Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 19
Blaðauki 13. október 2011
20
Alþjóðamatvæladagur Matvæla- og
landbúnaðarstofnunar Sameinuðu
þjóðanna (FAO), verður haldinn
sunnudaginn 16. október næst-
komandi. Hann er að þessu sinni
helgaður baráttunni gegn sveiflum
í matvælaverði. Að því tilefni er
umfjöllun hér í Bændablaðinu um
matvælaframleiðslu og fæðuöryggi
í heiminum.
Þeirri spurningu er oft hent á loft
hvað Ísland geti lagt af mörkum til
þess að berjast gegn neikvæðri
þróun matvælaframleiðslu á
alþjóðavísu. Þrátt fyrir að við séum
agnarsmá í samfélagi þjóðanna þá
er það engu að síður þannig að allir
bera sína ábyrgð. Hér til hliðar er
rætt við Julian Cribb sem er þekktur
fyrirlesari á sviði fæðuöryggismála.
Á næstu síðum ræða íslenskir sér-
fræðingar m.a. um landhnignun,
áherslur í íslenskum landbúnaði,
þróun á Norðurlöndunum og einnig
er rætt við Árna Mathiesen sem
um þessar mundir starfar hjá FAO
í Róm.
Alþjóðamatvæla-
dagur FAO
20 21
Um 70 milljónir sveltaLandhnignun
Matvælaframleiðsla og fæðuöryggi
WORLD FOOD DAY 16 OCTOBER 2011 www.fao.org
Þurfum að umbylta
landbúnaði í heiminum
– og framleiða miklu meira með minni tilkostnaði segir Julian Cribb
Mánudaginn 17. október næst-
komandi standa Bændasamtök
Ís lands, Landgræðslan,
Landbúnaðarháskóli Íslands og
sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðuneytið fyrir hádegisfundi
í húsnæði Íslenskrar erfða-
greiningar undir yfirskriftinni
Matvælaframleiðsla morgundags-
ins. Þar mun Julian Cribb halda
fyrirlestur um þær hættur og þau
tækifæri sem heimurinn stendur
frammi fyrir vegna sífelldrar fólks-
fjölgunar, hækkandi matvæla- og
aðfangaverðs og erfiðleikanna
sem fylgja því að brauðfæða sífellt
fleira fólk.
Julian Cribb er heimsþekktur
rithöfundur, blaðamaður og fyrir-
lesari um stöðu og horfur á heims-
vísu á sviði landbúnaðar, orkumála
og umhverfis- og auðlindaverndar.
Cribb er fæddur á Bretlandi en fluttist
árið 1966 til Ástralíu þar sem hann
hefur búið síðan, en frá árinu 1977
hefur hann búið í höfuðborginni
Canberra. Hann hefur hlotið 32
verðlaun fyrir ýmis verkefni á sviði
blaðamennsku, en þess má geta að
hann var fyrsti vestræni blaðamaður-
inn til að senda frásagnir beint frá
kjarnorkuslysinu mikla í Chernobyl.
„Þurfum að umbylta landbúnaði
í heiminum“
Bændablaðið hafði samband við
Cribb og bað hann að lýsa helstu
áskorunum og hættum sem heim-
urinn stendur frammi fyrir varðandi
matvælaframleiðslu og auðlinda-
nýtingu á komandi árum. Árið 2060
verða íbúar heimsins um 10-11 millj-
arðar samkvæmt mannfjöldaspám.
Fram að þeim tíma er nauðsynlegt
að tvöfalda matvælaframleiðsluna til
að brauðfæða heiminn. Cribb segir
verkefnið risavaxið en þó fram-
kvæmanlegt.
„Í stuttu máli þurfum við að
umbylta landbúnaði í heiminum
þannig að við framleiðum miklu
meira með minni tilkostnaði. Við
þurfum að breyta mataræði jarðar-
búa svo það sé heilbrigðara og sjálf-
bærara og við verðum að gjörbylta
borgum og þéttbýli svo að við hætt-
um að sóa vatni og næringarefnum.“
Nýr, vistvænn landbúnaður
Umbylting landbúnaðar er í sjálfu
sér ekki flókið verkefni í vísindalegu
tilliti, segir Cribb.
