Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 32
32 Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011
Tól og tækni
Í pistlum mínum hér í blaðinu um
tól og tæki hef ég kappkostað að
prófa ný tæki og tól. Í þessum pistli
mun ég fara vel út fyrir rammann.
Ég ætla að taka til skoðunar vetnis-
búnað, sem margir hafa verið að
setja í bíla sína þó mjög sé deilt um
hvort það skili árangri eða ekki.
Einkabíllinn minn er 10 ára
gamall Nissan jepplingur sem búið
er að keyra 170.000 km og er farinn
að eyða óhóflega af bensíni (um 40%
meiri eyðsla en uppgefin er af fram-
leiðanda) og brennir tæpum tveim
lítrum af smurolíu á hverjum 7000
km. Í svona tilfellum fara flestir í
ósköp venjulegan pakka, þ.e.a.s.
skipta um kerti og kertaþræði, setja
undraefni út í smurolíuna og ýmislegt
annað sem kostar sitt lítið af hverju.
Mér reiknaðist til að ofangreindur
pakki mundi kosta 30.000 kr. og
ávinningurinn væri sennilega bara
tímabundinn örlítill bensínsparnaður,
en áfram sami smurolíubruninn.
Mér hafa verið gefin mörg ráð
og klárlega er besta ráðið að endur-
nýja bílinn, en ég er þrjóskari en allt
og vildi prófa eitthvað nýtt. Í seinni
heimsstyrjöldinni var notað vetni
á herflugvélar til að auka flugþol
þeirra, með ágætis árangri. Þessi
þekking lá svo að mestu í dvala,
en með hækkandi eldsneytisverði
er ýmislegt prófað og þar á meðal
vetnisbúnaður fyrir vélar.
Búnaður frá
Thor Energy Zolutions
Sveinn Hrafnsson hjá Thor Energy
Zolutions ehf. (www.tezpower.com)
hefur verið að þróa vetnisbúnað
fyrir vélar sem virkar vel í Harley
Davidson mótorhjól. Spurningin
er, virkar þetta fyrir aðrar vélar? Á
vef FÍB má finna upplýsingar um
vetnisbúnað og túlkaði ég textann
þannig að eingöngu væri verið að
hugsa um nýjar vélar, en ekki gamlar
og slitnar eins og vélin mín er. FÍB-
greinin fannst mér full af fordómum
og ekki í anda félagsins, þar sem
félagsmenn FÍB eiga bíla á öllum
aldri. Einnig hef ég talað við nokkra
menn sem segja þetta ekki virka,
en enginn af þeim mönnum þekkti
vetnisbúnað af eigin raun. Mér fannst
þessi neikvæðni minna mig á sögu af
syni mínum, sem sagði humar vera
vondan mat áður en hann smakkaði
hann, en eftir lítið smakk er humar
besti matur sem hann fær.
Fjölmargar reynslusögur
Ég vildi prófa búnaðinn, en vildi samt
fyrst fá reynslusögur hjá þeim sem
væru búnir að vera með búnaðinn í
töluverðan tíma og reynslusögurnar
voru margar:
Finnbogi Laxdal skipstjóri á 1998
árgerð af Cherokee-jeppa með 5,9
lítra vél. Finnbogi hefur verið með
vetnisbúnað í bílnum í um 6-7000
km. Eyðslan hefur minnkað úr 21-22
í um 15 lítra á hundraðið í innan-
bæjarakstri og í langkeyrslu er hann
að fara með á bilinu 9-10 lítra, en
fór áður með14-15 lítra á hundr-
aðið. Finnbogi sagðist hafa fundið
strax að viðbragðið væri mýkra og
snarpara. Hann á líka Benz 260 með
sex strokka vél og hefur nýverið sett
vetnisbúnað í hann. Benzinn varð
áður að vera á 98 oktan bensíni, en
nú gengur hann betur og er snarpari
á 95 oktan bensíni.
Jón Björn Björnsson á Harley
Davidson 1340, árgerð 1999, og
setti vetnisbúnað frá tezpower.com
í hjólið sitt. Jón Björn sagði:
„Hjólið brenndi bensíninu illa og
var mikil bensínlykt úr púströrinu.
