Bændablaðið - 13.01.2009, Page 17

Bændablaðið - 13.01.2009, Page 17
17 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að dýralæknar beiti flóknari aðgerðum til að freista þess að lækna skepnur sem verða fyrir skaða. Sem dæmi um slíka skaða er þegar tárétti- eða tábeygisinar slitna í fótleggjum stórgripa. Eftir slík óhöpp hefur fram undir þetta oft þurft að fella dýrin þar sem þau hafa ekki getað beitt klaufum eða hófum. Um er að ræða nokkuð algenga skaða. Meðal þeirra dýralækna sem reynt hafa slíkar lækningar er Edda Þórarinsdóttir dýra- læknir í Borgarfirði, sem tekist hefur að lækna bæði kýr og hross sem orðið hafa fyrir óhöppum þar sem sinar í fótum hafa farið í sundur. Rætt var við Eddu fyrir skömmu og hún beðin að lýsa aðgerðum af þessu tagi. Slíkt óhapp hvatinn að dýralæknanáminu „Það er gaman að segja í upphafi frá því að kveikjan að því að ég upphaflega fór í dýralæknisnám var óhapp sem tengdist slíkum fót- skaða á hrossi,“ hefur Edda mál sitt. „Ég bjó sem barn í Danmörku og var vikulega í reiðskóla með stórum hestum, en íslenski hest- urinn var þá ekki svo ýkja algengur í Danmörku. Í vetrarfríi mínu hugs- aði ég um unga reiðskólahryssu sem hét Lotta, en við vinkonurnar fengum síðan að taka þátt í frum- tamningu hennar. Þá gerðist það eitt sinn að hryssan fældist og lenti með afturfót í gaddavírsgirðingu með þeim afleiðingum að tárétti- sinin skarst í sundur. Hún var send í aðgerð í Dýralæknaháskólanum í Kaupmannahöfn og var þar lengi í spelku. Þangað heimsóttum við, ég og vinkona mín, hryssuna og þá sá ég dýralæknaskólann í fyrsta sinn. Eftir það var ekki aftur snúið. Mörgum árum seinna, þegar ég var við nám í dýralækningum í þessum sama skóla, heimsótti ég reiðskól- ann og var þá Lotta enn á lífi. Þessi reynsla sat í mér og hef ég því lengi haft áhuga á að reyna slíkar lækn- ingar hér á landi,“ segir Edda. Tímafrekar og dýrar aðgerðir Undanfarin ár hefur Edda látið verða af því að reyna slíkar lækn- ingar bæði á hrossum og kúm. Síðan árið 1994 hefur Edda búið og starfað í Borgarfirði en hún býr í Giljahlíð í Flókadal þar sem hún og eiginmaður hennar Guðmundur Pétursson hafa bæði hross og kindur. Guðmundur vinnur hjá Vegagerðinni í Borgarnesi en Edda hefur sinnt dýralækningum víðs- vegar um Vesturland í afleysingum fyrir héraðsdýralækna og einnig sem praktíserandi læknir. Það dylst engum sem þekkir Eddu að þar fer mikið náttúrubarn og ber hún vel- ferð stórra sem smárra dýra fyrir brjósti. Hún er þekkt fyrir að fram- kvæma ýmsar aðgerðir á skepnum sem aðrir telja ógerlegar og ekki til þeirra vinnandi miðað við kostn- að. Edda segir sjálf að sér finnist sárt að sjá skepnur felldar vegna skaða sem hægt sé í mörgum til- fellum að lækna, jafnvel þótt það sé bæði tímafrekt og stundum kostn- aðarsamt verk sem alls ekki fáist greiddur raunkostnaður fyrir. „Bæði hross og góðar kýr eru alltof verð- mætar skepnur til að fella af þeirri ástæðu að svona sinar í fótum fari í sundur. Mér finnst að það eigi að minnsta kosti að reyna lækningu, þótt aldrei sé hægt að fullyrða um hvort hún takist. Það hafa nokkrir í dýralæknastétt hér á landi verið að prófa sig áfram með að setja skepn- ur í spelkur og gifs og í fleiri tilfell- um en færri heppnast aðgerðirnar,“ segir hún. Ungkú bjargað Edda nefnir dæmi um gripi sem hún hefur læknað með þessum hætti. Kvíga var læknuð og þá hafa