Fréttablaðið - 24.01.2012, Blaðsíða 42
24. janúar 2012 ÞRIÐJUDAGUR30
sport@frettabladid.is
Ég er búinn að spila
vörn í mörg ár og
veit svona út á hvað þetta
gengur.
VIGNIR SVAVARSSON
LANDSLIÐSMAÐUR Í HANDBOLTA
ÍSLENSKU STRÁKARNIR verða að vinna Spánverja í dag ætli þeir að eiga möguleika á því að spila um
sæti á EM í handbolta í Serbíu. Tapist leikurinn í dag þá mun íslenska liðið spila sinn síðasta leik á móti Frökkum
á morgun, sama hvernig aðrir leikir í riðlinum spilast. Aðeins þrjú efstu liðin í hvorum milliriðli fá að leika um sæti.
Tvö efstu liðin fara í undanúrslitin og liðin í þriðja sæti hvors riðils spila síðan um fimmta sætið á föstudaginn.
EM
í handbolta
2012
Henry Birgir
Gunnarsson
& Vilhelm
Gunnarsson
fjalla um EM karla í handbolta í Serbíu
henry@frettabladid.is - vilhelm@frettabladid.is
EM 2012 Vaskleg framganga Hafn-
firðingsins Vignis Svavarssonar
á EM í Serbíu hefur vakið verð-
skuldaða athygli. Vignir hefur
verið í landsliðinu í nokkuð mörg
ár en er að spila stærra hlutverk
núna en oft áður.
Hann hefur líklega sjaldan leik-
ið betur og verið besti varnar-
maður íslenska liðsins í mótinu.
Vignir hefur þess utan nýtt hraða-
upphlaupin sín vel og skorað mikil-
væg mörk.
Þokkalega sáttur
„Ég er þokkalega sáttur við mína
frammistöðu. Ég hefði viljað gera
betur í Slóvenaleiknum eins og
allir leikmenn liðsins. Annars
hefur þetta gengið bara vel. Sverre
og Diddi hafa verið að spila svo
fína vörn síðustu ár að ég hef verið
að styðja þá. Nú er ég að spila
meira og kannski spila ég meira
næst,“ segir Vignir sem hefur ekki
bara verið sterkur í vörninni held-
ur líka klókur því hann fær færri
brottvísanir en oft áður.
„Ég er búinn að spila vörn í
mörg ár og veit svona út á hvað
þetta gengur. Eftir því sem árun-
um fjölgar áttar maður sig meira
á því um hvað þetta snýst. Það má
kannski segja líka að það sé meiri
innri ró yfir mér. Ég verð að halda
áfram á þessum veg. Ég hef líka
nýtt færin vel og það er ánægju-
legt að skora. Það vilja allir,“ segir
Vignir og glottir við tönn.
Spilaði bara sókn um tíma í vetur
Þó svo að Vignir hafi meira verið í
hlutverki varnarmanns en sóknar-
manns síðustu ár hefur slíkt ekki
verið uppi á teningnum í vetur hjá
félagsliði hans, Hannover-Burg-
dorf, í vetur.
„Þegar hinn línumaðurinn okkar
var meiddur spilaði ég bara sókn.
Þjálfarinn vildi meina að hann
þyrfti á kröftum mínum að halda í
sókninni í 60 mínútur. Því spilaði
ég bara sókn. Ég reyndi að segja
honum að ég gæti alveg spilað í
vörn líka en hann var greinilega
ekki að kaupa það og hann ræður.“
Samningur Vignis við þýska
félagið rennur út í sumar og fram-
tíðin hjá honum er óráðin. Hann
hóf atvinnumannaferil sinn hjá
Skjern í Danmörku og fór þaðan
til þýska liðsins Lemgo.
„Það eru smá þreifingar komnar
í gang við þá en ég hef sett allar
slíkar bollaleggingar á hilluna
meðan þetta mót er í gangi. Ég er
opinn fyrir öllu og það kemur í ljós
hvað gerist,“ sagði Vignir.
MEIRI INNRI RÓ YFIR VIGNI
Vignir Svavarsson segir að reynslan og þroskinn sé að gera hann að betri varnarmanni en hann var. Vignir
hefur sýnt frábæra takta á báðum endum vallarins á EM og verið með betri mönnum íslenska liðsins.