Eftir að búnaðurinn var kominn í
brenndi vélin bensíninu betur og
engin bensínlykt fannst. Titringurinn
í vélinni minnkaði, svo er hjólið
„kvikkara“ á gjöfinni. Bensíneyðslan
er svipuð, en hjólið er skemmti-
legra.“
Jóhannes Hilmarsson á Bens 300,
árg. 1991, með sex strokka bensínvél.
Í dag stendur mælirinn í 400.000 og
u.þ.b. síðustu 100.000 kílómetrana
hefur hann verið með vetnisbúnað.
Jóhannes sagði sína reynslu af vetnis-
búnaðinum vera góða og sérstaklega
er hann hrifinn af því hvað bíllinn
vinnur léttar á lágum snúningi, á
u.þ.b. 1/5 snúningi vélar. Jóhannes
er nýlega búinn að láta setja vetnis-
búnað í Polaris 800 fjórhjólið sitt og
var fyrsta reynslan sú að hann og
vinur hans fóru á eins fjórhjólum frá
Mosfellsdal, upp að Langjökli og til
baka. Vetnisfjórhjól Jóhannesar fór
um 35 kílómetrum lengra á bensín-
tanknum en samskonar fjórhjól ferða-
félagans.
Mengunarmæling gerð
fyrir ísetningu
Eftir þessar reynslusögur fannst mér
þess virði að reyna vetnisbúnað í minn
Nissan X-trail, en áður en búnaður-
inn var settur í bílinn kom ég við í
skoðunarstöðinni Tékklandi og lét
mengunarmæla bílinn í hægagangi
og á 2000 snúningum, en hugmyndin
var að koma aftur eftir um 2-3.000
km og gá hvort einhver munur væri
á milli mælinga.
Sveinn Hrafnsson hjá tezpower.
com tók mér vel og sagði að það tæki
stutta stund að setja búnaðinn í bíl-
inn. Hann bauð mér að prófa Harley
Davidson mótorhjólið sitt á meðan.
Ég tók góðan hring á hjólinu, sem
er með vetnisbúnaði. Reynsla mín
af Harley er ekki mikil, en stundum
gríp ég í 1200 Harley sem tengda-
faðir minn á og titrar það hjól töluvert
meira en hjól Sveins Hrafnssonar.
Nú er búnaðurinn kominn í bílinn
og stendur yfir prufuakstur sem ég hef
hugsað mér að verði í u.þ.b. 2-3.000
km. Að prufuakstrinum loknum mun
ég skrifa aðra grein hér í blaðið um
mína reynslu af búnaðinum og virkni
þess að vera með vetni í bílnum.
Vélaprófanir
hlj@bondi.is
Hjörtur L. Jónsson
Er vetnisbúnaður í bíla peningasóun eða gerir hann eitthvert gagn?
Tilraun gerð á tíu ára
gömlum Nissan jepplingi
Finnbogi Laxdal skipstjóri bendir á
vetnisbúnaðinn frá Thor Energy Zolu-
tions ehf. í bíl sínum.
Jóhannes Hilmarsson á Benz 300, árgerð 1991, með sex strokka bensínvél.
Í dag stendur mælirinn í 400.000 og u.þ.b. síðustu 100.000 kílómetrana hefur
bílnum verið ekið með vetnisbúnaði. Jóhannes hefur nýlega látið setja
vetnisbúnað í Polaris 800 fjórhjólið sitt.
Búið að koma vetnisbúnaði fyrir í
Nissan X-trail eftir að búið var að
keyra hann 170.000 kílómetra án
slíks búnaðar.
Stimpilhaus úr árgerð 2005 af Har-
ley Davidson eftir 30.000 kílómetra
akstur án vetnisbúnaðar.
Stimpilhaus úr árgerð 1987 af Har-
ley Davidson eftir 123.000 kílómetra
akstur, þar af 25 þúsund með vetnis-
búnaði.
Í svokallaðri „Leiðréttingu“ í
síðasta Bændablaði leitast Ómar
Már sveitarstjóri í Súðavík og
Ester Rut, framkvæmdastjóri
Melrakkasetursins á sama stað,
við að kveða niður þann almanna-
róm sem sjaldan lýgur, að Ester
Rut hafi þurft að leita á sjúkra-
stofnun vegna refabits.
Þar sem aðgangur að heimildum
til sönnunarfærslu er ekki greiður,
þá verðum við víst að trúa því sem
okkur finnst sennilegast í þessu efni.
