Bændablaðið - 02.02.2012, Side 8
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 20128
Fréttir
Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar
verður dagana 27. - 30. janúar
þar sem fuglaáhugamenn reyna
að kasta tölu á garðfugla eins og
kostur er. Margir hafa verið að
undirbúa sig með því lokka að
fugla með fóðurgjöfum.
Framkvæmd athugunarinnar er
einföld. Það eina sem þátttakandi
þarf að gera er að fylgjast með
garði í einn klukkutíma einhvern
þessara daga, skrá hjá sér hvaða
fuglar koma í garðinn og mesta
fjölda af hverri tegund á meðan
athugunin stendur yfir. Misjafnt er
hvaða fóður hentar hverri fuglateg-
und en upplýsingar um garðfugla og
fóðrun þeirra má m.a. finna á vefsíðu
Fuglaverndar www.fuglavernd.is og
í Garðfuglabæklingnum sem fæst
á skrifstofu félagsins. Að lokinni
athugun skal skrá niðurstöðurnar
á þar til gert eyðublað og senda til
Fuglaverndar í tölvupósti eða bara í
pósti í Skúlatún 6.
Í tilkynningu frá Fuglavernd segir
að 18 tegundir hafi sést í görðum
í fyrra, sem er met. Samtals voru
7.287 fuglar skráðir í görðum, flestir
starar eða 3.294. Fuglavernd vill
minna kattareigendur á að halda
köttum sínum inni sérstaklega í
ljósaskiptunum þegar fuglarnir eru
auðveld bráð.
Garðfuglahelgi Fuglaverndar
Ný lög um svæðisbundna flutn-
ingsjöfnu voru samþykkt á
Alþingi þann 17. desember sl.
Lögin tóku gildi 1. janúar sl.
og gilda til 31. desember 2012.
Endurskoða skal ákvæði laga
þessara innan árs frá gildistöku.
Flutningsjöfnunarstyrkur reiknast
sem hlutfall af flutningskostnaði
eftir svæðum og getur numið 10%
á flutningsleiðum sem eru 245 km
eða lengri og 20% ef flutningsleið
er 390 km eða lengri.
Til stuðnings atvinnuuppbyggingu
á landsbyggðinni
Í fyrstu grein laganna segir að mark-
mið laga þessara sé að styðja við
framleiðsluiðnað og atvinnuupp-
byggingu á landsbyggðinni með
því að jafna flutningskostnað fram-
leiðenda sem staðsettir eru fjarri
innanlandsmarkaði eða útflutnings-
höfn og búa við skerta samkeppnis-
stöðu vegna hærri flutningskostn-
aðar en framleiðendur staðsettir nær
markaði.
Lög þessi gilda um veitingu
flutningsjöfnunarstyrkja til ein-
staklinga eða lögaðila sem stunda
framleiðslu á vöru, í samræmi við
ákvæði laganna, vegna framleiðslu
sem fellur undir C-bálk í íslensku
atvinnugreinaflokkuninni ÍSAT2008.
Styrkur er veittur framleiðendum
sem greiða hærri kostnað við flutning
á vöru til eða frá styrksvæðum en
aðrir og staðsettir eru fjarri innan-
landsmarkaði eða útflutningshöfn.
Í lögunum segir að flutningsjöfn-
unarstyrkir til hvers framleiðanda
skuli aldrei vera hærri en sem nemur
200.000 evrum á þriggja ára tímabili
[lögin gilda þó aðeins í eitt ár – innsk.
blm.].
Við umreikning yfir í íslenskar
krónur skal miða við gengi sem ESA
gefur út og birt er í EES-viðbæti við
Stjórnartíðindi Evrópusambandsins
og á vef stofnunarinnar.
Við útreikning hámarksfjárhæðar
skal reikna með aðra styrki sem
framleiðandi hefur fengið frá opin-
berum aðilum. Í þessu sambandi eru
þó undanskildir sérstakir styrkir er
aðili hefur fengið samkvæmt styrkja-
reglum sem ESA hefur samþykkt.
Miðað við byggðakort ESA
Í skilgreiningum með lögunum er sér-
staklega minnst á „byggðakort“, sem
er kort af Íslandi sem Eftirlitsstofnun
EFTA (ESA) hefur með ákvörðun
nr. 378/06/COL samþykkt fyrir árin
2008–2013. Þar kemur fram á hvaða
svæðum á Íslandi er heimilt að veita
byggðaaðstoð og að hvaða marki.
Ákvörðunin var birt 28. febrúar 2008
í EES-viðbæti við Stjórnartíðindi
Evrópusambandsins nr. 11.
