Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 9
Sölu-, markaðs- og rekstrarnám - 432 stundir (2 annir)
Nemendur öðlast þjálfun og hæfni á sviði sölumennsku þar sem rík áhersla
er lögð á ábyrgð sölumannsins og hlutverk hans í stefnumótun fyrirtækisins.
Námið byggir á tveimur námskeiðum sem styðja vel hvort annað það er Sölu- og
markaðsnám og Markaðs- og rekstrarnám. (Nánari lýsing á ntv.is)
Skrifstofu- og rekstrarnám - 426 stundir (2 annir)
Námið býr nemendur undir krefjandi störf á vinnumarkaðinum. Áhersla er lögð á
að undirbúa nemendur fyrir skrifstofu- og bókhaldsstörf. Námið byggir á tveimur
námskeiðum sem styðja vel hvort annað, það er Skrifstofu- og tölvunám og
Bókaranám framhald. (Nánari lýsing á ntv.is)
Grafísk hönnun - 156 stundir
Frábært nám fyrir þá sem vilja nýta tölvutæknina við gerð auglýsinga,
kynningarefnis og bæklinga. Markmiðið er að nemendur geti komið frá sér
hugmyndum á tölvutæku formi og að frágangur allra verka sé réttur hvort sem
það er fyrir prentun eða stafræna framsetningu fyrir Internetið. (Nánari lýsing á ntv.is)
Alvöru vefsíðugerð - 240 stundir
Nemandi á að námi loknu að hafa haldgóðan skilning á hefðbundinni jafnt
sem gagnagrunnstengdri vefsíðugerð. Nemandi lærir meðferð og framsetningu
myndefnis fyrir vefinn, að hanna og byggja nútímalegar vefsíður, að móta útlit
með CSS stílsniðum og að tengja vefsíður við gagnagrunna. (Nánari lýsing á ntv.is)
Photoshop Expert (ACE) - 60 stundir
Fyrir þá sem vilja djúpa fagþekkingu á þessu vinsæla og yfirgripsmikla verkfæri.
Náminu lýkur með alþjóðlegu prófi sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert.
Námið byggir bæði á kennslu og verklegum æfingum og þarf að gera ráð fyrir
talsverðu heimanámi. (Nánari lýsing á ntv.is)
Skrifstofu- og tölvunám - 258 stundir
Almennt skrifstofu- og tölvunám sem hentar sérstaklega vel þeim einstaklingum
sem eru á leið á vinnumarkaðinn eftir nokkurt hlé eða vilja styrkja stöðu sína í
núverandi starfi. Markvisst nám sem styrkir nemandann og gerir hann hæfari til
að takast á við krefjandi störf á vinnumarkaðinum. (Nánari lýsing á ntv.is)
Sölu- og markaðsnám - 264 stundir
Fjölbreytt nám fyrir þá sem vilja tileinka sér sérþekkingu á sölu- og markaðsmálum.
Farið er í hlutverk sölumannsins og samskipti hans við viðskiptavini, gerð sölu-
og markaðsáætlana og gerð og framsetningu kynningarefnis, allt með lykilatriði
markaðsfræðinnar að leiðarljósi. (Nánari lýsing á ntv.is)
Markaðs- og rekstrarnám - 168 stundir
Námið er sérstaklega hagnýtt og hnitmiðað, til dæmis fyrir þá sem vilja styrkja
núverandi eigin rekstur eða stofna til nýs eigin rekstrar. Meðal annars er farið í
hvernig hægt er að gera raunhæfar áætlanir og styrkja þær með mismunandi
rannsóknum og greiningu á markaðinum. (Nánari lýsing á ntv.is)
Grunnnám í bókhaldi - 114 stundir
Markmiðið með námskeiðinu er að þjálfa fólk til starfa við bókhaldsstörf. Námið
er að mestu byggt upp á verklegum æfingum þar sem unnið er með færslu
raunverkefna. Allar námsgreinar eru kenndar frá grunni og rétt er að gera ráð
fyrir nokkurri heimavinnu. (Nánari lýsing á ntv.is)
Bókaranám framhald - 168 stundir
Kennt er á launaútreikninga og farið yfir helstu hlunnindi og skattaumhverfið.
kenndar eru afstemmingar viðskiptamanna og lánadrottna, leiðréttingar á
virðisauka, fyrningar eigna, uppreikning lána og allar nauðsynlegar lokafærslur
uppgjörs. Í lok náms setja nemendur upp ársreikning. (Nánari lýsing á ntv.is)
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN - VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI - HLÍÐASMÁRA 9 : KÓPAVOGI : SÍMI 544 4500 : WWW.NTV.IS
Atvinnulausir fá 25% styrk frá NTV
af auglýstu staðgreiðsluverði námskeiða
Styrktu stöðu þína!
Yfirlit almennra námsbrauta á vorönn 2012
Upplýsingar og skráning:
544 4500 / www.ntv.is