KÁTIR Í LEIKSLOK Vignir Svavarsson slær á létta strengi með þeim Guðjóni Val Sigurðssyni, Rúnari Kárasyni og Aroni Rafni
Eðvarðssyni eftir sigurinn á Ungverjum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EM 2102 „Ég held að þetta sé besta
liðið eins og staðan er í dag. Þeir
eru taplausir og hafa sýnt ótrú-
legan styrk. Það er ekki til veik-
ur hlekkur í þessu liði. Hvorki
í sókn, vörn né markvörslu. Við
þurfum að eiga toppleik til þess að
eiga möguleika,“ sagði landsliðs-
þjálfarinn Guðmundur Guðmunds-
son um andstæðing dagsins á EM,
Spánverja.
Liðin mættust einnig á HM fyrir
ári síðan og þá fór spænska liðið
illa með strákana okkar.
„Við þurfum að gera miklu betur
en þá. Við gerðum marga tækni-
feila í þeim leik og þeim verður að
fækka. Við verðum að vera klókir
í sókninni. Ég veðja á að þeir byrji
í 5/1 vörn gegn okkur. Það gerðu
þeir í fyrra og við leystum það
mjög illa.“
Ástandið á hópnum er ekki nógu
gott en fjórir leikmenn eru að
glíma við meiðsli. Alexander Pet-
ersson, Aron Pálmarsson og Þórir
Ólafsson hvíldu á æfingu í gær en
Arnór Atlason æfði þó svo hann sé
slappur.
„Ástandið hefur verið betra.
Þeir höfðu gott af því að hvíla,
strákarnir en Arnór er ótrúlegur
og vildi æfa. Það er seigt í honum.
Strákunum verður tjaslað saman
en Alexander byrjar á bekknum.
Hann getur vonandi hjálpað okkur
samt,“ segir Guðmundur.
Það tekur gríðarlega á að taka
þátt í stórmóti. Gildir það fyrir
alla sem að liðinu koma enda unnið
myrkranna á milli. Mátti sjá í gær
að margir væru orðnir svolítið
þreyttir.
„Þetta tekur á. Þegar maður sér
sjálfan sig á hliðarlínunni þá hugs-
ar maður að það sé ekki skrítið að
maður sé þreyttur,“ segir Guð-
mundur og hlær við.
„Ég var nánast kominn inn í
vörnina gegn Ungverjum. Ég hefði
alveg getað slappað af undir lokin
en var kominn í fíling.“
- hbg
Þreyta í íslenska hópnum fyrir erfiðan leik á móti Spánverjum á EM í dag:
Ekki veikur hlekkur hjá þeim
SVONA ÁTTU AÐ GERA ÞETTA STRÁKUR Guðmundur Guðmundsson segir nýliðanum
Rúnari Kárasyni til í leiknum á móti Ungverjum á sunnudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HANDBOLTI Guðjón Valur Sigurðs-
son hefur sýnt mikið öryggi á
vítalínunni á EM í Serbíu en hann
hefur nýtt 14 af 16 vítum sínum
í fyrstu fjórum leikjum íslenska
liðsins sem gerir 88 prósenta vít-
anýtingu.
Guðjón Valur varð vítaskytta
í forföllum Snorra Steins Guð-
jónssonar og Ólafs Stefánssonar
, og það vekur athygli að vítanýt-
ing íslenska liðsins er betri nú en
á síðustu stórmótum. Hér fyrir
neðan má sjá töflu yfir vítanýt-
ingu íslenska liðsins á síðustu
stórmótum. - óój
Guðjón Valur öflugur í vítum:
Vítaköstin eru
að nýtast betur
GUÐJÓN VALUR Hefur aðeins klikkað á 2
vítum á Evrópumótinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Vítanýting Íslands á
síðustu stórmótum
EM 2012 88 prósent
Guðjón Valur Sigurðsson 16/14 (88%)
HM 2011 80 prósent
Snorri Steinn Guðjónsson 14/11 (79%)
Þórir Ólafsson 6/5 (83%)
Ólafur Stefánsson 6/5 (83%)
EM 2010 75 prósent
Snorri Steinn Guðjónsson 24/19 (79%)
Ólafur Stefánsson 4/2 (50%)
ÓL 2008 76 prósent
Snorri Steinn Guðjónsson 26/21 (81%)
Ólafur Stefánsson 3/1 (33%)
EM 2008 68 prósent
Snorri Steinn Guðjónsson 9/6 (67%)
Guðjón Valur Sigurðsson 9/6 (67%)
Ólafur Stefánsson 8/6 (75%)
Logi Geirsson 2/1 (50%)
HM 2007 78 prósent
Snorri Steinn Guðjónsson 21/16 (76%)
Ólafur Stefánsson 23/19 (83%)
Ragnar Óskarsson 2/2 (100%)
Logi Geirsson 2/0 (0%)
Guðjón Valur Sigurðsson 1/1 (100%)