Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34

Bændablaðið - 09.06.2011, Blaðsíða 34
34 Bændablaðið | fimmtudagur 9. júní 2011 Sigursteinn Hjartarson er 8. liður í beinan karllegg sem býr á jörð- inni Neðri-Hundadal í Miðdölum, sem hefur verið í eigu sömu ættar frá 1783. Sigursteinn og María G. Líndal hófu þar fyrst búskap árið 1980 á móti foreldrum Sigursteins þeim Hirti Einarsyni og Lilju Sveinsdóttur. Voru þau til að byrja með með blandað bú þar til ríkis- valdið setti búmark á framleiðsluna, þá var sjálfhætt með kýrnar þar sem kvóta var úthlutað fyrir 1 kú eða 7.130 lítra á ársgrundvelli. Farið var þá alfarið út í sauðfjárbúskap. Dóttir þeirra Sigurdís á svo núorðið hluta af bústofninum og stefnir á búskap. Býli? Neðri-Hundadalur 1 og 2. Staðsett í sveit? Miðdölum, Dalasýslu. Ábúendur? Sigursteinn Hjartarson og María G. Líndal. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Hjónin eiga tvö uppkomin börn, Guðmund og Sigurdísi. Guðmundur á 3 börn með sambýliskonu sinni Ingibjörgu og búa þau í Búðardal. Sigurdís á eina dóttur með sambýlis- manni sínum Jens og hann á svo son fyrir. Dýr á bænum, fyrir utan sauðféð og hross, eru 3 fjárhundar, Garmur, Móna og Glanni, 3 hvolpar úr goti Mónu og Glanna, ásamt og 3 smá- hundum þeim Tý, Orku og Meyju. Stærð jarðar? U.þ.b. 1.600 ha (mælt á jörð.is án hæðarleiðrétt- ingar), þar af 60 ha ræktun. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? U.þ.b. 600 fjár, fjórir hestar, tvö tryppi, 20 íslenskar hænur og áðurnefndir hundar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Venjubundinn vinnudagur fer eftir árstíðum. Hefðbundinn dagur er eiginlega ekki til. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu störfin eru flest öll störf nema þrif á fjár- húsum eftir sauðburð sem er það leiðinlegasta. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Svipaðan, væntanlega kemur dóttir okkar meira inn í búskapinn. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Þung í vöfum, en þeir sem nenna að standa í þeim eiga þakkir skildar. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vel utan ESB og hafi bændur þor til að krefjast löngu tímabærra afurðaverðshækkanna, sérstaklega sauðfjárbændur, er von til að land- búnaður dafni. Maður er haldinn sauðþrárri von um bætta tíð og blóm í haga fyrir þessa búgrein. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lömbum á fæti til slátrunar, unnu lambakjöti, ullarvörum og vörum úr gærum, unnum mjólkurvörum, öllu á grundvelli hreinleika og sérstöðu. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Sveitamjólk, ostur, smjör og rjómi. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lamba-kindakjöt í ýmsum myndum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við hófum rúlluheyskap 1987 og byrjuðum 2 9 6 7 3 8 5 1 8 6 1 4 5 7 6 9 4 8 7 8 1 3 4 4 7 6 5 9 9 4 1 3 6 8 9 2 4 5 3 8 8 5 7 4 2 1 5 7 1 4 8 1 2 7 2 6 3 8 1 7 8 2 7 5 3 6 4 6 5 7 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Heilsunammi af bestu gerð Ekki þarf allt góðgæti að vera óhollt og það er tilvalið yfir sumartímann að eiga hollustu- nammi í ísskápnum til að narta í. Þá eru kókoskúlur alltaf vin- sælar hjá öllum aldurshópum og heilsubitarnir sem hér er gefin uppskrift að eru hrikalega góðir og einfaldir í lögun. Kókoskúlur 150 g döðlur (rétt rúmlega bolli) 150 g gráfíkjur 30 g þurrkaðar bananasneiðar (má sleppa) ½ bolli möndluflögur 2 msk. möndlusmjör ½ - 1 bolli kókosmjöl 4 msk. kakó 1 tsk. vanilludropar 1 tsk. kanill 2 msk. hunang 70% súkkulaði (til að dýfa kúlunum í) Aðferð: Setjið döðlur og gráfíkjur í mat- vinnsluvél og maukið smátt. Bætið afgangnum af hráefnunum út í nema hunangi og vinnið vel saman. Bætið hunangi við í lokin, bíðið örlitla stund og mótið kúlur. Kælið í nokkrar klukkustundir. Bræðið 70% súkkulaði yfir vatnsbaði og dýfið kúlunum í og rúllið þeim jafnvel upp úr kókosmjöli. Heilsubitar 1 ½ bolli kókosmjöl 1 ½ bolli kasjúhnetur ½ tsk. salt ½ bolli döðlur Aðferð: Setjið allt innihaldið í matvinnslu- vél og maukið saman. Setjið í form og kælið og skerið í hæfilega stóra og góða nammibita! /ehg MATARKRÓKURINN 1 6 Neðri-Hundadalur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.