Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 10
Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 201210
Fréttir
Móttekið magn úrgangs hjá
Moltu ehf. jókst um tæp 20% á
árinu 2011. Matvælastofnun gaf út
rekstrarleyfi fyrir jarðgerð Moltu í
maí á liðnu ári. Full heimild er því
samkvæmt núgildandi reglum til
að nýta moltuna. Þá gekk Molta
ehf. á árinu frá viljayfirlýsingu
með norska fyrirtækinu HØST
Verdien i Avfall AS um þróun
afurða úr moltu.
Alls var tekið á móti 6.220 tonn-
um af úrgangi hjá Moltu á árinu
2011, á móti 5.250 tonnum árið
2010. Mestu munar um aukningu í
heimilisúrgangi, en móttekið magn
heimilisúrgangs var 1.010 tonn,
smávægilegur samdráttur var í
mótteknum sláturúrgangi.
Árið 2011 er fyrsta heila árið í
söfnun heimilisúrgangs á Akureyri
en það verkefni hefur gengið mjög
vel. Þá hófst söfnun lífræns heim-
ilisúrgangs í Eyjafjarðarsveit og í
Grýtubakkahreppi á árinu. Molta
hefur einnig í tæp tvö ár jarð-
gert lífrænan heimilisúrgang frá
Dalvíkurbyggð og Sveitarfélaginu
Skagafirði.
Fyrirhugaðar breytingar
ógna áformum um nýtingu moltu
til áburðar
Rekstrarleyfi frá Matvælastofnun
staðfestir að jarðgerð Moltu upp-
fyllir allar kröfur reglugerða til
vinnslu lífræns heimilisúrgangs
og sláturúrgangs. Jarðgerð Moltu
er sú eina á landinu sem hefur slíka
staðfestingu, sem þýðir einnig að
full heimild er til að nýta moltuna
sem áburð.
Breytingar sem fyrirhugaðar eru
á reglum um meðferð sláturúrgangs
og dýraleifa eru vissulega nokkur
ógnun við áform um nýtingu moltu
til áburðar. Starfshópur hagsmuna-
aðila,
Matvælastofnunar, Umhverfis-
stofnunar og Sambands íslenskra
sveitarfélaga hefur unnið að því allt
síðastliðið ár að ná samstöðu um
ásættanlegt reglugerðaumhverfi.
Hillir nú undir framtíðarlausn í
þessu máli, þar sem ótti við riðusmit
togast á við umhverfismarkmið og
nýtingu mikilvægra næringarefna úr
úrgangi. Miðað við móttekið magn
á árinu 2011 hafa fallið til rúm
3.000 tonn af gæðamoltu á árinu
og því ljóst að þó nokkur verðmæti
liggja og bíða nýtingar á þroskunar-
plönum Moltu.
Nýta pappír sem stoðefni
Í september síðastliðnum hófust til-
raunir með að nýta pappír sem stoð-
efni í jarðgerðina. Þessar tilraunir
lofa góðu og hefur Molta samið við
Akureyrarkaupstað um að taka dag-
blöð sem safnast í grenndargáma
á Akureyri til endurvinnslu. Það
er því mjög mikilvægt að íbúar
á Akureyri, sem hafa staðið sig
mjög vel í flokkun úrgangs, passi
upp á að ekki berist aðskotahlutir,
plast eða óflokkaður úrgangur í
dagblaðagámana. Dagblöðin eru
nú orðin mikilvæg sem hráefni
í áburð sem framleiddur er á
Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta kemur
fram á vef Moltu.
