Bændablaðið - 02.02.2012, Side 28

Bændablaðið - 02.02.2012, Side 28
28 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Líf og starf Skýrslur nautgriparæktar-innar fyrir árið 2011 hafa nú verið gerðar upp. Helstu niðurstöður þeirra eru birtar hér á eftir. Í töflunni er að finna heildar yfirlit yfir helstu niðurstöður á einstökum svæðum og lands- hlutum. Mjólkurframleiðendum heldur áfram að fækka nokkuð en skýrsluhöldurum fækkar ekki og það þýðir að skýrsluhald er í sókn. Árið 2010 voru 607 bú í skýrsluhaldi en eru nú 609. Eftir mikla stækkunarbylgju á fyrri hluta síðasta áratugar hefur hægt mjög á henni nú undanfarin ár. Þar er engin breyting á fyrir árið 2011 og er meðalbústærð nánast sú sama og á árinu 2010 eða 38,5 árskýr. Stærstu búin eru í Eyjafirði en minnstu búin eru í Suður- Þingeyjarsýslu og er það óbreytt frá síðastliðnum árum. Árskýr eru alls 23.417 og fækkaði um 31 frá árinu á undan. Meðalafurðir hækka milli áranna 2010 og 2011, eftir að hafa lækkað eða staðið nær í stað nokkur undan- farin ár. Nú voru meðalafurðir árskúa 5.436 kg og hafa hækkað um 94 kg. frá árinu 2010. Þetta eru næsthæstu meðalafurðir sem mælst hafa og var aðeins metárið 2007 hærra, en þá var meðalnyt árskúa 5.480 kg. Hæstu meðalafurðir eftir árskú eru nú á Snæfellsnesi, 5.956 kg, síðan fylgir A-Skaftafellssýsla í kjölfarið með 5.889 kg eftir árskú og svo Skagafjörður með 5.846 kg. Þegar skýrsluhaldið er skoðað vekur það athygli hversu meðal- furðir einstakra gripa eru geysilega breytilegar. Mjög margir bændur eru að ná glæsilegum árangri í afurðum af kúm sínum en það er engu að síður áhyggjuefni hversu litlar afurðir eru á lægstu búunum og því miður dregur ekki saman með hæstu og lægstu búuum. Afurðahæsta búið í ár er Hraunkot í Landbroti en þar mjólka 16,5 árskýr að meðaltali 8.340 kg, sem er glæsi- legt Íslandsmet, en eldra metið, 8.159 kg að meðaltali á árskú, var á á búi Daníels Magnússonar í Akbraut í Holtum. Ábúendur í Hraunkoti eru Ólafur Helgason og Sigurlaug Jónsdóttir og er árangur þeirra einkar glæsilegur. Næst- hæsta búið að þessu sinni var Hóll í Sæmundarhlíð sem var efst á árinu 2010 með 7.986 kg og í þriðja sæti Kirkjulækur II með 7.811 kg eftir árskúna. Í 2. töflu má sjá yfirlit yfir 10 afurðahæstu búin árið 2011. Afurðahæsta kýrin á árinu 2011 var Týra 120 í Hraunkoti sem mjólkaði 12.144 kg og skilaði 895,0 kg af verðefnum. Alls mjólkuðu 72 kýr yfir 10.000 kg á árinu 2011. Í 3. töflu er yfirlit yfir þær kýr sem mjólkuðu yfir 11.000 kg á árinu 2011. Afurðahæsta kýrin hvað verðefni varðar var Ljúfa 106 í Hraunkoti sem skilaði samtals 962,1 kg verðefna. Niðurstöður skýrsluhaldsins fyrir árið 2011 sýna glöggt stöðuga fjölg- un búa þar sem næst góður árangur og að ræktunarstarfið í íslenskri naut- griparækt er að skila miklum árangri. /Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, Magnús B. Jónsson, Sigurður Kristjánsson Niðurstöður