Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 13.01.2009, Blaðsíða 19
19 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Umsókn um orlofs- styrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið 2009. Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 38.500 miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands sem utan en kr. 5.500 á sólarhring við styttri dvöl. Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar að Hólum með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars 2009. (Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofsstyrk á sl. ári og nýttu ekki til fulls þurfa að sækja um að nýju). Orlofsstyrk árið __________ Að Hólum árið _________________ Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Undirskrift og dagsetning Póstnúmer og staður Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað? Hvernig búskap stundar þú? Orlofsstyrk Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Orlofsdvöl að Hólum Tímabilið Já Nei Já Nei Sendist til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Orlofsdvöl sumarið 2009 fyrir 15. mars nk. Sumarið 2009 Fréttir úr búrekstri LbhÍ Mjaltaþjónninn tekinn við Yfirtaka mjaltaþjónsins á mjalta- vinnu fjósamanna í fjósinu á Hvanneyri hefur gengið vel og fáir annmarkar komið upp. Eins og oft vill verða tafðist verkið við breyt- ingar á fjósinu en nú er þetta allt í góðum farvegi og kýrnar láta vel af breytingunum, sem og starfsmenn- irnir. Fyrsta verklega mjaltakennsl- an í nýju aðstöðunni verður nú á næstu vikum, en uppsetning og hönnun aðstöðunnar er gerð sér- staklega með það í huga að unnt sé að kenna bæði notkun hefðbund- innar og sjálfvirkrar mjaltatækni. Margar ær sæddar á Hesti Í desember voru 114 ær sæddar á Hesti, þar af voru 90 þeirra í til- raun með notkun á frystu sæði. Í stuttu máli sagt hefði árangur með frosið sæði mátt vera betri, en end- anlegt uppgjör er í vinnslu. Annars hefur gengið vel á fengitímanum. Alls eru í húsunum 497 ær og 153 gimbrar og hafa 19 lambhrútar verið notaðir, þar af 12 í afkvæma- rannsókn. Sem fyrr eru eldri hrútar ekki fyrirferðamiklir á búinu, en þó eru tveir hrútar notaðir sem eru eldri og auk þess er einn veturgam- all aðkomuhrútur í afkvæmarann- sókn. Biðlisti á Miðfossum Á jörðinni Miðfossum hefur Ármann Ármannsson byggt upp af miklum dugnaði frábæra aðstöðu fyrir hestamenn með 79 plássum fyrir hross, reiðhöll, reiðvöll og fleiru. Landbúnaðarháskólinn tók yfir rekstur á jörðinni sl. haust og rekur þar nú Hestamiðstöð LbhÍ. Óhætt er að segja að þetta verkefni skólans fái fljúgandi start, en í dag er bið eftir lausum stíum og svo mikil aðsókn í námskeið sem hald- in eru í reiðhöllinni að hver helgi er bókuð fram á vor. Ertu með góða hugmynd? LbhÍ er alltaf að leita eftir góðum hugmyndum til þess að prófa á búum sínum. Ef þú lumar á snjallri lausn sem þú hefur áhuga á að láta prófa, hafðu þá samband við okkur. Fullum trúnaði heitið. Opinn dagur 4. apríl Fyrir nokkru var ákveðið að hafa opinn dag á fjárbúi skólans að Hesti laugardaginn 4. apríl nk. eða daginn eftir árshátíð sauðfjár- bænda. Svona opið hús var síðast haldið fyrir tveimur árum og tókst þá einstaklega vel, með þátttöku fjölmargra aðila og mörg hundr- uð gesta. Nánar verður greint frá þessu síðar. GPS við áburðardreifingu? Skömmu fyrir jól var sett upp GPS tæki í eina dráttarvélina okkar, með það að markmiði að kynna notkun slíkra nákvæmnistækja við landbún- aðarstörf. Segja má að tækið hafi komið einstaklega vel út og hefur skólinn nú fengið tækið lánað fram á vor, svo unnt sé að nota það við verklega kennslu búfræðinema. Á námskeiðum skólans, sem eru fyr- irhuguð nú seinnipart vetrar, verða m.a. kynningar á ýmsum nýjungum til þess að spara tilbúinn áburð m.a. á GPS tækni við dreifingu. Prófun á undirburði fyrir hross Til stendur að gera samanburðar- tilraun á mismunandi undirburði fyrir hross í febrúar og mars nk. Verkefnið er rekið af átaksverkefn- inu Hross í hollri vist, en nemendur í hrossarækt aðstoða við verkefn- ið með því að prófa mismunandi gerðir af undirburði, mæla notkun og gefa einkunn. Fylgst verður með rakastigi í stíunum, ásamt því að meta hreinleika hrossanna. Þetta verkefni verður unnið í samstarfi við söluaðila á undirburði. Búrekstrarsviði LbhÍ Snorri Sigurðsson 85 ára afmæli fagnað með útgáfu á hljómdiski Nú rétt fyrir jólin kom út hljómdiskurinn Höllin mín. Á diskinum eru 14 lög, öll samin af Jóhannesi Runólfssyni á Reykjarhóli í Fljótum. Jóhannes syngur sjálfur fyrsta lagið sem er samnefnt diskinum. Skagfirðingarnir Ari Jóhann Sigurðsson og Pétur Pétursson syngja þrjú lög hvor og Jónas Þór Jónasson á Akureyri syngur sjö lög. Rögnvaldur Valbergsson á Sauðárkróki hefur útsett flest lögin og annast undirleik í þeim en Daníel Þorsteinsson á Akureyri hefur útsett þrjú laganna og sér um undirleik í þeim. Jóhannes varð 85 ára í nóvember sl. og disk- urinn er gefinn út af því tilefni. Það eru nokkrir vinir hans sem hafa aðstoðað hann við útgáf- una. Þar ber helst að nefna Jónas Jóhannsson á Akureyri og tvo Skagfirðinga, þá Ingimar Ingi- marsson á Ytra-Skörðugili og Símon Gestsson á Barði. Jóhannes er borinn og barnfæddur Skagfirð- ingur. Hann ólst fyrstu átta árin upp á bænum Dýrfinnustöðum í Akrahreppi og er einn hinna mörgu Dýrfinnustaðasystkina. Næstu 10 ár var hann á bænum Brimnesi í Viðvíkursveit. Fljótlega eftir tvítugt fór Jóhannes til Reykjavíkur og lærði m.a. vélvirkjun. Eftir að hafa stundað atvinnu í Reykjavík um árabil sneri hann aftur til átthag- anna árið 1970. Þá fór hann fljótlega „að dingla á orgelið“ eins og hann komst sjálfur að orði í samtali við tíðindamann blaðsins. Árið 1974 flutti svo Jóhannes að Reykjarhóli á Bökkum þar sem hann hefur búið síðan. Eftir að hann hætti dag- legu amstri við fjárbúskap fyrir nokkrum árum og sneri sér alfarið að hrossarækt hefur hann haft meiri tíma til að helga sig listagyðjunni því auk tónsmíða er hann góður hagyrðingur þó hann flíki því lítt. Þess má geta að Jóhannes sér sjálfur um dreifingu og sölu á diskinum ásamt aðstoð- armönnum sínum sem fyrr var getið. ÖÞ Jóhannes Runólfsson á Reykjarhóli með hljóm- diskinn sinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.