Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 6

Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 6
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 20126 Málgagn bænda og landsbyggðar LOKAORÐIN Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621 Þorlákur þreytti og tvær skýrslur LEIÐARINN Möguleikar til uppbyggingar í íslenskum landbúnaði eru nær óþrjótandi. Það er ekki einungis að landbúnaðurinn geti sinnt þeirri grunnþörf landsmanna að tryggja þjóðinni mat, heldur getur íslenskur landbúnaður þjónað Íslendingum á ýmsa aðra vegu. Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands hafa ásamt fleiri stofnunum og fyrirtækjum sett sér það markið að stórauka sjálf- bærni í landbúnaði. Það á m.a. að gera með því að hefja framleiðslu á elds- neyti fyrir þau landbúnaðartæki sem nota þarf við matvælaframleiðsluna. Þar hafa menn einkum horft til þess að nýta dýraúrgang eins og kúa- og svínaskít til gasframleiðslu eins og þekkt hefur verið um aldir í Asíu og víðar. Í Bændablaðinu í dag viðrar efna- fræðingurinn Þorbjörn Friðriksson þá hugmynd að framleiða gas og fljótandi eldsneyti í stórum stíl, ekki bara fyrir landbúnaðinn, heldur fyrir alla íslensku þjóðina, skipaflota, bíla og flugvélar. Hefur hann verið í sam- starfi við Elvar Eyvindsson bónda í Landeyjum og hafa þeir þegar prófað aðferðafræðina með góðum árangri við raunverulegar íslenskar aðstæður. Þorbjörn bendir á að þarna þurfi menn ekki að byrja á að finna upp hjólið enn eina ferðina, því öll tækni og búnaður sem til þarf sé vel þekktur í olíuiðnaði víða um heim. Gras og annar gróður sem rækta má á landsvæðum sem ekki eru nýtt til matvælaframleiðslu, er lykillinn að þessari hugmynd. Þar til viðbótar þarf vetni sem framleiða má á vistvænan hátt á Íslandi með umframrafmagni og úr óstöðugri orku frá rennslisvirkj- unum og öðrum raforkuverum. Þrátt fyrir að í flestra hugum sé olía afar óvistvænt fyrirbæri, þá gæti olía framleidd í sveitum Íslands orðið 100% vistvæn með kolefnisjöfnun við hráefnisvinnsluna. Þessu til viðbótar gæti olíuframleiðsla af þessu tagi skap- að í kringum sig fjölþættan efnaiðnað eins og vistvæna áburðarframleiðslu og ýmislegt fleira. Þar með eru möguleikarnir þó ekki upp taldir því ef áhugi væri á því, mætti leysa sorpmál Íslendinga nánast á einu bretti með slíkri fram- leiðslu. Með sömu tækni væri hægt að breyta öllu lífrænu sorpi á Íslandi sem og bíldekkjum, timbri og plasti í olíu, í stað þess að brenna það í sorp- eyðingarstöðvum með ófullkomnum bruna. Á móti bruna þeirrar olíu gætu Íslendingar síðan hæglega beitt kolefnisjöfnun með aukinni ræktun. Það sem meira er, aðferðafræðin er þrautreynd. /HKr. Með hækkandi sól kemur áburðarverðið og það fer að hilla undir vorkomu. Þorrablótin, árshátíðir sveitanna standa yfir og kneyfað er ölið, bitið í pung og gert grín að atburðum liðins árs í heimatilbúnum skemmtiatriðum. Sumstaðar koma rándýrir skemmtikraftar að sunnan. Það eru reyndar aufúsugestir. Mikið væri þjóðfélaginu hollt ef fengist svolítið annar bragur á þjóðfélagsumræðuna. Er ég kannski einn um að finnast umræðan um ýmis mál hér á landi hafa verið ómálefnalegri? Ekki að ég geti eitthvað dæmt um framgöngu þar sérstaklega umfram aðra. En get samt ekki orða bundist. Er ekki komið nóg af því að tala niður land og þjóð? Pólitískur drulluslagur, hroðinn í bloggheimum og skrif í blöðum af aðilum sem vilja jafnvel láta taka mark á sér í nafni virtra stofnana