„Það mun þurfa stórauknar rann-
sóknir og þróun, auk alheimsátaks
við að deila þekkingu meðal bænda.
Hinn nýi, vistvæni landbúnaður felst
í að framleiða meiri mat, nota minna
land, minni orku, minna vatn, minni
áburð og minna af óæskilegum, til-
búnum efnum. Hinn nýi, vistvæni
landbúnaður verður byggður upp
á vistfræðilegri þekkingu en fyrst
þurfum við að byggja upp vistfræð-
ina, einkum jarðvegsvistfræði, sem
er alvarlega vanrækt í næstum öllum
löndum heims í dag.
Þar sem olíuframleiðsla heimsins
náði hápunkti árið 2006, er mikil
hætta á stórfelldri olíuverðshækkun
hvenær sem er. Hækkun eldsneytis-
verðs eins og varð á áttunda áratugn-
um myndi veita mörgum bændum
náðarhögg. Því þurfum við – helst
í gær – að þróa nýjar leiðir til orku-
framleiðslu til ræktunar og flutninga.
Það gætu verið vetni, sólarorka, elds-
neyti unnið úr þörungum, lífdísel eða
önnur kynslóð lífefnaeldsneytis. Vel
undirbúnum löndum mun takast að
gera bændur sína óháða jarðefna-
eldsneyti áður en næsta stóra högg
ríður yfir.“
„Vonda“ vandamálið
Matvælaframleiðsla í heiminum er
háð mjög alvarlegum takmörkunum.
Við missum m.a. eitt prósent af rækt-
uðu landi árlega, samkvæmt gervi-
tunglamyndum. Gríðarleg landflæmi
eru þegar undir borgum og bæjum og
íbúar þeirra reiða sig alfarið á mat-
væli framleidd utan þéttbýlis. Cribb
segir lífsnauðsynlegt að snúa þessari
þróun við, m.a. með því að setja lög
sem sporni við því að landsem hentar
til matvælaframleiðslu sé tekið til
annarra nota.
„Ég tel það nauðsynlegt.
Ræktarland í heiminum hefur
minnkað síðustu 10 ár, þrátt fyrir
hækkandi verð á afurðum bænda.
Þetta bendir til þess að gott rækt-
unarland sé stöðugt tekið úr land-
búnaðarnotum til annarra nota, þ.e.
undir þéttbýli, til námuvinnslu og til
frístundanota. Þá hafa aðrir þættir
eins og rof jarðvegs, mengun og
hækkun sjávarborðs þarna einnig
áhrif. Í Ástralíu höfum við þegar
hafið lagasetningu til að vernda
gott landbúnaðarland. Ég tel að
þetta þurfi að verða almenn þróun
í heiminum, að öðrum kosti þurfa
bændur morgundagsins að tvöfalda
matvælaframleiðslu í heiminum á
helmingi þess lands sem nú er til
staðar. Hægt væri að ná 100 prósent
aukningu á 50 árum en ég efast um
að hægt verði að ná 300 til 400
prósenta aukningu. Þess vegna er
nauðsynlegt að bregðast þegar við
þessari stöðu.
Þarna er dregin upp mynd af því
sem ég kýs að kalla „vonda“ vanda-
málið. Það eru tíu stór vandamál sem
valda því að fæðuöryggi verður
lítið. Ef þú leysir aðeins eitt eða tvö
þeirra, eins og framleiðsluaukningu,
þá hefurðu ekki leyst vandann. Við
þurfum að leysa öll vandamálin.“
Landbúnaðarland verði nýtt til
matvælaframleiðslu
Í ljósi þessa varar Cribb eindregið
við því að landbúnaðarland verði
tekið úr matvælaframleiðslu og er
alfarið mótfallinn hugmyndum um
að nýta slíkt jarðnæði til framleiðslu
á lífefnaeldsneyti. Hins vegar sé
nauðsynlegt að finna aðra orkugjafa
en jarðefnaeldsneyti.
