Fréttablaðið - 16.01.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 16.01.2012, Síða 8
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR8 FRÁBÆRT VERSLUNARHÚSNÆÐI EINSTÖK STAÐSETNING Til leigu er verslunarhúsnæði á 2 hæðum að Hallarmúla 2, samtals um 1.500 fm. Húsnæðið er tilbúið undir verslunarrekstur. Næg bílastæði. Nánari upplýsingar gefur Örn V. Kjartansson, orn@m3.is, gsm 825 9000. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þær ástæður sem sjálfstæðismenn leggja fram til stuðnings afstöðu sinni eru haldlausar og augljóst að einhverjar allt aðrar ástæður liggja að baki,“ bókuðu fulltrúar A-listans í bæjar- stjórn Hveragerðis eftir að meirihluti sjálfstæðismanna felldi tillögu þeirra um viðræður við Ölfus um sameiningu sveitar- félaganna. „Enginn vafi er á því að bæði sveitar- félögin mundu hagnast verulega á sam- einingu. Miklir fjármunir mundu sparast í yfirstjórn,“ sagði í greinargerð sem fylgdi tillögu A-listans. Breytingartillaga sem sjálfstæðismenn lögðu fram og þeir samþykktu gerir hins vegar ráð fyrir viðræðum við Ölfus um sameiningu um breytt sveitarfélagamörk sem eru á svæðinu ofan við Varmá og upp að fjalli. „Svæðið er afar mikilvægt fyrir Hveragerðisbæ vegna nálægðar þess við byggðina en miðbær Hveragerðis stendur í raun á mörkum sveitarfélaganna,“ bókuðu sjálfstæðismenn og það mundi styrkja svæð- ið í heild ef mörk sveitarfélaganna tækju mið af raunverulegu þjónustusvæði þeirra. Bæjarfulltrúar A-listans sögðust furða sig á afstöðu sjálfstæðismanna. „Bæjarfulltrú- ar A-listans munu því halda áfram að vinna þessu máli framgang þrátt fyrir einstreng- ingslega afstöðu sjálfstæðismanna,“ sagði í bókun þeirra. - gar Tillaga minnihlutans í bæjarstjórn Hveragerðis um sameiningu við Ölfus var felld í síðustu viku: Vilja ræða mörk sveitarfélaga við Ölfus HVERAGERÐI Hluti byggðarinnar við Hveragerði er í raun í sveitarfélaginu Ölfusi og því vill meirihlutinn í bæjarstjórn breyta. FRÉTTABLAÐIÐ/E. ÓL VEISTU SVARIÐ? HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- un Suðurlands (HSu) hefur samið við Sjúkratryggingar Íslands um aukna þjónustu sérfræðinga. „Annars vegar er um að ræða þjónustu húðlæknis og öldrunar- læknis, sem ekki hefur verið áður í boði á Suðurlandi. Hins vegar er um að ræða aukna þjónustu barnalæknis,“ segir á vef HSu. Sérfræðingur í húðlækningum hefur þegar hafið störf og auglýst hefur verið eftir sérfræðingum í öldrunar- og barnalækningum. „Vonir standa til að hægt verði að hefja og styrkja þjónustu í þeim sérgreinum sem fyrst.“ - óká Húðlæknir er þegar byrjaður: HSu eykur sér- fræðiþjónustu 1. Hver verður nýr framkvæmda- stjóri Útón? 2. Hvað heita skurðarbrettin sem hönnuðirnir Fanney Long og Hrafnkell Birgisson kynntu á síðasta ári? 3. Hvað voru konurnar í Íslenska kvennakórnum í Kaupmannahöfn með á höfði þegar þær sungu á krýningarafmæli drottningar? SVÖR: 1. Sigtryggur Baldursson. 2. Cutfish. 3. Skotthúfur. TOLLGÆSLA Tollgæslan lagði hald á rúmlega 12,5 kíló af fíkniefnum sem reynt var að smygla hingað til lands á síðasta ári í gegnum Leifs- stöð. Þar af voru tvær flöskur með amfetamínbasa sem hefðu getað gefið rúmlega 4,6 kíló af amfeta- míni hvor, samkvæmt útreikning- um. Auk þessa stöðvaði tollgæslan smygl á tæplega 4.500 LSD stykkj- um og rúmlega 66 þúsund e-töfl- um í Leifsstöð, samkvæmt tölum sem teknar hafa verið saman fyrir Fréttablaðið. Ef litið er á þjóðerni þessara 28 smyglara sem teknir voru í Leifs- stöð á nýliðnu ári var þar um að