í samfélaginu. Greinar sem ganga helst út á að tortryggja og skaða orðspor. Hvar er fólkið sem hefur trú á Íslandi og trú á þjóðinni? Getur það verið eðlilegt ástand að við teljum betra að senda umræður og ákvarðanatöku um hagsmuni okkar úr landinu? Hvað með allt þetta tal okkar um erlenda fjárfestingu? Hún er vafalaust ágæt. En hvað er það? Jú, að fluttur verði arður af vinnu okkar og auðlindum í önnur hagkerfi. Getum við ekkert sjálf? Hvenær ætla stjórnvöld hér að stíga fram og segjast hafa trú á landinu? Hætta að hræra í stjórnkerfinu og eltast við innihaldslausar umræður um stjórnarskrá. Geta 60.000 heimili borgað brúsann? Hvað með fólkið? Af mörgum skýrslum sem út hafa komið vekur ein sérstaka athygli - skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um hugmyndir um lækkun lána. Ein meginniðurstaða skýrslunnar er að bankar og aðrar lánastofnanir hafi ekki lengur svigrúm til að færa niður höfuðstól lána. - Einmitt það! Hvenær kemur skýrsla frá Hagfræðistofnun um að 60.000 heimili hafi ekki lengur efni á að borga af þessum lánum? Ætlar ekki einhver að spyrja Hagfræðistofnun að því? Þá er það þetta með lánin sem voru afskrifuð hjá bönkunum sjálfum. Er það alveg óumdeilt og viðurkennt að lán voru færð á milli banka á niðursettu verði og svo megi rukka sömu lán 100%. Sem dæmi um svörin sem við fáum er að þetta sé allt í lagi. Það er eitthvað svo bogið við þetta allt. Er nema von að þeir sem standa í stafni geti ekki sleppt því að tala um hve þreyttir þeir séu? Samkeppni á matvörumarkaði Skýrsla 2. Samkeppniseftirlitið kynnti skýrslu um dagvörumarkaðinn í síðustu viku. Þar er margt fróðlegt og rímar ýmislegt við þann málflutning sem Bændasamtökin hafa í umræðum um matar- verð oft haldið á lofti. Það er ógagnsætt og óeðlilegt fyrirkomulag í rekstri verslunar á Íslandi. Að vísu sleppa skýrslu- höfundar því ekki að hnýta í landbúnaðarkerfið. Það er nú reyndar til að réttlæta pólitíska tilvist sína og viðhalda trúarbrögðum þeirra sem vilja útskýra hátt vöruverð með því að benda á íslenskan landbúnað. Þrátt fyrir að í skýrslunni komi skýrt fram að innlenda framleiðslan hafi haldið vöruverði niðri. Þá er önnur merkileg staðreynd að vegna íslensks landbúnaðar og fyrirtækja hans er raunverulegt aðhald í verðlagningu. Það er staðfest að vegna fyrirkomulags verðlagningar mjólkur geti minni verslunarfyrirtæki treyst því að fá keypta vöru í heildsölu á sambærilegu verði og stórar keðjur. Í framhaldi af skýrslunni hljóta að verða settar reglur um gagnsæi í verslun á milli heildsöluaðila og smásala. Skýrslan er sláandi endursögn á því siðleysi sem viðgengst á smásölumarkaði. Þar sem þeir stóru virðast koma sínu fram á kostnað hinna smærri. Gleymum því ekki að til viðbótar miklum afsláttum eru markaðsráðandi aðilar búnir að fá afskrifaða tugi milljarða af skuldum. Yfirvöld verða að tryggja að minni og meðalstór verslunar- fyrirtæki hafi möguleika. Það er ekki heilbrigð samkeppni að geta þving- að fram ofurafslætti sem minni fyrirtækjum er síðan ætlað að greiða niður. Hvað sem segja má um önnur atriði þá staðfestir skýrslan að verslunin hefur aukið hlut sinn í útsöluverði á fjölda búvara á undanförnum árum. Allt eru þetta atriði sem við getum sjálf tekið á. Ef við vildum trúa á okkur sjálf. Við eigum að hampa litlum og meðalstórum fyrirtækjum því að í þeim býr mikill kraftur. Þau eiga mestu mögu- leikana á að geta borið okkur áfram. Rétt eins og í sveitum þar sem