Bændablaðið - 02.02.2012, Page 36

Bændablaðið - 02.02.2012, Page 36
36 Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012 Íslensk hönnun Prjónablaðið Lopi & band hefur verið reist við en það hefur legið í dvala í heil 14 ár. Það eru þær Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, sem báðar eru menntaðar úr textíl- deild Myndlista- og handíðaskóla Íslands, sem eiga veg og vanda af endurreisn blaðsins. Annað tölublað Lopa & bands kom út á dögunum og eru það ungbörnin sem fá þar að njóta sín. „Prjónablaðið Lopi & band lagðist af árið 1997, en hefur verið endur- vakið í okkar eigu 14 árum síðar. Á þeim tíma sem blaðið lagðist af naut prjón minni vinsælda, en nú fögnum við sannarlega breyttum tímum. Fyrir rúmu ári ákváðum við að láta slag standa og kom fyrsta tölublaðið út í byrjun ágúst. Annað tölublað, ung- barnablað fyrir börn frá 0-2ja ára, kom út um miðjan desember,“ útskýrir Ásdís. Aukin fjölbreytni uppskrifta Báðar hafa þær numið við textíldeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands en að auki er Margrét Linda þjóð- fræðingur að mennt og hefur unnið við hönnun. Ásdís hefur starfað við stjórn- unarstörf hjá Heimilisiðnaðarfélagi Íslands og Textílsetri Íslands samhliða hönnunarstörfum. „Tilgangurinn með því að endur- vekja Lopa & band er að bjóða upp á aukna fjölbreytni í íslensku upp- skriftaflórunni og að kynna þjóð- lega hönnun sem tekur mið af tísku- straumum bæði hér innanlands og í hátískuheiminum. En hvað er þjóð- legt? Okkar svar við þeirri spurningu er að með því að nota íslenska ull, hanna flíkur sem henta okkar veðráttu, leita innblásturs í fatnaði fyrri alda og að útfæra svipmót okkar fögru nátt- úru í flíkur erum við að gera eitthvað sem kalla má þjóðlegt,“ segir Ásdís og bætir við: „Við stefnum á að gefa út 2-3 blöð á ári eða eins og við náum að anna. Við hönnum sjálfar flestar flíkurnar í blaðinu en stefnum að því að geta verið í samstarfi við aðra prjóna- hönnuði í framtíðinni. Við leggjum mikla áherslu á að vinna úr íslensku hráefni, en að sjálfsögðu notum við aðrar garntegundir, enda mikið fram- leitt af vönduðu garni úr náttúrulegum efnum. Uppskriftin sem hér birtist er úr nýjasta hefti Lopa & bands, ung- barnablaðinu. Eins og margir vita á þjóðin okkar met í fjölmörgum málum. Þegar gerð var könnun í öllum Evrópulöndum varðandi barnafjölda á hverja konu kom í ljós að við hér í okkar litla landi eigum flest börnin. Sem sagt Evrópumet í barneignum. Annað sem gerir okkur frábrugðnar öðrum mæðrum, ekki aðeins í Evrópu heldur í öllum heiminum, er að við látum ungana okkar sofa úti í vagni í hvaða veðri sem er. Ekki virðist börnunum verða meint af útiverunni svo framarlega sem við klæðum þau í hlýjan fatnað. Marglitt og fóðrað ullar- teppi hentar því vel bæði innan- og utandyra.“ Barnateppi úr Léttlopa STÆRÐ: 80 x 100 cm EFNI: Léttlopi frá Ístex, 50 g dokkur. NR. LITUR: 0051 hvítur 200 g 0086 ljósljósmórauður 100 g 1406 vorgræn samkemba 50 g 1413 lilla samkemba 50 g 1416 mýri 50 g 1417 kal 50 g Hringprjónn nr. 5, 60 eða 80 cm. Fóður 85 cm grágrænt, teygjanlegt vis- kósefni. Föndra, Kópavogi. PRJÓNFESTA: 18 L og 24 umf. gera 10x10 cm í sléttu prjóni. AÐFERÐ: Teppið er prjónað í hring eftir munsturteikn- ingu, og svo munsturteikningu á hvolfi svo að munstrið speglast um miðjuna á tepp- inu. Saumað með þéttu spori í saumavél og klippt upp. Fóður er varpað niður í höndum. Fitjið upp 142 L með hvítu. Tengið í hring og prj stroff *2 L br, 2 L sl*, endurtakið * - *, prj 2 L br. Prj 8 umf. Prj 2 umf sl en prj fyrst 2 L og síðustu 2 L br fyrir uppklippingu, prj þær br framvegis. Prj eftir munsturteikningu, 138 L, (142 L með br L). Prj 97 umf. Hvolfið við munsturteikningunni og prj umf 96-1. Prj 2 umf sl einlitar hvítar. Prj stroff eins og í upphafi, 8 umf. Fellið laust af. Saumið með þéttu beinu spori í saumavél, tvisvar í hvora br L fyrir miðju. Klippið upp á milli saumanna. Prj upp með hvítu 164 L í hvorri hlið. Prj stroff þannig: JaðarL, prj 5 L sl, *2 L br, 2 L sl*, endurtakið * - *, 2 L br, 6 L sl. Prj 8 umf og fellið laust af. FRÁGANGUR: Gangið frá endum. Þvoið varlega og leggið til þerris í rétt mál. Sníðið til fóðrið og varpið niður á bakhliðina. © Hönnun: Margrét Linda Gunnlaugsdóttir. /ehg Áhersla á íslenskt og þjóðlegt Þær Ásdís Birgisdóttir og Margrét Linda Gunnlaugsdóttir gefa nú út prjónatí- maritið Lopa & band eftir 14 ára hlé. Nýjasta blaðið er helgað ungbörnum og fylgir hér með uppskrift að þessu fallega ungbarnateppi. 