Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 42

Fréttablaðið - 16.01.2012, Page 42
16. janúar 2012 MÁNUDAGUR18 sport@frettabladid.is EM 2012 Stóra stundin er runnin upp og í kvöld mætir Ísland einu besta handboltaliði heims, Króatíu, á EM í Serbíu. Eins og kunnugt er verður Ísland án Ólafs Stefánsson- ar og Snorra Steins Guðjónssonar á mótinu. Svo veiktist markvörð- urinn Björgvin Páll Gústavsson í gær og er óvissa með hans þátt- töku í kvöld. „Það er alltaf sérstök tilfinning að hefja leik á stórmóti. Það er um margt að hugsa þessa dagana en við undirbú- um okkur af kostgæfni og höfum verið duglegir að greina króatíska liðið síðustu daga,“ sagði Guð- mundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þegar landsliðið var nýbúið á myndbandsfundi þar sem bardaga- áætlun kvöldsins var yfirfarin. „Ég verð að játa að fyrsta markmið okkar númer eitt, tvö og þrjú núna er að komast upp úr riðlinum. Það væri glórulaust að hugsa lengra fram í tímann. Það væri frábær árangur hjá liðinu að ná því,“ sagði Guðmundur en hvað með Króata- leikinn í kvöld? „Við verðum að spila gríðarlega vel til þess að leggja Króata af velli. Við gerum okkur vel grein fyrir því. Það er að mörgu leyti ágætt að byrja að mæta þeim,“ sagði Guðmundur en íslenska liðinu hefur gengið illa gegn Króötum síðustu ár. „Við höfum vissulega ekki riðið feitum hesti í viðureign- um okkar gegn Króötum. Við erum samt að nálg- ast þá eins og síðustu tveir leikir bera vitni um. Á HM í Svíþjóð í fyrra töpuðum við með einu marki gegn þeim og leiddum leik- inn í 48 mínútur. Það er því allt mögulegt en við verðum samt að ná algjörum toppleik til þess að vinna.“ Guðmundur viðurkennir að það sé óneitanlega sérstakt að mæta til leiks án þeirra Ólafs og Snorra sem hafa verið algjörir lykilmenn í landsliðinu í fjölda ára. Hann segir liðið ekki vera að velta sér upp úr því og stemningin í hópnum sé góð líkt og endranær. „Það er alltaf góð stemning í kringum þetta lið og maður kannski sér ekki alveg hvernig stemningin er fyrr en ballið byrj- ar af alvöru. Andinn er góður í lið- inu og menn eins vel stemmdir og hægt er að ég tel.“ Sjá einnig á www.isi.is Miðvikudagur 25. jan. kl. 12.00-13.00 í E-sal Íþr. - miðstöðv. í Laugardal. Kjartan Páll Þórarinsson hjá Þekkingarneti Þingeyinga o.fl. munu fjalla um skýrslu um vímuefnasamning Völsungs við iðkendur. Aðgangur ókeypis og öllum heimill. Hádegisfundur ÍSÍ – Lifið heil Fyrir börnin í Lyfju www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 5 77 80 1 2/ 11 EM 2012 Strákarnir okkar eru vanir því að vera tveir saman á herbergi á stórmótum en á hót- elinu sem þeir gista á núna var aðeins boðið upp á eins manns herbergi. Lítil hamingja er með þetta fyrirkomulag hjá strákunum sem sakna félagsskaparins. „Við Ásgeir söknum hvor ann- ars,“ segir Arnór Atlason sem hefur deilt herbergi með Ásgeiri Erni Hallgrímssyni til margra ára. „Það er hálftómlegt á her- bergjunum. Ásgeir bankaði ekki hjá mér í nótt en það á örugglega eftir að gerast,“ segir Arnór léttur en nettengingin á hóteli strákanna er þess utan ekki upp á marga fiska og hjálpar því ekki strákun- um við að drepa tímann. Ísland er á hóteli með Slóveníu og Noregi en Króatar gista á mun betra hóteli ásamt dómurum og starfsmönnum handknattleiks- sambands Evrópu, EHF. - hbg Strákarnir einir á herbergi á hótelinu í Vrsac: Arnór saknar Ásgeirs HRESSIR Arnór Atlason og Kári Kristjánsson grínast á hótelinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Erum að nálgast Króata Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari segir að markmið eitt hjá íslenska liðinu sé að komast upp úr riðlinum. „Það þarf algjöran toppleik til að vinna Króata,“ segir þjálfarinn en fyrsti leikurinn á EM í Serbíu er í kvöld. Á GANGI UM VRSAC Landsliðsmennirnir Vignir Svavarsson, Þórir Ólafsson og Sverre Jakobsson í göngutúr