Bændablaðið - 02.02.2012, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Framkvæmdastjóri Moltu spyr hvort Matvælastofnun sé úlfur í sauðargæru:
Væntingar um nýtingu áburðarefna ekki
gengið eftir og öll áform í uppnámi
Mikil umræða hefur verið undan-
farið um takmarkanir á nýtingu
lífrænna áburðarefna s.s. moltu
og kjötmjöls sem unnin eru úr
sláturúrgangi og dýraleifum
og/eða heimilisúrgangi. Eiður
Guðmundsson framkvæmdastjóri
Moltu ehf í Eyjafjarðarsveit segir
að miklar væntingar hafi verið
gerðar til þess að góðir möguleikar
væru á að framleiða gæðaáburð
og jarðvegsbætandi efni, sem nýta
mætti í Íslenskum landbúnaði,
úr lífrænum úrgangi. Afurðir úr
þessum úrgangi séu ríkar af nær-
ingarefnum fyrir gróður svo sem
köfnunarefni (N), fosfór (P) og kalí
(K). „Að auki er talið víst að þessar
afurðir hafi það fram yfir tilbúinn
áburð að hafa langtímaáhrif á jarð-
veg m.a. þar sem þau styrki og bæti
örveruflóru í jarðvegi,“ segir Eiður.
Mörg sveitarfélög hófu í byrjun
þessarar aldar markvissa endur-
vinnslu lífræns úrgangs og lögðu í
miklar fjárfestingar. Reiknað var
með að hluti af tekjum af þessari
starfsemi kæmu af sölu áburðarefna
og jarðvegsbætandi efna.
„Það hefur verið hvatning fyrir
íbúa og starfsfólk fyrirtækja sem
flokka þennan úrgang að hann
myndi nýtast til góðs í íslenskum
landbúnaði og garðrækt. Umræðan
undanfarin ár um að við megum
ekki henda verðmætum jarðefnum
eins og t.d fosfór sem eru takmörkuð
auðlind hefur hvatt menn til dáða í
þessu efni. Markaður fyrir lífrænan
áburð til landbúnaðarnota er mikil-
vægur fyrir áburðarkaupandann og
framleiðendur lífræns áburðar, þar
af leiðandi er mikilvægt að skera úr
um hvaða áhættuþætti þurfi að meta
og hvað teljist ásættanleg niðurstaða
í slíku mati,“ segir Eiður.
Áform um nýtingu í uppnámi
Því miður hafa væntingar um nýtingu
þessara áburðarefna ekki gengið eftir
og öll áform um nýtinguna eru raun-
verulega í uppnámi.
„Þessu uppnámi veldur sú
stjórnvaldsstofnun sem hefur eftir-
lit með vinnslu lífræns úrgangs og
framleiðslu áburðarefna en veitir
sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneyti
jafnframt ráðgjöf um reglur sem gilda
eiga um þessa starfsemi. Hræðsla
stofnunarinnar við að í moltu og kjöt-
mjöli sé á ferðinni raunverulegur úlfur
í sauðargæru, sem er riðusmit, veldur
því að það er að því er virðist reynt að
koma í veg fyrir öll áform um nýtingu
í landbúnaði,“ segir Eiður og á þar við
Matvælastofnun.
Haustið 2007 gaf landbúnaðar-
ráðherra út reglugerð nr. 820/2007
um meðferð og nýtingu á slátur- og
dýraleifum, sem sveitarfélögin m.a.
byggðu á varðandi ákvarðanir um
fjárfestingar í endurvinnslu lífræns
úrgangs. Þar er skýrt kveðið á um
kröfur til vinnsluferla og innra eftirlits
þeirra sem taka á móti þessum úrgangi
til endurvinnslu. Framangreindum
úrgangi er skipt í þrjá áhættuflokka.
Mest áhætta fylgir meðferð áhættu-
flokks 1 en minnst áhættuflokki 3
o.s.frv. Áhættuflokkur 1 inniheldur
m.a. áhættuvefi sem geta innihaldið
riðusmitefni.
