Fréttablaðið - 24.01.2012, Síða 12
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR12
Íslendingar borða aðeins
heilsusamlegri mat en síð-
ast þegar mataræði þeirra
var kannað árið 2002. Ný
könnun sýnir að sykrað
gos hefur látið undan síga
en sykurlaust gos sækir á.
Skortur á D-vítamíni er eitt
alvarlegasta vandamálið
sem taka þarf á. Ný skýrsla
Landlæknis, Matvælastofn-
unar og Rannsóknastofu í
næringarfræði sýnir stöð-
una 2010-2011.
Mataræði Íslendinga hefur þok-
ast nær ráðleggingum um heilsu-
samlegt mataræði frá árinu 2002.
Þetta er helsta niðurstaða lands-
könnunar á mataræði landsmanna
2010-2011 sem birt var í gær í
skýrslunni „Hvað borða Íslend-
ingar“.
Í máli Hólmfríðar Þorgeirsdótt-
ur, næringarfræðings og verkefn-
isstjóra næringar hjá Landlækn-
isembættinu, kom meðal annars
fram að neysla á harðri fitu, en
svo nefnast mettuð fita og trans-
fitusýrur, og á viðbættum sykri
hafi heldur minnkað, um leið og
meira sé borðað af grænmeti,
ávöxtum og grófu brauði. Þá taka
fleiri lýsi en áður.
Um leið er engu að síður árétt-
að að enn sé langt í land með að
þorri þjóðarinnar fylgi ráðlegg-
ingum um að neyta að minnsta
kosti 400 gramma af ávöxtum og
grænmeti daglega eða um daglega
neyslu grófra brauða og D-vítam-
íns eða lýsis.
D-vítamín neyslu þarf að auka
Í máli Laufeyjar Steingrímsdótt-
ur, prófessors í næringarfræði hjá
Rannsóknastofu í næringarfræði
við Háskóla Íslands og Landspít-
ala – háskólasjúkrahús, sem stýrði
kynningarfundinum í gær, kom
fram að þetta væri fimmta lands-
könnunin sem fram hafi farið á
mataræði fullorðinna Íslendinga.
„Sú fyrsta var gerð 1939 og sú síð-
asta á undan þessari árið 2002, en
þær voru allar unnar af Mann-
eldisráði Íslands,“ sagði hún, en
starfsemi Manneldisráðs rann
frá þeim tíma inn í Lýðheilsustöð,
sem núna er hluti af starfsemi
Landlæknisembættisins.
Laufey sagði að í skýrslunni nú
væru kynntar fyrstu og helstu
niðurstöður könnunarinnar, en
farið yrði enn betur ofan í gögnin
og unnið áfram með þau. „Það er
miklu meira kjöt eftir á beinun-
um sem unnið verður úr og kynnt
síðar.“
Brýnasta viðfangsefnið sem
niðurstöður könnunarinnar leiða í
ljós, að mati aðstandenda könnun-
arinnar, er skortur á D-vítamíni í
fæðuvali landsmanna og neysla á
því er langt undir ráðleggingum
hjá þorra þjóðarinnar.
Fram kemur að einung-
is þriðjungur karla og
17 prósent kvenna
nái ráðlögðum
dagskammti
fyrir D-vít-
amín, um leið
og fjórðung-
ur karla og
átta prósent
k ven n a n á i
ekki lágmarks-
þörf. Eini hópur-
inn sem virðist
ná ráðlögðum dag-
skammti eru karlar
á aldrinum 45 til 60 ára.
Minna járn er nú í morgunkorni
Fram kom að hlutfall D-vítamíns
hafi þegar verið aukið í lýsi, en að
auki stendur til íblöndun D-vítam-
íns í léttmjólk og þá í meira magni
en er nú þegar að finna í svokall-
aðri Fjörmjólk. Fram kemur í
samandregnum niðurstöðum
könnunarinnar að D-vítamín sé
ófullnægjandi hjá öllum sem ekki
taka bætiefni eða lýsi reglulega.
Þá er meðalneysla á B-vítam-
íninu fólati undir ráðleggingum,
sérstaklega meðal ungra kvenna
sem einungis eru sagðar ná 68
prósentum af ráðlögðum dag-
skammti úr fæðunni einni.
Sömuleiðis kemur fram að járn
sé af skornum skammti í fæði
barna og kvenna á barneigna-
aldri. „Neysla járns hefur
minnkað frá 2002 og
er mesti munurinn
hjá konum á barn-
eignaaldri, en þær
ná að meðal tali
tæplega 70 pró-
sentum af ráð-
lögðum dag-
skammti,“ segir
í niðurstöðunum,
en járn í fæði
kemur aðallega
úr kjöti, grænmeti,
brauði og morgun-
korni. Á kynningar-
fundinum kom fram að
dregið hafi verið úr járnblöndun í
morgunkorn á síðustu árum. „Og
það hefur áhrif,“ sagði Laufey
Steingrímsdóttir.
Mjólkurneysla er einnig sögð
hafa dregist mjög saman frá 2002,
en neysla mjólkur og mjólkurvara
er nú sögð samsvara ríflega einum
skammti á dag að meðaltali, ef
ostur er ekki talinn með.
Þá er fiskneysla svipuð og í síð-
ustu könnun, en helmingur fólks
borðar fiskmáltíð að minnsta kosti
tvisvar í viku.
Óvissa um áhrif hrunsins
Meðal annarra breytinga sem
dregnar eru fram í könnuninni
er að dregið hefur úr neyslu á
sykruðum gosdrykkjum, um sem
nemur 30 prósentum, en á sama
tíma hefur drykkja á sykurlaus-
um gosdrykkjum aukist um svip-
að hlutfall, eða tæp 30 prósent.
