að
tryggja sér sæti, en seinni hluta
janúar mun verðið liggja fyrir.
Hugrún Hannesdóttur, sölu-
stjóri Bændaferða, segir að það sé
vissulega sérstakt að ekki sé búið
að verðleggja ferðirnar. „Við erum
þó – a.m.k. eins og staðan er í
dag – eina ferðaskrifstofan á land-
inu sem er búin að gefa út bækl-
ing fyrir allt næsta ár,“ segir hún.
„Bæklingurinn er því eins konar
yfirlýsing eða yfirlit yfir þær ferðir
sem við ætlum að bjóða, en ferðirn-
ar fara í formlega sölu upp úr 20.
janúar með verði. Margir hafa nú
þegar skráð sig á svokallaða áhuga-
lista fyrir hinar ýmsu ferðir og er
alveg greinilegt að Íslendingar
hafa áhuga á því að ferðast, en að
sjálfsögðu verður mjög spennandi
að sjá hvernig þróunin verður þegar
verðið er komið, því gengið hefur
breyst ansi mikið síðan við gáfum
út Bændaferðabæklinginn fyrir síð-
asta ár.“
Bjóða uppá flest gistipláss á
landinu
Hugrún segir að rekstur Ferða-
þjón ustu bænda byggist á innan-
lands- og utanlandsdeild. „Utan-
landsdeildin var stofnuð haustið
2003 til að skapa gjaldeyrisjafn-
vægi fyrir fyrirtækið, því fram að
því hafði afkoman verið mjög svo
háð gengi hverju sinni. Eftir að
utanlandsdeildin stækkaði höfum
við náð þeim markmiðum að
skapa þetta jafnvægi og munum
að sjálfsögðu laga okkur að þeim
breytingum sem orðið hafa undan-
farið. Innanlandsdeildin er mun
stærri en utanlandsdeildin, enda
er Ferðaþjónusta bænda sá aðili á
Íslandi sem býður upp á flest gisti-
pláss, nokkuð sem kemur mörgum á
óvart. Skrifstofan er fyrst og fremst
bókunarskrifstofa fyrir erlenda
ferðamenn sem vilja dvelja hjá
ferðaþjónustubændum og er óhætt
að segja að vinsældir gistingarinnar
og afþreyingar hafi aukist mikið síð-
ustu ár. Í dag vinna 18 manns yfir
veturinn hjá Ferðaþjónustu bænda
og Bændaferðum. Þar af erum við
fjögur sem vinnum í utanlandsdeild-
inni, tvö í bókhaldi og 12 manns í
innanlandsdeildinni, en þess má geta
að við bókum bæði gistingu fyrir
einstaklinga sem og hópa.“
Spennandi ferðir í boði 2009
Að sögn Hugrúnar er margt nýtt og
spennandi í bæklingnum. „Við erum
aftur farin að bjóða upp á ferðir til
vínbændanna í Leiwen eftir margra
ára hlé. Við erum síðan með glæsi-
lega ferð til Dubrovnik í Króatíu,
siglingu á Dóná, Álandseyjar og
splunkunýja ferð til Montréal,
Québec og að Niagara fossunum.
Að sjálfsögðu bjóðum við áfram
upp á klassískar og vinsælar ferð-
ir, en það sem kemur sér einnig vel
fyrir okkur núna er hvað það er alltaf
mikið innifalið í ferðunum. Það þýðir
að þegar búið er að kaupa ferðina
bætist mjög lítill kostnaður við og er
þá yfirleitt undir hverjum og einum
komið hversu miklu er eytt í ferð-
inni, því allt það nauðsynlegasta er
innifalið. Við horfum því björtum
augum til framtíðar, þrátt fyrir allt,
og efumst ekki um að fyrirtæki eins
og okkar, sem byggt er á traustum
grunni, mun standa árferðið af sér.“
Bændaferðir 2009
Spennandi ferðamöguleikar í boði á óvissutímum
Bændaferðir 2009 Margar spennandi
ferðir í boði.
Hugrún Hannesdóttur, sölustjóri Bændaferða „Ferðaþjónusta bænda er sá
aðili á Íslandi sem að býður upp á flest gistipláss.“