Fréttablaðið - 16.01.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 16.01.2012, Blaðsíða 14
Það er vandi að hengja upp myndir fríhendis. Hér er góð aðferð. Klippið út pappírsarkir, jafnstórar mynd- unum og límið þær á vegginn. Neglið til samræmis við þær og myndirnar ættu að sitja beinar. Byrjar í dag! 7 10 þús. Þyngdarstjórnun – orka – úthald – árangur Ert þú einn af mörgum Íslendingum sem hafa grennt sig með Metasys ? Metasys hefur verið fáanlegt hérlendis sl. 6 ár og á stóran aðdáendahóp Þessi 100% náttúrulega vara er unnin úr kjarna græna telaufsins og hefur það reynst fjöl- mörgum hjálp við að auka brennslugetu líkamans auk þess að vera mjög orku- og úthaldsaukandi. Fjölmargir hafa einnig fundið að húð og melting stórbatnar við inntöku Metasys. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á græna telaufinu, sem er ríkt af egcg catechins (endilega googlið), sem er mjög andoxunarríkt og hefur einnig góð áhrif á hjarta- og æðakerfi. Metasys er fáanlegt í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum flestra stórmarkaða 100%náttúrulegt www.metasys.is Netagerðin opnaði á Nýlendugötu 14 í október. Þar er vinnustofa og verslun hönnuða og er starfsemin komin vel af stað. Húsið, sem er gjarnan kennt við verslunina Libo- rius sem var þar áður, hafði stað- ið autt um nokkurt skeið en nú er þar heldur betur líflegt um að lit- ast. Forréttabarinn er í sama húsi og er töluverður samgangur á milli hans og Netagerðarinnar. „Fólk getur sest að snæðingi, fengið sér kaffi og skoðað marg- víslega íslenska hönnun,“ segir grafíski hönnuðurinn Elísabet Jónsdóttir sem stóð vaktina í Neta- gerðinni þegar Fréttablaðið tók hana tali. Hún segir staðina styðja hvor við annan. Að Netagerðinni standa auk Elísabetar Bryndís Bolladótt- ir textílhönnuður, Sigga Heimis iðnhönnuður, Olga Hrafnsdóttir bólstrari, sem starfar með Elísa- betu undir nafninu Volki, og arki- tektarnir Helga Guðrún Vilmund- ardóttir og Árný Þórarinsdóttir sem starfa undir nafninu Stáss. Þá leigir Samband íslenskra lista- manna út vinnustofur á efri hæð- inni sem eykur enn á lífið í hús- inu. Elísabet segir enn fremur von á tónlistarmönnum í húsið. Hún segir viðtökurnar hafa verið afar góðar og að staðurinn eigi sinn þátt í að lífga upp á hafnarbakkann. Gróska við höfnina Það verður sífellt líflegra á hafnarbakkanum og á Netagerðin sem er í sama húsi og Forréttabarinn sinn þátt í því. Þar eru nokkrir hönnuðir með vinnustofu og verslun. Minnispunkta- standur frá Stáss. Tímaritastandur eftir Siggu Heimis. Eyrnabönd frá Volka. Það er orðið líflegt um að litast í Netagerðinni. Vasar frá Volka.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.