í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Fjölmargir íþróttamenn hafa skotið sig í fótinn með misgáfu- legum ummælum á Twitter. Fjölmörg félög og landslið hafa í kjölfarið sett reglur er varða notkun samskiptamiðla eins og Twitter og Facebook. Flestir leikmenn íslenska landsliðsins eru með Facebook-síðu og nokkrir þeirra eru farnir að gera vart við sig á Twitter. Guðmundur landsliðsþjálfari er ekki einn þeirra sem hafa sett reglur er varða notkun þessara miðla. „Ég hef aldrei skipt mér af því. Leikmennirnir bera ábyrgð á sjálfum sér og eigin hugarfari. Þeir hafa hingað til verið mjög fagmannlegir í þessu sem öðru og ég treysti þeim til að halda því áfram,“ sagði Guðmundur. „Leikmenn hafa mitt fyllsta traust þar til annað kemur í ljós og ég á ekki von á því að þurfa að setja slíkar reglur. Þeir eru það fagmannlegir þessir strákar.“ Ekkert Twitter-bann hjá landsliðinu EM 2012 Aron Rafn Eðvarðsson, markvörður Hauka, kom til móts við landsliðið um miðnæturleyt- ið í gær en ákveðið var að hóa í hann þar sem Björgvin Páll Gústavsson er veikur. „Auðvitað vonum við að Björg- vin hristi þetta af sér en við vildum ekki taka neina áhættu og þess vegna hringdum við í Aron. Hann verður því til taks ef Björgvin hressist ekki,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari. Björgvin er í hálfgerðri ein- angrun á hóteli íslenska liðsins í Vrsac og má ekki umgangast félaga sína. „Hann má koma inn á her- bergið til mín en aðrir mega ekki tala við hann,“ sagði Guð- mundur léttur. „Þeir verða að fara á Skype til þess að tala við hann.“ - hbg Björgvin Páll veikur: Aron kom til Serbíu í nótt A-riðill Pólland - Serbía 18-22 (7-11) Markahæstir: Karol Bielecki 4, Michael Jurecki 3 - Marko Vujin 6, Ivan Nickevic 6, Momir Ilic 4/2, Rajko Prodanovic 3. Danmörk-Slóvakía 30-25 (15-12) Markahæstir: Hans Lindberg 7, Anders Eggert 6/1, Thomas Mogensen 4, Mikkel Hansen 4 - Danel Valo 6. B-riðill Þýskaland-Tékkland 24-27 (9-14) Markahæstir: Lars Kaufmann 5, Michael Haas 4 - Filip Jicha 7/1, Jan Filip 4. Svíþjóð-Makedónía 26-26 (14-13) Markahæstir: Niclas Ekberg 6/3, Kim Andersson 5, Dalibor Doder 4, Henrik Lundstöm 4 - Stevche Alshovski, Kiril Lazarov 7/3, Naumche Mojsovski 5. LEIKIR DAGSINS: C-riðill Frakkland-Spánn Kl. 17.15 Ungverjaland-Rússland Kl. 19.15 D-riðill Noregur-Slóvenía Kl. 17.10 Ísland-Króatía Kl. 19.10 Oddur Gretarssson og Rúnar Kárason voru ekki skráðir inn og verða því uppi í stúku. EM Í SERBÍU HANDBOLTI Strákarnir okkar hafa byrjað vel á síðustu stórmót- um sínum og íslenskt landsliðið hefur ekki tapað í fyrsta leik á undanförnum þremur stórmótum. Aðeins eitt stórmót frá og með árinu 2005 hefur byrjað á tapleik. Íslenska liðið tapaði fyrir Svíum í fyrsta leiknum sínum á EM 2008 en hefur síðan unnið Rússa (ÓL 2008) og Ungverja (HM 2011) og gert jafntefli við Serba (EM 2010) í fyrsta leik sínum á síðustu stórmótum. Byrjun á Evrópumótunum hefur þó ekki gengið eins vel. Íslenska landsliðið hefur aðeins einu sinni unnið fyrsta leik á EM en það var á móti Serbum á EM í Sviss 2006. Strákarnir gerðu jafntefli í fyrsta leik á EM 2002 og EM 2010 en töpuðu fyrsta leik á EM 2000, EM 2004 og EM 2008. - óój Byrjanir íslenska handboltalandsliðsins á stórmótum: Hafa ekki tapað fyrsta leik á síðustu mótum ÍSLAND hefur aldrei náð að vinna Króata á stórmóti en það hefur reyndar munað mjög litlu í síðustu þremur leikjum. Króatar unnu með einu marki á HM 2011 (33-34) og EM 2006 (28-29) en þjóðirnar gerðu síðan 26-26 jafntefli á EM 2010. Króatar unnu fyrsta leik þjóðanna á stórmóti með fjórum mörkum á Ól 2004. Ísland vann heldur ekki Júgóslavíu í þremur leikjum á meðan Króatar spiluðu undir merkjum þess. EM í handbolta 2012 Henry Birgir Gunnarsson & Vilhelm Gunnarsson fjalla um EM karla í handbolta í Serbíu henry@frettabladid.is - vilhelm@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.