Bændablaðið - 02.02.2012, Side 39
39Bændablaðið | fimmtudagur 2. febrúar 2012
Góð verð - Persónuleg þjónusta
Skeiðarás 3 Garðabær Sími 5272600 velavit@velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit útvegar varahluti í allar gerðir traktora td.
New Holland, CASE, John Deere, Fiat, Zetor,
McCormik, Deutz, Landini, Valtra o.fl.
Hafið samband og látið okkur aðstoða
við að útvega réttu varahlutina
! Ford og New Holland síur á lager !
BAGGASPJÓT
125 CM
110 CM
98 CM
82 CM
WWW.VELAVAL.IS
Vélaval-Varmahlíð hf.
sími: 453-8888
Síur í
dráttarvélar
WWW.VELAVAL.IS
Vélaval-Varmahlíð hf.
sími: 453-8888
Í Sviss er hefð fyrir því að almenn-
ingur kaupi búvörur beint frá býli.
Bóndabæir eru víðast litlir þar í landi
og í sambýli við þéttbýlið. Ekki eru
bændaverslanirnar allar íburðar-
miklar heldur láta þær lítið yfir sér
og víða er boðið upp á sjálfsafgreiðslu.
Á meðfylgjandi myndum má
sjá litla sveitabúð í Norður-Sviss
þar sem hægt er að kaupa mjólk
úr sjálfsala, egg, grænmeti,
eplasafa, hunang, sultur og
fleira góðgæti. Inni í búðinni
er sjálfsali en líka lítil verslun
sem er opin stuttan tíma dags.
Sjálfsalarnir eru hins vegar opnir
allan sólarhringinn og heima-
menn segja þetta vinsælt fyrir-
komulag.
Mjólkursjálfsali undir berum himni
Mjólkin er ógerilsneydd og
sjálfsalinn er tengdur beint
í tankinn hjá bóndanum.
Viðskiptavinurinn kaupir mjólk-
ina í lítratali og kostaði líterinn
162 krónur eða 1,2 svissneska
franka í þessari sveitabúð. Ekki
er víst að Matvælastofnun
myndi gefa leyfi fyrir mjólkur-
sjálfsalanum hérlendis þar sem
mjólkin er ógerilsneydd en vafa-
laust er til tækni í hinum stóra
heimi sem leysir þann vanda.
Skoðið á Netinu
Nánari upplýsingar um mjólkur-
sjálfsalann er að finna á vefslóð-
inni www.brunimat.ch. Sömu
sjálfsalar eru líka notaðir til að
selja eplasafa. /TB
Beint frá býli í Sviss
Mjólkin
seld úr
sjálfsala
Bændaverslanir eru víða í Sviss. Þessi er í alfaraleið þar sem þorpsbúar og svangir ferðalangar ná sér í vistir. Í baksýn glittir í súrhey undir dúk.
Opinn mjólkurskápur - allt snyrilegt og fínt. Líterinn á 162 krónur.
Mjólkurskápurinn fyrir utan búðina.
Plöntuhlífar úr veður-
athugunarrakettum
– Notaðar við skjólbeltarækt
Mæva Marlene Urbschat,
skógarbóndi á Litla-Búrfelli
í Svínavatnshreppi í A-Húna-
vatnssýslu, hefur stundað skóg-
rækt og þó nokkra skjólbeltarækt.
Hún hefur til margra ára notað
plöntuhlífar, aðallega fyrir plöntur
í skjólbeltum.
Plöntuhlífarnar eiga sér nokkra
sögu. Þær eru upprunnar frá starf-
semi varnarliðsins á Miðnesheiði,
eru í raun umbúðir utan af einhvers-
konar veðurathugunarrakettum sem
herinn notaði þar. Gísli Pálsson á
Hofi í Vatnsdal sá not fyrir þessar
umbúðir á öðrum vígstöðvum og flutti
nokkra bílfarma norður í land þar sem
hann framleiddi m.a. plöntuhlífar úr
þeim. Blönduvirkjun keypti síðan
talsvert magn af honum, og einnig
Svínavatnshreppur sem var og hét.
Þegar Blönduvirkjun hafði notað
hlífarnar fékk Mæva aðgang að þeim
og notar með góðum árangri.
Hún festir þær niður með vírlykkj-
um og hefur tekist að ganga þannig frá
að þær fjúka
ekki. Þetta er
mikil vinna
en veitir
p löntunum
klárlega skjól
fyrstu árin
þegar þörfin
er mest,
enda lifun í
skjólbeltum á
Litla-Búrfelli
einstaklega
góð. Þegar
plantan er
orðin nokkuð státin eru hlífarnar fjar-
lægðar því hætta er á að plantan lemjist
í brúnir hlífarinnar ef hún hefur of lítið
pláss. Mæva hefur komið sér upp
mörgum þúsundum slíkra plöntuhlífa
og getur notað þær aftur og aftur en
hlífarnar notar hún til að koma nýjum
beltum vel af stað.
Hér að ofan kúrir fjallaþinur í plöntu-
og vindum heldur kemur líka í veg
fyrir að sinan nái að þrengja að
honum.