Fréttablaðið - 16.01.2012, Qupperneq 11
MÁNUDAGUR 16. janúar 2012 11
Öllum er væntanlega enn í fersku minni frábær árangur
íslenska landsliðsins í handknatt-
leik á Ólympíuleikunum í Pek-
ing árið 2008. Þar vann íslenska
liðið til silfurverðlauna og varð
þar með fyrst liða á Íslandi til að
vinna til verðlauna í hópíþróttum
á Ólympíuleikum. Í kjölfar frá-
bærs árangurs og glæsilegrar
móttöku tugþúsunda Íslendinga
í miðbæ Reykjavíkur á hetjum
okkar var stofnaður sjóður á
vegum Reykjavíkurborgar sem
fékk það sjálfsagða heiti, Silfur-
sjóður Reykjavíkurborgar.
Hanna Birna Kristjánsdóttir
sem þá var borgarstjóri tilkynnti
að framlagið í Silfursjóðinn yrði
20 milljónir króna. Markmið-
ið með stofnun sjóðsins var að
gera ungmennum kleift að kynn-
ast handboltaíþróttinni fram að
Ólympíuleikunum í Lundúnum
2012 meðal annars með því að
hvetja reykvísk börn til hand-
knattleiksiðkunar og almennrar
íþróttaiðkunar. Einnig að miðla
hugmyndafræði íslenska karla-
landsliðsins í handknattleik og
styrkja yngri landslið Íslands í
sömu grein. Veita átti framlag úr
sjóðnum, fimm milljónir króna á
ári þangað til og yrði fyrirliði liðs-
ins, Ólafur Stefánsson, verndari
sjóðsins. Íþróttafélög, skólar o.fl.
í Reykjavík áttu síðan að geta sótt
um fjármagn úr sjóðnum árlega.
Fyrstu tvö árin var veitt fé úr
sjóðnum en þegar aðilar tengdir
handknattleik hugðust sækja um
í sjóðinn þriðja árið af fjórum var
hann horfinn! Sjóðurinn hefur
verið lagður niður eða réttara sagt
sameinaður öðrum tveimur sjóð-
um, Forvarna- og framfarasjóði
Reykjavíkurborgar og Forvarna-
sjóði Reykjavíkurborgar, í einn
nýjan sjóð: Forvarnasjóð Reykja-
víkur.
Þrátt fyrir göfug markmið í
forvarnamálum Reykjavíkur og
eflingu félagsauðs í úthlutunar-
reglum hins nýstofnaða sjóðs er
þar engu að síður ekkert að finna
sem samsvarar þeim úthlutunar-
reglum sem Silfursjóðurinn laut
né nokkuð sem gerir sjóðnum
kleift að uppfylla þær skyldur sem
Silfursjóðurinn hafði.
Hinn nýstofnaði sjóður getur því
ekki úthlutað fjármagni til hand-
knattleikshreyfingarinnar enda
kom það á daginn að þegar For-
varnasjóðurinn úthlutaði sinni
fyrstu úthlutun í lok síðasta árs
var öllum umsóknum í sjóðinn
tengdum handknattleik hafnað.
Merkilegt það.
Enn merkilegra er, að þegar
borgarstjóri með erindisbréfi sínu
í byrjun árs 2011 skipaði starfshóp
sem hafði það hlutverk að yfirfara
reglur um forvarna- og framfara-
sjóði Reykjavíkurborgar var ekk-
ert í því erindisbréfi sem kvað á
um að Silfursjóðurinn ætti að vera
með. Samt sem áður var tekin sú
ákvörðun að sameina Silfursjóð-
inn, sem í voru tíu milljónir, við
tvo forvarnasjóði án nokkurra
skýringa né án nokkurs samráðs
við handknattleiksforystuna í
landinu.
En merkilegast er þó, að ráðstöf-
unarfé hins nýstofnaða Forvarna-
sjóðs Reykjavíkur er nákvæm-
lega tíu milljónir! Tíu milljónir
sem eftir voru í Silfursjóðnum,
sjóðnum sem í dag er horfinn og
var ætlaður til eflingar handknatt-
leiks í kjölfar frábærs árangurs á
Ólympíuleikunum í Peking. Tíu
milljónir sem að óbreyttu hand-
knattleiksíþróttin fær aldrei að
njóta eins og til stóð.