skiptir máli að hafa fleiri en færri til að byggja gott samfélag. Við þurfum óþreytt fólk sem vill trúa á okkur sjálf. /HB Óþrjótandi Bændasamtök Íslands mótmæla hækkun dreifingar- og flutnings- kostnaðar á raforku til kaupenda í dreifbýli umfram það sem gerist til annarra kaupenda. Raforka er að stærstum hluta framleidd á landsbyggðinni og flutt um landið þvert og endilangt, m.a. með raf- línum sem liggja um eignarlönd og takmarka nýtingu þeirra. Það er óviðunandi að landsmönnum sé mismunað með þessum hætti. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Bændasamtök Íslands sendu frá sér vegna hækkunar á dreifingar- kostnaði raforku frá RARIK. Þann 30. desember sl. tilkynnti RARIK hækkun á verðskrá sinni fyrir dreifingu og flutning á raforku. Hækkunin tók gildi um áramótin og nemur 7,5 % í dreifbýli og 5% í þétt- býli. Ýmis þjónustugjöld hækka jafn- framt um 7,5%. Hækkunin er komin til vegna aukins kostnaðar, að sögn fyrirtækisins. Í yfirlýsingu BÍ segir einnig að markviss aðgerð til að treysta hinar dreifðu byggðir sé að allir íbúar á Íslandi njóti sömu kjara við dreifingu og flutning á raforku. Eitt verð fyrir alla á dreifingarkostnaði raforku sé jafnréttismál fyrir landsbyggðina. Verðhækkun á dreifingu og flutningi rafmagns frá RARIK: Landsmönnum mismunað, segja Bændasamtökin „Við höfum markað okkur þá stefnu að innanlandsmarkaður- inn sé okkar meginmarkaður og þannig verður það áfram, en við skoðum öll verkefni mjög jákvæðum huga,“ segir Ingvar Gíslason markaðsstjóri Norðlenska. Fyrirtækið er fyrsta kjötvinnsl- an á Íslandi sem fær útflutnings- leyfi fyrir allar tegundir kjötvara til allra landa Evrópu. Leyfið fékkst í lok síðustu viku og nú í byrjun vikunnar var sendur þorramatur til Íslendinga á hinum Norðurlöndunum, sem bíða þess lostætis með óþreyju. Fram að þessu hefur þurft sérstakt leyfi til að senda þorramat utan, þar með talinn súrmatinn góða og víst að margir kætast yfir því að nú verður einfaldara að koma þessari vinsælu vöru til ættingja og vina erlendis. Samevrópsk matvælalöggjöf tók gildi á Íslandi á síðasta ári og strax þá hófst undirbúningur að því að uppfylla öll skilyrði sem sett voru til þess að öðlast umrætt útflutningsleyfi. Gæðakerfi Norðlenska hefur verið mjög öfl- ugt, en aðallega var um að ræða auknar kröfur um flæði í vinnslu ,sem þurfti að uppfylla. Ingvar segir útflutningsleyfi fyrir allar kjötvörur fyrirtækisins fyrst og síðast hafa þá þýðingu að nú sé Ísland ekki lengur þriðja heims ríki þegar kemur að flæði á vörum til Evrópu. „Sem sagt, það þarf ekki lengur sérstök heilbrigðisvottorð með sendingum frá okkur,“ segir hann. Nú opnist möguleiki á að markaðs- setja allar framleiðsluvörur fyrir- tækisins erlendis, sem einkum var áður bundið við frosið lambakjöt, hangikjöt og saltkjöt. Sigurgeir Höskuldsson, gæða- og þróunarstjóri Norðlenska, segir í frétt um málið á vefsíðu Norðlenska að þetta sé viðurkenn- ing á því gæðastarfi sem fram hafi farið innan fyrirtækisins en í því taki allir starfsmenn þátt og eigi hrós skilið fyrir. Þá nefnir hann samstarf við Matvælastofnun, sem hefur yfirumsjón með mat- vælaeftirliti hér á landi, en eftir- litsdýralæknar frá stofnuninni eru viðstaddir alla þá daga sem slátrað er og veita þannig gott aðhald hvað gæðamálin varðar. /MÞÞ Norðlenska fær útflutningsleyfi fyrir allar kjötvörur: Möguleiki á að markaðssetja allar vörur erlendis

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.