Bændablaðið - 02.02.2012, Page 35
35Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Katrín Helga Ólafsdóttir er 15 ára
gamall nemandi í Víðistaðaskóla í
Hafnarfirði. Hún er jafnframt með-
limur í hljómsveitinni White Signal,
sem vann jólalagakeppni Rásar 2
árið 2011 og stefnir hátt.
Nafn: Katrín Helga Ólafsdóttir.
Aldur: 15 ára (fædd árið 1996).
Stjörnumerki: Ljón.
Búseta: Hafnarfjörður.
Skóli: Víðistaðaskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast
í skólanum? Að vera með vinum
mínum.
Hvert er uppáhalds dýrið þitt?
Kettirnir mínir fjórir. Dúlla, Brandur,
Rán og Þór.
Uppáhaldsmatur: Vá, ég fæ val-
kvíða, það er til svo fjölbreyttur og
góður matur, annars er sterkur matur
mjög góður.
Uppáhaldshljómsveit: FM
BELFAST.
Uppáhaldskvikmynd: Wayne's
World.
Fyrsta minningin þín? Þegar það var
skjaldbaka í barnalauginni í bakgarð-
inum við húsið mitt í Ameríku, ég bjó
þar fjögur fyrstu árin mín.
Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á
hljóðfæri? Ég spila á hljómborð og
greiðu. Svo syng ég líka og sem lög.
Hvað er það skemmtilegasta sem
þú gerir í tölvu? Að vera á Facebook,
tala við vini og að spila Tetris.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú
verður stór? Hamingjusöm.
Hvað er það klikkaðasta sem þú
hefur gert? Uuu... aldrei neitt svona
mjög klikkað, nema það er klikkað
gaman að vera í hljómsveit.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
hefur gert? Farið til útlanda þegar
kisan mín var að eiga kettlinga, flugið
var löngu bókað og við gátum ekki
breytt því.
Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt
í vetur? Ég ætla að standa mig vel í
skólanum í vetur, en í sumar ætla ég
að spila fullt með hljómsveitinni
og njóta lífsins áður en ég byrja í
menntaskóla. /ehg
Spilar á hljómborð og greiðu
FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ
Koddateppi
PRJÓNAHORNIÐ
Þetta er þægilegt teppi eða
koddi til að hafa í bílnum.
Samanpakkað er það koddi en
sundurtekið teppi.
Stærð:
Teppi 76x98 cm.
Koddi 40x30 cm.
Efni:
Garn.is Alpaca nr. A Tn403 x 6 dokkur
B 34854 x 8 dokkur
Hægt er að nota aðra liti eða hafa rend-
urnar öðruvísi, allt eftir smekk hvers og eins.
Alpaca garnið er til í 12 litum, 50 gramma
dokkur.
Prjónar:
Prjónar nr. 5. Gott er að skrúfa saman langa
snúru á milli prjónanna eða nota 80 cm
langa prjóna.
Prjónafesta:
10x10 cm = Garðaprjón 28 umf og 16 L.
Slétt prjón 23 umf og 15 L.
Aðferð:
Teppið er prjónað með garðaprjóni fram
og til baka. Þegar því er lokið er fellt af til
hliðanna en fitjað upp fyrir áfasta koddann
sem getur líka verið hetta og hann prjónaður
slétt í hring.
Byrjað neðan á teppinu:
Fitjið upp 160 L með lit B og prjónið fram
og til baka garðaprjón 34 garða eða 68
umferðir.
Skiptið nú í lit A og prjónið líka 34 garða eða
68 umferðir garðaprjón.
Skiptið þá aftur í lit B og prjónið 34 garða
eða 68 umferðir.
Fellið nú af 50 lykkjur og prjónið 60 l garða-
prjón, fellið síðan af síðustu 50 L.
Nú eru þessar 60 L í miðjunni prjónaðar
sléttar og fitjaðar upp aðrar 60 lykkjur,
tengt í hring.
Prjónið nú slétt í hring 30 cm.
Að því loknu er koddinn lykkjaður saman
í endann.
Heklið með lit A hringinn í kringum teppið
og meðfram uppfitjuðu lykkjunum í kodd-
anum.
Gangið frá endum og brjótið teppið sam-
kvæmt meðfylgjandi myndum.
Hönnuður er Hafrún Ásta Hafsteinsdóttir.
Bókabás
Katrín Helga er í hljómsveitinni
White Signal en hún ætlar, ásamt
öðrum hljómsveitarmeðlimum, að
taka sumarið með trompi við spila-
mennsku og njóta lífsins.
6 1
5 9 2
6 7 9
4 1 3
1 6
5 8 9
8 4 1
6
3 2
1 5 2
5 9
7 6
1 6 5
6 3 5 2
8 2 9
6
4 3 8
9 6 7 1
2 3
3 8 1
7 9 8 1
8 1 7
1 6 2
3 6
3
5 2
8
5 2
Rikka og
töfrahringurinn í Japan
– barnabók eftir Hendrikku Waage
Rikka og töfrahringur-
inn í Japan - barnabók
eftir Hendrikku Waage
er nýkomin út hjá
bóka útgáfunni Sölku.
Rikka og töfrahring-
urinn í Japan er þriðja
bókin eftir Hendrikku
Waage um káta ferða-
langinn hana Rikku en
fyrstu tvær bækurnar
um Rikku hafa notið
mikilla vinsælda bæði hér og erlendis,
en þá ferðaðist hún um Ísland og
Indland.
Rikka á töfrahring og með hans
hjálp ferðast hún nú um Japan og lærir
um menningu landsins, fallega staði
og sögu þeirra. Með skarpskyggni
sinni og einlægni sýnir hún lesendum
að þrátt fyrir ólíka staði, matseld og
menningu á mannfólkið meira sam-
eiginlegt en ekki, hvar sem við búum
í heiminum.
Þessi bók er eins og þær fyrri
frábær hvatning fyrir
komandi kynslóðir að
sýna fjölbreytileikanum
meira umburðarlyndi og
skilning.
Hendrikka er er
þekktur skartgripahönn-
uður; hún vinnur einnig
að mannúðarmálum,
skrifar barnabækur, er
umhverfissinni og berst
sérstaklega fyrir rétt-
indum barna. Hendrikka hefur búið
og unnið um allan heim og sú reynsla
hefur gefið henni dýrmæta innsýn í
mismunandi menningarheima. Hún
er einnig forseti Alþingis barna, góð-
gerðasamtaka sem hafa það m.a. að
markmiði að finna sjálfbærar skipu-
lagðar lausnir á sviði mannréttinda.
Inga María Brynjarsdóttir mynd-
skreytti.
Hluti af tekjum bóksölunnar
rennur til góðgerðasjóðs Alþingis
barna, www.kidsparliament.org.
9 2 7 89
Kíktu á salka.is
Uppskriftir og leiðbeiningar
fyrir byrjendur jafnt sem
lengra komna
Mynd 1.
Mynd 2.
Mynd 3.
Mynd 4.
Mynd 5.
Sudoku
Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er
að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar.
Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar
í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki
innan hvers reits sem afmarkaður er af
sverari lín um.
Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem
er lengst til vinstri er léttust og sú til
hægri þyngst en sú í miðjunni þar á
milli.
Hægt er að fræðast nánar um
Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www.
sudoku2.com og þar er einnig að finna
fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir
ekki.
Bændur og búalið
Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku.
Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími.
Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími 557 5580
1966 - 2011
45
ÁRA
Íslensk framleiðsla í 45 ár.