Það er með ólíkindum hvernig
þessi sjóður hefur verið afgreidd-
ur með einu pennastriki af núver-
andi meirihluta Besta flokks og
Samfylkingar. Jón Gnarr og Dagur
ættu að vera menn að meiri og
standa við þau loforð sem stofnun
Silfursjóðsins gaf fyrirheit um.
Horfinn
Silfursjóður!
Íþróttir
Geir
Sveinsson
borgarfulltrúi
MÁLÞING
UM FLUGMÁL
Flugvellir og flugsamgöngur
Tækifæri í skipulags- og
atvinnumálum
19. janúar 2012 – Icelandair Hótel Reykjavík Natura
13:00 Setning málþings um flugvallarmál 2012
Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík
13:10 Flugsamgöngur á Íslandi
Pétur K. Maack, flugmálastjóri
13:35 Niðurstöður úttektar á Reykjavíkurflugvelli 2007
Þorgeir Pálsson, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR
14:00 The Return of the City Centre Airport
Philip Butterworth-Hayes, Editor, PMI-Media
14:20 Stockholm Airports Bromma and Arlanda and their Future Roles
Henrik Littorin, Swedavia
14:40 – 15.00 Kaffihlé
15:00 Framtíðarsýn fyrir flugvelli landsins
Þórólfur Árnason, stjórnarformaður Isavia
15:20 Reykjavíkurflugvöllur og skipulag höfuðborgarsvæðisins
Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, aðjúnkt við tækni- og verkfræðideild HR
15:40 Hver er framtíð innanlandsflugsins?
Haraldur Sigþórsson, lektor við tækni- og verkfræðideild HR
16:00 Pallborðsumræður um íslenska flugvelli og flugsamgöngur
Jón Gunnarsson, alþingismaður, Birna Lárusdóttir, Ísafirði,
Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi, Páll Hjaltason, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur,
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, Kjartan Þór Eiríksson,
framkvæmdastjóri Kadeco, Júlíus Vífill Ingvarsson, borgarfulltrúi.
17:00 Málþingi um flugmál slitið
Fundarstjóri: Ingunn Sæmundsdóttir,
dósent við tækni- og verkfræðideild HR
Aðgangseyrir: kr. 3.000 (veitingar innifaldar)
Skráning á skraningar@hr.is
Maður sér appelsín-flösku og fer ósjálfrátt að brosa
vegna þess að fyrirfram tengir
maður ljúfar kenndir við Ölgerð
Egils Skallagrímssonar. Sjálfur
hugsa ég til afa og ömmu á Berg-
staðastræti og jólanna þegar
maður mátti fara niður í kjallara
og ná sér í appelsín. Og gamla
góða maltið: klassískt, alíslenskt,
soldið vont að vísu en eitthvað
svo frábært samt, svo íslenskt og
yndislega púkó, besta og hollasta
öl í öllum heiminum, var manni
sagt, því vatnið væri svo gott og
mikið af bætiefnum í því.
Mikið af alls konar bætiefnum.
Hér eftir tengjum við Ölgerð
Egils Skallagrímssonar ekki við
malt – heldur salt.
Nógu gott í pakkið
Ætla mætti að Íslendingar væru
ætlaðir til iðnaðarframleiðslu.
Ætla mætti að íslenskir kaupa-
héðnar líti á íslenskan almenning
eins og stofn til að veiða úr sína
lyst, land til að ofnytja, námu til
að tæma. Með sem minnstum til-
kostnaði hafa þeir af okkur eins
mikið fé og mögulegt er og fela
það svo í skattaskjólum.
Svokallaður lýtalæknir verður
uppvís að því að setja inn í
brjóst fullfrískra kvenna billegt
franskt sílíkon sem ætlað er
til iðnaðarframleiðslu og ekki
er útséð um hvaða afleiðingar
hefur. Allir sem að málinu koma
strita við að þegja. Áburðarverk-
smiðja verður uppvís að of mikið
af þungmálmum reynist vera
í framleiðslunni. Viðbrögðin:
susssu-suss! Ölgerð Egils Skalla-
grímssonar verður uppvís að því
að dreifa til matvælaframleið-
enda salti sem ætlað er eingöngu
til iðnaðarframleiðslu. Þögn.