Lengdu tímann úr 21 degi í 10 ár
Reglugerðin frá 2007 sem er enn í
gildi, heimilar nýtingu moltu og kjöt-
mjöls, sem framleidd eru úr úrgangi af
áhættuflokki 2 og 3 sem áburðar eða
á annan hátt á beitilönd eða lönd þar
sem fóðurs er aflað enda líði a.m.k.
21 dagur frá notkun þessara afurða
þar til beit er leyfð eða fóðurs aflað.
Þann 11. október 2010 gaf sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra út
reglugerð nr. 760/2010 um breytingu
á reglugerð 820/2007.
Megináhrif þessarar reglugerðar-
breytingar voru lenging á þeim tíma
sem þarf að líða frá dreifingu moltu
eða kjötmjöls þar til beit eða fóður-
öflun er leyfð, biðtíminn er lengdur
úr 21 degi í 10 ár.
„Þarna var semsagt með einu
pennastriki sett bann við notkun
moltu eða kjötmjöls sem áburðar eða
jarðvegsbætandi efna í landbúnaði.
Allir hljóta að sjá að 10 ára biðtími
jafngildir í raun algjöru banni. Engin
skýring er lögð fram með banninu né
nokkrir tilburðir til að færa vísindaleg
rök fyrir ákvörðuninni,“ segir Eiður.
Ekkert samráð um
reglugerðarbreytingu
Hann segir að reglugerðin hafi verið
sett án nokkurs samráðs við hags-
munaðila eða þá sem bera ábyrgð
á meðhöndlun úrgangs, aðila sem
sett hafa sér metnaðarfull markmið
um nýtingu lífræns úrgangs og lagt í
miklar fjarfestingar í því augnamiði.
Einnig kom í ljós að ekki hafði heldur
verið haft samráð við umhverfis-
ráðuneytið, Umhverfisstofnun eða
Bændasamtökin um þessa reglu-
gerðarbreytingu.
Eiður sat á þessum tíma sem fulltrúi
sveitarfélaganna á Eyjafjarðarsvæðinu
í Verkefnisstjórn Sambands íslenskra
sveitarfélaga um hagsmunagæslu í
úrgangsmálum, en verkefnisstjórnin
tók málið strax á dagskrá. Samband
íslenskra sveitarfélaga mótmælti
síðan setningu þessarar reglugerðar
formlega með bréfi til Landbúnaðar-
og sjávarútvegsráðuneytis dagsettu
18. október 2010. Þar kom fram að
ekki yrði annað séð en að umrædd
breyting kollvarpaði öllum áætlunum
þeirra sveitarfélaga sem ráðist hafa í
mikinn kostnað við gerð jarðgerðar-
stöðva og kjötmjölsverksmiðja, í
samræmi við áherslur landsáætlunar
um meðhöndlun úrgangs og lög um
meðhöndlun úrgangs, þar sem sett
eru markmið um að markvisst skuli
dregið úr urðun lífræns úrgangs. Var
þessari stjórnsýslu mótmælt harðlega.
Viðbrögð Sambandsins leiddu
til þess að fulltrúar þess voru
ásamt fulltrúum umhverfisráðu-
neytis, Umhverfisstofnunar og
Matvælastofnunar boðaðir á fund í
sjávarútvegs - og landbúnaðarráðu-
neytinu.
Eftir þennan fund þar sem málin
voru rædd í fullri hreinskilni lofaði
sjávarútvegs - og landbúnaðarráðu-
neytið að settur yrði á fót vinnuhópur
sem með faglegum vinnubrögðum
skyldi leita viðunandi lausnar á þessu
máli. Reglugerðarbreytingunni var í
framhaldinu frestað til 1. maí 2011
með nýrri reglugerð sem gefin var út
16. nóvember 2010.