„Ég tel alls ekki eiga að fram-
leiða lífefnaeldsneyti á landbún-
aðarlandi, nema þá úr hrati frá
annarri ræktun. Hins vegar gætum
við mögulega framleitt lífefnaelds-
neyti með ræktun þörunga í vatni,
bæði í sjó og ferskvatni. Það hafa
mjög vænlegar rannsóknir verið
gerðar á þessu sviði. Ég hef trú á
að þetta verði næsta stóra landbún-
aðar-iðnbylting sem fram kemur á
heimsvísu. Eina áhyggjuefni mitt
þessu tengt er að þörungarækt gæti
keppt við matvælaframleiðslu um
tilbúinn áburð. Því ættum við að nota
lífrænan úrgang frá borgum og mat-
vælaframleiðslu sem aðal uppsprettu
næringarefna. Auðvitað er einnig
hægt að framleiða mat, dýrafóður,
lyf og önnur efni úr þörungum, svo
það eru mörg tækifæri til nýsköp-
unar fyrir bændur sem hefja ræktun
þörunga.“
Loftslagsbreytingar gætu haft
skelfilegar afleiðingar
Líkur eru til að loftslagsbreytingar
muni hafa veruleg áhrif á möguleika
okkar til að framleiða matvæli.
Loftslagsbreytingar munu hafa
geigvænleg áhrif á heimsbyggðina
alla ef ekki verður gripið til tafar-
lausra aðgerða, að mati Cribbs.
Nauðsynlegt sé að breyta um kúrs
í landbúnaði til að koma í veg fyrir
frekari áhrif á loftslag.
„Það er ljóst að loftslagsbreyting-
ar munu hafa veruleg áhrif á fram-
tíð matvælaframleiðslu í heiminum.
Hlýnun jarðar um tvær gráður til
ársins 2050 gæti þjónað hagsmunum
Íslands en gæti á sama tíma skorið
matvælaframleiðslu í hitabeltinu og
heittempraða beltinu niður um 15-25
prósent, miðað við mat á áhrifunum
sem ég hef séð. Fjögurra til fimm
gráðu hlýnun jarðar árið 2100 (sem
allt stefnir í að óbreyttu) gæti haft
skelfilegar afleiðingar í för með
sér. Matvælaframboð gæti minnk-
að um helming eða meira og slíkt
hefði gríðarleg áhrif á stöðugleika
í heiminum, sem og íbúaþróun. Því
þurfum við ekki aðeins að aðlaga
landbúnað að því sem þegar er
ljóst, þ.e. hækkun um tvær gráður,
heldur þarf heimsbyggðin að hætta
notkun jarðefnaeldsneytis eins fljótt
og auðið er til að koma í veg fyrir
skelfilegar afleiðingar.
Landbúnaður á Íslandi gæti
notið góðs af hlýnandi loftslagi,
en Ísland mun ásamt öllum öðrum
þurfa að fást við áhrifin af svim-
andi verðhækkunum á matvælum,
stríðsástandi og flóði flóttamanna ef
hlýnun loftslags verður fjórar gráður
eða meira. Enginn er ónæmur fyrir
þessum áhrifum.
Til að koma í veg fyrir að land-
búnaður stuðli að frekari hlýnun
jarðar verðum við að færa búfé til
baka inn á gresjur og graslendi,
stjórna beitinni betur þannig að gras-
lendi jafni sig, binda meiri koltvísýr-
ing á gríðarstórum svæðum og varð-
veita meira vatn í landslaginu. Ef
nautgripum, sauðfé og öðrum gras-
bítum er beitt á sjálfbæran hátt ætti
graslendi að blómstra, þ.e. að ekki
gangi á það. Með því móti getum
við kolefnisjafnað kjötframleiðslu í
heiminum. Hvað varðar kornfram-
leiðslu og garðyrkju þá þurfum við
að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir
sólarorku, vetni, vindorku eða sjálf-
bæra framleiðslu lífræns eldsneytis.“
Fyrsta kynslóðin sem vanvirðir
mat
Sóun á matvælum er gríðarleg í
heiminum, segir Cribb, og ljóst er
að hann á ekki til nógu stór orð til
að lýsa hneykslun sinni á þeirri stað-
reynd.
