Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 20114
Fréttir
Dagana 7. - 11. nóvember verða
haldin 1 - 3 námskeið í gæða-
stýrðri sauðfjárrækt. Staðsetning
og fjöldi námskeiðanna fer eftir
því hvaðan þátttakendur eru og
fjölda þeirra.
Nýir þátttakendur í gæðastýringu
í sauðfjárrækt þurfa að sækja um
það til Matvælastofnunar á þar til
gerðum umsóknareyðublöðum.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvem-
ber ef framleiðandi óskar eftir álags-
greiðslum fyrir næsta almanaksár.
Eitt af grunnskilyrðum fyrir þátttöku
í gæðastýringu í sauðfjárrækt er að
hafa sótt undirbúningsnámskeið.
Námskeiðin hefjast kl. 10.00
fyrir hádegi og þeim lýkur kl.
18.00. Námskeiðin eru styrkt af
Starfsmenntasjóði bænda
Skráning:
Þeir sem óska eftir að sækja
fyrirhuguð námskeið eru vinsam-
legast beðnir að skrá þátttöku til
Bændasamtaka Íslands fyrir 20.
október. Unnt er að skrá þátttöku
í síma 563 0300 eða á tölvupósti
bella@bondi.is
Bændasamtök Íslands.
Námskeið í
gæðastýrðri
sauðfjárrækt
Í Vallanesi á Fljótsdalshéraði er
einhver umfangsmesta lífræna
ræktun á Íslandi. Kornakrarnir
eru víðáttumiklir, enda er lífrænt
ræktað bygg undirstaðan í fram-
leiðslu býlisins. Grænmetis- og
kornakrarnir í Vallanesi ná yfir
50 ha landsvæði og af þeim fóru
um 60 tonn af byggi til neytenda
á síðasta ári. Bóndinn, Eymundur
Magnússon, er frumkvöðull á
Íslandi í framleiðslu á lífrænt
ræktaðri matvöru fyrir neyt-
endamarkað undir vörumerkinu
Móðir Jörð og hefur hann á síð-
ustu árum, ásamt eiginkonu sinni
Eygló Björk Ólafsdóttur, þróað
nokkrar vörutegundir úr bygg-
inu, sem fallið hafa í kramið hjá
neytendum – nú síðast byggflögur
sem hugsaðar eru sem mótvægi
við hina vinsælu hafra.
Sumarið var fremur erfitt í
Vallanesi – sólarlítið og kalt – og
þegar blaðamaður var þar á ferð í
lok sumars var ekki útséð með hvort
uppskera fengist af kornökrunum.
Eymundur er nú byrjaður að þreskja
byggið og segir að útlit sé fyrir um
60 prósent uppskeru. Þó svo að
uppskera verði ekki mikil segir
Eymundur að neytendur þurfi þó
ekki að örvænta því enn séu nægar
kornbirgðir til í Vallanesi.
Þeim neytendum sem kjósa líf-
rænar vörur fram yfir aðrar hefur
fjölgað mjög á Vesturlöndum á
síðustu árum og það gildir einnig
um Ísland. Svo virðist sem neyt-
endur verði sífellt meðvitaðri um
gæði þess matar sem þeir láta ofan í
sig; geri meiri kröfur um hreinleika
hans og heilnæmi – og þess vegna
séu lífrænar vörur í sókn.
Hollt og hagkvæmt bygg
Hollusta byggsins er kunn. Í skýrslu
Matís frá 2008, Íslenskt bygg til
matvælaframleiðslu, kemur m.a.
fram að áhugi á byggi til matvæla-
framleiðslu hefur farið vaxandi
vegna hollustuþátta sem eru í bygg-
inu. Það er auðugt af trefjaefnum
og vatnsleysanlegu trefjaefnin –
svokallaðir beta-glúkanar vekja
sérstaka athygli í því sambandi.
Þeir geta lækkað blóðkólesteról
og dregið úr sveiflum í blóðsykri
samkvæmt skýrslu Matís. Þá er í
byggi hátt hlutfall flókinna kolvetna
og trefjaefna sem eru í samræmi
við næringarráðleggingar. Bygg er
einnig auðugt af ýmsum bætiefnum,
t.d. steinefnum eins og kalíum og
vítamíni eins og þíamíni. Nú er
talið að korn eins og bygg innihaldi
meira af andoxunarefnum en áður
var haldið – einkum flavanol og
tókóferól.
