Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 42
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR18
Dagur leikskólans er haldinn hátíð-
legur í dag. „Þetta er merkilegur
dagur í íslenskri leikskólasögu en
ástæða þess að dagur leikskólans er
haldinn hátíðlegur 6. febrúar er sú að
þennan dag árið 1950 stofnuðu leik-
skólakennarar fyrstu samtök sín. Í
dag höldum við svo daginn hátíðleg-
an í fimmta sinn,“ segir Haraldur F.
Gíslason formaður Félags leikskóla-
kennara. „Við viljum með deginum
vekja athygli á fyrsta skólastiginu
og meðal annars ná athygli fjölmiðla
á því frjóa og góða starfi sem unnið
er innan leikskólans. Ég leyfi mér
að fullyrða að flestum börnum líður
mjög vel á leikskólum, þar er unnið
mikið skapandi starf og andrúms-
loftið er yfirleitt gott og jákvætt. Það
má kannski minna á það að slagorð
dagsins er: Við bjóðum góðan dag alla
daga.“
Í tilefni dagsins hefur meðal ann-
ars verið útbúið veggspjald en auglýst
var eftir gullkornum frá leikskólum
landsins og þau bestu valin á vegg-
spjaldið. Einnig var útbúið mynd-
band með viðtölum við börn um leik-
skólalífið. „Við ætlum að afhenda
ráðamönnum í sveitarfélögum vegg-
spjaldið,“ segir Haraldur sem ætlar
einnig að afhenda formanni Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, Hall-
dóri Halldórssyni, ávísun að upphæð
363.000 krónur í dag en sá peningur
safnaðist á styrktartónleikum fyrir
sveitarfélögin í kjarabaráttu leik-
skólakennara síðastliðið haust.
Haraldur segir næst á dagskrá
Félags leikskólakennara að stefna að
því með menntamálaráðuneytinu og
fleiri hagsmunaaðilum að efla leik-
skólastigið, meðal annars með fjölg-
un fagmenntaðra kennara. „Leik-
skólastigið hefur þróast mjög hratt
og verið í sókn sem skólastig. Ég
get til dæmis bent á að 92,5 prósent
starfsmanna leikskólanna á Akureyri
eru menntaðir leikskólakennarar.
Menntun starfsmanna hefur aukist
í sumum sveitarfélögum, þó reynd-
ar ekki í Reykjavík,“ segir Harald-
ur sem kann ekki skýringar á því að
hlutfall menntaðs starfsfólks sé lægra
í höfuðborginni en víðast hvar á land-
inu. „Það er mikil þörf fyrir langtíma
áætlun um fjölgun leikskólakennara
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
timamot@frettabladid.is
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
systir, mágkona, amma og langamma
Hanna I. Pétursdóttir
frá Sauðárkróki,
síðast til heimilis að Droplaugarstöðum, kvaddi lífið í
friðsæld 31. janúar s.l. Útförin verður frá Bústaðakirkju
föstudaginn 10. febrúar klukkan 13.
Auður Ragnarsdóttir
Ágúst Svavarsson
Sigurður Svavarsson Guðrún Svansdóttir
Sigrún S. Svavarsdóttir Arngrímur Arngrímsson
Hannes Pétursson Ingibjörg Hauksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
54
Hollenski landkönnuðurinn Abel
Janszoon Tasman kom auga á Fiji-
eyjar þennan dag árið 1643, að því
er talið er en hann er þekktastur
fyrir leiðangra sína austurleiðina til
Kyrrahafsins er hann var í þjónustu
hollenska Austur-Indíafélagsins.
Breski sæfarinn James Cook
kannaði Skjaldbökueyju, syðst
í Fijieyjaklasanum árið 1774 og
bandarískur leiðangur gerði fyrstu
heildarlandmælingar á eyjunum
1840.
