Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 27

Bændablaðið - 02.02.2012, Síða 27
27Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Ekki einfalt mál að mæta stóraukinni eftirspurn eftir dýrapróteini, að mati FAO: Þörf á meiriháttar framförum og meiri skilvirkni í kjötframleiðslu – Stóraukin framleiðsla á dýrum til manneldis er að óbreyttu ávísun á alvarleg umhverfisáhrif Matvæla- og landbúnaðarstofnun sameinuðu þjóðanna (FAO) segir í nýlegri skýrslu að vaxandi mann- fjöldi í heiminum muni auka neyslu á dýrapróteini um tvo þriðju þess sem hún er í dag. Fólksfjölgun og aukin fjárhagsleg velmegun millistétta [ekki síst í Kína – innsk. blm.] ýtir undir þá þróun að fólk í þróunarlöndum snúi sér í auknu mæli að neyslu á kjöti og öðru dýrapróteini. Reiknað er með að kjötframleiðsla þurfi að aukast um 73% fram til 2050 frá því sem nú er. Þörf á samvinnu allra „Til að koma í veg fyrir hungur þarf samvinnu allra. Hvorki FAO né aðrar stofnanir eða ríkisstjórnir geta unnið það stríð á eigin spýtur,“ sagði José Graziano da Silva, nýr framkvæmda- stjóri FAO, á ráðstefnu í Róm þann 3. janúar sl. Meirihluta af framtíðareftirspurn á búpeningi og afurðum unnum úr dýrum verður reynt að mæta með stórfelldri ræktun búpenings, að mati FAO. Í dag séu þó hvorki tæknilegir né hagrænir valkostir í boði til að útvega ört stækkandi borgum svo stórkostlegri aukningu á dýraafurð- um sem nauðsynleg er, að því er fram kemur í skýrslu FAO. Áhyggjur af skaðlegum umhverfisáhrifum „Svo mikil framleiðsluaukningar- þörf veldur auknum áhyggjum hvað varðar umhverfisáhrif. Það lýtur m.a. að áhrifum á grunnvatn, aukinni losun gróðurhúsalofttegunda sem og áhyggjum um að slík fram- leiðsluaukning verði gróðrarstía fyrir sjúkdóma. Aðkallandi áskorun er að gera stórfellda framleiðslu umhverfisvænni.“ FAO segir að miðað við núverandi tækni og þekkingu séu aðeins þrjár leiðir til að mæta vaxandi eftirspurn á dýrapróteini. Þær eru að draga úr mengun sem drifin er af auknu sorpi og gróðurhúsalofttegundum, draga úr þörf á vatni og korni sem þarf til að framleiða dýraprótein og að endurnýta hliðarafurðir ræktunar og iðnaðar sem fæðu fyrir búpening (m.a. hliðarafurðir ræktunar vegna lífefnaeldsneytis – innsk. blm.). Vart hægt að halda áfram á sömu braut „Síðastliðin 40 ár hefur leit að leiðum til að auka framleiðslu við ræktun búpenings einkum falist í því að fjölga dýrum sem alin eru upp. Það er þó erfitt að sjá fyrir sér að hægt sé að halda áfram á þeirri braut til lengdar þegar tvöfalda þarf alifuglarækt, auka framleiðslu lítilla jórturdýra um 80%, nautgripa um 50% og svína um 40% frá því sem nú er.“ Aukin skilvirkni nauðsynleg Segir FAO að aukin framleiðsla þurfi fremur að nást með því að þróa og auka skilvirkni í framleiðslu þeirra náttúruafurða sem notaðar eru til að fæða dýrin, sem og að draga úr sóun. Þá verði að takast á við þurrka, skort á vatni og aðra loftslagstengda þætti. Svo ekki sé minnst á hættuna á dýrasjúkdómum sem sumir hverjir geta ógnað heilsu manna. Á þessu verði að hafa nákvæma stjórn sam- hliða aukinni framleiðslu á dýraaf- urðum. Ávísun á sjúkdóma „Stórbúskaps-framleiðslukerfi og þau sem seilast í frumskógaumhverfi og inn á önnur viðkvæm svæði, án þess að fyllsta öryggis sé gætt, eru ávísun á sjúkdóma. Margir þeirra eru skaðlegir heilsu og velferð dýra. Það er ekki nóga að dæla inn auknu fjármagni til að glíma við þá sjúkdómaógn sem nú blasir við,“ segir FAO. „Það þarf að auka þekk- ingu á sjúkdómum og fjármagna faraldursfræðilegar rannsóknir á sjúkdómum framtíðarinnar í löndum þar sem stórframleiðsla á sér stað á dýrum til matvælaframleiðslu,“ segir ennfremur í skýrslu FAO. Heimsuppskera korns að ná hámarki Fæðuöflun mannkynsins er afar háð þremur korntegundum; hrís- grjónum, maís og hveiti. Árið 2010 jókst hrísgrjóna- og maís- framleiðslan frá árinu á undan en hveitiuppskeran dróst saman og á heildina litið dróst kornfram- leiðslan saman á milli ára. Þetta er áhyggjuefni, þar sem fyrr- nefndar þrjár korntegundir fullnægja tveimur þriðju hlutum af fæðuþörf okkar. Jafnframt eru þær mikilvægar í fæðu búfjár og í iðnaði. Augljós afleiðing þessa er sú að matvælaöflun jarðarbúa hvílir á sífellt veikari grunni, en fram