Fréttablaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 30.01.2012, Blaðsíða 54
30. janúar 2012 MÁNUDAGUR30 MORGUNMATURINN DIMMALIMM íslensku myndskreytiverðlaunin 2011 K r i s t í n R a g n a Hlýtur Dimmalimm-verðlaunin fyrir bókina H á v a m á l þar sem Þórarinn Eldjárn enduryrkir spakmæli Óðins PBB / Fréttatíminn Nýr jakki frá 66°Norður hlaut fyrir skemmstu tilnefningu til ISPO-verðlaunanna sem veitt eru í tengslum við ISPO sýninguna í München. Sýn- ingin er ein sú stærsta í útivistar- og íþrótta- iðnaðinum. Jakkinn sem tilnefndur var kallast Eldborg og var hann tilnefndur í flokknum Outdoor Style. Um 260 framleiðendur senda inn vörur í samkeppnina en aðeins fáar eru tilnefndar í hverjum flokki. Þetta er annað árið í röð sem 66°Norður er tilnefnt til verðlaunanna en jakk- inn Snæfell sigraði í sínum flokki í fyrra. Jan Davidsson, yfirhönnuður 66°Norður, hannaði báða jakkana og segir það óneitan- lega mikla viðurkenningu að fá tilnefningu annað árið í röð. „Maður finnur vissulega til þakklætis því hátíðin er mjög virt og mætti kannski líkja henni við Óskarinn í okkar geira. En gleðin felst þó fyrst og fremst í sköpuninni sjálfri og ekki verðlaununum,“ segir hann. Jan hefur starfað sem hönnuður hjá 66°Norð- ur með hléum frá árinu 1990. Árið 2002 tók hann við sem yfirhönnuður og lagði þá drög að breyttum áherslum í fatalínu fyrirtækisins. Jan er einnig einn af dómurunum í sjónvarps- þáttunum Hannað fyrir Ísland sem hefja göngu sína á Stöð 2 innan skamms. Hann kveðst í upp- hafi hafa verið tregur til þátttöku en að lokum látið til leiðast. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og þátttakendurnir yndislegir sem og tökuliðið. Miðað við að það þurfti að pína mig í þetta kom það mér á óvart hversu skemmtilegt þetta var og hversu lítið feiminn ég var,“ segir Jan og bætir við að hann hafi séð fyrsta þáttinn og litist vel á. „Ef hinir þættirnir koma illa út verð ég bara að flytja burt.“ - sm Tilnefnd til Óskarsverðlauna útivistargeirans „Þetta er það heitasta sem ég upp- lifað,“ segir Adolf Ingi Erlingsson, sem prófaði að gerast lukkudýr á EM í Serbíu fyrir skömmu. Íþróttafréttamaðurinn knái starfaði fyrir evrópska handknatt- leikssambandið, EHF, á Evrópu- mótinu í handbolta í Serbíu sem lauk í gær. Þar var hann önnum kafinn við að taka viðtöl við hand- boltamenn á milli þess sem hann brá á leik og setti eldhress mynd- bönd á netið sem hafa vakið mikla athygli bæði hér heima og erlendis. Í einu slíku prófaði hann að vera lukkudýr í 45 mínútur. „Við reynum að lífga upp á þetta. Það má segja að þetta hafi byrjað á EM kvenna fyrir rúmu ári þegar ég gerði eitt myndband sem vakti athygli á magavöðvunum á Gro Hammersen. Við fengum margfalt áhorf á það myndband miðað við hin. Þá sér maður að maður þarf að fara aðeins út fyrir rammann og gera eitthvað sem vekur athygli,“ segir Adolf Ingi hress. „Ég er búinn að prófa að vera klappstýra og að vera lukkudýr í hálfum leik. Það gekk næstum að mér dauðum. Ég var algjörlega búinn og sem betur fer var Guðni Kristinsson myndatökumaður upptekinn þegar ég kláraði og tók af mér hausinn og fór úr búningnum. Bolurinn var eins og ég hefði farið í sturtu í honum og mér skilst að ég hefði verið fjólublár í framan í klukku- tíma á eftir. Ég sat bara og drakk fleiri lítra af vatni eftir þetta. Núna skil ég af hverju krakkarnir sem eru í þessu vafra um og eru ekkert að hoppa og skoppa. Ég sá fyrir mér fyrirsagnirnar: „Lukku- dýr deyr á vellinum“,“ segir hann og hlær. Aðspurður segir Adolf Ingi ekk- ert erfitt að bregða á leik og stíga aðeins út fyrir rammann. „Ég hef svo sem aldrei tekið sjálfan mig alltof hátíðlega. Reyndar finnst mér verst þegar verið er að rifja upp gamlar syndir eins og var gert á einhverjum miðli heima. Þar var klappstýrumyndbandið sýnt og svo hnýtt við það tuttugu ára kynningu úr Íþróttaspeglinum þar sem ég var að dansa. Það er verst að svona gamlar syndir fyrnast ekki. En það hjálpar til að maður tekur sig ekki of hátíðlega, enda til hvers?