Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 18

Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 18
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR18 timamot@frettabladid.is Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurjón Guðjónsson apótekari og lyfjafræðingur, Hjallalandi 40, Reykjavík, lést sunnudaginn 22. janúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristinn Sigurjónsson Kristín Aðalsteinsdóttir Inga Sigurjónsdóttir Ísak V. Jóhannsson Guðjón Sigurjónsson Bjarni Sigurjónsson Rebekka Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi, Hörður Sumarliðason lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi föstudaginn 13. janúar. Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju, miðvikudaginn 25. janúar kl. 13.00. Erna Hartmannsdóttir Jenný Kamilla Harðardóttir Oddný Guðbjörg Harðardóttir Eiríkur Hermannsson Dagný Magnea Harðardóttir Bjarni Reykjalín Heiða Björk Reimarsdóttir Magnús Karlsson Kristín Helga Reimarsdóttir Sigurvin Einarsson Linda Sólveig Reimarsdóttir Rúnar Guðjónsson Sigurlína Anna Halldórsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Arnórs Jóns Sveinssonar Hjallalundi 22, Akureyri. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki lyflækninga- deildar Sjúkrahússins á Akureyri og hjúkrunar- fræðingum hjá Heimahlynningunni á Akureyri fyrir góða umönnun og hlýju. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurrós Aðalsteinsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Gunnars G. Bachmann áður til heimilis að Vesturbergi 132, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Mörk laugardaginn 7. janúar sl. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunar heimilinu Mörk fyrir einstaka umönnun og hlýtt viðmót þann tíma sem hann dvaldi þar. Bára S. Ragnarsdóttir Ragnheiður Bachmann H. Ágúst Jóhannesson Sólveig Bachmann Baldvin Hafsteinsson Bryndís Bachmann Benjamín Júlíusson barnabörn og barnabarnabarn. Þökkum innilega þá samúð og vináttu sem okkur var sýnd við andlát og útför foreldra okkar og tengdaforeldra, Valgerðar Lárusdóttur og Egils Sigurðssonar. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hjúkrunarheimilinu Mörk og Hrafnistu í Reykjavík fyrir góða umönnun. Guðný Egilsdóttir Rakel Egilsdóttir Þorkell Snævar Árnason Kristín Egilsdóttir Jóhann S. Kristjónsson Sigurður Egilsson Valgerður Gunnarsdóttir Okkar ástkæri eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Guðmundur Sveinsson (Billi) netagerðarmeistari frá Siglufirði, Seiðakvísl 3, Reykjavík, andaðist laugardaginn 21. janúar á Hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hans verður gerð frá Grafarvogskirkju mánudaginn 30. janúar kl. 13.00. Elísabet Kristinsdóttir Þóra Sjöfn Guðmundsdóttir Reynir Vignir Sveinn Guðmundsson Birna Guðmundsdóttir Kolbeinn Finnsson barnabörn og langafabörn. 34 HJALTI ÞÓR VIGNISSON bæjarstjóri Hornafjarðar á afmæli í dag.„Það hafa allir skoðanir hvort sem þeir eru tvítugir eða sextugir.“ Fjórar konur tóku sæti í nýrri bæjarstjórn í Reykjavík sem fimmtán fulltrúar sátu í. Það var rökrétt framhald stórsigurs kvennalista sem bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Reykjavík í upphafi árs þar sem átján listar voru í kjöri. Þetta var í fyrsta sinn sem konur höfðu almennan kosningarétt í sveitarstjórnakosningum. Það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, for- maður Kvenréttindafélags Íslands, sem mest og best hafði barist fyrir því að konur tækju þátt í bæjarstjórnarkosningunum. Hún skrifaði meðal annars í Kvennablaðið: „Sómi vor liggur við að vér rekum af oss það ámæli að vér séum almennt áhuga- lausar um þessi mál.