til ársins 2050 þarf að auka matvælaframleiðsluna um 70% til að sjá jarðarbúum fyrir mat. Frá því um 1960 hefur hrísgrjóna- og hveitiframleiðsla þrefaldast í heim- inum og maísframleiðslan fjórfaldast, þrátt fyrir að kornakrar hafi aðeins stækkað um 35%. Á árunum 1980- 2000 jókst kornuppskeran um 3-6% á ári, þ.e. töluvert hraðar en fólki fjölgaði. Um aldamótin 2000 varaði IPFRI, en það er alþjóðastofnun sem fylgist með stefnumörkun þjóða heims varð- andi búvöruframleiðslu, við því að kornakrar væru farnir að skila minni uppskeru á hektara. Það hefur síðan verið reyndin; uppskeran hefur aðeins aukist um 0,5-2% á ári og í sumum löndum hefur engin aukning orðið. Þar með heldur kornuppskeran ekki í við fólksfjölgunina. Ástæða er til að minna á að land- búnaður víða um heim verður sífellt háðari vökvun, vélanotkun, notkun tilbúins áburðar og jurtavarnarefna, m.ö.o. aðföngum hvers konar, við framleiðsluna. Nefna má að í Rússlandi dróst hveitiframleiðslan árið 2010 saman um 40% frá fyrri ári og á heimsvísu dróst hún þá saman um 5%. Rússland er fjórða stærsta hveitiræktarland í heimi og þegar Rússar ákváðu þá að stöðva allan hveitiútflutning hafði það strax áhrif á alþjóðahveitimarkaðinn. Í löndum við vestanvert Kyrrahaf dró veðurfyrirbærið El Niño úr hveiti- uppskerunni, þ.e. í Mið- og Suður- Ameríku. Í Bandaríkjunum dróst maísuppskeran aftur saman um 5% vegna þurrka í landinu austanverðu en úrkomu í vesturhlutanum. Samdráttur í kornuppskeru veldur verðhækkun og vísitala FAO fyrir kornverð hækkaði úr 100 á árunum 2002-2004 í 185 árið 2010. Um 20% hækkun á maísverði í Bandaríkjunum á milli áranna 2007 og 2008 er rakin til aukinnar spurnar eftir etanóli. Tímabært er að átta sig á því að möguleikar til matvælaframleiðslu á jörðinni aukast ekki lengur. Þessa möguleika er hins vegar unnt að nýta á ýmsa vegu. Unnt er að auka upp- skeru á hektara, vökva meira, nota meiri áburð o.fl. Það gildir jafnt um iðnvædd ríki og þróunarlönd en þess konar aukning á sér einnig takmörk. Um þessar mundir takmarkast framleiðslan af aðgangi að ræktun- arlandi, vatni, áburði og orku. Að nokkru marki er unnt að ryðja skóga og breyta þeim í akurlendi, einkum í Afríku, en aðeins um takmarkaðan tíma. Við það er einnig tekin vist- fræðileg áhætta, þ.e. hætta á jarðvegs- eyðingu eykst við þurrkun votlendis, sem síðan leiðir til minni uppskeru. Aðgangur að fersku vatni er einnig takmarkaður og með langvarandi vökvun eykst saltmagn í jarðvegi. Skortur á fosfóri er einnig farinn að gera vart við sig í heiminum en ekki á öðrum áburðarefnum úr jörðu. Köfnunarefni er unnið úr andrúms- loftinu en að vísu með mikilli notkun á raforku. Það er hins vegar mikið áhyggjuefni hversu miklu köfnunar- efni jarðvegurinn tekur við án þess að bera skaða af. Þau mörk hafa þegar náðst í ýmsum iðnríkjum Vesturlanda, en einnig í mörgum þróunarlöndum, einkum í Asíu. Jurtakynbótamenn hafa náð miklum árangri í ræktun afkastameiri stofna nytjajurta með því að auka vöxt kornsins á kostnað blaða, stöngla og róta. Áður voru aðeins um 20% af kolvetnum jurtanna í fræinu en hlut- fallið er nú komið upp í 50%. Þá hefur með hjálp líftækni tekist að rækta nytjajurtir sem þola betur þurra veðráttu sem og saltmengað vatn, en einnig jurtasjúkdóma og meindýr. Jafnvel er talað um fjölærar korntegundir. Mikilvægasta verkefnið í fæðu- öflun jarðarbúa er nú hins vegar að auka uppskeru jurta til matvælaöfl- unar í þróunarlöndunum. Þegar horft er yfir allan þennan stóra málaflokk, þá stendur það upp úr að kornframleiðsla í heiminum fer minnkandi á sama tíma og mikið er í húfi að hún aukist. Það er áhyggju- efni. En margir jurtakynbótamenn beina athyglinni jafnframt að því að góð umgengni um náttúruna og auðlindir hennar sé forsenda tilveru mannsins og búsetu á jörðinni. Það kallar á aukna áherslu á vistvænar ræktunaraðferðir. Landsbygdens Folk, 5. jan. 2012, U.B. Lindström. Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sturtu vagnar og stálgrinda- hús frá WECKMAN Einnig þak- og veggstál. Stálgrinda hús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf Víkurhvarf 5 Sími: 588 1130 Fax: 588 1131 Sturtuvagnar og flatvagnar

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.