Bændablaðið - 09.06.2011, Page 28

Bændablaðið - 09.06.2011, Page 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 Það hefur verið skilyrðislaus krafa Landssambands kúabænda frá falli bankanna haustið 2008 að öll þau bú sem voru rekstrarhæf fyrir hrunið, yrðu það áfram og leiðréttur yrði sá forsendubrestur sem þarna varð. Tæplega verður þó sagt að greiðlega hafi gengið við úrlausn þessara mála á þeim rúmlega tveimur og hálfa ári sem liðið er frá hruninu. Segja má að í grófum dráttum sé hægt að flokka þann vanda sem skuldugir bændur hafa staðið frammi fyrir eftir hrunið í tvennt. Annarsvegar þá sem þurft hafa á sértækri skuldaaðlögun að halda, en miklir kraftar hafa farið í úrvinnslu mála þess hóps síðustu misseri, með mis miklum árangri þó. Einna lengst eru þessi mál komin hjá Arion banka, sem segja má að hafi haft frumkvæði hvað þetta varðar. En af þeim 64 kúabúum í viðskiptum við bankann, sem greind hafa verið í rekstrarvanda, hefur góður helmingur lokið sértækri skuldaaðlögun. Í flestum tilfellum virðist að með þessum úrlausnum hafi tekist að tryggja rekstrarhæfi þessara búa, þó fyrir liggi áhyggjur um að í einhverjum tilfellum sé einungis um stundarfrið að ræða uns biðlánin falla í eindaga. Hinsvegar eru það svo þeir bændur sem haldið hafa rekstrarhæfi búa sinna og staðið í skilum með afborganir lána, en sitja uppi með brogaðan efnahagsreikning vegna útblásins höfuðstóls lána sinna. Þessum aðilum hefur flestum staðið til boða einhverskonar greiðslujöfnun, sem vissulega hefur gert stöðuna bærilegri til skemmri tíma. Það á hinsvegar við um báða þessa hópa að ekki hefur verið unnið út frá því að leiðrétta forsendubrestinn sem varð við bankahrunið, heldur einungis að gera vonda stöðu lífvænlegri. Nýlega fóru af stað endurútreikn- ingar á gengistryggðum lánum bænda sem eru í viðskiptum við Landsbanka Íslands. Grundvöllur þeirra byggir á lögum nr. 151/2010 sem kveða á um endurútreikning erlendra lána til ein- staklinga, heimila og fyrirtækja sem samþykkt voru á Alþingi 22. desemb- er síðastliðinn. Hjá sumum fjármála- fyrirtækjum, t.d. Landsbankanum, falla bændur, sem eru með rekstur og íbúðarhúsnæði á eigin kennitölu, í þann flokk sem lögin ná til. Bændum sem komið hafa rekstri sínum fyrir í einkahlutafélögum hefur hinsvegar ekki boðist þessi úrlausn enn sem komið er. Landssamband kúabænda veit dæmi þess að höfuðstóll erlendra lána hjá Landsbankanum hafi lækkað allt að 55% í kjölfar endurútreikninga, allt eftir aldri og stöðu lánanna. Slíkir endurútreikningar hefðu augljóslega mikil jákvæð áhrif á efnahagsreikn- inga búanna, ekki síst hjá þeim búum sem hafa farið í gegnum sértæka skuldaaðlögun og eru með biðlán á gjalddaga innan þriggja ára. Svo virð- ist sem þessi leið við endurútreikning gengistryggðra lána sé sú sem næst hefur komist því að leiðrétta þann for- sendubrest sem varð við bankahrunið. Það eru því mikil vonbrigði að ekki skuli allar lánastofnanir sjá ástæðu til að ganga sjálfviljugar þessa sömu braut. Ólíðandi er að ekki sé unnið á samræmdan hátt að þessum málum meðal fjármálafyrirtækja. Þá tók stjórn Landsbankans nýverið þá ákvörðun að endurgreiða skilvísum viðskiptavinum bankans 20% af greiddum vöxtum á tímabilinu 31. desember 2008 til 30. apríl 2011, eins og fram kom í tilkynningu á heimasíðu bankans þann 26. maí s.l. Að mati Landssambands kúabænda er sú aðgerð Landsbankans einnig mikilvægt skref í þá átt að leiðrétta þann forsendubrest