Bændablaðið - 09.06.2011, Side 24

Bændablaðið - 09.06.2011, Side 24
Gísli Jóhannsson, formaður Félags blómabænda, rekur garðyrkju- stöðina Dalsgarð ehf. í Mosfellsdal. Hann segir að hátíðin Blóm í bæ, sem haldin verður í Hveragerði nú í júní, sé mjög góður vettvangur fyrir blómabændur til að kynna sína framleiðslu. „Þetta er eina raunverulega blóma- sýningin sem haldin er á landinu. Að henni koma Félag blómabænda, garðplöntuframleiðendur, heild- sölurnar, skrúðgarðyrkjumeistarar, landslagsarkitektar og fjöldi annarra. Þarna er mikil sjálfboðavinna í gangi og við reynum að skreyta eins vel og hægt er. Þó ekki sé mikil garðyrkja eftir í Hveragerði þá á staðurinn þann sess að vera kallaður blómabær. Það er frábært að það skuli vera einhver bær á Íslandi sem er blómabær.“ Bændamarkaðir af hinu góða Gísli telur reyndar að bændamark- aðir eins og tíðkast erlendis ættu að geta haslað sér völl á Íslandi. Slíkur markaður herfur verið að þróast í Mosfellsdal. Byrjaði Gísli á því dæmi fyrir tíu árum ásamt bróður sínum og fleirum. Segir hann að smám saman hafi fleiri komið inn í þetta og með því að einskorða markaðinn við nokkra klukkutíma á laugardögum hafi tekist að mynda góða stemmingu í kringum hann. „Besta stemmingin skapast þegar nokkrir framleiðendur koma saman með ólíkar framleiðsluvörur. Þetta snýst líka um að þarna skapist staðir þar sem fólk hittist til að spjalla og geti keypt nýjar vörur milliliðalaust af bændum. Þetta á að vera skemmti- legt því fólk er ekki síður að leita að afþreyingu. Við höfum yfirleitt byrjað fyrst í júlí.“ Barátta við sölusamdrátt og hækkandi rekstrarkostnað Hvernig gengur innlend framleiðsla á blómum í samkeppni við innflutn- ing? „Ég held að það gangi ágætlega en það sem er fyrst og fremst að há okkur í dag er minnkandi kaupmáttur og samdráttur í sölu á blómum. Sérstaklega frá því síðastliðið haust. Þá eru aðföng orðin skelfilega dýr í því gengisumhverfi krónunnar sem er núna. Ekki má gleyma rafmagn- inu, sem hefur hækkað verulega.“ Gísli segir að það hafi ekki náðst í gegn að skilgreina gróðurhúsa- ræktendur sem stórnotendur, sem njóti raforkuverðs samkvæmt því. Ástæðan sé hversu dreifð gróður- húsafyrirtækin eru, þannig að erfitt sé að komast hjá miklum kostnaði vegna dreifingar. Því hafi ekki komið til greina að gróðurhúsarekstur fái raforku á verði sem ein heild. „Eitthvað er raforkan þó niður- greidd en þá hækka menn bara verðið á dreifingunni á móti sem nemur niðurgreiðslunni. Þetta er þrátt fyrir allan þann velvilja sem er í garð garðyrkjunnar í landinu á meðal almennings. Stjórnmálamenn eru líka duglegir við að hampa garðyrkj- unni fyrir kosningar. Þá lýsa þeir því fjálglega að þarna sé framtíðin. Eftir kosningar er það bara alltaf þannig að ekkert verður úr loforðunum og þessir menn sjást ekki hjá okkur. Samt er verið að framleiða frábæra vöru í grænmetisræktuninni á Íslandi og einnig í blómunum.“ Kjarklausir stjórnmálamenn Er það ekki bara spurning um póli- tískt þor að gera þær breytingar á raforkusölunni að garðyrkjan njóti betri kjara en nú er? „Jú, þetta er auðvitað bara spurn- ing um pólitíska ákvarðanatöku. Það hefur þó enginn haft kjark til þess enn að taka þetta skref. Þetta er sér- kennilegt ef menn hugsa um hversu mikið þetta sama fólk hampar þessari grein og sýnir henni mikinn velvilja fyrir kosningar. Svo er aldrei hægt að gera neitt þegar á hólminn er komið. Þá vísa stjórnmálamennirnir þessu bara yfir á raforkufyrirtækin og skýla sér á bak við þau.“ Raforkukostnaður stór póstur Hvað er rafmagn stór hluti af rekstr- arkostnaði gróðurhúsa? „Það getur verið mjög misjafnt. Trúlega frá 15% upp í 40%. Þegar þetta er svo stór hluti af veltu verða allir aðrir þættir að vera í mjög góðu lagi svo einhver framlegð fáist út úr þessu. Auðvitað er svo allur gangur á því hvernig mönnum tekst að ná þessu saman. Í vetur var ég í fyrsta skiptið í þeirri stöðu að þurfa að draga úr lýsingu vegna kostnaðar. Það var bara ekki um neitt annað að ræða. Ég var að hugsa um að hætta alfarið að lýsa og fara bara í gamla farið. Þá væri maður bara að nýta dagsbirtuna á vorin, sumrin og fram á haustið. Það má svo sem segja að það hafi aldrei verið mikill hagnaður af því að vera með ræktun undir ljósum í mesta skammdeginu í desember og janúar. Það sem maður hefur fyrst og fremst verið að horfa á er að halda plöntunum í formi og að halda sér inni á markaðnum allt árið. Þannig brúar maður ákveðið bil og heldur uppi veltu þó maður sé alveg sáttur við að reka þetta bara á pari yfir háveturinn. Í vetur var staðan þó sú vegna minni sölu, hærra verðs á aðföngum og hærra raforkuverðs að ég held að það hafi allir verið að reka þetta með bullandi tapi. Slíkt gengur ekki lengi og menn voru því neyddir til að draga saman seglin.