ræða fimmtán Íslendinga, tvo Litháa, tvo Pólverja, fjóra Dani, tvo Frakka og einn frá Ítalíu, Græn- landi og Þýskalandi. Af þessum 28 manna hópi voru tuttugu og einn karlmaður og sjö konur. Sá yngsti sem tollgæslan stöðvaði var danskur piltur, aðeins sextán ára, og sá elsti 52 ára karl- maður. Pilturinn hafði komið frá Kaupmannahöfn og dvalið í Reykja- vík. Hann var á leiðinni héðan til Grænlands þegar hann var stöðv- aður með tæp 200 grömm af hassi. Annar piltur, sautján ára Íslend- ingur, var einnig tekinn með 36 þúsund e-töflur. Langflestir smyglaranna voru að koma frá Kaupmannahöfn eða þrettán. Aðrir komu frá London, Amsterdam, Las Palmas á Kanarí- eyjum, París og Frankfurt. „Þetta er svipuð mynd og við höfum verið að sjá í gegnum árin,“ segir Kári Gunnlaugsson yfirtoll- vörður. „Þarna er öll flóran, konur og karlar á öllum aldri. Við höfum verið að taka fólk um sjötugt og alveg niður í sextán ára.“ Kári segir hins vegar að breyt- ingar hafi orðið á magni tegunda fíkniefna, sem reynt hefur verið að smygla til landsins í gegnum Leifsstöð. „Það er mjög lítið tekið af hassi nú orðið. Ástæðuna teljum við vera þá að framleiðslan hafi færst inn í landið. Þá er deginum ljósara að einhver hluti af framleiðslu amfeta- míns fer fram hér á landi. Við sjáum það á amfetamínbasa sem reynt hefur verið að smygla hing- að inn til þess að fullvinna hér. “ Kári segir að smyglararnir reyni stöðugt að finna nýjar leiðir til að koma fíkniefnum til landsins, meðal annars með sérútbúnum töskum. jss@frettabladid.is Tollgæslan tók tólf kíló af eiturlyfjum Tollgæslan stöðvaði smygl til landsins á ríflega 12,5 kílóum af fíkniefnum, 4.500 stykkjum af LSD og rúmlega 66 þúsund af e-töflum í Leifsstöð á nýliðnu ári. Yngsti smyglarinn var sextán ára. LSD, stk. E-töflur, stk. E-duft, gr Hass, gr Amfetamín, gr Kókaín, gr 4.472 66.229 144,68 686,31 245,82 2.183,11 1.570 ml.* Amfetamín, smyglað í rauð- og hvítvínsflöskum. * Úr vökvanum í rauð- og hvítvíns- flöskunum væri hægt að gera í hæsta lagi 4.655 gr af efni sem væri 5,8% af styrkleika úr hvorri flösku um sig. Haldlögð fíkni- efni á síðasta ári TOLLGÆSLAN Tollgæslan að störfum í Leifsstöð með fíkniefnahundinn Nelson, sem hefur reynst ómetanlegur við gæsluna. LANDBÚNAÐUR ORF Líftækni segir í yfirlýsingu að „nákvæmlega engin hætta“ hafi verið á ferðum þegar gróðurhús fyrirtækisins Barra á Egilsstöðum skemmd- ust í ofsaveðrinu sem gekk yfir Austurland á dögunum. Í gróður- húsinu er ræktað erfðabreytt bygg, en í yfirlýsingunni segir að þó svo að ólíklega hefði viljað til að bygg hefði borist út úr húsinu við óhappið, hefði það engu skipt – enginn möguleiki hafi verið á mengun út í umhverfið. Kynningarátak um erfðabreytt- ar lífverur, sem fjölmörg félög og einstaklingar standa að, höfðu fyrr sent Umhverfisráðuneytinu bréf vegna óhappsins í Barra og sagt atvikið staðfesta áhyggjur af ræktun erfðabreyttra plantna í gróðurhúsum og að leyfisveiting- ar til afmarkaðrar notkunar erfða- breyttra lífvera byggi á ófullnægj- andi öryggis- og áhættumati. Var þess krafist í bréfinu að Umhverfisstofnun afturkallaði leyfi til ræktunar í Barra. Í yfirlýsingu ORF er það harm- að að umfjöllun um málið hafi verið sett fram á þann hátt að skilja megi að einhver möguleiki hafi verið á mengun umhverfis- ins. Eins að krafa um afturköllun leyfisins sé fráleit og ekki byggð á rökum. - shá Skemmdir magna deilur um erfðabreytta ræktun: Engin hætta á mengun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.