Töluverður munur er þó sagð-
ur á aldurshópum hvað fæðu-
val varðar. Þannig drekka ungir
karlar langmest af sykruðu gosi,
en konur á aldrinum 61 til 80 ára
langminnst.
Alls tóku 1.312 manns, af þeim
2.000 sem leitað var til, á aldrin-
um 18 til 80 ára þátt í könnuninni
og svarhlutfallið því 68,6 prósent.
„Og við erum mjög ánægð með
hlutfallið. Það er hátt miðað við
það sem nágrannaþjóðir okkar
eru að fá,“ segir Hólmfríður.
Óvíst er hversu mikil áhrif
áföll í efnahagslífi þjóðarinnar
hafa haft á neysluhætti, að sögn
Hólmfríðar. Hún bendir þó á að
vísbendingar séu um að hefði
ekki komið til hrunsins árið 2008
hefði grænmetisneysla aukist enn
meira.
„En við höfum bara þessa tvo
punkta þannig að ekki er alveg
ljóst hvað gerst hefur í millitíð-
inni.“ Framboð á grænmeti segir
hún hins vegar hafa aukist jafnt
og þétt allt fram til ársins 2007 en
svo minnkað 2008, en verið nokk-
uð stöðugt síðan. Sama gildi um
ávexti. Tölur könnunarinnar sýna
engu að síður að á milli áranna
2002 og 2010/2011 hafi neysla á
grænmeti og ávöxtum aukist um
rúm 34 prósent.
FRÉTTASKÝRING: Hvað borða Íslendingar?
Námskeið með DAVÍÐ KRISTINSSYNI
næringar- og lífsstílsþjálfara
www.heilsuhusid.is
Fimmtudagurinn 1. m
arsFimmt
udagurinn 9. febrúar
30 daga hreinsun á
mataræði!
Námskeiðið er haldið í Heilsuhúsinu, Lágmúla 5, kl. 20 - 22.
Innifalið er uppfærð handbók með öllum
upplýsingum sem þú þarft og 30 daga framhaldsmatseðill.
Námskeiðsgjald aðeins kr. 5.500,-
Nánari upplýsingar á www.30.is og í síma 864 9155.
Saltneysla Íslendinga er enn langt yfir ráðlögðum skömmtum þrátt fyrir að
hafa, samkvæmt nýrri landskönnun á neysluháttum, dregist saman um fimm
prósent frá árinu 2005.
Í könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011 kemur fram að
meðalneysla karlmanna sé 9,5 grömm á salti á dag og 6,5
grömm hjá konum. Samkvæmt viðmiðum Landlæknis-
embættisins ættu karlar hins vegar að borða innan
við 7,0 grömm af salti á dag og konur innan við
6,0 grömm. Miðað við þær tölur er neysla karl-
manna 35 prósentum yfir viðmiði hið minnsta
og neysla kvenna 8,0 prósentum of mikil.
Sé hins vegar miðað við tölur Alþjóðaheil-
brigðisstofnunarinnar, sem mælist til þess að
neytt sé innan við 5,0 gramma af salti á dag, þá
borða íslenskir karlar nær helmingi of mikið salt,
90 prósentum yfir viðmiði og íslenskar konur 30
prósentum of mikið.
Óhófleg saltneysla hefur verið tengd við fjölda kvilla,
en er oftast nefnd í tengslum við hættuna á háum
blóðþrýstingi. „Meðal annarra sjúkdóma sem tengdir
hafa verið mikilli saltneyslu eru beinþynning, nýrna-
sjúkdómar, magakrabbamein og astmi, auk þess sem
háþrýstingur er einn af áhættuþáttunum í hjarta- og
æðasjúkdómum,“ segir í umfjöllun Björns Sigurðar
Gunnarssonar, matvæla- og næringarfræðings, á
Vísindavef Háskóla Íslands.
Í nýju könnuninni kemur hins vegar fram að 13
prósent karla og 36 prósent kvenna hagi neyslu
sinni á salti í samræmi við ráðleggingar. Þá kemur
fram að matarsaltið vegi ekki þyngst í neyslu
landans, því um 75 prósent saltsins komi úr
tilbúnum matvælum. Tæpur fimmtungur (19
prósent) kemur úr kjötvörum, 13 prósent eiga
uppruna sinn í brauðum og 7 prósent í ostum.
„Vörur sem geta innihaldið heilmikið salt eru til
dæmis smurostar, unnar kjötvörur, morgunkorn,
pakkasúpur og sósur, nasl, niðursoðnar og niður-
lagðar vörur og aðrir tilbúnir réttir,“ segir jafnframt
í umfjöllun Vísindavefsins. - óká
Salt er enn þá notað í óhófi
Breyting neysluhátta milli kannana 2002 og 2010/2011
Matvæli 2002* 2010/2011* Breyting
Grænmeti og ávextir 178 239 34,3%
Brauð alls 117 95 -18,8%
Hafragrautur 14 29 107,1%
Mjólk og mjólkurvörur 388 300 -22,7%
Kjöt alls 111 130 17,1%
Fiskur 41 46 12,2%
Fuglakjöt 15 27 80,0%
Vatn og kolsýrt vatn 644 670 4,0%
Safi 51 89 74,5%
Kaffi 389 336 -13,6%
Sykrað gos 180 127 -29,4%
Sykurlaust gos 57 74 29,8%
Gos og svaladrykkur alls 261 238 -8,8%
*Grömm á dag.
Heimild: Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011
Á KYNNINGU Í GÆR Geir Gunnlaugsson landlæknir fylgist með Hólmfríði Þorgeirsdóttur næringarfræðingi kynna skýrsluna „Hvað
borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010-2011”. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Stundum er sígandi lukka best
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is