Bændablaðið - 13.10.2011, Page 29

Bændablaðið - 13.10.2011, Page 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna 5. gr. Aðlögunarsamningsins Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um framlög til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna ársins 2012, samkvæmt 5. gr. Aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/Sambands garðyrkjubænda. Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta umsóknanna má finna á heimasíðu Sambands garðyrkjubænda, www.gardyrkja.is Sérstök eyðublöð á heimasíðunni má finna undir hlekknum „Aðlögunarsjóður“ Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu gardyrkja.@gardyrkja.is Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2011. Stjórn Sambands garðyrkjubænda AÐVENTA 4 Glæsileiki aðventunnar, töfrandi vínakrar, kastalar og skógar er meðal þess sem umvefur okkur í þessari ljúfu aðventuferð til Þýskalands og Frakklands. Flogið verður til Frankfurt og síðan ekið inn í Svartaskóg til Oberkirch þar sem við gistum í 5 nætur. Förum í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Freiburgar með sínum einstaklega fallegu jólaskreytingum og ökum um Klukkuveginn í Svartaskógi. Einnig komum við til Nancy í Frakklandi, sem þekkt er fyrir barokkstíl sinn, til Strasbourg sem er höfuðborg Alsace héraðsins og ökum um hina svokölluðu „Vínslóð“ Alsace, þar sem við þræðum ótal falleg smáþorp. Síðustu 2 næturnar dveljum við í Mainz sem stendur við ána Rín. Borgin hefur upp á margt að bjóða og skartar miðbærinn fallegum jólamarkaði sem á sér 200 ára gamla sögu. Þar má einnig sjá einstaklega fallegan 11 metra háan jólapíramída sem prýddur er englum, jólasveinum og þekktum hetjum úr sögu Mainz. Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir Verð: 159.900 kr. á mann í tvíbýli. Mikið innifalið! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, morgun- og kvöldverður, allar skoðunarferðir með rútu og íslensk fararstjórn. Spör e hf . s: 570 2790 www.baendaferdir.is A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar 28. nóv. - 5. des. Franskir og þýskir aðventutöfrar Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300 Bændur, fyrirtækjaeigendur og aðrir MEINDÝRAEYÐING Nú er rétti tíminn til að láta eitra fyrir músum, rottum og öðrum nagdýrum, svo sem í íbúðarhúsum, útihúsum, fóðurgeymslum og við heyrúllur. Er eingöngu með viðurkennd efni. Geri einnig starfssamninga við fyrirtæki um eyðingu á meindýrum í verslunum og matvælafyrirtækjum. Set upp eiturstöðvar og hef eftirlit með þeim með ákveðnu millibili. Athygli skal vakin á því að best er að pantanir berist sem fyrst, og eigi síðar en 16. október n.k. Með því móti get ég skipulagt ferðir mínar vel og haldið ferða- kostnaði í lágmarki. Hjalti Guðmundsson Meindýraeyðir Huldugili 6-103, 603 Akureyri Símar: 893-1553 og/eða 462-6553 Gerðist kotbóndi og er í góðum samskiptum við bændur Jónas, sem nýstaðinn er upp úr erf- iðum hjartaskurði og orðinn 71 árs, segist ekki gera sér vonir um að kom- ast allar þær leiðir sem hann hefur ekki farið og fjallað er um í bókinni. „Við höldum þó áfram að fara þessar leiðir eftir bestu getu. Fyrir áratug gerðumst við svo kotbændur og tengjumst þannig dálítið þessari hæð í Bændahöllinni. Þetta er að vísu ekki merkilegur búskapur en það er heiðar- býlið Kaldbakur í Hrunamannahreppi, sem er í um 200 metra hæð yfir sjó. Þar höldum við húsum vel við, girð- ingar eru nýlegar og tún slegin. Þarna eru krossgötur á þjóðleiðum, bæði upp á afrétt og eins milli hreppa. Töluverður gestagangur er hjá okkur, einkum af fólki í hestaferðum. Íshestar fara t.d. þarna um í ferðum sínum að Geysi og Gullfossi og yfir að Þjórsá. Þá hefja leitarmenn í Hrunamannahreppi sínar leitir við Kaldbak. Þannig að maður hittir þessa sauðfjárbændur, og einnig í réttum og félagslífi í sveitum. Á ferðalögum um allt land er maður svo alltaf að hitta bændur. Við höfum því verið töluvert í samskiptum við bændur út af okkar kotbúskap og ferðalögum, þó einkum við hrossaræktendur og ferðaþjónustubændur. Það eru allt mög góð samskipti.“ Jónas segir afar lítið um árekstra við fólk í sveitum landsins. - „Það hafa helst verið vandræði með þétt- býlisfólk sem hefur keypt jarðir undir sumarhús og viljað loka landinu. Það er hefðbundið ákveðið jafnvægi á milli eignarréttar og umferðarréttar á jörðum í gegnum aldirnar, sem skráð er í Járnsíðu. Þessu hefur í seinni lög- bókum verið haldið við og nú síðast í náttúruverndarlögum frá 1999. Þar er nákvæmlega skilgreint hvað hver aðili má og má ekki, en þar er bara byggt á reynslunni. Þéttbýlisbúar sem ekki eru aldir upp í þessari viðkvæmu sambúð vilja bara loka sína sumarbústaði af. Það er þó sáralítið um þetta, en samt til dæmi um slíkt. Annars hafa bændur mikinn áhuga á að varðveita upplýsingar um þessar leiðir sem við segjum frá í bókinni. Samantekt á þeim ætti einnig að hvetja til meiri ferðalaga og viðskipta í tengslum við ferðirnar.“ Jónas er eingöngu með hross í sínum búskap en vill ekki gera mikið úr umfanginu. Hann segist ekki hafa farið út í hrossarækt, enda áhuginn meiri á ferðalögum. „Þá sé það oft þegar þéttbýlisbúar fara út í svona búskap að þeir standi sig yfirleitt ekki eins vel og hefð- bundnir bændur, þó dæmi séu um ágætis árangur. Við ákváðum að við hefðum hvorki tíma né orku til annars en að fara í þessar hestaferðir. Því höfum við keypt okkur hesta í stað þess að ræktað þá,“ segir Jónas Kristjánsson. Helstu samstarfsmenn hans við bókarsmíðina voru Tómas Hermannsson myndaritstjóri hjá og Árni Torfason hönnuður, sem hannaði bókina og setti kortin í hana. Auk þess lagði fjöldi fólks þar hönd á plóg. /HKr. Réttur ferðamannsins og skyldur hans Hvað varðar rétt almennings til farar um land sem er í einkaeigu þá gilda um það sömu reglur og tjaldstæðin að för almennings er heimil um óræktað land án sérstaks leyfis frá landeiganda. Óheimilt er landeiganda að setja upp girðingar sem liggja fast að sjó eða straumvatni og hefta þannig för gangandi manna. Með því lagaákvæði er í raun verið að undirstrika að Ísland og náttúra landsins er sameign okkar allra hvað sem nánari ákvæðum og þinglýsingum líður. Hitt er svo annað mál að heilbrigð skynsemi setur okkur umgengnisreglur sem rétt er að hlíta þótt þær séu hvergi skráðar í lög. Úr formála Páls Ásgeirs Ásgeirssonar í bókinni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.