Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 13.10.2011, Blaðsíða 23
Bændablaðið | fimmtudagur 13. október 2011 23 Vantar þig frystirými ? Seljum einnig gáma hús, geymslu gáma og sal ernis hús í ýms um stærðum og gerð um. Útvegum sérlausnir, sniðnar að þörf um viðskiptavina okkar. Hafðu samband! Fæðuöryggisumræða og stöðugt hækkandi matvælaverð virðist vera að komast á nýtt stig úti í hinum stóra heimi. Í Bretlandi hefur vísindafólk í helstu grein- um tengdum matvælum tekið saman höndum og gefið út það sem kallað er fæðuöryggisáætlun eða „Global Food Security – Strategic Plan 2011-2016“. Í skýrslu um þetta verkefni segir: Markmið verkefnisins er m.a. að mæta áskorunum um að brauðfæða vaxandi fólksfjölda á jörðinni, með því að tryggja framboð, sjálfbærni, næringu og gæðamatvæli á ásætt- anlegu verði. Þessi matvæli mun þurfa að framleiða á stöðugt minna ræktarlandi, með lægri tilkostnaði og í takti við veðurfarsbreytingar í heiminum. Er áætluninni m.a. ætlað að safna saman gögnum sem geta nýst yfirvöldum til að bregðast við þeim áskorunum sem blasa við í Bretlandi og í alþjóðlegu sam- hengi, einnig með tilliti til þeirra áskorana sem fæðuöryggismálin hafa í svokölluðum þróunarríkjum. Tekið er tillit til fjölmargra þátta eins og samspils efnahags og hung- urs, grunnþátta eins og vatns- og orkuöflunar, sjálfbærrar matvæla- framleiðslu, sjálfbærrar framleiðslu heilsufæðis og rannsókna í víðu samhengi. Teikn um versnandi ástand Lester Brown hjá Earth Policy Institute telur að hækkandi mat- vælaverð í heiminum sé komið til að vera. Öll teikn sýni að ástandið eigi bara eftir að versna vegna loftslagsbreytinga, fólksfjölgunar, skorts á neysluvatni og spillingar jarðvegs. Þetta álit kemur fram í grein undir nafninu „The Great Food Crisis of 2011“ sem birtist í Foreign Policy Magazine fyrr á þessu ári. Bendir Brown á að mat- vælaverðstoppar í gegnum tíðina hafi einkum stafað af áhrifum veðurs á uppskeru. Það hafi bæði haft áhrif á framboð og eftirspurn, sem leiddi til verðhækkana. Nú séu fólksfjölgun, bættur efnahagur ýmissa hópa sem og aukin notkun korns til eldsneytisgerðar farin að hafa mikil áhrif til viðbótar. Á árinu 2009 hafi t.d. 119 milljónir tonna af 416 milljóna tonna kornframleiðslu verið notað til að framleiða líf- efnaeldsneyti. Þessar 119 milljónir tonna myndu duga til að fæða 350 milljónir manna í heilt ár. Á framleiðsluhliðinni sé svo annar neikvæður þáttur, sem sé sá að ræktarland sé að tapast. Veðurtengdir þættir muni því hafa mun meiri áhrif en áður. Neysluvatnsþurrð í Sádí-Arabíu Brown nefnir ýmis dæmi til stað- festingar orða sinna. Sádí-Arabía hafi um langt árabil getað reitt sig á uppdælingu vatns úr jarðlögum sem dugði til innanlandsneyslu. Nú séu þessar neðanjarðarvatnslindir að verða uppurnar. Þess vegna hafi hveitiuppskera landsins, sem reiðir sig á vökvun, skroppið saman um tvo þriðju á árunum 2007 til 2010. Reiknað sé með að hveitifram- leiðsla verði algjörlega aflögð í landinu árið 2012. Telur Brown engan vafa á að þessi vatnsskortur Sádí-Araba sé ástæða þess að for- svarsmenn þjóðarinnar hafi verið að reyna að fá leigt land í Afríku. Stóraukin eftirspurn Bendir Brown á að íbúum jarðar- innar fjölgi um 80 milljónir á ári og stöðugt fleira fólk, eða um 3 milljarðar, þokist upp velmegunar- keðjuna og ört bætist í millistéttir heimsins, sem séu frekari til fæð- unnar. Allt leiði þetta til áframhald- andi hækkunar matvælaverðs. Matvælaóeirðir í Bandaríkjunum Í allsnægtaríkinu Bandaríkjunum var í ársbyrjun talað um nýjar mat- vælaóeirðir í líkingu við það sem gerðist þegar hrísgrjóna- og hveiti- verð rauk upp úr öllu valdi árið 2008. Þær hækkanir komu í kjölfar stórhækkunar á eldsneytsiverði. Bent var á að hækkun hitastigs á jörðinni og fólksfjölgun hefðu umtalsverð áhrif á líf jarðarbúa. Einnig var bent á að flóð í Ástralíu væru farin að hafa áhrif á kjöt- framboð í Bandaríkjunum. Flóðin höfðu áhrif til hækkunar kjötverðs á heimsmarkaði, sem íslenskir útflytjendur kindakjöts hafa notið góðs af. Flóðin leiddu líka til mik- illar hækkunar á ullarverði á heims- markaði, sem hefur reyndar einnig komið íslenskum landbúnaði til góða. /HKr. Bretar með áhyggjur af fæðuöryggi: Hafa sett á fót fæðuöryggisáætlun til 2016 Álfagallerýið í sveitinni Teigi, Eyjafjrðarsveit Við bjóðum fjölbreytt úrval af íslensku handverki, hönnun og listmunum. Opið frá 14-18 um helgar og eftir samkomulagi. Við bjóðum alla hjartanlega velkomna. Vinsamlega látið vita ef hópar eru á ferð. S. 894-1323 Gerða eða 820-3492 Svana         !         !"#$$$%&% ""#$%& "#$%& ' (! !  ) *   !!(   + ,' )) - .  ! .!*  . - / '+!0 +1   !  ! .! ( !!  .!  ,'! ) 2 . - +2 --+' 2 . *  '   3' (! !  -!   *  4'  /! ' /! * +5   '4' 6!! ( !  !!  7  - +00  !2' ' !-! - )!.! 8 (   9- 5 4'! 5  !    2 +  )) :7  /4' 4 ' (! !    - ,  ! !!(    5  /  5  ;  !! "''' ()*+, -'  . ./  ,  /    , 0''' (1 ,-''' 23""#00! 4 3$%''#$&'' 23"&#-%! 4 3$&''#$5'' 23%'#&'! 4 3"0''#"-'' 23-6#$%&! 4 3$6''#0%'' Bændablaðið Smáauglýsingar. 5630300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.