96 95 94 93 92 91 90 89 88 87 86 85 84 83 82 81 80 79 78 77 76 75 74 73 72 71 70 69 68 67 66 65 64 63 62 61 60 59 58 57 56 55 54 53 52 51 50 49 48 47 46 45 44 43 42 41 40 39 38 37 36 35 34 33 32 31 30 29 28 27 26 25 24 23 22 21 20 19 18 17 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 0051 6 0086 5 1406 14134 3 1417 2 1416 1 Þórdís Jónsdóttir saumaði fyrstu púðana sem komu fyrir almenningssjónir Sækir innblástur í gömlu íslensku kvenbúningana Akureyringurinn Þórdís Jóns- dóttir hefur vakið mikla athygli fyrir púða sem hún saumar frá grunni og saumar út í þá blóma- munstur með ullargarni. Þórdís hefur alla tíð haft gaman að hver- skyns handavinnu og segir nú útsauminn hafa tekið öll völd, en púðana saumar hún alla heima hjá sér í höndum. Upphaf: „Byrjunin hjá mér í púðasaumnum hófst þegar veitingastaðurinn Friðrik V á Akureyri var opnaður árið 2007. Þá var ég beðin um að sauma nokkra púða sem hafðir voru þar í sófum og á stólum og vöktu þeir mikla athygli. Munstur sem ég vann eftir í þá púða var eftir gömlum og slitnum púða sem föðuramma mín hafði saumað en ég veit því miður ekki hvaðan það munstur er komið í upphafi, kannski að það hafi verið selt í hann- yrðabúðum. Allavega heyri ég frá mörgum sem sjá þetta munstur að fólk man eftir svipuðum púðum á heimilum í gamla daga.“ Hráefni: „Ég legg mig fram um að nota vönd- uð efni í púðana mína , mest nota ég ull og svo hör líka en mér finnst mest um vert að efnið beri sig vel, því að hvað er gaman af að hafa púða í sófanum sem alls ekki þolir að vera notaður og verður bara að einhverri hrúgu. Ég sauma út í púðana með ullargarni en nota aðeins annað garn með og þá fæ ég meiri fjölbreytileika og dýpt í útsauminn. Stundum set ég silki og perlur með til skrauts.“ Innblástur: „Innblástur í útsauminn fæ ég vítt og breitt úr umhverfinu. Mér finnst gaman að vinna út frá gömlu munstr- unum sem eru í íslensku kvenbún- ingunum. Oft á tíðum tek ég mér lit af garni og svo bara byrja ég að sauma og úr verða blóm, en yfirleitt teikna ég einhverjar grunnlínur af munstri og sauma þar til úr verður fagurt blóm. En ég hef alltaf sagt að ég er ekki góð að teikna, þannig að mér finnst betra að láta nálina gera það.“ Framundan: Ég hef þrisvar sinnum tekið þátt í stórri handverkssýningu sem haldin er í Ráðhúsi Reykjavíkur og er á vegum Handverks og hönnunar, en þar hef ég kynnt og selt mína vöru. Það hefur verið mjög mikils virði fyrir mig að fá tækifæri til að taka þátt í þessum sýningum. En svo sauma ég líka mikið eftir pöntunum og þá hefur fólk samband við mig og við finnum út hvaða óskir hver og einn hefur um til dæmis munstur, liti og efni í púðana. Ég hef nú ekki farið í útrás með mína vöru, hef fengið fyrirspurnir um hvort ég hafi áhuga á því en meðan ég hef nóg að gera hér heima þá held ég mig bara við Íslandið góða. En ég veit samt til að útlend- ingar hafi verið að kaupa púðana mína og auðvitað er gaman að því. Í sumar opnum við systur mínar tvær sýningu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar verð ég með útsaum- inn minn, María sem er myndlistar- kona og búsett á Ítalíu verður með málverk og Margrét leirlistarkona hér á Akureyri mun sýna leirverk. Ég hef alla tíð haft gaman að allri handavinnu en núna hefur útsau- murinn alveg tekið völdin. En svo þegar ég er búin að vera að sauma mikið er gott að grípa í heklunálina eða prjónana. Ég er ekki með vinnus- tofu úti í bæ heldur vinn ég hér heima ekki skemmir fyrir að vinna við það Sjá einnig Facebook-síðu Þórdísar: Handbróderaðir púðar - Þórdís Jónsdóttir, og heimasíðuna www.thordisjonsdottir.com /ehg Púðana saumar Þórdís frá grunni og notar ullargarn til að sauma blóma- munstur í þá.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.