Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 35

Bændablaðið - 13.10.2011, Qupperneq 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 Klara Bjarnadóttir er 14 ára gömul, æfir handbolta og blak með Aftureldingu í Mosfellsbæ og spilar á baritón í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Hún hefur nóg fyrir stafni og mun ferðast tölu- vert innanlands í vetur til að sinna áhugamálunum. Nafn: Klara Bjarnadóttir. Aldur: 14 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Hraðastaðir 6, 271 Mosfellsbær. Skóli: Varmárskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Skemmtilegasta fagið er stærðfræði en annars bara að hitta krakkana. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Ég á ekki beint uppáhaldsdýr en hundar, hestar og kindur standa upp úr í augna- blikinu. Uppáhaldsmatur: Ég get ekki sagt að ég eigi mér uppáhaldsmat en svið, saltfiskstrimlar í súrsætri sósu og lambaprime eru mjög góður matur. Uppáhaldshljómsveit: Engin sérstök, en ég hlusta á dubstep tónlist. Uppáhaldskvikmynd: Ég á enga uppáhaldskvikmynd en The Hangover Part I og II eru skemmtilegar. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var fjögurra ára gömul þá ætluðum við, ég og Melkorka vinkona mín að gista heima hjá henni, en þetta var fyrsta skiptið sem við gistum, held ég. Við búum hlið við hlið og það er girðing á milli húsanna okkar og við bjuggum til svona styttri leið í gegnum garðana og yfir girðinguna. Mamma hennar kom heim til mín og sótti okkur og ég man að ég var í Pocahontasnáttkjólnum mínum og með fjólubláu Stubbasængina mína. Hún sótti okkur og þegar við vorum að fara yfir girðinguna varð ég eitt- hvað hrædd eða ég fékk heimþrá eða eitthvað, allavegana fór ég að gráta og mamma hennar þurfti að labba með mig aftur heim. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Já, ég æfi handbolta og blak með Aftureldingu og spila á bari- tón í Skólahljómsveit Mosfellsbæjar. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Ég er ekki viss en alltaf þegar ég er í tölvunni hef ég Facebook, skype og msn opið þannig að það er svona skemmtilegast. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Mig langar að verða arkitekt eða tannréttingasérfræðingur. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég er ekki viss hvað er það klikkaðasta sem ég hef gert en ég hef gert alveg nokkuð marga klikkaða hluti. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Það leiðinlegasta sem ég hef gert er mögulega skólasund. Annars finnst mér ekkert vera leiðin- legt, ég geri ekki eitthvað sem ég held að sé leiðinlegt en því miður þarf ég að fara í skólasund. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Ég er að fara á landsmót SÍSL (Samband íslenskra skólalúðrasveita) á Selfossi og ég er líka að fara að keppa í blaki í Neskaupstað svo fátt eitt sé nefnt. /ehg „Hef gert nokkuð marga klikkaða hluti“ Uppáhaldsmatur Klöru eru svið, salt skstrimlar í súrsætri sósu og lambaprime. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Margnota flík við ýmis tækifæri PRJÓNAHORNIÐ Borðstofusettin er hægt að skoða hér: www.listinn.is/husgogn.htm og í Listanum, Akralind 7, virka daga frá kl. 10-17. Þvermál 150 cm Kirsuberjaviður Snúningsplata sem er auðvelt er að fjarlægja 8 stólar Ný og glæsileg hringborðstofusett Aðeins 275.000 kr. Stóðhestauppeldi Tökum að okkur stóðhesta í uppeldi. Veturgamla og eldri. Erum staðsett í Hvalfjarðarsveit. Prjónablaðið Björk 6 Verð 1.980 Nú líður að jólum og ekki seinna vænna en að fara að huga að jólagjöfum. Þessi flík hentar fyrir allar stærðir og aðeins þarf að velja lit sem passar fyrir þann sem á að fá gjöfina. Þetta er uppskrift af flík sem getur verið ermar, vesti, toppur, snúið sjal og trefill. Svo getið þið látið ímyndunaraflið reika og fundið enn fleiri not fyrir flíkina. Hönnuður: Droplaug Guttormsdóttir. Ermar: Þá eru 4 tölur hnepptar saman á hvorri langhlið. Vesti: Þá eru 4 tölur hnepptar saman á sömu langhlið að framan og hin langhliðin hneppt saman að aftan. Toppur: Þá er hneppingin eins og á vestinu nema þá er flíkin tekin upp af öxlunum og sett utan um hálsinn. Snúið sjal (möbíus): Þá eru endarnir hnepptir saman eftir að snúið hefur verið upp á stykkið. Strokkur: Þá eru endarnir hnepptir saman og vafið tvöfalt um hálsinn. Trefill: Allir hnappar óhnepptir. Stærð: Stykkið mælist ca 40 cm x 125 cm liggj- andi á borði en passar fyrir faðmlengd 150 cm vegna teygjanleika. Prjónið styttra eða lengra eftir faðmlengd þess sem mun klæðast flíkinni. Efni: Tyra, litur AN8091, um 3 dokkur og 10 tölur, um 18 mm í þvermál. Prjónar nr 7. Nál og tvinni. Aðferð: Garðaprjón, prjónið slétt fram og til baka. Fitjið upp 44 lykkjur. Prjónið garðaprjón 3 umferðir. Næstu umferðir eru prjónaðar þannig: takið fyrstu lykkjuna óprjónaða, prjónið 1 L sl, *prjónið 2 L sl saman, sláið upp á prjóninn *, endurtakið frá * - * þangað til 2 L eru eftir á prjóninum, prjónið þær sléttar. Þetta er endurtekið þar til stykkið hefur náð óskaðri lengd. Prjónið þá 3 umf. garðaprjón og fellið síðan laust af. Gangið frá endum og festið tölur á eftirfar- andi staði alveg í kantinn með jöfnu millibili. Tyra er til í 17 litum og fæst m.a. í Fjarðarkaup, A4, Litum og föndri, Handavinnuhúsinu Borgarnesi, Versluninni Hlín Hvammstanga, Kompunni Sauðárkróki, Aþenu Grindavík, Birki Ísafirði, Ævintýrakistunni Akranesi, Versluninni Framtíð Vestmannaeyjum, Laufskálanum Neskaupstað, Esar Húsavík, Vaski Egilsstöðum, Sjávarborg Stykkishólmi, Gallerí Prjónlesi Hvolsvelli, Vogue Selfossi, Hannyrðabúðinni Hveragerði og Prjónabúðinni Björk, Bjarkarhóli í Reykholti og á www.garn.is. Hetta. Aftaná vesti. Toppur. Tölur: 40 cm 15 cm 15 cm 40 cm Vesti. Ermar. Möbíus. Björk 6 komið út Fjöldi nýrra og fjölbreyttra prjónauppskrifta fyrir alla fjölskylduna. Fæst í öllum helstu hannyrða- og bókaverslunum landsins. Bjarkarhóll ehf. Sími 587-6662.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.