Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 1

Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 1
34 2. tölublað 2012 Fimmtudagur 2. febrúar Blað nr. 363 18. árg. Upplag 24.000 14 Ný skýrsla um horfur í svínarækt á Íslandi: ESB-aðild myndi valda 39% tekjusamdrætti Verslun með búvörur og samkeppni: Aukinn innflutningur yrði á hendi stórfyrirtækja Ný skýrsla Samkeppniseftirlitsins um verðþróun og samkeppni á dagvörumarkaði sýnir fram á að ekki sé áberandi munur á inn- kaupsverði verslana á búvörum. Ef eitthvað er sé hann minni en í flestum öðrum vöruflokkum. Þetta er mat Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Bændasamtakanna, sem hélt erindi um nýútkomna skýrslu eftirlitisins á dögunum og ritar grein um efnið í blaðið á bls. 30. Hún telur að aukinn innflutningur á búvörum myndi að verulegu leyti verða á hendi birgðahúsa sem eru í eigu stóru verslunarfyrirtækjanna. Þau myndu í kjölfarið ná ráðandi stöðu í verðlagningu þessara vara. Skýrsla Samkeppniseftirlitisins sýnir fram á að birgjar mismuni verslunum eftir stærð þeirra og það sama muni gilda um búvörur ef ákvæðum búvörulaga verði breytt í þá veru að innflutingur verði auk- inn eins og Samkeppniseftirlitið leggur til. Erna veltir jafnframt upp þeirri hugmynd að koma á fót embætti umboðsmanns mat- vöruviðskipta sem gætti hags- muna minni verslana og annarra sem starfa á matvörumarkaði. - Sjá bls. 30 Bærinn okkar Haukholt "Úr tveim milljónum tonna af heyi gætum við framleitt allt okkar eldsneyti hér heima, fyrir öll ökutæki, vinnuvélar, skip og flugvélar,“ segir Þorbjörn A. Friðriksson efnafræðingur. Mynd / HKr. Elvar Eyvindsson bóndi á Skíðbakka í Landeyjum og Þorbjörn A. Friðriksson upp- finningamaður og efnafræðingur, telja að hæglega megi framleiða með vistvænum hætti úr grasi og öðrum lífmassa og raforku allt eldsneyti fyrir Íslendinga um ókomna framtíð. Einnig áburð og fjölþætta efnaflóru fyrir iðnaðinn. Grunntæknin á bak við fram- leiðsluna hefur verið þekkt um aldir. Í raun má líkja upphafsferlinu við það sem gerist þegar fólk ristar brauð í brauðrist. Brauðið kolast og upp úr brauðristinni liðast gas og gufa. Í stað þess að láta gasið steyma út í andrúmsloftið er það fangað inn í lokað kerfi þar sem það umbreytist í tjörukennda olíu og að hluta metan- gas og önnur efni. Allir tækniferlar fyrir slíka fram- leiðslu eru þrautreyndir en þeir félagar vara þó við að farið sé of geyst í málið. Betra sé að fara rólega af stað og byggja slíkan iðnað upp í áföngum í takti við framleiðslugetu bænda á hráefni til vinnslunnar. Notum ríflega 600.000 tonn af jarðefnaeldsneyti Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands voru flutt inn samtals 631.689 tonn af eldsneyti og smurolíu (bensíni, flug- vélabensíni, þotueldsneyti, gasolíu (dísilolíu) brennsluolíu, smurolíu og smurfeiti) á árinu 2011. „Við höfum þá sérstöðu Íslendingar að hafa nægt kolefni, rafmagn og land undir framleiðslu á lífmassa. Úr tveim milljónum tonna af heyi eða öðrum lífmassa gætum við framleitt allt okkar eldsneyti hér heima, fyrir öll ökutæki, vinnuvélar, skip og flugvélar,“ Nægt landrými undir ræktun líf- massa er m.a. talið vera á söndum Suðurlands og víðar. Ætti slík ræktun á landi sem ekki er nýtt til matvælaframleiðslu að nægja til að fullnægja orkuþörf Íslendinga fyrir fljótandi eldsneyti. Um tvö tonn af lífmassa þarf til að framleiða eitt tonn af fljótandi eldsneyti. Vistvæn olía Einn stærsti kosturinn við þetta er að á slíka framleiðslu væri hægt að fá vistvænan stimpil þar sem kol- efnisjöfnun ætti sér stað með ræktun gróðurs og framleiðslu vetnis fyrir vinnsluna úr vistvænu rafmagni. Þá gætu Íslendingar orðið sjálfum sér nægir um eldsneyti þegar fram í sækti, sparað gríðarlegan gjaldeyri og orðið algjörlega óháðir sveiflum á