fjárskuldbindinga sem til varð í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins árið 2008, ekki síst hjá þeim aðilum sem skulda í íslenskum krónum, sem að öðru leyti hafa hingað til setið óbættir hjá garði. Hér er eindregið skorað á aðrar fjármála- stofnanir að grípa til viðlíka aðgerða gagnvart viðskiptamönnum sínum nú þegar, enda grundvallarkrafa að allir landsmenn sitji við sama borð í þessum efnum. Reyndar er umhugsunar efni hverju það sæti að einungis einn við- skiptabanki skuli ganga svo ákveðið fram í leiðréttingu á stöðu viðskipta- manna sinna. Það að um er að ræða ríkisbanka getur ekki talist nein afsök- un í þessu efni. Sem dæmi er forsaga tveggja helstu viðskiptabanka bænda, Arion banka og Landsbankans, næsta lík. Forverar þeirra, Búnaðarbankinn og Landsbankinn gamli, báðir ríkis- bankar, voru einkavæddir á svipuðum tíma, báðir flugu hátt á útrásartím- anum og brotlentu með svipuðum bravör með fárra klukkustunda millibili. Báðir voru endurreistir af íslenska ríkinu, endurfjármagnaðir og sendir út í lífið að nýju með halaklippt lánasafn gömlu þrotabúanna. Eini munurinn er sá að Arion banki var afhentur kröfuhöfum gamla þrota- búsins, en Landsbankinn er rekinn á ábyrgð skattgreiðenda. Um ekkert af þessu höfðu viðskiptamenn eða skuldarar bankanna neitt að segja, eða gátu með neinu móti séð fyrir. Ráðstöfun hinna nýju banka var á ábyrgð íslenskra stjórnvalda og skal því ekki trúað, að óreyndu, að með þeim aðgerðum hafi verið stefnt að ójöfnuði meðal lánþega. Líf og starf Síðastliðið haust voru gerðar þær breytingar á skipulagi kynbótastarfsins að svokallaður ræktunarhópur í nautgriparækt var lagður af og verkefni hans, er snéru að kynbótastarfinu, voru flutt aftur til fagráðs í nautgriparækt. Fyrsta júní síðastliðinn var haldinn fundur í fagráði í nautgriparækt en á dagskrá fundarins var meðal annars að fara yfir niðurstöður afkvæmadóms nautaárgangs 2005 og velja út frá honum naut til framhaldsnotkunar. Líkt og áður hefur verið nefnt hér, lá fyrir að ekki yrði hægt að leggja endanlegan dóm á öll naut í þessum árgangi þar sem ekki höfðu náðst inn upplýsingar um nægjanlegan fjölda dætra fyrir öll nautin. Niðurstaða fagráðs- ins var því að fresta endanlegum dómi á 18 af 31 nauti sem fædd eru 2005 af þessum orsökum. Nánar verður fjallað um nauta- valið, ný naut á stöð og nýja nautsfeður síðar, en það sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni í þessum pistli mínum er ástæða þessarar seinkunar og afleiðing- arnar fyrir ræktunarstarfið í heild sinni. Gögn úr skýrsluhaldi naut- griparæktarinnar leiða í ljós að þrátt fyrir mikla umræðu og áróður gegn heimanautanotkun hefur lítið þokast í rétta átt á síðastliðnum 4 árum. Haustið 2007 þegar undir- rituð tók við starfi landsráðunautar í nautgriparækt ásamt Magnúsi B. Jónssyni kom í ljós að um þriðjungur allra ásettra kvígna var undan skráðu heimanauti eða var skráður af óþekktu faðerni (faðir 99-999). Gerð hefur verið árleg úttekt síðan þá og skemmst er frá því að segja að árið 2010 voru settar á 10.521 kvíga og af þeim voru 7.533 tilkomnar úr sæð- ingum, 2421 voru undan skráðu heimanauti, 557 var skráðar með óþekktan föður og 10 kvígur voru skráðar undan holdanautum. Eina merkjanlega breytingin frá árinu 2007 er að kálfar sem ekki eru tilkomnir með sæðingum eru nú í auknum mæli skráðir undan ákveðnum heimanautum í stað þess að faðerni þeirra sé skráð óþekkt (99-999). Staðreyndin er því sú