Og svo verður það slys að málið
kemst upp og forstjórinn mætir í
viðtal og talar um „aulaleg mis-
tök“ – úbbs, við erum nú meiri
kjánarnir ha ha ha. Hann reynir
að telja okkur trú um að þeir hjá
fyrirtækinu hafi aldrei lesið á
pakkningarnar þar sem stendur
skýrum stöfum að saltið sé til
iðnaðarframleiðslu. Það síðasta
sem hægt er að viðurkenna er að
þetta hafi einfaldlega verið til
að græða á því. Ekki má undir
nokkrum kringumstæðum viður-
kenna að fyrirtækið hafi verið
að spara sér fé með því að selja
fólki billegri útgáfu af vörunni.
Frekar vill maðurinn líta út eins
og kjáni. Hann getur ekki við-
urkennt að fyrirtækið taldi það
ekki frágangssök að selja salt
sem ekki er ætlað til manneldis.
Hann vill heldur að við trúum
því að starfsmenn Ölgerðarinnar
séu upp til hópa ólæsir.
Íslenskt matvælaöryggi
Deildarstjóri matvælaeftirlits
Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur
treystir sér ekki til að votta að
mönnum sé óhætt að leggja sér
þetta salt til munns. Þegar for-
stjóri Ölgerðarinnar er spurður
hverjir hafi keypt þetta af fyrir-
tækinu yppir hann öxlum og spyr
á móti: hverjir ekki – og neitar
að ansa og er á svipinn eins og
maður sem skuldar engum skýr-
ingar á sinni meinlausu og mann-
legu smávægilegu – en aulalegu
– yfirsjón.
Takk kærlega. Íslenskt mat-
vælaöryggi felst þá sem sagt í
því að við getum nokkurn veg-
inn bókað að iðnaðarsalt er í
allri íslenskri matvælafram-
leiðslu. Osturinn sem við kaup-
um er þá væntanlega (iðulega
of)saltaður með þessum fjanda.
Líka allt kexið. Og allt brauðið.
Kökurnar. Kryddblöndurnar.
Allir tilbúnu örbylgjuréttirnir.
Allar unnu kjötvörurnar sem
seldar eru uppsprengdu verði
í hreinleikans nafni, skinkan,
spægipylsan. Majonesið. Kavíar-
inn. Kæfan, lifrarpylsan, magál-
linn – já þorramaturinn eins og
hann leggur sig er stráður þjóð-
legu íslensku iðnaðarsalti, ef að
líkum lætur. Og auðvitað bjórinn
og allt gosið með þessu rómaða
íslenska hreina vatni: fullt af
iðnaðarsalti.
Allt.
Þökk sé Ölgerðinni og áburð-
arframleiðendum þar á undan
getum við ekki treyst neinum
íslenskum mat; kannski láta þeir
okkur borða hundamat í tilbúnu
réttunum, kannski er hveitið
fullt af iðnaðarsílíkoni, lyftiduft-
ið drýgt með sandi … Hvað veit
maður? Jú, þetta eitt: Þeir sem
rányrkja hinn íslenska neytenda-
stofn gera það með eins litlum
tilkostnaði og mögulegt er.
Aulalegt? Já, eiginlega verður
maður nú að taka undir það með
forstjóranum. Þetta er fúsk.
Þetta er hugsunarháttur sóðans
sem hugsar: Þetta getur ekki
átt að vera svo naujið, þetta
hlýtur að vera nógu gott – það
finnur enginn muninn. Þetta
er afleiðing langvarandi ein-
okunar í matvælaframleiðslu
hér á landi – markvissrar ein-
angrunar í nafni hreinleika og
matvælaöryggis – og landlægs
hugsunarháttar þess sem vill
fara á svig við reglur, stytta sér
leið að gróða: þetta er utanvega-
akstur, Smuguveiðar, þetta er
maðkað mjöl, sem var þá ekkert
danskt eftir allt saman heldur
alíslensk og ísköld fyrirlitning á
almenningi.
Og nú er svo komið að maður
sér appelsín-flösku og hættir
ósjálfrátt að brosa.
Fúsk & Fyrirlitning hf.
Guðmundur Andri
Thorsson
rithöfundur
Í DAG
Ekki má undir neinum kringumstæðum
viðurkenna að fyrirtækið hafi verið að
spara sér fé með billegri útgáfu af vör-
unni. Frekar vill maðurinn líta út eins og kjáni.