skýrsluhaldsins 2011Fjóstíran Í hugbúnaðarþróun er þýð- ingarmikið að reyna að átta sig á þeirri tækniþróun sem kann að verða næstu 3-5 ár og hvaða möguleika hún muni bjóða not- endum í framtíðinni. Það var í kringum árið 1998 sem mörkuð var sú stefna innan hugbún- aðarsviðs Bændasamtakanna að þróa veflausnir með miðlægum gagnagrunnum í öllum helstu búgreinum. Við þróun vefforrita Bændasamtakanna var veðjað á útbreiðslu Internetsins og að allir bændur myndu eiga kost á viðunandi tengingu við það. Á þessum tíma voru fáir farnir að þróa lausnir fyrir vefinn með mið- lægum gagnagrunnum. Þá bættist við óvissa um uppbyggingu á háhraða- nettengingum í hinum dreifðu byggð- um, sem var á þessum tíma skammt á veg komin. Þessi framtíðarsýn mætti töluverðri andstöðu margra bænda og forystumanna þeirra, sérstaklega þegar þróun á FJARVIS.IS hófst, skýrsluhaldskerfinu í sauðfjárrækt. Ástæða hinnar hörðu gagnrýni var m.a. vantrú á að tækist að koma á viðunandi nettengingum í dreifbýli. Þess vegna töldu sumir betra að þróa Windows útgáfu, með svokölluðum biðlara og miðlara, en sú lausn krafð- ist ekki sítengingar við Internetið. Veflausnin sem tölvudeildin hóf þróun á keyrði á miðlara á netinu, gögn voru geymd á afkastamiklum miðlara og aðeins var gerð krafa um að notendur hefðu tölvu með vef- rápara (Internet Explorer, Firefox o.fl.) og svo að sjálfsögðu viðunandi tengingu við Internetið. Þessi lausn varð fyrir valinu einnig vegna þess að þannig væri hægt að bjóða bændum betri þjónustu og öryggi, m.a. við geymslu gagna. Alvarleg gagnrýni heyrðist víða að og þau rök m.a. notuð að sauðfjárbændur þyrftu að kaupa sér aðgang að Internetinu til að nýta vefforrit, eins og FJARVIS. IS. Svar mitt við þessari gagnrýni var einfalt: Af hverju ættu bændur og fjölskyldur þeirra að gera minni kröfur en aðrir þjóðfélagshópar í þessum efnum og sætta sig við að vera útilokaðir frá upplýsingasam- félaginu? Slíkt fannst mér óhugsandi ef bændur ættu að eiga kost á að nýta sér nýjustu upplýsingatækni eins og aðrir þjóðfélagshópar. Internetið var komið til að vera. Jafnræði í aðgengi að upplýsingasamfélaginu Það var og er enn trú og vissa undirrit- aðs að stjórnvöld séu skuldbundin til þess að tryggja öllum landsmönnum jafnt aðgengi að upplýsingasamfélag- inu, enda eru greið og örugg samskipti ein af grunnstoðum í nútímaþjóð- félagi. Við hugbúnaðarþróun skiptir sköpum að hugbúnaðarlausnir séu til staðar fyrir markaðinn á réttum tíma. Það getur verið dýrkeypt fyrir fyrir- tæki á samkeppnismarkaði að missa af lestinni í tækni, sem neytendur hafa tileinkað sér og eftirspurn er eftir. Það sem tafði framfarir í byrjun Internetbyltingarinnar hér á landi var að Síminn, sem var lengi vel eina fjar- skiptafyrirtæki landsmanna, stóð sig ekki við að byggja upp háhraðanet í hinum dreifðu byggðum. Þetta breytt- ist til batnaðar þegar alvöru samkeppni varð til á fjarskiptamarkaðnum. Örar tækniframfarir