Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 17

Bændablaðið - 02.02.2012, Qupperneq 17
17Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Sprotafyrirtækið Metanorka ehf. vinnur nú að kortlagningu á helstu svæðum sem hentað geta til metanvinnslu á landinu. Áður hefur verið safnað saman heildar- upplýsingum um stór landsvæði en nú er athyglinni beint að þeim stöðum þar sem mikið fellur til af lífrænu hráefni. Dæmi um slíka staði eru landsvæði með um 10 km radíus þar sem finna má eitthvað af eftirtöldu; nokkur stór kúabú, kjúklingabú, svínabú, fiskvinnslu, sláturhús, mjólkurvinnslu, mat- vælaframleiðslu í stórum stíl og möguleika á ræktun orkuplantna til að auka á framleiðsluna. Til mikils að vinna Að sögn Dofra Hermannssonar, framkvæmdastjóra Metanorku, er til mikils að vinna en vonir standa til að út úr þessari leit komi 6-10 svæði þar sem hagkvæmt gæti verið að fram- leiða metan úr lífrænu hráefni, sem í dag er jafnvel að stórum hluta fargað. Með því að koma upp framleiðslu á metani víða um landið eru jafnframt byggðir upp innviðir þjónustu við metanbílaeigendur og fleiri íbúar landsins geta þá nýtt sér kosti þess að aka um á íslensku, vistvænu og ódýrara eldsneyti. Metangasið er þó ekki eini ávinningurinn, að sögn Sigurðar Ástgeirssonar, sem stýrir verkefninu. Við gasvinnsluna aukast gæði þess búfjáráburðar sem fer í gegnum ferl- ið en að auki bætast við næringarefni úr öðru hráefni, s.s. frá fiskvinnslu og slátrun og áburðargildið vex sem því nemur. Sparnaður í kaupum á tilbúnum áburði bætist því við hag- kvæmni af ódýrara eldsneyti. Íslenskar aðstæður Metankortið er annað af helstu verk- efnum fyrirtækisins en hitt er að þróa metanorkuver sem henta íslenskum aðstæðum. Hér á landi er lífrænt hrá- efni á hvern km² talsvert minna en víðast þar sem metanframleiðsla af þessu tagi fer fram, en til að fjárfest- ing í metanorkuveri standi undir sér þarf að tryggja lágmarksframleiðslu. Önnur sérstaða er að hér er rafmagn og hiti það ódýrt að ekki borgar sig að nota metangasið til framleiðslu á því. Hins vegar má vel framleiða metan á bíla með hagnaði bæði fyrir framleiðandann, notendur og sjálft þjóðarbúið. Sérstaða Íslands felur þó ekki aðeins í sér ókosti heldur er heitt vatn og ódýrt rafmagn mikil- vægt til að ná fram hagkvæmni í metanframleiðslunni. Með því að nýta sér það er hægt að draga talsvert úr rekstrarkostnaði og auka þannig hagkvæmnina. Þróunarstarf Metanorka hefur, í samstarfi við erlenda aðila, unnið að því að þróa metanorkuver sem hentar íslensk- um aðstæðum. Talsverður árangur hefur náðst við að ná niður stofn- og rekstrarkostnaði miðað við það sem við blasti í upphafi og vonir standa til að gera megi enn betur. Það þarf auðvitað alltaf að skoða hvert dæmi fyrir sig en verkefnið er alls staðar það sama; að ná eins mikilli stærðarhagkvæmni og hráefni á hverjum stað leyfir og að halda kostnaði við byggingu og rekstur eins lágum og hægt er. „Við erum bjartsýnir á að metangasframleiðsla geti staðið undir sér víða um landið,“ segir Dofri, „en það þarf að gefa sér tíma til undirbúnings.