að ennþá nýtist um þriðj- ungur allra ásettra kvígna á hverju ári ekki sem skyldi inn í hinu sam- eiginlega ræktunarstarf. Til viðbótar við þetta kemur í ljós að nokkur fjöldi búa stendur algerlega utan skýrsluhalds eða um 11% mjólkurframleiðenda. Þó þessi bú séu að meðaltali heldur minni en bú innan skýrsluhalds er hér um að ræða rúmlega 2.200 árskýr eða tæplega 9% af þeim árskúafjölda er stendur að baki mjólkurframleiðslu á Íslandi. Ef við miðum við það að notkun á óreyndum nautum sé helmingur á móti reyndum nautum og ef gert er ráð fyrir eðlilegum afföllum frá ásetningi til fyrsta burðar, gætu þetta verið um 1700 kvígur til viðbótar í afkvæmaprófanir á hverju ári. Þessi hópur myndi tvímælalaust nýtast til að flýta fyrir niðurstöðum afkvæmadóms auk þess sem hægt væri að prófa fleiri naut en nú er mögulegt. Nú er ljóst að ekki er hægt að ætlast til að ná fullum heimtum á öllum vígstöðvum, en það er engin spurning að hér eru tækifæri til að ná auknum slagkrafti í kynbóta- starfið með því að auka þátttöku í skýrsluhaldinu og útrýma notkun heimanauta. Á áðurnefndum fagráðs- fundi í nautgriparækt fór Ágúst Sigurðsson yfir helstu niður- stöður úttektar á kynbótastarf- inu sem hann hefur unnið ásamt Jóni Viðari Jónmundssyni, fjalla þeir meðal annars um árangur kynbótastarfsins síðastliðna áratugi. Margt kom þar fram af áhugaverðum upplýsingum en í ljósi þess sem hér kemur fram að ofan hef ég fengið góðfúslegt leyfi Ágústar til að vitna í óbirtar niðurstöður þeirra félaga þar sem skaðsemi heimanautanotkunar- innar fyrir ræktunarstarfið kemur glögglega fram. Í stuttu máli má segja að sú gríðarlega mikla notk- un heimanauta sem tíðkast hefur á íslenskum kúabúum, hafi leitt til þess að raunverulegar erfða- framfarir í stofninum síðastliðinn áratug nemi aðeins um 2/3 af þeim framförum sem mögulegar hefðu verið við fulla þátttöku bænda í ræktunarstarfinu. Það er því ljóst að hér er um beint fjárhagslegt tjón að ræða því erfðaframfarir sem skila sér í auknum afurðum og almennt betri gripum er auð- velt að umreikna í krónur og aura. Við sem berum ábyrgð á fram- gangi ræktunarstarfsins munum þó ekki láta deigan síga, þó vissu- lega hefðum við viljað sjá meiri árangur af tilraunum okkar síðustu fjögur árin til að efla ræktunarstarf í íslenskri nautgriparækt. Fagráð í nautgriparækt fór gaumgæfilega yfir þessi mál á síðasta fundi og þar voru menn sammála um að grípa þurfi til ennþá markvissari aðgerða til að snúa af þessari braut. Það er ljóst út frá því sem fram kemur hér að ofan að mun meira getur áunnist á skemmri tíma með því að draga úr heimanautanotkuninni og efla almennt þátttöku í skýrsluhaldinu og rækturnarstarfinu en með því til dæmis að breyta áherslum og vægi einstakra eiginleika í kynbótaein- kunninni, líkt og rætt hefur verið um á síðastliðnum misserum. Niðurstöður þeirra Ágústar og Jóns Viðars sýna að mikill árangur hefur náðst með kyn- bótastarfi í nautgriparækt og þá sérstaklega með tilkomu BLUP- kynbótaeinkunnar sem tekin var upp árið 1993. Niðurstöður þeirra sýna einnig að miklir möguleikar eru á að gera betur og í raun má segja að við höfum ekki notfært okkur kerfið sem skyldi til að ná hámarksframförum. Hér þarf að koma til samstillt átak ráðunauta og kúabænda til að við fullnýtum þá möguleika sem við höfum á að bæta framleiðslugripina okkar. Að efla kynbótastarfið Fjóstíran Af lánamálum á vori Nú í sauðburðarlok fer hugurinn ósjálfrátt að leita að næsta