eldsneytismörkuðum. Auk þess að rækta lífmassa gætu Íslendingar hæglega nýtt til fram- leiðslunnar þær gríðarlegu kolefnis- auðlindir sem faldar eru í mó sem dygðu einar og sér um mjög langa framtíð. Rannsóknir á síðustu öld leiddu í ljós að varlega áætlað finnast um 2000 milljónir tonna (tveir millj- arðar tonna) af vel nýtanlegum mó á landinu. Mór er ekki síðra hráefni en líf- massi og gætu þær birgðir sem hér eru tryggt Íslendingum fljótandi elds- neyti í margar aldir. Hægt að umbreyta öllu lífrænu sorpi og rusli í eldsneyti Með þeim framleiðsluaðferðum sem Þorbjörn hefur skoðað má líka breyta öllu lífrænu sorpi, plasti, bíldekkjum, timbri og öðru kolefni í olíu og marg- vísleg önnur efni. Þannig væri í raun hægt að leysa ýmis vandamál sem skapast við plássfreka urðun eða brennslu á sorpi landsmanna. /HKr - Sjá nánar bls. 21 Miklir orkuframleiðslumöguleikar sagðir felast í sveitum Íslands: Gætum framleitt alla okkar olíu og gas á vistvænan hátt – Eigum allt sem til þarf, kolefni, raforku og landbúnað segir efnafræðingur 19 Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Mynd / TB Aðild Íslands að Evrópu- sambandinu (ESB) myndi hafa í för með sér umtalsverðan samdrátt í tekjum svínabænda. Gera má ráð fyrir að verð til bænda lækki um 39 % ef af aðild yrði. Þá má sömuleiðis gera ráð fyrir að hagnaður í svínarækt minnki um á bilinu 9 til 41% miðað við núverandi tekjur, þó að búið sé að gera ráð fyrir styrkjum og/eða mótvægisaðgerðum af svipuðu tagi og fengust við aðild Finna að ESB árið 1995. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar um stöðu og horfur í svínarækt á Íslandi en skýrslan var unnin að beiðni Svínaræktarfélags Íslands. Í fyrri hluta skýrslunnar er fjallað um stöðu svínaræktarinnar og þróun hennar undanfarin ár. Í seinni hlutan- um er svo fjallað um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB og sérstak- lega horft til reynslu Finna af aðild. Dregnar eru upp tvær sviðsmyndir til að áætla afkomu svínabænda ef af aðild yrði. Í sviðsmynd 1 er gert ráð fyrir að tekjur myndu dragast saman um 39% en áfram yrði fram- leitt sama magn og nú er. Í sviðsmynd 2 er einnig gert ráð fyrir að tekjur dragist saman um 39% en að fram- leitt magn dragist saman um 48%. Sá samdráttur í framleiðslu skýrist af því að miðað er við að framleiðsla á unnum svínakjötsafurðum drægist saman um 80% vegna samkeppni við stór erlend afurðafyrirtæki. Gert er ráð fyrir að fjármagnskostnaður lækkaði um 37,5% til lengri tíma og breytilegur kostnaður um 5%. Stuðningur þyrfti að vera á bilinu 600 til 1.000 milljónir Þetta þýðir að til þess að halda óbreyttri afkomu eftir aðild þyrfti svínaræktin að fá stuðning sem næmi 33% af núverandi tekjum greinar- innar (m.v. sviðsmynd 1) eða 53% ef sviðsmynd 2 yrði niðurstaðan. Það myndi jafngilda stuðningi á bilinu 600 til 1.000 milljónir króna. Af því má gera ráð fyrir að kostnaður íslenska ríkisins yrði á bilinu 400 til 750 milljónir króna árlega, eða um 60% af öllum styrkjum sem greinin fengi. Svínaræktin nýtur engra beinna styrkja í dag en nýtur umtals- verðrar markaðsverndar, einkum í formi tolla. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélagsins, segir ljóst að komi til aðildar muni það í einhverjum tilfellum hafa neikvæð áhrif á stöðu greinarinnar. „Það liggur alveg ljóst fyrir. Þó ber að hafa í huga að á síðustu árum hefur orðið gríðarleg hagræðing innan greinarinnar. Við höfum þrátt fyrir allt náð upp ákveðinni hagræðingu og ef það tekst að brúa það bil sem þarna yrði miðað við þessar sviðsmyndir sem dregnar eru upp þá tel ég að það ættu að vera möguleikar fyrir greinina að laga sig að þeim breytingum sem yrðu framundan.“ /fr Íslenska ullin í forgrunni Miðstöð handverks og hefða

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.