“ Blússandi bjart framundan! Hvernig metur þú þá horfurnar? „Þær eru bara bjartar,“ segir Gísli og hlær. „Ef þær væru ekki bjartar gæti maður bara gleymt þessu. Þær eru blússandi bjartar og maður verður bara að trúa því.“ Sparnaðurinn virkaði öfugt „Í kreppunni fór maður svolítið í kreppu sjálfur. Strax 2008 fór ég að kaupa ódýrari perur frá Kína og blanda áburðinn sjálfur eins og ég gerði hér áður. Þetta voru ósjálfráð viðbrögð við ástandinu og maður ætl- aði að vera á undan niðursveiflunni og vera byrjaður að spara á fullu áður en maður yrði blankur. Allt var þetta með skelfilegum árangri. Í stað þess að græða á sparn- aðinum varð niðurstaðan sú að ég tapaði miklu meira á þessu, vegna lélegri framleiðslu, heldur en sparn- aðinum nam. Þarna var ég að spara eyririnn og kasta krónunni. Ég fór því að snúa aftur yfir í dýrari aðföng í vor til að ná upp framleiðslunni á ný. Varðandi tilraun til að spara raf- orku lenti ég í skelfilegum hlutum, því þessir þættir verða að vera í lagi. Ef lamparnir eða perurnar eru ekki í lagi þá er maður bara að fá verri birtu en samt að nota jafn mikið rafmagn. Sama gildir með áburðinn. Ég hugsa því að ég hefði verið miklu betur staddur með því að nota áfram dýra áburðinn og dýru perurnar, sem gekk vel upp fyrir kreppuna. Í stað þess fór ég að prófa mig áfram með eitthvað nýtt sem ekki gekk upp.“ Gamlir lampar dýrir í rekstri Sem dæmi um mikilvægi þess að lamparnir séu í lagi nefnir Gísli að þeir hafi bara ákveðinn líftíma. Þegar þeir séu farnir að gefa sig náist stöðugt minni árangur af lýsingunni úr sama raforkumagni. Hann segist mæla alla lampana hjá sér á haustin og hafa t.d. áttað sig á því að í sumum tilfellum var alltaf verið að skipta um perur í sömu lömpunum. Þá áttaði hann sig á því að það voru ekki per- urnar sem voru vandamálið, heldur gömlu lamparnir, sem sumir voru orðnir 25 ára gamlir. Fjármagnskerfið vandamál Gísli segir að í garðyrkjunni í Evrópu, t.d. í Hollandi og Finnlandi, séu menn að fá lán á lágum vöxtum til 20 ára. Það sé jafnframt afskriftar- tími stöðvanna. Ef stöðvarnar séu þá álitnar úreltar og gamaldags rífi menn þær bara og byggi nýjar. Lampar eru afskrifaðir á tíu árum. „Hér eru menn enn að velkjast með lán á lömpunum eftir 25 ár og lánsupphæðin enn jafn há og þegar lamparnir voru keyptir. Sama er með gróðurhúsin. Þar erum við að með lán til 40 ára og þá eru gróður- húsin fyrir löngu orðin ónýt. Þetta er okkar stærsti vandi, hvernig lána- og vaxtamálunum er háttað hjá okkur. Allt er þetta svo með verðtrygg- ingu sem er bara skelfileg. Það má eiginlega segja að léleg stjórn hér- lendis á fjármagnsmarkaðnum hér séu einu rökin fyrir því að fara inn í Evrópusambandið. Að öðru leyti er það mjög óspennandi.“ Markaðurinn krefst nýjunga Segir Gísli að allir blómabændur séu á einn eða annan hátt háðir inn- flutningi. Mjög sé þó mismunandi hversu stór hluti ræktunarinnar fer fram hér heima. „Við flytjum inn bæði fræ og lauka og þeir sem eru með sumar- blóm flytja inn fræ, græðlinga og jafnvel smáplöntur sem þeir ala áfram. Blómabændur eru svo stöðugt að reyna að koma með á markað ný afbrigði. Við erum að flytja inn nýjar tegundir af rósum og túlípanalauk og þeir sem eru í sölu á afskornum blómum eru stöðugt að leita að einhverju nýju og spennandi. Markaðurinn krefst þess að hafa fjöl- breytt úrval og fólk vill sjá eitthvað nýtt. Það gefur okkur líka best í aðra hönd ef við komum með eitthvað nýtt sem hittir í mark. Undanfarin tvö ár hafa menn þó hægt aðeins á sér í nýbreytninni,“ segir Gísli Jóhannsson. /HKr. Félag blómabænda virkur þáttakandi í hátíðinni Blómum í bæ í Hveragerði 23. - 26. júní: „Frábært að það skuli vera einhver bær á Íslandi sem er blómabær“ Gísli Jóhannsson, formaður Félags blómabænda, segir blússandi bjart framundan þrátt fyrir margvíslega erfiðleika í kjölfar kreppunnar. Mynd / HKr. Hjá Dalsgarði var starfsfólk að huga að nýjum jarðaberjaplöntum sem lofa góðu. 24 - Ýmsir viðburðir sumarsins BLAÐAUKI BÆNDABLAÐSINS 9. JÚNÍ 2011

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.