Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 9
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 9
ÞÓR HF | Reykjavík: Krók hálsi 16 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbak ka | Sími 461-1070 | w w w.thor. is
KUBOTA: Söluhæsta vélin á landinu í dag
ÞÓR HF
REYKJAVÍK - AKUREYRI
KUBOTA dráttarvélarnar hafa fyrir löngu sannað gildi sitt
við íslenskar aðstæður og hvarvetna fer gott orð af þeim.
*)
*) Byggt á tölum frá Umferðarstofu fyrstu 9 mánuði ársins 2011.
KUBOTA vélarnar skarta:
KUBOTA framleiðir nánast
allt í vélunum s.s. mótor, gírkassa og hús.
- fáir geta jafnað
rekstraröryggi KUBOTA vélanna.
- við kaup á KUBOTA fæst
mikið fyrir peninginn.
Einfaldleika - enginn óþarfa rafmagnsbúnaður
sem bilar þegar síst má við.
- framdrifsvélar með lipurð á við afturhjóla-
drifnar vélar.
- KUBOTA eigendur
eru upp til hópa einstaklega ánægðir með kaupin.
Eigum til afgreiðslu strax 95, 108 og 125 hestafla
vélar með ámoksturstækjum.
Passaðu vel uppá rafgeyminn í vetur.
Birgit Kostizke stofnaði í liðinni
viku fyrirtækið Kanínu ehf. og
undirbýr nú flutning á starfsemi
sinni, kanínurækt, að Tjarnarkoti
í Húnaþingi vestra.
„Ég hef möguleika á að leigja
þar húsnæði sem áður var fjárhús,
það er um 200 fermetrar að stærð
og mun duga mér næstu tvö árin,“
segir Birgit. Hún segir að fyrir dyrum
standi breytingar á húsnæðinu, en
það þurfi nú að innrétta með kan-
ínuræktina í huga.
Birgit stefnir að því að hefja kan-
ínurækt til manneldis með um 250
lífdýr og tæplega 6.000 sláturdýr.
Fyrstu kanínurnar fékk hún í júní
síðastliðnum, fjórar talsins og hafa
þær að hennar sögn verið duglegar
að fjölga sér þannig að nú eru þær
22 í allt. Kanínurnar fékk Birgit frá
Marsibil á Dalatanga.
Til ræktunar verða notaðar
tvær tegundir, innlendar holdakan-
ínur og innfluttar svokallaðar Helle
Grosssilber (Silver Gray). Hefur
Birgit sótt um innflutningsleyfi hjá
Matvælastofnun og sjávarútvegs- og
landbúnaðarráðuneytinu fyrir þeirri
síðarnefndu, sem er þýsk.
/MÞÞ
Birgit Kostizke hefur stofnað fyrirtækið Kanínu ehf. í Húnaþingi vestra:
Hyggst breyta fjárhúsi að
Tjarnarkoti í kanínubú
Birgit Kostizke með eina af 22 kanínum sem þegar eru komnar í búið.