Fyrsta sinn yfir 1000 tonn í
sláturtíð
Í sláturtíðinni í október sl. var unnið
úr 1.012 tonnum af lífrænum úrgangi
og stoðefnum hjá jarðgerðarstöð
Moltu. Þetta er í fyrsta skipti sem
móttekið magn í einum mánuði fer
yfir 1000 tonn. Mest hefur magnið
áður orðið 902 tonn í október
2010 og 810 tonn nú í september
sl. Tækjabúnaður verksmiðjunnar
ræður ágætlega við 1.000 tonn
á mánuði, en það magn svarar til
hámarks afkastagetu sem gefin er
upp af framleiðanda eða 12.000 tonn
á ári. Það má því reikna með að jarð-
gerðarstöðin geti auðveldlega tekið á
móti 10-12.000 tonnum á ári. Úr því
magni úrgangs er hægt að framleiða
5-6.000 tonn af gæðamoltu. /MÞÞ
- sjá nánar bls. 24
Móttekið magn úrgangs hjá Moltu jókst um tæp 20%:
Full heimild til að nýta moltu sem áburð
- Fyrirhugaðar breytingar á reglum um meðferð sláturúrgangs ógna áformum
Fleiri bílhlöss af ösku
keyrt í burtu
Vegagerðin hefur haft í nógu
að snúast það sem af er vetri að
moka ösku úr Svaðbælisá undir
Eyjafjöllum. Vinnunni er lokið í
bili og velta menn því nú fyrir sér
hvort þörf sé á frekari aðgerðum
til að ekki safnist undir brúar-
gólfið, sem myndi valda stórflóði
og mikilli eyðileggingu á túnum í
nágrenninu.
„Við erum búnir í bili, þetta hefur
verið töluverð vinna með smá hléum
síðan í haust. Við fengum Suðurverk
í þessa vinnu en þeir hafa mokað
upp úr og keyrt öskuna á tún þarna
fyrir neðan ánna. Það hlóðst undir
brúnna og ósinn varð fullur, það er
gríðarlega mikið af efni sem fer fram
þegar leysingar eru og mikið í ánni.
Þetta er eingöngu aska og mjög fínt
efni. Við vonum að þessari vinnu sé
lokið en þó er aldrei að vita,“ útskýrir
Bjarni Jón Finnsson, yfirverkstjóri
hjá Vegagerðinni í Vík og segir jafn-
framt:
„Það stóð til að taka skurð beinna
fram úr til að auka fallið á ánni en
óvíst er hvort farið verður í þá vinnu,
þar sem það er töluverð aðgerð. Þá
þyrfti að grafa mikinn skurð og
setja grjótbakka meðfram en tíminn
verður að leiða í ljós hvort þörf verði
á því.“
/ehg
Mynd / egh
Breytingar á meðferð sorps
í Rangárþingi
Nú standa yfir breytingar á með-
ferð heimilissorps og endurnýtan-
legs úrgangs í Rangárvallasýslu.
Í kjölfars útboðs Sorpstöðvar
Rangárvallasýslu var gerður
samningur við Gámakó ehf. (dótt-
urfyrirtæki Gámaþjónustunnar
hf.) um hirðingu á heimilissorpi
frá og með 1. desember 2011.
Markmiðið með þessari skipu-
lagsbreytingu er að auka þjónustu við
íbúa að því er segir í fréttatilkynn-
ingu. Um leið verður endurvinnsla
og endurnýting aukin, með því að
leggja hverju heimili í sveitarfélög-
unum til svokallaða Blátunnu fyrir
þurrt og hreint efni til endurvinnslu.
Einnig munu sveitarfélögin leggja til
tunnu fyrir óflokkaðan heimilisúr-
gang fyrir þau heimili sem ekki eru
með tunnu fyrir.
Öll heimili með tvær tunnur
Tunnurnar verða tvær (240 l.) við
hvert heimili. Önnur fyrir óflokkað-
an úrgang – grá tunna með gráu loki.
Hin tunnan er einnig grá en með bláu
loki og í hana á að setja þurrt, hreint
efni til endurvinnslu. Fyrst í stað
verður eingöngu safnað í Blátunnuna
blöðum og tímaritum, sléttum pappa,
bylgjupappa og fernum. Reiknað er
með að flokkum endurvinnsluefnis
muni í framtíðinni fjölga og verður
það þá kynnt sérstaklega.
Ný tækni- tvískiptur söfnunarbíll
Sveitarfélögin í Rangárvallasýslu eru
fyrstu sveitarfélögin á Suðurlandi til
að nýta sér tvískiptan söfnunarbíl
við sorphirðu. Með tvískiptum
söfnunarbíl er hægt að tæma báðar
tunnurnar í einni ferð og í því felst
verulegt hagræði.
