Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 21

Bændablaðið - 13.01.2009, Qupperneq 21
21 Bændablaðið | þriðjudagur 13. janúar 2009 Sandra Ester Jónsdóttir er iðin 15 ára austfirsk stúlka sem æfir fótbolta með Hetti frá Egilsstöðum og stundar tónlistarnám við Tónlistarskólann í Fellabæ. Auk þess starfar hún í Bónus á Egilsstöðum samhliða hefðbundinni skólagöngu. Nafn: Sandra Ester Jónsdóttir. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Urriðavatn á Fljótsdalshéraði. Skóli: Fellaskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hundurinn minn hún Snotra. Uppáhaldsmatur: Úff... Það er svo mikið, til dæmis svið, pítsa og pepperónífiskur. Uppáhaldshljómsveit: Ég á mér ekki uppáhalds- hljómsveit en tónlistarmenn sem eru í uppáhaldi núna eru Rihanna og Chris Brown. Uppáhaldskvikmynd: Stelpumyndir en Titanic er alltaf góð líka. Fyrsta minningin þín? Úff, ég á margar minningar en ég skal nefna eina úr skólanum. Þegar ég rak kústskaft í augað á bekkjarsystur minni, ég man mjög vel eftir því. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég stunda fótbolta með Hetti frá Egilsstöðum og tón- listarnám við Tónlistarskólann í Fellabæ. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Það venjulega sem ég geri í tölvu er að flakka um á net- inu og vera á MSN. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Úff, ég hreinlega veit það ekki enn. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Haha, það er svo margt að ég held að ég geti ekki valið bara eitt! Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ég man hreinlega ekki eftir neinu þó ótrúlegt megi virðast. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Ég verð örugglega bara í skólanum og svo eitthvað að vinna í Bónus á Egilsstöðum þess á milli. ehg Fólkið sem erfir landið Sandra Ester Jónsdóttir lýkur senn lögbundinni skólagöngu en nú stundar hún nám við Fellaskóla í Fellabæ. Rak eitt sinn kústskaft í auga bekkjarsystur sinnar Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 6.91 M Plus Þrýstingur: 20-150 bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði K 7.80 M Plus Þrýstingur 20-160 bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari K 7.85 M Plus Þrýstingur: 20-160 bör max Vatnsmagn: 600 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS K 5.91 M Plus Þrýstingur: 20-140 bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Ýmsir aukahlutir SnúningsdiskurAð vanda var mikil þátttaka í jólakrossgátu Bændablaðsins en alls bárust á fjórða hundr- að lausna á henni. Meirihlutinn hagnýtti sér tölvutæknina til að koma lausnarorðinu á framfæri við okkur en drjúgur þriðjungur stakk miða í umslag og sleikti frí- merki með hefðbundnum hætti. Dregið var úr réttum lausnum og komu upp nöfn tveggja kvenna sem báðar búa á Norðurlandi vestra. Þær heppnu voru: Guðrún Angantýsdóttir Hólabraut 3 545 Skagaströnd og Bjarnheiður Júlía Fossdal Melum 1 523 Finnbogastöðum Svo skemmtilega vildi til að Bjarnheiður var viðmælandi frétta- ritara Bændablaðsins á Ströndum, Kristínar Sigurrósar Einarsdóttur á Hólmavík, í ágætu viðtali sem birt- ist sl. vor. Þær Guðrún og Bjarnheiður fá að launum hvor sína ljóðabókina, en það eru bækurnar Svanurinn minn syngur, ljóð og líf skáldkonunnar Höllu Eyjólfsdóttur frá Laugabóli í Ísafirði og Eg skal kveða um eina þig alla mína daga, ástarljóð Páls Ólafssonar. Lausnarorðið í gátunni var Fjósakonur en það er heiti á stjörnumerki eins og fram kom í gátunni. Reyndar er þetta einnig heiti á gamalgróinni starfsgrein eins og ein fyrrverandi fjósakona benti á þegar hún sendi inn lausnina. Eins og áður létu ýmsir sitthvað fljóta með lausnarorðinu og þökk- um við hlý orð í garð blaðsins. Ein athugasemd var þó gerð við gátuna, reyndar úr fleiri en einni átt, en hún var á þá leið að ekki stæðist að hafa orðið taða sem samheiti við úthey. Taða er grasfóður af ræktuðum túnum sem tað hefur verið borið á, en „úthey er t.d. stör og öll grös sem aflað er af óræktuðu landi“, segir Pálmi Jónsson á Sauðárkróki og bætir því við að krossgátan hafi að öðru leyti verið ágæt. Pálmi þessi lét sér ekki nægja að senda lausnina heldur stakk hann jólakorti í umslagið og það hafði að geyma, auk hefðbundinnar jóla- kveðju, þessar stökur: Fyrr við stóðum stétt með stétt, stéttir flestar kvarta hér. Listin sú að lifa rétt lætur bíða eftir sér. Ófullkomnum orðum með enda kveðju dygga. Jólin allra gleðji geð og gæfu veiti trygga. Svo var þessi eftirskrift um mannaskipti í umsjón vísnaþáttar Bændablaðsins: „Bestu þakkir til Sigurdórs vísna- stjóra og gæfuóskir til arftakans, þar er hæfur maður á réttum stað: Heill til starfa Hjálmar kær, hugur andann nærir. Oft þó sértu angurvær engann mann þú særir…“ Bændablaðið þakkar þátttökuna í jólakrossgátunni. –ÞH Oft þó sértu angurvær… Á fjórða hundrað lausnir bárust á jólakrossgátunni LAND-ROVER EIGENDUR ÞAÐ ER ENGINN SKORTUR Á VARAHLUTUM Í LAND-ROVER HJÁ OKKUR Seljum Brakeworld hemlaklossa í margar gerðir bifreiða Varahlutir ehf Smiðjuvegi 4 A Kópavogi Símar: 587-1280 849-5740 www.bbl.is/www.bondi.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.