Það er bæði gömul saga og ný að
illyrmi glefsa í hendina sem fæðir
þau . En að flytja í fyrrahaust þessar
mannætur úr Melrakkasetrinu inn í
Djúp og sleppa þeim þar getur varla
kallast góð stjórnsýsla eða að gæti
verulegs hlýhugs í garð íbúanna
í hinum áður Reykjarfjarðar- og
Ögurhreppi, nú Súðavíkurhreppi.
Til að glöggva mig á málavöxtu
hef ég talað við flesta bændur á áður-
nefndu svæði og þar örlaði hvergi
á þeirri virðingu og því trausti sem
æskilegt hlýtur að teljast þegar
sveitarstjóri á í hlut, meira að segja
var honum líkt við hæstráðanda í
Norður-Kóreu.
Þórður í þröng
Í framhaldi af þessum viðtölum
kom mér í hug erindi úr kvæði
eftir Steingrím Baldvinsson í Nesi
í Aðaldal, sem hann orti á kreppuár-
unum um 1930, nefnist „Þórður í
þröng“ og hljóðar svo:
Tíðkast oft í heimsins hildi,
að heggur sá, er vernda skyldi.
Sá sterki er átti að styðja, reisa,
stígur ofan á mann.
Og hann, sem skyldi hlekki leysa,
hengir bandingjann.
Það fer ekki á milli mála að bænda-
fólk í fyrrum Reykjarfjarðar- og
Ögurhreppum telur sig í sporum
Þórðar í þröng, og finnur nú að „sá
sterki er átti að styðja, reisa, stígur
ofan á mann“ því fráleitt er talið
að sveitarstjórinn hafi enn áttað
sig á að Súðavíkurhreppur endar
nú ekki lengur við Hestfjarðará,
heldur Ísafjarðará í botni Djúps. Í
áðurnefndri „leiðréttingu“ Ómars
Más viðurkennir hann að sauðfé
stafi hætta af tófu – sem er framför,
en í verki hefur Súðavíkurhreppur
verið í fararbroddi sveitarfélaga á
Vestfjörðum sem gefist hafa upp
fyrir varginum og gefið honum frítt
spil í sauðfé og fuglalíf.
Lesendum skal í því efni bent
á grein Rögnu á Laugabóli í
Súðavíkurhreppi í Bændablaðinu
15. sept. síðastliðinn.
Spurningar
Þegar Ómar Már hófst til valda í
Súðavík var sveitarfélagið eitt hið
fjárhagslega best stæða á öllu land-
inu. Nú er öldin önnur og helsta við-
bára sveitarstjórans gegn því t.d. að
haldið sé uppi lögboðinni grenjaleit
og að ráðnar séu hæfar skyttur er,
að það sé svo dýrt. Af myndum að
dæma er sveitarstjórinn þó, guði sé
lof, ekki á leiðinni að verða hungur-
vofunni að bráð enda sagður hvað
launahæstur sinna stéttarbræðra,
a.m.k. ef miðað er við umsvif og
íbúafjölda í Súðavíkurhreppi.
Og þar sem áðurnefndir þegnar
Ómars vissu að ég var með pennann
á lofti, var ég beðinn fyrir fáeinar
spurningar til sveitarstjórans, sem
vinsamlega er farið fram á að hann
svari í næsta Bændablaði.
1) Hvað verður nú í haust gert
við tófunar á Melrakkasetrinu?
2) Hver var ástæðan fyrir því að
grenjaleit á liðnu vori í fyrrum
Reykjarfjarðar- og Ögurhreppi
fórst fyrir?
3) Hver eru nöfn og kjör þeirra
skyttna sem sveitarstjóri hefur á
takteinum, ef á þarf að halda, svo
sem vegna dýrbíts?
4) Hvað tapaði sveitarsjóður
Súðavíkurhrepps mörgum millj-
ónatugum í bankahruninu?
5) Hver eru heildarlaun sveitar-
stjórans?
Að endingu má geta þess að
Ísafjarðarbær mun nú hafa lagt
niður grenjaleit á Snæfjallaströnd og
Jökulfjörðum sunnanverðum, þrátt
fyrir skýlaust loforð þar um við síð-
ustu sveitarstjórn Snæfjallahrepps,
þegar Ströndin var sameinuð
Ísafjarðarbæ.
Indriði Aðalsteinsson,
Skjaldfönn
Bitin eða ekki bitin?
Lesendabásinn