Gámastæði og gámavellir
Fram til þessa hafa verið nokkur
gámastæði í sveitarfélögunum,
óvöktuð og opin. Sama er að segja
um gámavelli í þéttbýliskjörnum,
þeir hafa verið óvaktaðir og opnir
allan sólarhringinn. Gámavöllum
verður fækkað á næstunni og þeir
afgirtir og aðeins opnir á ákveðnum
tíma. Þeir verða nú tveir: Á Strönd
og á Hvolsvelli.
Opnunartími á Strönd verður sem
hér segir: Mánudaga, þriðjudaga,
miðvikudaga og föstudaga kl. 14-18.
Laugardaga kl. 11-15.
Mynd / MÞÞ
Á aðalfundi Félags kúabænda
á Suðurlandi, sem haldinn var
30. janúar sl. í Árhúsum á Hellu
voru veittar viðurkenningar fyrir
góðan rekstur fimm sunnlenskra
kúabúa undanfarin ár.
Viðurkenningarnar eru veittar
á grunni svokallaðs SUNNU-
verkefnis Búnaðarsambands
Suðurlands en árlega taka milli 60
og 70 kúabú á Suðurlandi þátt í því
verkefni, eða um fjórðungur allra
kúabúa á Suðurlandi.
Verkefnið hefur verið starfrækt
síðastliðin 15 ár og byggir á úttekt á
rekstrarárangri samkvæmt ársreikn-
ingum þessara búa. Mælistærðir
varðandi árangur í rekstri eru
breytilegur kostnaður á hvern lítra
í framleiðslu og framlegðarstig
búanna.Verðlaunaveitingin byggir
á rekstrartölum þessara búa síðast-
liðin fimm ár.
Að jafnaði stóðu þessi fimm
efst búa í þeim samanburði sem
unninn hefur verið innan SUNNU-
hópsins en mörg önnur bú eru
með mjög góðan árangur í sínum
rekstri. Ábúendur búanna fimm
fengu viðurkenningarskjal frá
Búnaðarsambandinu auk ostakörfu
frá Auðhumlu á Selfossi, sjá mynd.
Runólfur Sigursveinsson ráðu-
nautur, sem hefur haft umsjón
með SUNNU-verkefninu af hálfu
Búnaðarsambandsins, afhenti
ábúendunum viðurkenningarskjöl
og Guðmundur Geir Gunnarsson,
mjólkurbússtjóri á Selfossi, afhenti
ostakörfur í tilefni þessa glæsilega
árangurs.
Í máli Runólfs við verðlaunaaf-
hendinguna kom meðal annars fram
að ábúendur þessara fimm búa hefðu
sýnt frábæran árangur í rekstri síðustu
ár og haft til að bera ríka kostnaðar-
vitund og heildarsýn á sinn búrekstur.
Mörg önnur bú innan SUNNU-
verkefnisins hefðu einnig sýnt mjög
góðan árangur og sú mælistika sem
sett sé um góðan rekstur geti verið
umdeilanleg, en það breyti ekki góðri
heildarmynd reksturs þessara búa.
Lokaorð Runólfs voru eftirfar-
andi:
„Eins er athyglivert að þessi
fimm bú eru yfirleitt með einhverja
framleiðslu umfram sitt greiðslu-
mark en samt næst þessi árangur.
Búin eru ólík, ræktunarskilyrði mis-
munandi, fjósgerðir mismunandi,
kornrækt stunduð á sumum búanna
og öðrum ekki.
Þetta eru ekki ráðandi þættir um
hvernig til tekst, heldur sú heildar-
sýn sem fólk þarf að hafa til að vel
takist til í rekstri – einfaldlega góð
bústjórn. Innilega til hamingju.“
/MHH
SUNNU-verkefni Búnaðarsambands Suðurlands:
Viðurkenningar veittar fyrir
góðan rekstur kúabúa
-
-
-
Mynd / MHH