“ Adolf Ingi hefur gaman að starfi sínu fyrir EHF og segir að sam- bandið hafi þegar óskað eftir því að hann flytji fréttir af EM kvenna í Hollandi í desember. „Það kemur í ljós. Þeir eru alla vega ánægðir en ég læt vinnuna hjá RÚV alltaf ganga fyrir.“ freyr@frettabladid.is ADOLF INGI ERLINGSSON: ÞAÐ HEITASTA SEM ÉG HEF UPPLIFAÐ Lukkudýrið gekk næstum að Adolfi Inga dauðum TILNEFNDUR TIL VERÐLAUNA Jan Davidsson hannaði Eldborgar jakkann frá 66°Norður sem tilnefndur er til ISPO-verðlaunanna. Hann er einnig einn af dómurum þáttarins Hannað fyrir Ísland sem hefur göngu sína innan skamms. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Söngkonunni Svölu Björgvinsdóttur er margt til lista lagt og hóf hún nýverið að sauma litríka hálsklúta sem hægt er að kaupa í gegnum heimasíðu hljómsveit- arinnar Steed Lord. Svala er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að saumaskap því hún hefur saumað eigin föt allt frá því hún var í gagnfræðaskóla. Klútana kaupir Svala notaða og handsaumar síðan kögur á kantana til að lífga upp á þá. Klútarnir eru í anda fatastíls Svölu sjálfrar, litríkir og fjörlegir og hafa fallið vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitar- innar. „Ég saumaði nokkra klúta fyrir sjálfa mig og vini mína árið 2007 og fékk í kjölfarið pantanir frá fleiri aðilum. Ég ákvað svo bara að fara að sauma fleiri og selja svo að allir sem vilja geti eignast klút,“ segir Svala sem viðurkenndi í viðtali við Fréttablaðið sum- arið 2010 að hún hefði saumað flíkur á sjálfa sig allt frá því hún var í gagnfræðaskóla og því ættu henni að vera hæg heimatökin við framleiðslu klútanna. Svala kveðst hafa verið hrifin af kögri á flíkum allt frá barnsaldri og á sjálf fjóra klúta sem hún segist nota mikið. „Strákarnir eiga ekki ennþá klúta, ætli ég verði ekki að fara sauma á þá bráðum.“ Svala þykir einstaklega smekkleg og var meðal annars valin ein af best klæddu konum landsins árin 2010 og 2011. Hún segist alltaf hafa haft mikinn áhuga á hönnun og hafa meðlimir Steed Lord meðal annars hannað litla fatalínu fyrir H&M árið 2007. „Við hönnuðum líka Steed Lord boli fyrir sænska fatafyrirtækið WeSC og stefnum á að hanna Steed Lord heyrnartól og fylgihluti fyrir þau í framtíðinni. Tónlist, kvikmyndagerð, ljósmyndun og hönnun eru okkar ástríður og í Steed Lord getum við gert það allt undir einu nafni sem er bara frábært.“ Klútana má nálgast á slóðinni www.steedlord.big- cartel.com. - sm Framleiðir magnaða hálsklúta FJÖLHÆF Söngkonan Svala Björgvinsdóttir saumar litríka hálskúta og selur á heimasíðu hljómsveitarinnar Steed Lord. Klútarnir hafa fallið vel í kramið hjá aðdáendum sveitarinnar. MYND/STEED LORD ERFITT AÐ VERA LUKKUDÝR Adolf Ingi segir að það hafi næstum gengið af sér dauðum að vera lukkudýr í 45 mínútur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Ég helli upp á hálfa könnu af kaffi og ét morgungull múslí á meðan það hellist upp á, ef ég man þá eftir því að borða. Og lýsi. Alltaf lýsi.“ Arnar Freyr Frostason, rappari í hljóm- sveitinni Úlfur Úlfur. VILDARÁSKRIFT AÐ STÖÐ 2 SPORT INNIHELDUR ENSKI BOLTINN STÆRRI EN ALLT
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.