Vinnuhópurinn, samanstóð af full-
trúum þeirra sem sátu fundinn ásamt
fulltrúum frá Bændasamtökunum,
Samtökum atvinnulífsins og
Samtökum sláturleyfishafa sem
bættust í hópinn. Hópurinn hélt
marga fundi og mikið var rökrætt og
spekúlerað en Eiður segir að minna
hafi farið fyrir hinum faglegu vinnu-
brögðum.
„Takmörkuð greining á áhættu-
þáttum var lögð fram, viðmið um
ásættanlega áhættu var ekki sett fram
og fáar niðurstöður fengust í þeim
álitamálum sem til stóð að svara.
Það eina sem hægt er að kalla fagleg
vinnubrögð í þessu sambandi var að
sérfræðingar MAST í samráði við
sláturhúsin skoðuð verkferla slátur-
húsa við flokkun úrgangs í áhættu-
flokka og töldu sig geta staðfest að
þau næðu ásættanlegum árangri.
Einnig að fulltrúar sambandsins
lögðu eins faglegt mat og þeir töldu
mögulegt á magn sláturúrgangs og
kortlögðu meðhöndlun hans og ráð-
stöfun.
Við höfðum sannarlega búist við
að MAST sem kom okkur í þessa
stöðu og ber alla ábyrgð á reglu-
gerðarbreytingunni leiddi þá faglegu
vinnu sem um var talað í upphafi,“
segir Eiður.
Fóru einir í ráðuneytin
Steininn tók síðan gjörsamlega úr
segir Eiður eftir að vinnuhópurinn
hafði á sínum áttunda fundi gengið frá
sameiginlegum tillögum sem sendar
voru til og sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðuneytis.
Þar var lagt til að fyrrnefndur
biðtími yrði 21-40 dagar og tillagan
studd þeim rökum að hægt væri að
tryggja að aðeins bærist úrgangur af
3. áhættuflokki til jarðgerðar og 2. og
3. áhættuflokki í kjötmjölsvinnslu.
Eiður segir að nokkrum dögum seinna
hafi fulltrúar MAST farið einir í
ráðuneytin með eigin hugmyndir um
lengri biðtíma, án alls samráðs við
aðra fulltrúa í hópnum, þrátt fyrir að
hafa staðið að fyrrnefndum tillögum
í nafni vinnuhópsins.
Tillögur MAST byggðu á sænskri
fyrirmynd að þeirra sögn og gengu
út á að molta eða kjötmjöl sem dreift
væri skyldu liggja að minnsta kosti
einn vetur áður en nýting landsins
yrði heimil. Seinna kom fram að þetta
hefði aðeins verið hugmynd og vel
væri hugsanlegt að endanlegar til-
lögur gengju mun lengra í kröfum
um biðtíma.
Í árslok, þann 30. desember síðast-
liðinn kom út enn ein reglugerð þar
sem gildistöku reglugerðar 781/2010
er frestað í fjórða sinn án þess að
nokkuð hafi bólað á niðurstöðu með
faglegum rökstuðningi fyrir 10 ára
biðtíma.
„Það gefur auga leið að svona
stjórnsýsla er alls ekki boðleg. Við
hljótum að treysta því að nýr sjáv-
arútvegs- og landbúnaðarráðherra,
þrátt fyrir að hafa örugglega í æði
mörg horn að líta, taki á mynduglega
á þessu máli,“ segir Eiður.
Ótti við að riðusmit dreifist með
moltu eða kjötmjöli
Hann segir að ástæðan fyrir öllu þessu
vafstri sé ótti við að riðusmit dreifist
með moltu eða kjötmjöli. „Það kann
að vera að þar sé á ferðinni úlfur í
sauðargæru en það er með öllu
ósannað og mögulega einnig fremur
ólíklegt,“ segir Eiður.
„ Óttinn við þessa smitleið er að
mestu byggður á tilgátum en ekki
staðreyndum. Menn hafa leyft sér
að setja fram tilgátur sem hafa veru-
leg neikvæð áhrif á möguleika til
nýtingar mikilvægra næringarefna í
landbúnaði. Þessar tilgátur þarf ekki
að sanna því höfundurinn hefur valdið
til að beita þeim í reglugerðum. Sá
sem þarf að búa við reglugerðina
þarf hinsvegar að afsanna tilgátuna
ef hann ætlar að ná fram einhverri
tilslökunum á reglum.“
Gæti biðtíminn ekki allt eins
orðið 100 ár?
