Bændablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Heimilisiðnaðarfélagið verður 100 ára á næsta ári:
Miðstöð handverks og hefða
Á næsta ári mun Heimilis-
iðnaðarfélagið fagna 100 ára
afmæli en innan vébanda félagsins
finnst mikill fróðleikur og þekking
um íslenskt handverk hjá félags-
mönnum sem eru nú nærri 800
talsins. Solveig Theodórsdóttir, for-
maður Heimilisiðnaðarfélagsins,
segir félagið hafa staðið vörð um
íslenskt handverk í um aldar skeið
og að hlutverk þess sé ekki síður
mikilvægt nú en áður.
„Það má segja að reksturinn
hér skiptist í þrennt því við höfum
Heimilisiðnaðarfélagið sem var
stofnað árið 1913 og rekur versl-
un hér í höfuðstöðvunum ásamt
Heimilisiðnaðarskólanum sem var
formlega stofnaður árið 1979 og er
starfræktur allt árið um kring með
mislöngum námskeiðum. Einnig
eigum við hér orðið nokkuð gott
bókasafn sem tengist handverki og
félagið á að auki ýmsa fágæta menn-
ingargripi sem við munum taka fram
á afmælisárinu þannig að það er
ýmislegt sem starf félagsins snertir.
Um daginn fengum við sem dæmi
gefins fallegt sjal sem er komið til ára
sinna og það er sérstakur stíll á því.
Við viljum því endilega kalla eftir
því hjá fólki ef það liggur með hand-
verksverðmæti en veit ekki hvað það
á að gera við þau að setja sig í sam-
band við okkur,” útskýrir Solveig.
Rússneskt hekl og jurtalitun
Heimilisiðnaðarskólann þarf vart
að kynna en þar hefur starfsemin
verið blómleg í fjölda ára, enda er
nú boðið upp á um 50 námskeið á
hverju annarmisseri.
„Við erum með námskeið allt
árið um kring og eru þau afar fjöl-
breytt, það er að sjálfsögðu prjónið
og heklið en einnig minna þekkt
handverk eins og knipl og orker-
ing. Vinsældir námskeiða ganga í
bylgjum, undanfarið hefur námskeið
í rússnesku hekli verið mjög vel sótt
og eins um stjörnuhekluð lopateppi.
Oft eru námskeiðin í tóvinnu yfir-
full og einnig eru vattar- og leður-
saumur mjög vinsæl,” segir Solveig
og bendir á að yfirleitt séu kennarar
skólans textílmenntaðir.
„Myndvefnaðurinn hefur átt
marga stuðningsmenn og eins hefur
prjón og hekl fyrir örvhenta og nám-
skeið í frágangi á lopapeysum verið
vel sótt. Fyrir tveimur árum endur-
vöktum við sumarnámskeið fyrir
börn sem hafa slegið í gegn en þar
læra þau að tálga, hnýta körfur, þæfa,
jurtalita og búa til brjóstsykur svo fátt
eitt sé nefnt. Konur eru í meirihluta
á námskeiðunum en þó hafa karl-
menn komið hér í þjóðbúningagerð,
á tálgnámskeið, að smíða víravirki
eða kóngakeðju úr silfri eða kopar.”
Sérhæfð í íslenska
þjóðbúningnum
Félagið er í samstarfi við ýmsa
aðila eins og Þjóðminja-, og
Árbæjarsafnið, Þjóðdansafélagið og
Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi.
Þar kemur íslenski þjóðbúningur-
inn jafnan við sögu en gríðarleg
þekking á honum hefur varð-
veist, ekki hvað síst fyrir tilstilli
Heimilisiðnaðarfélagsins.
„Hér í skólanum eru alltaf nám-
skeið í þjóðbúningagerð en einnig
höfum við þjónustudeild sem hefur
sérhæfingu í þjóðbúningnum.
Oddný Kristjánsdóttir og Jófríður
Benediktsdóttir klæðskerar, kenna
á þjóðbúninganámskeiðunum og fá
þátttakendur námskeiðanna þjóð-
búninginn klæðskerasniðinn áður
en byrjað er að sauma. Síðan er allt
lagt upp í hendurnar á nemandanum
skref fyrir skref ,” útskýrir Solveig
og segir jafnframt:
„Við höfum hér þjónustudeild
sem hefur sérhæft sig í að flytja
inn ullarefni, silki og bómullarefni
fyrir þjóðbúninga. Við leggjum
okkur fram um það í kennslunni að
þjóðbúningarnir séu réttir, vandaðir
og vel gerðir, enda dýrir og eiga að
endast í mannsaldra. Við förum eftir
því sem hefur verið gert í áranna rás
og notum eingöngu bestu fáanlegu
efnin til þess. Í versluninni er einnig
til gott úrval af jurtalituðu bandi sem
kennararnir hér lita og margt fleira
sem tengist þeim námskeiðum sem
við erum með í boði.”