Tvö styrkveitingarsvæði
Styrksvæðin skiptast í tvö svæði.
Sveitarfélögin Árneshreppur,
Bolungarvíkurkaupstaður, Ísa-
fjarðarbær, Kaldrananeshreppur,
Reykhólahreppur, Strandabyggð,
Súðavíkurhreppur, Tálknafjarðar-
hreppur, Vesturbyggð, Norðurþing,
Svalbarðshreppur, Langanesbyggð
og Vopnafjarðarhreppur, eins og
þau eru skilgreind 1. janúar 2012,
tilheyra svæði 2. Önnur sveitarfélög
landsins tilheyra svæði 1, svo fremi
að þau uppfylli skilyrði 1. mgr. sam-
kvæmt ESA samþykkt.
Ströng skilyrði
Ekki eru veittir styrkir til aðila sem
skulda skatta eða gjöld til ríkis eða
sveitarfélaga hér á landi. Ekki eru
heldur veittir styrkir til einstaklinga
eða lögaðila sem hafa verið úrskurð-
aðir gjaldþrota á næstliðnum fimm
árum fyrir dagsetningu umsóknar.
Þá eru ekki veittir flutningsjöfnunar-
styrkir vegna útflutnings.
Þá ber að endurkrefja styrkþega
um flutningsjöfnunarstyrk ef í ljós
kemur að styrkþegi hefur vísvitandi
veitt rangar eða villandi upplýsingar
eða leynt upplýsingum sem hafa
áhrif á styrkveitingu. Komi í ljós
að fjárhæð flutningsjöfnunarstyrks
er komin umfram það hámark sem
kveðið er á um í 3. mgr. 6. gr. skal
endurkrefja styrkþega um flutnings-
jöfnunarstyrkinn í heild.
Ráðherra er heimilt að setja nánari
reglur um framkvæmd laganna, svo
sem um útreikning flutningsjöfn-
unarstyrkja, umsóknir um styrki,
meðferð umsókna og greiðslu og
endurgreiðslu styrkja.
Lög um flutningsjöfnunarstyrki
á innanlandsleiðum
– Geta numið 10-20% af flutningskostnaði eftir svæðum og vegalengdum
Gráþröstur og silkitoppa gæða sér á epli. Hvor tveggja frekar sjaldséður
fuglar í görðum. Mynd / Örn Óskarsson.
Vegna frétta af tjóni sem varð
hjá Barra á Egilsstöðum í ofsa-
veðri síðastliðinn mánudag,
þegar plötur fuku af gróðurhúsi
þar sem ORF Líftækni hefur
ræktað erfðabreytt bygg, vill
ORF Líftækni taka fram að þó
svo ólíklega hefði viljað til að
bygg hefði borist út úr húsinu
við óhappið, hefði nákvæmlega
engin hætta verið á ferðum.
Ekkert bygg fór út úr húsinu við
óhappið. ORF Líftækni harmar
að umfjöllun um málið hafi verið
á þann hátt að skilja megi að
einhver möguleiki hafi verið á
mengun umhverfisins.
Bygg hefur verið ræktað á
Íslandi frá landnámi og yfir þúsund
ára reynsla sýnir að það getur ekki
vaxið villt hér landi. Það vex aðeins
við albestu aðstæður sem skapaðar
eru sérstaklega fyrir það á akri.
Auk þess getur bygg ekki æxlast
við neina íslenska plöntu við nátt-
úrulegar aðstæður. Umfangsmiklar
rannsóknir vísindamanna við
Landbúnaðarháskóla Íslands hafa
sýnt fram á líffræðilega einangrun
byggs á Íslandi. Það er þess vegna
fjarstæðukennt að halda því fram að
tjónið sem varð á gróðurhúsi Barra
hefði á einhvern hátt getað valdið
umhverfismengun eða heilsufarsá-
hættu.
Hópur sem lengi hefur haldið
uppi hræðsluáróðri gegn erfðatækni
hefur sett fram þá kröfu að starfsleyfi
ORF Líftækni til ræktunar á erfða-
breyttu byggi í gróðurhúsi Barra á
Egilsstöðum verði afturkallað. Það
er fráleit krafa sem ekki er byggð á
neinum vísindalegum rökum.
ORF Líftækni hefur ræktað bygg
í gróðurhúsi Barra á Egilsstöðum
samkvæmt samkomulagi á milli fyr-
irtækjanna frá árinu 2011. Ræktunin
í gróðurhúsi Barra er mikilvægur
liður í áframhaldandi uppbyggingu
fyrirtækisins á sjálfbærum grænum
iðnaði á Íslandi. Starfsleyfi ORF
Líftækni fyrir ræktun í gróðurhúsi
Barra var veitt samkvæmt íslenskum
lögum og reglum eftir vandaða máls-
meðferð Umhverfisstofnunar, og
var m.a. byggt á áliti sérfræðinga
í Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar
lífverur.