„Í dag fer helmingurinn af vinnu
bænda í ruslið. Það er til háborinnar
skammar. Á sama tíma og milljarður
manns lifir við sult og barn deyr af
völdum hungurs á 15 sekúndna
fresti, þá sóum við mat sem myndi
nægja til að fæða þrjá milljarða. Við
erum fyrsta kynslóðin í allri mann-
kynssögunni sem vanvirðir matinn
okkar á þennan hátt.
Við getum breytt þessari hræði-
legu stöðu með því að endurvinna
allan lífrænan úrgang í borgum og
veita honum aftur í landbúnað og
matvælaframleiðslu. Við þurfum að
endurvinna skólp og nýta til áburðar
og jarðvegsbóta, nýta næringarefni
miklum mun betur í landbúnaði og
utan hans og þróa örverur í jarðvegi
til að opna á nýtingu á óaðgengi-
legum næringarefnum í jarðvegi.
Hollendingar og Bretar hafa nú
hafið vinnu eftir áætlunum um endur-
vinnslu á lífrænum úrgangi í þéttbýli,
það er einföld vinna. Við þurfum að
gera frekari rannsóknir á endur-
vinnslu á úrgangi frá manneskjum,
til að forðast mengun af völdum
þungmálma, en það er alveg gerlegt.
Ég ætti að bæta því við að áburður
hefur tilhneigingu til að hækka hraðar
í verði en olía. Nú þegar við nálgumst
toppinn í vinnslu á fosfór og fosfati
aukast líkurnar á að við sjáum geysi-
legar hækkanir á tilbúnum áburði.
Hvert það land, sem þarf að treysta á
innflutning næringarefna, verður því
mjög viðkvæmt. Hins vegar munu
lönd sem endurvinna næringarefni
verða mun öruggari.“
Lífsnauðsynlegt að bæta kjör
bænda
Cribb segir að lokum rétt að taka
fram að það sé lífsnauðsynlegt að
bæta kjör bænda.
„Aðeins með því getum við aukið
sjálfbærni og hagkvæmni í landbún-
aði, að öðrum kosti hafa bændur ekki
tök á að fjárfesta í slíkri uppbygg-
ingu. Ef slíkt tekst má vinna bug
á mörgum vandamálum, svo sem í
vatnsbúskap og jarðnotkun, eins og
ég hef nefnt í svörum mínum hér að
ofan.“ /fr
Julian Cribb.
Fæðuöryggi
jarðarbúa
Hlutverk
íslensks
landbúnaðar
Við setningu Búnaðarþings 2011 í
mars sl. var frumsýnt stutt mynd-
band um matvælaframleiðslu í
heiminum og þróun hennar. Myndin
var jafnframt
sýnd í sjón-
varpi og er
víða að finna á
Netinu. Ágúst
Sigurðsson,
rektor LbhÍ, og hagfræðingarnir
Daði Már Kristófersson og Erna
Bjarnadóttir fjölluðu þar öll um
misjöfn áhrif fólksfjölgunar, skort
á ræktunarlandi og breytt loftslags-
og ræktunarskilyrði á matvælafram-
leiðslu. Í máli rektors LbhÍ kom fram
að eitt af hlutverkum Íslands í þessari
þróun væri að miðla þekkingu, t.d.
um viðbrögð við jarðvegseyðingu.
Fjórir bændur komu fram í mynd-
bandinu og lýstu sinni sýn á þróun
mála, þau Arnheiður Hjörleifsdóttir
á Bjarteyjarsandi, Stefán Geirsson
í Gerðum, Georg Ottósson hjá
Flúðasveppum og Sif Jónsdóttir á
Laxamýri. Myndbandið er aðgengi-
legt á vefnum Youtube.com og ber
heitið „Matvælaframleiðsla á kross-
götum“.