Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 23

Fréttablaðið - 24.01.2012, Side 23
24. JANÚAR 2012 ÞRIÐJUDAGUR DIGITAL KYNNINGARBLAÐ 3 Hingað eru á leiðinni nokk-ur stór verkefni í tökur og til greina kemur að við komum að gerð einhverra þeirra,“ segir Daði Einarsson, fram- kvæmdastjóri Framestore á Ís- landi sem á nú í viðræðum við er- lend kvikmyndagerðarfyrirtæki um eftirvinnslu á nokkrum erlend- um stórmyndum sem líklegt er að verði teknar að hluta til upp á Ís- landi á næstu mánuðum. Kvikmynd Darrens Aronofsky um örkina hans Nóa, Tom Cruise- myndin Oblivion og The Secret Life of Walter Mitty í leikstjórn Bens Stiller eru allt saman myndir sem kemur til greina að skjóta hérlend- is, eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum. Daði vill þó hvorki gefa upp um hverjar þeirra sé að ræða né hvert umfang Framestore í eftir- vinnslunni kæmi til með að verða. „Það er allt of snemmt að segja til um það þar sem málið er bara ennþá á mjög viðkvæmu st ig i,“ sva ra r hann og segir aðkomu Frame- store að gerð kvikmynda auk þess vera mjög breytilega á milli verkefna. „Stund- um eigum við aðeins við ramma, til dæmis með því að þurrka burt víra af áhættuleikara eða að við vinnum heilu rammana frá grunni, líkt og í Contraband, nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, þar sem við bjuggum til heilu f lutningaskip- in á siglingu. Þar var samvinnan við leikstjórann og verkefnastjóra myndarinnar mikil og mjög góð en þegar okkar verkþáttur í gerð mynd- ar er lítill fáum við kannski bara skrifleg fyrirmæli send að utan.“ Þar vísar Daði til höfuðstöðv- anna í London, samnefnt Frame- store sem er eitt stærsta fyrirtæki á sviði eftirvinnslu kvikmynda og auglýsinga í Evrópu. Meðal þekktra verkefna fyrirtækisins má nefna Tinker, Tailor, Soldier, Spy og Sher- lock Holmes auk síðustu Harry Potter-myndarinnar sem Frame- store á Íslandi hefur komið að með einum eða öðrum hætti. Daði segir fjölbreytni og stærðar- gráðu verkefna vera heilmikinn skóla fyrir starfsmenn Framestore og sérstaklega þá íslensku. „Menn læra af hverri mynd og nýta reynsl- una í næstu verkefni. Þannig að í þessum bransa felast mikil tæki- færi, bæði reynslan og svo betri ferilskrá sem getur opnað mönn- um ýmsar dyr,“ bendir hann á. Skoða aðkomu að gerð stórmynda Líkur eru á að eftirvinnslufyrirtækið Framestore á Íslandi komi að gerð nokkurra stórmynda frá Hollywood á næstu mánuðum. Daði Einarsson. Fyrir jól kom á markað hin magnaða Asus Eeepad Transformer Prime spjaldtölva, sem sameinar netta fartölvu og spjaldtölvu, þar sem bæði er hægt að nota hana sem hefðbundna spjaldtölvu með snertiskjá eða nota lyklaborðið sem fylgir með, sem virkar sem hlíf fyrir skjáinn þegar vélin er ekki í notkun. Hönnun ASUS hefur farið gríðarlega vel af stað og þurfti ASUS að skammta vélar fyrir áramót þar sem fyrirtækið annaði ekki eftirspurn. Græjan er aðeins 8,3 mm á þykkt og vegur rúmlega 500 grömm. Rafhlöðuendingin er allt að 18 klukku- tímar. Vélin styður nýjasta Android 4.0 Ice Cream Sandwich stýrikerfið með Adobe Flash stuðningi og er hægt að nálgast yfir 500 þúsund forrit á Android Market. Krafturinn í vélinni er heldur ekki af verri endanum, fjögurra kjarna NVIDIA Tegra 3 örgjörvi sem styður myndgæði í háskerpu með 1080 punkta upplausn og ræður við þrívíddarleiki. Í vélinni er einnig innbyggð 8 milljón punkta myndavél og skjárinn er vandaður og mjög bjartur IPS+ með sterku Corning Gorilla gleri með rispuvörn. Á CES-sýningunni sem nú stendur yfir sáust svo fleiri framleiðendur koma fram með vélar byggðar á sömu hugmynd. Spjaldtölva með lausu lyklaborði Áin Thames í London. Ramminn eins og hann kemur fyrir sjónir áhorfenda. Eftirvinnslufyrirtækið Framestore á Íslandi hefur komið að gerð fjölda stórmynda síðustu ár og er misjafnt á milli mynda hversu stór verkþáttur fyrirtækisins er. Sherlock Holmes (2010) í leikstjórn Guy Ritchie er ein þeirra kvikmynda sem fyrirtækið hefur komið nálægt. Á meðfylgjandi myndum má sjá hvernig starfsmenn Framestore skipta grænum dúki á bak við leikarann Robert Downey Jr. út í nokkrum þrepum fyrir ána Thames í London. ht.is HAFNARGÖTU 90 REYKJANESBÆ SELFOSSI HÚSAVÍK S: 464 1600 AKUREYRI REYKJAVÍK S: 569 1500 Glæsilegt Soundbar heimabíókerfi með Android! Einfalt og þægilegt. Notaðu spjaldtölvuna eða fartölvuna með heimabíóinu á einfaldan hátt. 1 2 3 4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.