efni- leg og verðmæt hross fengið sam- bærilega meðhöndlun hjá henni. „Í maí í vor slasaðist fyrsta kálfs kvígan Fríða í mjaltaþjóni í nýja fjósinu á Refsstöðum í Hálsasveit. Hún var að fara í fyrsta skipti í bás- inn, hrökk við og sparkaði með afturfæti í járnstöng. Höggið var mikið og við það fóru í sundur báðar táréttisinarnar framan á fæt- inum, sem leiða niður í sitthvora tána og gera kúnni kleift að rétta úr fætinum. Stórt og gapandi sár kom auk þess á legginn. Þetta lýsti sér þannig að ef kvígan lyfti fæt- inum þá vísuðu klaufirnar aftur á bak og handafl þurfti til að koma þeim í rétta stöðu. Ljóst var að áverkar á fætinum voru miklir og reikistefna upphófst á bænum um hvað gera skyldi.“ Það varð úr að Edda var kölluð á staðinn og ákveðið í framhaldinu að í stað þess að fella kvíguna yrði hún flutt í fjósið í Geirshlíð, þar sem Pétur bóndi og mágur Eddu býr. Þar er básafjós og því auðveldara að sinna kvígunni en í lausagöngufjósinu á Refsstöðum. Í Geirshlíð var gerð aðgerð á kvígunni en slík aðgerð hefur svo vitað sé ekki áður verið framkvæmd á nautgrip hér á landi. Edda segir að það hafi verið rétti- sinar sem slitnuðu í kvígunni en þær sé auðveldara að festa en hinar svokölluðu beygisinar. Hér á landi hafa þó áður verið meðhöndluð hross með sambærilegan áverka og þau orðið brúkunarhæf til reiðar á eftir. Edda er í hópi þeirra dýra- lækna sem framkvæmt hefur slík- ar aðgerðir á hrossum og sum eru reiðhross í dag. Aðgerðin á kvígunni fór fram í Geirshlíð þar sem fóturinn var fyrst settur í rétta stöðu og síðan var sárið saumað. Kvígan fékk kæruleysislyf og stóð róleg á nýja básnum sínum meðan aðgerðin fór fram. Eftir aðgerðina var kvígan á sýklalyfjum og í léttgifsi á fæti í þrjá mánuði. Henni leið vel og át ágætlega allan tímann og var mjólkuð meðan sárið greri. Í dag er kvígan heilsuhraust og mjólkar vel, eftir að hún bar sínum öðrum kálfi í október. Stóðhestur og tryppi Edda segir að nú séu tvö unghross í Borgarfirði með spelku sambæri- lega þeirri sem notuð var á fótinn á kvígunni sl. sumar. Þau slösuðust bæði á girðingu. Þetta eru tveggja vetra hryssan Prúð Sólonsdóttir á Skáney og veturgamall foli í Borgarnesi. „Í báðum tilfellum var um að ræða svöðusár, sem ekki var hægt að sauma. Réttisin var hér um bil og alveg í sundur og ber bein á stóru svæði á báðum þessum trypp- um.“ Edda segir að tryppin séu bæði á sýklalyfjum og verði á þeim í talsverðan tíma. Loks má geta þess að stóðhestur- inn Straumur frá Innri-Skeljabrekku varð fyrir slysi í girðingu um miðj- an júní árið 2007, þar sem táréttisin á miðjum fótlegg á afturfæti hrökk í sundur. Straumur var þá fjögurra vetra frumtaminn, en ósýndur. „Gert var að sárum hans á Miðfossum og var hann þar í spelku í stíu í vel á þriðja mánuð. Síðan var hann settur út í gerði um haustið, fyrst í stutt- an tíma en smám saman lengdist dvölin úti. Straumur styrktist smám saman og var í girðingu með mörg- um hryssum nú í sumar. Hesturinn hreyfir sig í dag óhaltur og verður spennandi að fylgjast með honum í vetur í áframhaldandi þjálfun,“ segir Edda að lokum. MM Viðtalið birtist í jólablaði Skessuhorns Ágætu lesendur, ég óska ykkur gleðilegs árs og friðar með von um að árið 2009 verði farsælla en liðið ár. Um áramót er oft gott að líta um öxl og gera upp gamla árið, vega og meta ávinning og tap undir því yfir- skini að gera betur