Eymundur segir að í kjölfar
kreppunnar, á árinu 2009, hafi sala
á bygginu frá Vallanesi aukist um 50
prósent. „Ég skýri það þannig að fólk
fór að horfa meira til íslenskrar fram-
leiðslu – líta sér nær – bæði vegna
þess að verðlag var hagstætt og svo
vil ég nú trúa því að þrotlaust kynn-
ingarstarf hafi verið farið að skila
sínu.“ Þar vísar Eymundur til þess
að hann hefur unnið óslitið á hverju
ári í 20 ár við að kynna byggið fyrir
Íslendingum; gefið þeim að smakka
og útlistað möguleika á notkun þess
í matargerð. Auk byggsins, sem
selt er bæði heilt (Bankabygg) en
einnig malað og valsað, eru ýmsar
aðrar vörutegundir framleiddar undir
merkjum Móður Jarðar. Það eru m.a.
vörur sem innihalda bygg; s.s. þrjár
gerðir af tilbúnum grænmetisbuffum
og Hrökkvi, fjórar bragðtegundir af
stökku hrökkkexi sem er 70 prósent
úr byggi og hveiti frá Vallanesi. Síðan
má nefna tvær gerðir af kryddsultum
(chutney) sem heita Rauðrófugló og
Gulrófugló og innihalda bæði rófur
og rauðrófur – enda er einnig stunduð
víðtæk grænmetisræktun í Vallanesi.
Eymundur og Eygló eru sífellt að
skoða möguleika í ræktun og sölu
og hafa nú á prjónunum að fram-
leiða repjuoliu til manneldis. „Ég
þreskti repjuna 5. október sl. og er
búinn að þurrka hana, en við sáðum
fyrir henni síðasta sumar. Nú fer ég
að huga að því að finna tækjabúnað
til að pressa olíuna úr fræjunum og
ef allt gengur eftir þá ættum við að
geta sett íslenska lífræna repjuolíu á
neytendamarkað upp úr áramótum.
Lífrænn kúabóndi í Eyjafirði, á
Finnastöðum, hefur þegar falast
eftir því að fá hratið sem til fellur.“
/smh
Sumarið var fremur er tt í Vallanesi sólarlítið og kalt og þegar blaðamaður var þar á ferð í lok sumars var ekki
úts ð með hvort uppskera fengist af kornökrunum.
Auk kornsins og afurða úr því eru
ýmsar aðrar vörutegundir framleiddar
undir merki Móður jarðar.
Lífrænt ræktaða byggið í Vallanesi
Einungis 60 prósent
uppskera fæst nú í haust
– lífrænt ræktuð repjuolía til manneldis á markað eftir áramót
Hádegisfundur | Allir velkomnir - frír aðgangur
Matvælaframleiðsla
morgundagsins
- verður nóg af mat fyrir íbúa jarðar?
mánudagur 17. október
kl. 12:00-13:30
Fyrirlestrarsalur Íslenskrar
erfðagreiningar, Vatnsmýri.
Fundurinn fer fram á ensku
Nánari upplýsingar á www.bondi.is
Fyrirlesari: Julian Cribb,
höfundur bókarinnar
„The Coming Famine:
The global food crisis
and what we can do to
avoid it“
Kokkalandsliðið í samvinnu við
bændur og útgáfufélagið Sögur
mun á næstu dögum gefa út bók-
ina „Eldum íslenskt með kokka-
landsliðinu“ þar sem áhersla er
lögð á íslenskt hráefni, uppruna
þess og einfaldar uppskriftir.
Í bókinni sem er tæpar 200
síður eru fjölmargar uppskriftir að
grænmetisréttum, kjötréttum, eftir-
réttum og einnig er farið í brauðgerð
og kökubakstur. Kokkalandsliðið
hefur einfaldleikann að leiðarljósi
í bókinni en miðað er við að ekki
þurfi meira en 5 hráefni í hvern rétt.
Margar uppskriftir eru sóttar í smiðju
fyrri kynslóða en m.a. er sláturgerð
tekin fyrir og að sjálfsögðu eru ýmsir
þjóðarréttir eins og kjötsúpa á sínum
stað. Jafnframt er lögð áhersla á að
kynna bændur sem standa að fram-
leiðslunni en þeir miðla líka áhuga-
verðum fróðleik til lesenda.
Vorið 2009 voru framleiddir 20
sjónvarps- og vefþættir undir nafninu
„Eldum íslenskt“. Bændasamtökin
framleiddu þættina en stjórnandi var
þáverandi yfirkokkur Hótel Sögu,
Bjarni Gunnar Kristinsson. „Eldum
íslenskt“ var sýnt á sjónvarpsstöð-
inni ÍNN en einnig á matarvef mbl.
is. Að sögn Bjarna er bókin rökrétt
framhald þáttanna en í fyrra gaf
kokkalandsliðið út bókina „Einfalt
með kokkalandsliðinu“ sem hlaut
mjög góðar móttökur.
Það er útgáfufélagið Sögur sem
gefa bókina út og dreifa henni.
Eldum íslenskt með kokkalandslið-
inu verður fáanleg í verslunum um
næstu mánaðamót en bókin verður
boðin í forsölu á útsölustöðum N1
um allt land seinni hluta október-
mánaðar.
Eldum íslenskt með
kokkalandsliðinu
- áhersla á einfaldar uppskriftir, gott hráefni og bændur
Í bókinni ldum íslenskt með kokka-
landsliðinu eru íslenskar búvörur
í öndvegi.