Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 21
21Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Elvar Eyvindsson bóndi á
Skíðbakka í Landeyjum og
Þorbjörn A. Friðriksson upp-
finningamaður og efnafræðingur,
telja að hæglega megi framleiða
með vistvænum hætti úr grasi,
dýraúrgangi og raforku allt elds-
neyti fyrir Íslendinga um ókomna
framtíð. Einnig áburð og fjölþætta
efnaflóru fyrir iðnaðinn. Allir
tækniferlar fyrir slíka framleiðslu
séu vel þekktir en þeir félagar vara
þó við að farið sé of geyst í málið.
Betra sé að fara rólega af stað og
byggja slíkan iðnað upp í áföngum
í takti við framleiðslugetu bænda
á hráefni til vinnslunnar.
Bændablaðið heimsótti þá
félaga sem eru með tilraunaaðstöðu
við heimili Þorbjörns að Vörðu
fyrir austan Hellu. Með í för var
Haraldur Benediktsson, formaður
Bændasamtaka Íslands, en samtökin
hafa sem kunnugt er kynnt samvinnu-
verkefni BÍ, Landbúnaðarháskóla
Íslands og fleiri aðila sem miðar
að því að gera íslenskan landbúnað
sjálfbæran hvað orkuöflun varðar.
Þorbjörn rekur í dag fyrirtækið
Varðeld ehf. og hannaði m.a. útskots-
búnað fyrir gúmmíbjörgunarbáta sem
eru um borð í Þór, nýjasta varðskipi
Íslendinga. Hefur þessi búnaður
hlotið vottun Norska vottunarfyrir-
tækisins Det Norske Veritas.
Tilraunaframleiðsla í
Landeyjunum
Í litlum skúr við heimili sitt hefur
Þorbjörn sett upp einfalda vinnslu
þar sem hálmi frá Elvari bónda er
umbreytt í kol, tjöru, svartolíu, gas
og fleiri efni. Með því að bæta við
framleiðslulínuna þar sem rafgreindu
vetni yrði skotið inn í efnasúpuna
undir þrýstingi má framleiða mjög
góða dísilolíu, bensín og steinolíu
(eins og notuð er sem eldsneyti á
þotur) sem og vistvænan áburð.
Þorbjörn hefur skoðað fjárhags-
legan grunn slíkrar framleiðslu og
segir að arðsemi ætti að geta náðst út
úr dæminu þegar ákveðinni afkasta-
getu er náð. Í samanburði við jarð-
olíuverð telur hann að verkefnið sé
vel samkeppnishæft svo framarlega
að heimsmarkaðsverð á olíu fari ekki
niður fyrir 60 dollara á tunnu en það
hefur á síðustu mánuðum verið vel
yfir 100 dollurum og er nú um 112
dollarar á tunnu.
Vistvæn olía
Einn stærsti kosturinn við þetta er
að á slíka framleiðslu væri hægt að
fá vistvænan stimpil þar sem kol-
efnisjöfnun ætti sér stað með ræktun
gróðurs og framleiðslu vetnis fyrir
vinnsluna úr vistvænu rafmagni.
Þá gætu Íslendingar orðið sjálfum
sér nægir um eldsneyti þegar fram
í sækti, sparað gríðarlegan gjaldeyri
og orðið algjörlega óháðir sveiflum
á eldsneytismörkuðum.
Notum ríflega 600.000 tonn af
jarðefnaeldsneyti
Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands
voru flutt inn samtals 631.689 tonn af
eldsneyti og smurolíu (bensíni, flug-
vélabensíni, þotueldsneyti, gasolíu
(dísilolíu) brennsluolíu, smurolíu og
smurfeiti) á árinu 2011.
Eldsneyti úr lífmassa
„Við höfum þá sérstöðu Íslendingar
að hafa nægt kolefni, rafmagn og
land undir framleiðslu á lífmassa.
Úr tveim milljónum tonna af heyi
gætum við framleitt allt okkar elds-
neyti hér heima, fyrir öll ökutæki,
vinnuvélar, skip og flugvélar,“ segir
Þorbjörn.