Eiður segir að ein tilgátan sé sú að
riðusmitefni kunni að lifa í jarðvegi
að minnsta kosti í 16 ár. Sú tilgáta
hafi verið sett fram í vísindagreininni
„Infectious agent of sheep scrapie mey
persist in the environment for at least
16 years“eftir Guðmund Georgsson
lækni og sérfræðing í meinafræði
á Keldum, Sigurð Sigurðarson for-
stöðumann Rannsóknadeildar dýra-
sjúkdóma á Keldum og Dr. Paul
Brown, National Institute of Health
USA. Tilgátan byggir á því, að sögn
framkvæmdastjóra Moltu, að á bæ
einum þar sem kom upp riðutilfelli
árið 1982 voru framkvæmd algjör
fjárskipti, öll hjörðin skorin og ný
hjörð heilbrigðra lamba frá riðulausu
svæði keypt þremur árum seinna.
Einnig voru öll fjárhús brennd og
endurreist á nýjum stað nema gömul
fjárhús sem tekin höfðu verið úr notk-
un. Sextán árum seinna voru gömlu
fjárhúsin tekin i notkun á ný til að
hýsa gemlinga sem valdir höfðu verði
til að lemba. Tveimur árum seinna
veiktist ein af þessum kindum af riðu.
MAST styðst við ósannaðar
tilgátur
„Tilgátan sem sett var fram er sú að
þar sem riða kom upp stuttu eftir að
gömlu fjárhúsin voru tekin í notkun
aftur, í kind sem hafði verið hýst þar,
þá sé það einsýnt að riðusmitið hafi
komið frá þessum fjárhúsum og því
mjög líklegt að riðusmit geti lifað í
a.m.k. 16 ár í jarðvegi og sennilega
miklu lengur. Þessu til sönnunar er
því m.a. haldið fram að nýja hjörðin
hafi verið einangruð í þessi 16 ár og
ekki komist í tæri við neinar ókunn-
ugar kindur allan þann tíma,“ segir
Eiður.
Sjálfur er hann alinn upp á
sauðfjárbúi „og það eitt gerir mér
ómögulegt að trúa svona fullyrðingu
jafnvel þó bærinn hefði verið með
einangruðustu bæjum á Íslandi.
Tilgátan sem er sett fram af virtum
vísindamönnum kann að vera rétt og
hana er erfitt að afsanna en hún hefur
ekki verið sönnuð.
Það sem er alvarlegt í þessu máli
er að Matvælastofnun notar hiklaust
ósannaðar kenningar og tilgátur til að
rökstyðja reglur og takmarkanir. Í
þessu tilfelli reglur sem hafa verulega
neikvæða áhrif á möguleika til endur-
vinnslu lífræns úrgangs.
Ég vil ekki gera lítið úr hættu á
riðusmiti og síst vildum við sem störf-
um í endurvinnslu lífræns úrgangs
eiga það á hættu að slíkt yrði af okkar
völdum, en ef eftirlitsaðilarnir leggj-
ast á eitt að búa til hræðslukenningar
að því er virðist í þeim tilgangi að
réttlæta varnaraðgerðir er baráttan
fyrirfram töpuð hjá þeim sem vilja
nýta þessar afurðir. Ég hlýt líka að
spyrja, ef það eru miklar líkur til að
riðusmitefni lifi í að minnsta kosti
16 ár í umhverfinu, hversvegna var
þá ekki lagt til að biðtíminn yrði 100
ár í stað 10?“
Íþyngjandi reglur verða að byggja
á áhættumati
„Varúðarráðstafanir eru nauðsyn-
legar,“ segir Eiður, reglur þurfi að
vera skilvirkar og þeim fylgt eftir.