í fjarskiptum skiluðu sér líka til neytenda. Þéttbýlisbúar voru fljótir að fá til sín öflugri net- tengingar en landsbyggðin sat eftir. Verst var ástandið í hinum dreifðu byggðum og sérstaklega voru sauð- fjárbændur illa í sveit settir. Mynd sem ég lét teikna á sínum tíma og birtist í Bændablaðinu sýnir þennan aðstöðumun betur en orð fá lýst. Sjá mynd. Fjarskiptasjóður sem svar við markaðsbresti Í þessu sambandi skipti stofnun fjar- skiptasjóðs ríkisins árið 2007 miklu, en hann hafði það m.a. að markmiði að stuðla að uppbyggingu á háhraða- nettengingu á landsbyggðinni, með stuðningi ríkisins á þeim svæðum sem fjarskiptafyrirtæki töldu ekki mögulegt að bjóða netsamband á markaðslegum forsendum. Markmið fjarskiptasjóðs var einnig að stuðla að því að fjarskiptafyrirtæki byggðu upp GSM-samband á öllum stofn- vegum og helstu ferðamannastöðum. Um þetta hef ég nokkuð fjallað í Bændablaðinu oft áður. Fyrsta fjarskiptaáætlun ríkisins, sem var samin í ráðherratíð Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, náði til áranna 2005-2010. Með samþykkt hennar á Alþingi var mörkuð metnaðarfull stefna í fjar- skiptamálum landsmanna. Eitt af markmiðum hennar var að tryggja öllum landsmönnum aðgang að upp- lýsingasamfélaginu líkt og fjallað er um hér að ofan. Í ráðherratíð Kristjáns L. Möller var veigamiklum þáttum fjar- skiptaáætlunar 2005-2010 komið í framkvæmd. Í þessari viku mun Ögmundur Jónasson innanríkis- ráðherra síðan fylgja úr hlaði á Alþingi nýrri og framsækinni fjar- skiptaáætlun sem nær til ársins 2022, og fjallað var um í þessum dálki fyrir nokkru. Þá samþykkti Alþingi ný lög um fjarskiptasjóð á síðasta þingi sem framlengja starfsemi hans næstu 5 ár og tryggja fjármögnun verkefna, m.a. með tekjum af auðlindagjaldi fyrir tíðnir. Nokkur gagnrýni hefur komið fram á starfsemi fjarskiptasjóðs, sem ég tel að byggi á misskilningi. Verkefni hans voru í upphafi tengd með lögum við svæði á landinu þar sem fjarskiptafyrirtæki ætluðu ekki að byggja upp háhraðanettengingar. Inn á þau svæði þar sem fjarskipta- fyrirtæki hugðust tryggja íbúum netþjónustu var fjarskiptasjóði ein- faldlega bannað að koma og komu þar til EES-reglur um ríkisstyrki. Í þessu sambandi sagði ágætur bóndi við mig um daginn að loksins myndi eitthvað fara að gerast í fjarskipta- málum á landsbyggðinni þegar fjar- skiptasjóður hætti starfsemi! Þetta tel ég vera alvarlegan misskilning en vissulega áskorun til stjórnvalda að kynna markmið og verkefni fjar- skiptasjóðs, sem hefur svo sannar- lega lyft grettistaki í fjarskiptamálum á landsbyggðinni á síðustu þremur árum eða svo. Þessi kynning hefur ekki farið fram. Verkefnin sem bíða nýrrar stjórnar fjarskiptasjóðs eru aðkallandi og eru mörkuð í nýrri fjarskiptaáætlun. En auðvitað eru aðalleikendur á fjar- skiptamarkaðnum þau fjarskipta- fyrirtæki sem keppa á markaði og neytendur sem kalla eftir nýrri tækni og þjónustu. Á næstunni ætla