“ Fyrsti valtarinn sem Reykjavíkurbær fékk til landsins var nefndur Bríet. ÞETTA GERÐIST: 24. JANÚAR 1908 Konur í bæjarstjórn í Reykjavík Náttúrutengd ferðamennska er umfjöll- unarefni Landabréfsins sem nýverið kom út, en svo heitir árlegt rit Félags landfræðinga. Í ritinu er að finna grein- ar eftir fimm fræðimenn sem allar fjalla um samspil ferðamennsku og náttúru út frá ólíkum sjónarhornum. Landabréfið er ætlað fræðimönnum, en greinarnar eiga þó erindi við alla sem hafa áhuga á þróun ferðamála. Sem dæmi um efnistökin má nefna að breski landfræðingurinn Avril Maddr ell fjallar um áhrif trúar á ákvarðanir ferðamanna, um hvert þeir fara og hvernig þeir upplifa landslag- ið sem þeir ferðast um. Eric Ellingsen landslagsarkitekt fjallar um stýring- aráhrif ferðaþjónustunnar og ráðandi hugmynda í samfélaginu á upplifun ferðafólks á vettvangi. Að lokum hug- leiðir Hildigunnur Sverrisdóttir arki- tekt þá tilhneigingu ferðaþjónustunn- ar til að skipuleggja tíma ferðamanna í þaula, þegar þeir eru hugsanlega hing- að komnir til að losna undan ofurskipu- lagningu hversdagsins. Ritstjóri Landabréfsins að þessu sinni er Gunnþóra Ólafsdóttir land- fræðingur, en segja má að ritstjórn- arverkefnið hafi hún fengið að laun- um fyrir vel heppnaða ráðstefnu um náttúrutengda ferðaþjónustu sem hún stóð fyrir í fyrra, ásamt Markúsi Þór Andréssyni sýningarstjóra. „Þessi ráðstefna var hluti af verkefninu Án áfangastaðar, sem við stóðum fyrir í Listasafni Reykjavíkur. Við fórum út í þetta vegna þess að við höfðum áhyggjur af stöðu og þróun ferða- mennsku á Íslandi og okkur fannst vanta umræðu um tilurð hennar. Þess vegna ákváðum við að leiða þessa hópa saman, fræðafólk og þá sem vinna í ferðaþjónustunni,“ segir Gunnþóra. Hún segir að fræðimenn séu smátt og smátt að gera sér grein fyrir að kafa þurfi dýpra í athafnir ferða- fólks. „Áherslan í rannsóknum á ferða- mennsku, um allan heim, hefur verið á að flokka ferðamenn, ferðamannastaði og ferðaþjónustu og finna þeim stað í stöðluðum líkönum. Þróunin hefur hins vegar verið sú hin síðustu ár að við erum að færa okkur yfir í dýpri rannsóknir á veruleika ferðamannsins.“ Gunnþóra segir að lítið hafi verið um rannsóknir á mannlegri hegðan og líðan í tengslum við ferðamennsku. „Í stuttu máli má segja að fólk ferðist til að öðl- ast betri líðan. Þess vegna er mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir því hvað skapar vellíðan í þessu samhengi.“ Hún vinnur nú að bók um aðdrátt- arafl Íslands sem ferðamannalands og endurnýjunaráhrif ferðalaga á líðan fólks. Hún fylgdi ferðamönnum um Ísland eftir, allt frá því draumurinn um Íslandsferð kviknaði í huga þeirra, fór með þeim í göngu- og jeppaferðir og fylgdist svo með uppgjöri þeirra við ferðina eftir að heim var komið. Niður- stöðurnar úr þeirri athugun má lesa í bókinni, sem Gunnþóra ráðgerir að komi út síðar á árinu. Landabréf allt aftur til ársins 2002 má skoða á vefslóðinni landfraedi.is/ landabrefid/. holmfridur@frettabladid.is GUNNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR LANDFRÆÐINGUR: RITSTÝRIR LANDABRÉFINU 2011 Dýpri rannsóknir á högum ferðamanna nauðsynlegar GUNNÞÓRA ÓLAFSDÓTTIR LANDFRÆÐINGUR Ritstýrir Landabréfinu, riti Félags landfræðinga, sem er nýkomið út og fjallar um náttúrutengda ferðamennsku. Hún vinnur jafnframt að bók um aðdráttarafl Íslands sem ferðamannalands. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.