Menningarverðmæti varðveitt
Það er mikið og gott félagsstarf sem
Heilmilisiðnaðarfélagði stendur fyrir
eins og ýmis útgáfustarfsemi, sam-
starf við Fjölmennt í námskeiðum
fyrir fatlaða og prjónakvöld svo fátt
sé nefnt.
„Við stöndum fyrir prjóna-
kvöldi fyrsta fimmtudag í mánuði
á kaffihúsinu Amokka, nú nýflutt
uí Borgartún 21. Fyrir fjórum árum
mættu um 40 konur á það en nú eru
þetta iðulega yfir 100 konur sem mæta
á áhugaverða fyrirlestra og til að bera
saman bækur sínar,” segir Solveig og
bætir við:
„Starfið í Heimilisiðnaðarfélaginu
byggist mikið upp á sjálfboðavinnu.
Við gefum út tímaritið Hug og Hönd
einu sinni á ári, sem er fullt af fróðleik,
fræðigreinum og handverksuppskrift-
um. Einnig gáfum við út mikið rit árið
2009 í samvinnu við Þjóðminjasafnið
og Listaháskóla Íslands sem nefnist
Íslensk sjónabók. Í henni eru 10
handrit með reitarmynstrum frá 16.
og 17. öld. Ragnheiður Jónsdóttir,
biskupsfrú á Hólum í Hjaltadal, sem
var fædd árið 1646 á fyrsta handritið
sem er 150 blaðsíður af mynstrum
eftir hana. Í því handriti er talið að
séu mynstur frá tengdaföður hennar,
Þorláki Skúlasyni, biskupi, sem
var fæddur árið 1597. Annað hand-
ritið er eftir Helgu Brynjólfsdóttur,
prestsfrú í Hruna sem var annáluð
hannyrðakona og næstsíðasta hand-
ritið er hin þekkta Skaftafellsbók
eftir Jón Einarsson. Þannig að hér
er um mikil menningarverðmæti að
ræða sem var komið haganlega fyrir
í fallegri bók.”
Standa vörð um íslenskt
handverk
Heimilisiðnaðarfélagið er í góðu
samstarfi við systurfélög sín á
Norðurlöndunum, formannafundir
eru sóttir og handverksþing svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Þetta er félag sem hefur staðið
vörð um íslenskt handverk í hartnær
100 ár og í lögum félagsins segir að
hlutverk þess sé að vernda þjóðlegan
íslenskan heimilisiðnað, auka hann
og efla, stuðla að vöndun hans og
fegurð og vekja áhuga landsmanna á
því að framleiða fallega og nytsama
hluti, er hæfi kröfum nýs tíma með
rætur í þjóðlegum menningararfi.
Þetta sé gert meðal annars með því
að kynna gildi og gæði heimilis-
iðnaðar á hvern þann hátt er stjórn
félagsins telur vænlegan til árangurs
á hverjum tíma, efna til fræðslu-
funda og sýninga, reka heimilis-
iðnaðarskóla og þjónustudeild, gefa
út fréttabréf, tímarit og handbækur
til fræðslu og leiðbeiningar og svo
framvegis,” segir Solveig sem sjálf
hefur verið meðlimur í félaginu frá
árinu 1968:
„Ég var kosin formaður fyrir
þremur árum og um leið var ég ráðin
til starfa. Það er mjög skemmtilegt
að starfa við áhugamálin sín en ég
hef verið í ýmiss konar handavinnu í
gegnum tíðina. Mér finnst það mikil
forréttindi að vera njótandi að fallegu
handverki og ég missi mig í hand-
verki alls staðar þar sem ég kem. Ég
er til dæmis með vettlingadellu og
kaupi mér eitt par af handgerðum
vettlingum þegar ég er á ferðalögum
og á því orðið dágott safn. En starfið
hér er ákaflega gefandi og áhugavert
og gaman að upplifa þann velvilja
sem félagið nýtur úti í þjóðfélaginu.
/ehg
Á myndinni eru frá vinstri; Dagbjört Theodórsdóttir, Fjóla Guðmundsdóttir, Solveig Theodórsdóttir, Margrét
Sigurðardóttir og Ástríður Björk Steingrímsdóttir. Hér má sjá faldbúning, peysuföt og upphlut frá 19. öld. Einnig
skautbúning, kirtil, upphlut og peysuför allt frá 20. öld og barnabúningar.
Solveig Theodórsdóttir hefur verið formaður Heimilisiðnaðarfélagsins í þrjú ár og undirbýr nú 100 ára afmæli félagsins sem haldið verður hátíðlegt á
næsta ári. Myndir / ehg
Fyrir tveimur árum voru sumarnámskeið fyrir börn
endurvakin hjá félaginu en hér má sjá hressar stúlkur
una sér vel á einu slíku síðasta sumar.
Sýnishorn af námskeiði í leðurvinnu, þátttakendur ein-
beittir á svip.