Vindhraðinn í óveðrinu sem reið
yfir þennan dag var meiri en nokk-
urn tíma áður hefur mælst á þessum
stað og tjón á gróðurhúsi Barra er
umtalsvert. Framkvæmdastjóri Barra
hefur lýst því yfir að ráðist verði í
aðgerðir til að styrkja húsið svo það
þoli ofsaveður.
Yfirlýsing frá ORF Líftækni vegna Barra á Egilsstöðum:
Ekki möguleiki á
umhverfismengun
Árið 2011 var sérlega erfitt í vetr-
arþjónustunni hjá Vegagerðinni.
Ekki er nóg með að síðustu vikur
hafi verið mjög erfiðar heldur
þurfti að hálkuverja fram í miðjan
júní í sumar, eða einum og hálfum
mánuði lengur en venjulega.
Nú stefnir í að heildarútgjöld
vegna vetrarþjónustunnar verði um
1900 milljónir króna en heildarfjár-
veitingar til þjónustunnar fyrir árið
2011 eru 1630 milljónir króna.
Heildarakstur snjóruðningstækja
í desember var um 400.000 km eða
um tífalt ummál jarðar og saltnotkun
í desember er um 4.000 tonn, sem
þýðir saltkostnað upp á um það bil
100 milljónir króna.
Snjóruðningstæki Vegagerðarinnar í desember:
Fóru sem svarar tíu ferðum
umhverfis jörðina
Ágúst Andrésson, forstöðu-
maður kjötafurðastöðvar
Kaupfélags Skagfirðinga, segir
að vissulega sé fagnaðarefni að
verið sé að ýta úr vör tilraun til
að jafna flutningskostnað. Hins
vegar séu fjárhæðirnar sem
veita á til verkefnisins of lágar
til að skipta sköpum í rekstri
fyrirtækja á landsbyggðinni,
sem búa við háan flutnings-
kostnað.
Ágúst segist ekki hafa haft
tækifæri til að leggjast ítarlega
yfir lögin og hvernig þau gætu
snert rekstur kjötafurðastöðvar
KS. „Það sem ég veit að 150
milljónir króna eru í pottinum
og það er allt undir í þessu. Þá
á ég við að sjávarútvegurinn og
allar framleiðslugreinar geta sótt
um þetta þannig að í raun er ekki
mikið til skiptanna.“
2 til 3 krónur á kíló myndu
skipta miklu
Það hvort styrkur til flutningsjöfn-
unar hafi áhrif í rekstri byggir á
því hversu miklir fjármunir verða
í boði, að mati Ágústs. „Við
eigum eftir að ræða það hér hjá
KS hvort að samstæðan öll, það
er að segja kjötvinnslan, fisk-
vinnslan, mjólkurafurðastöðin og
aðrar framleiðslueiningar, sæki um
þetta í einhvers konar sameiningu.
Ef bara er horft á kjötvinnsluna
hjá okkur, í samanburði við t.a.m.
öll sjávarútvegsfyrirtækin á land-
inu og að þessi fyrirtæki eigi að
skipta með sér 150 milljónum,
þá er kannski ekki eftir miklu að
slægjast. Því skiptir þetta kannski
ekki miklu máli í samkeppnislegu
tilliti. Það gæti hins vegar skipt
verulegu máli ef við værum að
tala um hærri upphæðir.
Við getum tekið sem dæmi að
við hjá kjötafurðastöð KS flytjum
til Reykjavíkur um 3.000 tonn af
kjöti árlega. Ef við gætum fengið
niðurgreiddar t.d. 2 til 3 krónur á
kíló, þá myndi það skipta máli.
Ekki má heldur gleyma því
að við, sem erum hvað stærstir í
útflutningi á kindakjöti, þurfum
að flytja allt sem fer úr landi frá
okkur til Reykjavíkur. Það skapar
vissulega aðra stöðu fyrir okkur
en suma aðra framleiðendur.“
Ágúst segist vonast til að lögin
virki vel og verði upphafið á ein-
hverju meira. „Mér finnst hug-
myndin góð. Eftir þessu hefur
auðvitað verið kallað um langt
skeið. Ég tel hins vegar að fjár-
munirnir í þetta þyrftu að vera
talsvert meiri en gert er ráð fyrir
núna.“
/fr
Hugmyndin góð en hærri
fjárhæðir þyrfti til