“ Öll aðstoð vel þegin Í byrjun mars mun Metanorka halda fundi á nokkrum stöðum á landinu þar sem verkefnið verður kynnt og öllum, sem áhuga hafa, boðið að leggja fram upplýsingar um mögu- legt hráefni til metanframleiðslu. „Vegna persónuverndarákvæða er erfitt að fá þessar upplýsingar öðru- vísi en beint frá hverjum og einum og þess vegna finnst okkur best að hafa þennan háttinn á. Svo er auð- vitað líka hægt að hafa beint sam- band við okkur eða kynna sér málið á heimasíðunni, www.metanorka.is, þar sem er hægt að prenta út sér- stakt eyðublað til að fylla út,“ segir Sigurður. Þess má geta að verkefnið verður unnið í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands sem á dögunum fór í fundaferð um landið með erindið Orkubóndann, en þar var verið að kynna og kanna mögu- leika á ýmiss konar orkubúskap. Nánar verður greint frá fundar- stöðum og tíma í næsta tölublaði Bændablaðsins. Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Í samstarfið við BÍ, Búnaðarsamband Austurlands og Leiðbeiningamiðstöðina Borgar Páll Bragason verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands Haldið 9. febrúar á Egilsstöðum og Betri fjós Snorri Sigurðsson hjá LbhÍ Haldið 15. febrúar á Stóra Ármóti Bygging hrossa Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Suðurl Þorvaldur Kristjánsson og Jón Vilmundarson kynbótadómara Haldið 25. febrúar á Skeiðvöllum Grunnnámskeið í blómaskreytingum Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 3. mars í Hveragerði Bætt mjólkurgæði Snorri Sigurðsson sérfr. hjá LbhÍ Haldið 20. mars á Hvanneyri og í fjarfundi á Egilsstaði og Sauðárkrók Páskaskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 31. mars í Hveragerði Fræðslufyrirlestur um kynbóta- mat íslenskra hrossa Í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra Dr. Elsa Albertsdóttir verkefnisstjóri við Landbúnaðarháskóla Íslands Haldið 12. apríl á Akranesi Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar Ólafur Oddsson Skógræktar ríkisins Hefst 13. apríl í Hveragerði Ísgerð Í samstarfi við Farskólann Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræð- ingur og ísáhugamaður Haldið 23. apríl á Sauðárkróki og Endurmenntun LbhÍ Hestadómarinn Í samstarfi við Gæðingadómarafélag LH og Íþróttadómarafélag LH Mette Mannseth reiðkennari, Benedikt Líndal tamningameistari, Gunnar Reynisson LbhÍ, Lárus Ástmar Hannesson gæðingadómari o.fl. Hefst 3. febrúar á Mið Fossum Keppnisknapinn Sigurður Sigurðarson reiðkennari, Lárus Ástmar Hannesson formaður Gæðingadómarafélagsins og Gunnar Reynisson LbhÍ Hefst 3. febrúar á Mið Fossum Þjálfun keppnishests og knapa! Þórdís Gunnardóttir reiðkennari Hefst 4. febrúar á Grænhóli Fóðrun og fóðurþarfir sauðfjár Jóhannes Sveinbjörnsson lektor LbhÍ Haldið 6. febrúar á Kirkjubæjar- klaustur, 10. febrúar á Stóra-Ármóti og 12. mars á Sauðárkróki Þjálfun reiðhestsins Ísólfur L. Þórisson reiðkennari Hefst 11. febrúar á Mið Fossum Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson fræðslufulltrúi Skógræktar ríkisins og Ólafur G. E. Sæmundsen skógtæknir Hefst 10. febrúar á Snæfoksstöðum, Hallormsstað Grunnur að dkBúbót Í samstarfi við Búnaðarsamband Austurl. Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum í Borgarfirði Haldið 16. febrúar á Hvanneyri og Jarðræktarforritið Jörð.is Í samstarfið við Bændasamtök Íslands og Búnaðarsamband Austurlands Borgar Páll Bragason verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands Haldið 8. febrúar á Egilsstöðum Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Metanorka vinnur nú að kortlagningu á mögulegri metangasframleiðslu Forsvarsmenn Metanorku skoða metangasframleiðslu í útlöndum. Bændur, sveitarfélög, sumarhúsa- eigendur Borum fyrir heitu og köldu vatni. Áratuga reynsla. Ræktunarsamband Flóa og Skeiða ehf Sími 480 8500 - www.raekto.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.