við- fangsefni til að hlakka til. Það fyrsta sem kemur uppí hugann er fjallferð (göngur) og réttir. Í fram- haldi af þeirri tilhlökkun fór ég að velta fyrir mér þessum hlutum í víðara samhengi, s.s. menningar- legu gildi og samfélagslegu mikil- vægi hluta eins og fjallferða og rétta. Rétt eftir áramótin (og stundum fyrr) byrjar umræðan um það hvort fólk ætli ekki örugglega til fjalls næsta haust. Frá því að ég var lítill var stefnan alltaf sett á að komast til fjalls um leið og aldurinn leyfði. Viku fjarvera frá skóla á öllum skólastigum (grunn-, framhalds- og háskóla) hefur hingað til ekki verið nægilega stór hindrun til að koma í veg fyrir að ég færi til fjalls, og í raun hef ég alltaf lært það mikið á þessum ferðum að það hefur bætt upp fjarveruna úr skóla og rúmlega það, en það er önnur saga. Í nokkurn tíma lá fyrir að ég stefndi á að fara erlendis í nám og get ég játað að það sem ég kveið mest varðandi dvölina á erlendri grundu var að komast ekki til fjalls um haustið. Það var síðan erfitt að líta á dagatalið og klukkuna og vita nákvæmlega af hverju ég var að missa á hverjum degi í tæpa viku. Þessar tilfinningar gagnvart fjallferðum er mjög almennar í mínu heimahéraði, í framhaldi af því má svo velta fyrir sér hversu mikilvægar fjallferðirnar eru einstaklingum og þar af leiðandi samfélaginu. Í minni heimasveit, Gnúpverjahrepp hinum forna (og lík- lega öllum uppsveitum Árnessýslu), er stærsti menningarviðburður og samfélagslega mikilvægasti dagur ársins án efa réttardagurinn. Nánast allir íbúar sveitarinnar, stórir sem smáir, ungir sem aldnir mæta í réttir. Brottfluttir íbúar, vinir og ættingjar, vinir vina og ættingja fjölmenna í sveitina til að upplifa réttardaginn með íbúunum. Mikilvægi viðburðar þar sem nær allir íbúar sveitar- félagsins koma saman á einn stað og gleðjast er erfitt að mæla en má fullyrða að það sé gífurlegt. Ef við horfum svo frá sjónarhorni landbúnaðarins í heild er mikilvægið ekki minna, því hjá sumum þeirra sem koma í réttirnar er þetta eina beina tengingin við landbúnaðinn og bændur. Er ég þess fullviss að þessir einstaklingar líta landbúnað- inn jákvæðari augum en þeir sem enga tengingu hafa. Þessi tenging á milli hins almenna íbúa landsins og landbúnaðarins hefur verið að rofna undanfarin ár og er mikil- vægt að sporna gegn þeirri þróun. Réttardagurinn sem slíkur er ekki stór viðburður í öllum sveitum en þar eru þá jafnvel aðrir viðburðir sem gefa fólki tækifæri til að tengj- ast bændum og landbúnaðinum. Um þessa atburði verðum við að standa vörð og reyna að fjölga tækifærum fyrir fólk til að upplifa landbúnaðinn í návígi. Því til lengri tíma litið er framtíð íslensks land- búnaðar best borgið í sátt og sam- vinnu við íslensku þjóðina. Þeirri sátt er auðveldast að ná með sterku sambandi milli landbúnaðarins og hins almenna íbúa landsins. Það má því færa fyrir því rök að mikilvægi fjallferða og rétta í mínu heimasveitarfélagi sé töluvert mikið meira en eingöngu að ná í fé á afrétt og koma því til síns heima, hvort sem horft er frá sjónarhorni einstaklinga, sveitarfélagsins eða landbúnaðarins í heild. Kaupmannahöfn, 3. júní. Raddir ungra bænda Hugleiðing um fjallferð og réttir Einar Kári Magnússon Meistaranemi við LbhÍ Ráðunautur í nautgriparækt Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir Raddir kúabænda - af naut.is Sigurður Loftsson Formaður Landssamband kúabænda

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.