ég síðan að fjalla um framtíðarsýn upplýsingatækni- sviðs Bændasamtakanna í þróun hugbúnaðar fyrir bændur og tengda aðila, en þar eru spennandi verkefni framundan nú sem fyrr. Jafnt aðgengi verði tryggt að upplýsingasamfélaginu sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is Jón Baldur Lorange Upplýsingatækni og fjarskipti Uppgjörssvæði Árskýr Afurðir á árskú Fita (%) Prótein (%) Heilsárs- kýr Kýr á skýrslu Skýrslu-bú 2011 Skrá kjarnf. Kjarnf. (árskú) Meðalbú- stærð (árskýr) Meðalbú-stærð (skýrsluf. kýr) Kjalarnesþing 271.8 5,328 4.00 3.26 206 356 7 3 1,097 38.8 50.9 Borgafjörður 1958.1 5,067 4.15 3.33 1,345 2,631 52 31 769 37.7 50.6 Snæfellsnes 632.0 5,956 4.28 3.39 456 859 22 13 795 28.7 39.0 Dalasýsla 382.5 4,547 4.18 3.32 254 548 13 7 795 29.4 42.2 Vestfirðir 625.7 4,887 4.23 3.33 456 832 21 12 665 29.8 39.6 Húnaþ. og Strandir 1367.7 5,233 4.13 3.36 933 1,788 45 34 807 30.4 39.7 Skagafjörður 2264.7 5,846 4.21 3.39 1,513 2,988 52 38 990 43.6 57.5 Eyjafjörður 4656.7 5,410 4.28 3.38 3,151 6,308 96 55 656 48.5 65.7 Suður-Þing. 1409.8 5,443 4.27 3.39 956 1,926 57 32 719 24.7 33.8 Austurland 1002.2 5,388 4.21 3.38 711 1,348 26 18 849 38.5 51.8 A.-Skaft. 422.8 5,889 4.17 3.35 314 544 11 7 1,099 38.4 49.5 V.-Skaft. 748.4 4,783 4.20 3.35 540 990 29 11 327 25.8 34.1 Rangárval- lasýsla 3014.9 5,474 4.20 3.35 2,063 4,158 74 23 652 40.7 56.2 Árnessýsla 4660.3 5,608 4.12 3.37 3,180 6,354 104 53 794 44.8 61.1 Samtals 23417.4 5,436.0 4.20 3.37 16,078 31,630 609 337 757 38.5 51.9 Kýr Faðir Afurðir kg Prótein % Fita % Bú 0120 Týra 98046 Hræsingur 12.144 3,33 4,04 Hraunkot 1650761-0382 Raketta 04043 Ári 11.999 3,34 3,62 Hóll, Sæmundarhlíð 0409 Auðhumla 03003 Bani 11.843 3,59 3,78 Vaglir 0279 Tíund 02032 Síríus 11.836 3,08 4,05 Leirulækjarsel 1600821-1151 11.776 3,07 3,76 Flatey 0106 Ljúfa 03036 Brunnur 11.747 3,63 4,56 Hraunkot 0400 Hófý 97010 Stígur 11.583 3,41 4,00 Keldudalur 1264891-0093 11.464 3,02 4,04 Stóra Hildisey II 0422 Blanda 97010 Stígur 11.440 3,18 3,74 Keldudalur 0552 Sveðja 97032 Þverteinn 11.359 3,35 3,83 Reykjahlíð 0006 Rjóð 11.300 3,00 3,15 Skriðufell 1645461-0577 Flóra 95010 Soldán 11.220 3,37 3,90 Selalækur 0356 Guðrún 97002 Bylur 11.211 3,42 4,82 Steindyr 1262 Súla 06002 Hlíðar 11.138 2,99 3,51 Hvanneyri 0447 Braut 97010 Stígur 11.110 3,05 4,19 Búvellir 0103 Tjörn 97010 Stígur 11.049 3,55 4,24 Hraunkot Bú Skýrsluhaldari Árskýr Afurðir kg. Fita % Prótein % Hraunkot Ólafur Helgason 16,5 8.340 4,25 3,47 Hóll Jón og Hrefna 34,6 7.986 4,15 3,50 Kirkjulækur 2 Eggert Pálsson 42,2 7.811 4,17 3,55 Reykjahlíð Sveinn Ingvarsson 60,1 7.734 4,07 3,47 Syðri Bægisá Helgi B. Steinsson 33,9 7.687 4,59 3,42 Ytri-Skógar Félagsbúið 21,2 7.669 3,91 3,37 Egilsstaðakot Elín og Einar 33,6 7.517 4,38 3,36 Helluvað III Helluvað ehf 35,2 7.434 4,09 3,31 Tröð Steinar Guðbrandsson 25,4 7.383 4,51 3,39

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.