Gras eins og nýtt er á túnum
bænda gefur af sér um 5 tonn á
hektara. Hægt er að fá mun afkasta-
meiri plöntur til slíkrar vinnslu. Ef
notað væri fílagras, eins og kynnt
var í Bændablaðinu í september 2011
og farið er að rækta í stórum stíl í
Evrópu, þá getur það gefið af sér um
25 tonn af lífmassa á hektara.
Auk þess gætu Íslendingar hæg-
lega nýtt til framleiðslunnar þær
gríðarlegu kolefnisauðlindir sem
faldar eru í mó sem dygðu einar og
sér um mjög langa framtíð.
Tveir milljarðar tonna af
nýtanlegum mó
Rannsóknir á síðustu öld leiddu í
ljós að varlega áætlað finnast um
2000 milljónir tonna (tveir millj-
arðar tonna) af vel nýtanlegum mó
á landinu.
Mór er ekki síðra hráefni en líf-
massi og gætu þær birgðir sem hér
eru í jörðu tryggt Íslendingum fljót-
andi eldsneyti í margar aldir. Slíkur
varasjóður, sem ekki þyrfti að ganga
á ef nægt framboð er af öðrum líf-
massa, er því augljóslega gríðarlega
verðmætur.
Hægt að umbreyta öllu lífrænu
rusli í eldsneyti
Með þeim framleiðsluaðferðum sem
Þorbjörn hefur skoðað má líka breyta
öllu lífrænu sorpi, plasti, bíldekkjum,
timbri og öðru kolefni í olíu og marg-
vísleg önnur efni. Þannig væri í raun
hægt að leysa flest vandamál sem nú
eru við förgun á sorpi landsmanna.
Þorbjörn segir að meginástæða
þessa að þetta er ekki gert í stórum
stíl erlendis er að enn sé á boðstólum
jarðolía sem notuð er í samskonar en
heldur styttra vinnsluferli. Þá hafi
fáar þjóðir yfir að ráða jafn hlut-
fallslega mikilli vistvænni raforku
sem nauðsynleg er til að framleiða
vetni. Ekki er samt nauðsyn á stöð-
ugri orku frá stórum vatns- eða jarð-
hitanorkuverum. Heldur væri hægt
að nota þá umtalsverðu orku sem
nú fer ónýtt framhjá raforkukerfi
landsmanna til að framleiða vetnið.
Einnig mætti nota til þess óstöðuga
orku frá rennslisvirkjunum, sjávar-
fallaorkuverum eða vindrafstöðvum.
Íslensk uppbygging með íslensku
fjármagni lykilatriði
Þeir félagar telja afar mikilvægt
að Íslendingar standi sjálfir að og
fjármagni slíka framleiðslu. Það sé
lykillinn að því að allur virðisauki
framleiðslunnar sitji eftir hér heima
en hverfi ekki úr landi til erlendra
fjárfesta.
Segja þeir að uppbygging þurfi
ekki að vera í risastökkum, heldur í
tiltölulega litlum einingum í upphafi
sem síðan yrði smátt og smátt hlaðið
utan á. Telur Þorbjörn heppilegt að
byrja á reynslueiningu sem gæti
framleitt 2.000 tonn af eldsneyti á
ári eða jafnvel minna, þó arðsemi
skapaðist ekki endilega á fyrstu
stigum. Afleiddur efnaiðnaður myndi
fljótlega verða til að auka arðsemina
verulega.
Auðvelt að búa til einfaldan
búnað fyrir bændur
Mjög auðvelt er að áfangaskipta
slíkri framleiðslu. Þá væri einnig
hægt að búa til litlar og einfaldar
framleiðslueiningar fyrir bændur sem
eingöngu væru hugsaðar til að fram-
leiða hreint metangas til að knýja
dráttarvélar og framleiða áburð.
Hliðarafurðir úr slíkri framleiðslu
gætu bændur síðan selt til áfram-
vinnslu í efnaiðnaði. Þess ber þó að
geta að litlar einingar eru sjaldan
sérlega arðbærar en skapa eigi að
síður talsvert öryggi.