„Það er hinsvegar skýlaus krafa að
íþyngjandi reglur af þessu tagi byggi
á áhættumati og að áhrif þeirra séu
metin og kostnaðargreind.
Hver er áhættan? Hverjar eru
afleiðingarnar ef hún verður að raun-
veruleika? Hver er þörfin á varnarað-
gerðum og hvernig varnaraðgerðum?
Hvað kosta þær? Hver á að borga? „
spyr Eiður og jafnfram hvort MAST
geti svarað þessum spuningum. Telur
það raunar ólíklegt, en hann geri þá
kröfu til fagstofnunar sem beri ábyrgð
á málinu að hún geti svarað spurn-
ingunum, a.m.k. öllum nema þeirri
síðustu.
„Matvælastofnun sem hefur mikla
ábyrgð og gegnir mikilvægu eftirlits-
hlutverki er í fjársvelti og sennilega
með mun stærra verkefni en hún
ræður við. Úr því verður einnig að
bæta.“
Hagsmunamál fyrir bændur
Eiður segir að einnig sé um að ræða
mikið hagsmunamál fyrir bændur,
„hér er um að ræða verðmæt áburðar-
efni sem geta sparað notkun á rán-
dýrum innfluttum áburði,“ segir hann
og spyr hvers vegna bændur megi
ekki nota moltu og kjötmjöl sem
áburð ef þeir geti sparað innfluttan
áburð. „Þessari spurningu geri ég
ráð fyrir að bændur vilji fá svar við.
Þeir vilja vafalaust einnig fá eins góð
svör og hægt er að veita við því hver
raunveruleg áhætta af notkun þessara
afurða er.“
Eiður segir að til að gera stöðuna
enn erfiðari séu í dag reknir urðunar-
staðir sem taki við miklu magni af
sláturúrgangi, af öllum áhættuflokk-
um og jafnvel mun meira magni af
sláturúrgangi en öðrum úrgangi.
Sumir þessara urðunarstaða upp-
fylla ekki kröfur sem til þeirra eru
gerðar með lögum. Einnig eru starf-
andi nokkarar jarðgerðir sem hafa
ekki rekstrarleyfi og að sögn uppfylla
ekki skilyrði reglugerðar 820/2007
um jarðgerð. Þessar jarðgerðir með-
höndla oftast aðeins heimilisúrgang
og gróðurúrgang.
Heimilisúrgangur er flokkaður í
áhættuflokk 3 samkvæmt framan-
greindri reglugerð og á að meðhöndl-
ast sem slíkur.
„Þessar jarðgerðir hafa sumar
starfað árum saman, hugsanlega í
góðri trú og í einhverjum tilfellum
hefur MAST skráð moltuna sem
áburð þó jarðgerðin hafi ekki rekstrar-
leyfi,“ segir Eiður.
Fullyrðingar ganga á víxl og
árangur verður enginn
Aðeins tvö fyrirtæki hafa rekstrar-
leyfi frá MAST til að vinna lífrænan
úrgang sem fellur undir framan-
greinda reglugerð og framleiða úr
honum moltu eða kjötmjöl, það eru
Orkugerðin ehf. vegna kjötmjöls-
framleiðslu og Molta ehf. vegna
jarðgerðar. Þessi fyrirtæki uppfylla
bæði strangar kröfur um innra eftirlit
og hreinlæti.
„Því er stundum haldið fram að
heimilisúrgangur sé áhættuminni en
sláturúrgangur og vinnsla á honum
eigi alls ekki að falla undir sömu
reglur. Það getur hugsast en reglurnar
eru skýrar í dag. Á meðan reglur sem
byggja á faglegum vinnubrögðum og
taka mið af íslenskum aðstæðum eru
ekki til ganga fullyrðingarnar á víxl
og árangurinn verður enginn. Ég
skora á alla hagsmunaðila þessa máls
að taka höndum saman og komast
að faglegri niðurstöðu eins fljótt og
auðið er,“ segir Eiður. /MÞÞ
Eiður Guðmundsson