þá hluti sem fara hefðu mátt betur. Ég held þó að vegna sérstakrar hrakfallasögu síðasta árs sé vert að líta sem minnst um öxl í þetta skiptið og horfa þess í stað fram á við og vinna að framförum í atvinnulífinu og ekki síður einkalífinu, því ef menn velta sér stöðugt uppúr því neikvæða verður lífið tóm steypa og þá steypist yfir mann óendanleg svartsýni þannig að við skulum kætast yfir betra ári sem í vænd- um er. Ég er þó ekki að tala um að menn eigi ekki að skoða aðstæður sínar opinskátt og af skynsemi heldur finnst mér rétt að reyna að finna leiðir til bata hvers og eins án þess að staldra um of við liðnar hrakfarir. Það má segja að finna megi sóknarfæri í óförunum þegar gengi ónýtu krónunnar okkar er svo lágt sem raun ber vitni og er ég þá að tala um útflutning land- búnaðarafurða og innflutning ferðamanna sem hing- að kæmu viljugri að versla og eyða nokkrum evrum í gistingu og íslenskar vörur og þá ekki síst landbún- aðarvörur. Það væri e.t.v. ráð að skipa sérstakan „sóknarhóp“ eða aðgerðahóp fyrir íslenskan landbúnað með völdum fulltrúum hverrar greinar til að finna leiðir til að nýta þær sérstöku aðstæður sem nú eru uppi til ávinnings fyrir bændur og vinnslustöðvar. Fá mætti til liðs við átakið gott markaðsfólk með raunhæfar hugmyndir og e.t.v. væri betra að hóparnir yrðu fleiri en einn, þ.e. einn fyrir hverja búgrein, því annars er hætt við að togstreita myndaðist um áherslur þar sem búgreinarnar eru misþægilegar til sóknarfæra. Og úr því ég er farinn að tala um búgreinar og er sjálfur að vinna fyrir ákveðna búgrein, þ.e.a.s. nautgriparækt- ina, þá vil ég skora á Þórólf Sveinsson formann LK að endurskoða ákvörðun sína um að gefa ekki kost á sér sem næsti formaður LK. Það er ekki gott að skipta um stýrimann í miðri ágjöf og ólgusjónum sem nú er framundan og þó alltaf komi maður í manns stað og fullt sé til af góðum mönnum og konum í starfið, þá einfaldlega býr Þórólfur yfir svo gríðarlegri reynslu að ég tel óráð að missa hann úr brúnni við þessar aðstæður, hann ætti einmitt að leiða fyrrnefndan sóknarhóp kúabænda. Sem sé, Þórólfur, slengdu þér í eitt tímabil enn og svo máttu taka pásu ef þú vilt. Það er einnig mikil vinna framundan við að vinna að málum mikið skuldsettra bænda og þó hver og einn bóndi verði auðvitað að semja við sinn banka eða lána- sjóð þá þarf engu að síður að hamra á stjórnvöldum með að gefa út tilskipanir og nýjar leiðir sem stuðla að því að koma í veg fyrir gjaldþrot þeirra bænda sem verst eru staddir skuldalega. Og nú er ég búinn að eyða öllu mínu púðri í spekúla- sjónir sem að öllu jöfnu eru ekki gott efni í létta pistla en lofa þá í staðinn að bæta fyrir þetta sem allra fyrst og sá næsti verði tóm þvæla eins og vanalega. Líf og starf Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Ekki nauðsynlegt að fella dýrin Edda Þórarinsdóttir dýralæknir í Borgarfirði gerir athyglisverðar aðgerðir á stórgripum Kvígan Fríða með léttgifs á fæti eftir aðgerð sem Edda gerði á henni. Í dag er kýrin alheilbrigð og bar nýlega sínum öðrum kálfi í fjósinu í Geirs- hlíð. Bræðurnir Guðmundur og Pétur í Geirshlíð hjálpa til við að losa gifsið af kvígunni og Edda fylgist með. Guðmundur heldur á slípirokk með sérstakri marmaraskífu, en beita þarf mikilli lagni við að losa slíkt gifs af fætinum. Myndir | HHS

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.