Nýting orkutoppa og umframorku
„Fyrir þessa framleiðslu þyrftum við
rafmagn og þar væri hægt að nota
orkutoppa og umframorku eða raf-
orku frá hreinum rennslisvirkjunum
eða öðum virkjunum sem ekki búa
við stöðuga orkuframleiðslu. Við
þyrftum ekki að byggja nein stór
orkumannvirki eða uppistöðulón
heldur nýta þá gríðarlegu möguleika
sem felast í rennslisvirkjunum þar
sem inntaksmannvirki eru sáralítil.
Einnig væri hægt að nýta lághitaorku
til að þurrka lífmassa sem iðulega er
nauðsynlegur hluti af vinnsluferl-
inu.“
Tillögur um orkunýtingu á Íslandi
Þorbjörn lýsti þessu ferli ásamt syni
sínum Steingrími Þorbjarnarsyni í
gögnum sem hann skilaði til stýrihóps
iðnaðarráðuneytisins sem Katrín
Júlíusdóttir iðnaðarráðherra skipaði
í ágúst 2009. Fjallaði skýrsla þeirra
um orkunýtingu á Íslandi. Þar er
gengið út frá að öll orkuframleiðsla
hér á landi verði miðuð við að jafna
alla losun gróðurhúsalofttegunda.
Nægt landrými er m.a. á söndum
Suðurlands og víðar undir ræktun
lífmassa sem ætti að nægja til að
fullnægja orkuþörf Íslendinga fyrir
fjótandi eldsneyti. Um tvö tonn af
lífmassa þarf til að framleiða eitt
tonn af fljótandi eldsneyti.
Vistvæn og sjálfbær
eldsneytisframleiðsla
Þorbjörn telur enga ástæðu til þess
að Íslendingar reyni ekki að verða
sjálfum sér nægir í framleiðslu á
eldsneyti. Þjóðin hafi allt sem til
þarf, þ.e. næga hreina orku, hrá-
efni og þekkingu. Slík eldsneytis-
framleiðsla ætti auk þess að geta
verið 100% vistvæn og algjörlega
sjálfbær. Þá hafi landið það fram-
yfir flestar aðrar þjóðir að búa yfir
nægum orkulindum til rafmagns-
framleiðslu sem nauðsynleg er fyrir
slíka starfsemi. Í kringum fram-
leiðslu á eldsneyti skapaðist afar
fjölþættur efnaiðnaður sem byggð-
ist á framleiðslu þar sem grunnurinn
er frumefnin Vetni (H), kolefni (C)
og nitur (N). Olíuhreinsunarstöðvar
um allan heim eru flestar byggðar
upp á þennan hátt þar sem elds-
neytið er bara einn þáttur fram-
leiðslunnar og ekki endilega sá
verðmætasti.
Afleiddur dýrmætur efnaiðnaður
„Efnavinnslur þessar framleiða
þúsundir efna, og af þeim saman-
stendur hinn gríðarfjölbreytti líf-
ræni efnaiðnaður heimsins. Er ein-
hver skynsamleg ástæða til þess
að við gerum hann ekki að einni
meginstoð efnahagslífs okkar,“ spyr
Þorbjörn. Hann segir enga nauðsyn
fyrir slíkan efnaiðnað að nota jarð-
olíu. Allt eins megi nota gras eða
orkujurtir af landi sem ekki er verið
að nýta í dag fyrir matvælafram-
leiðslu. Þar kæmi t.d. vallarfoxgras,
fílagras, lúpína, repja og fleira til
greina eins og fljótvaxin tré og
runnar.
„Mörg þeirra efna sem falla til við
eldsneytisframleiðslu eru margfalt
verðmætari en olía," segir Þorbjörn.“
/HKr.
Miklir orkuframleiðslumöguleikar í sveitum landsins:
Íslendingar gætu framleitt alla sína olíu
og gas með vistvænum aðferðum
- Eigum allt sem til þarf - kolefni, raforku til vetnisframleiðslu, landrými til ræktunar og öflugan landbúnað segir efnafræðingur
Ekki er annað séð an að þeir Þorbjörn, A. Friðriksson efnafræðingur, Elvar
Eyvindsson bóndi á Skíðbakka og Haraldur Benediktsson, formaður Bænda-
í gas og olíu. Myndir / HKr.