Frá fyrstu árum 19. aldar fram
að stofnun breskrar krúnunýlendu
1874 settist fjöldi erlendra kaup-
manna, landræktenda og trúboða
að á Fijieyjum og í kjölfarið ríkti þar
hálfgerð borgarastyrjöld. Árið 1874
leitaði konungur Fijieyja, Cakobau,
til Breta til að koma á friði og þeir
féllust á að miðla málum.
ÞETTA GERÐIST: 6. FEBRÚAR 1643
Abel Tasman uppgötvar Fijieyjar
SIGNÝ SÆMUNDSDÓTTIR söngkona á afmæli í dag.
„Ég hef gaman af mat, bæði að láta mig dreyma um fína rétti og
takast á við að útbúa þá í raunveruleikanum.“
Lagadeild Háskóla Íslands
(HÍ) og Lagadeild Kaup-
mannahafnarháskóla undir-
rituðu síðastliðinn föstudag
samning um sameiginlega
doktorsgráðu í lögfræði.
Í samningnum felst að
deildirnar standa saman að
þriggja ára doktorsnámi.
Nemarnir koma til með að
sinna rannsóknum í tvö ár
við annan háskólann en eitt
ár við hinn.
Í tilkynningu frá HÍ segir
að um sé að ræða „tímamót
í lagakennslu á Íslandi“
og viðurkenningu á starfi
Lagadeildar HÍ á undan-
förnum árum og áratugum.
samstarfið skapi tækifæri
til náins samstarfs laga-
deildanna á næstu misser-
um.
Gert er ráð fyrir að
fyrstu nemendurnir verði
teknir inn næsta haust.
Róbert Spanó, prófessor
og forseti lagadeildar, segir
í tilkynningunni að samn-
ingurinn sé liður í að efla
tengsl deildarinnar og sam-
starf á alþjóðavettvangi.
„Við gerum ráð fyrir
því að samstarf deildanna
verði mikið á næstu árum
og ekki er útilokað að frek-
ari ákvarðanir verði tekn-
ar um samstarf deildanna
á öðrum sviðum,“ segir
Róbert. - þj
Samstarf Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla um laganám:
„Tímamót í lagakennslu á Íslandi“
SAMKOMULAG Róbert Spanó, forseti lagadeildar HÍ, og Henrik Dam
frá Kaupmannahafnarháskóla handsala samninginn. Með á myndinni
eru Ólafur Þ. Harðarson, forseti Félagsvísindasviðs, og Kristín Ingólfs-
dóttir rektor. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
„Ég er sérstaklega ánægður með veggspjald sem
við bjuggum til í tilefni dagsins,“ segir Haraldur. „Á
því eru gullkorn leikskólabarna. Eitt er í sérstöku
uppáhaldi hjá mér, ég hef svo einfaldan húmor,“
segir hann og les upphátt. „Kennari er að kenna
tveim börnum að opna útidyrahurðina sjálf.
Kennarinn: „Setjið hurðarhúninn niður og sko
setjið rassinn í hurðina og ýtið svo.“ Þá segir
annað barnið: „Ég er ekki með svona stóran
rass.“
Veggspjaldið á að minna á þann fjársjóð
sem er að finna innan veggja leikskólanna en
ráðamenn í sveitarfélögum fá veggspjaldið
afhent í dag.
Gullkorn leikskólabarna
Merkisatburðir
1658 Sænski herinn, undir stjórn Karls X ræðst inn í Danmörku
með því að fara yfir Eyrarsund á ís.
1826 Bruni verður á Möðruvöllum í Hörgárdal. Auk þriggja húsa
brennur þar mikið af skjölum.
1936 Vetrarólympíuleikarnir 1936 hefjast í Garmisch-Parten-
kirchen í Þýskalandi.
1968 Vetrarólympíuleikarnir 1968 hefjast í Grenoble í Frakk-
landi.
1999 Vinstrihreyfingin - grænt framboð er stofnuð.
HARALDUR F. GÍSLASON: FAGNAR DEGI LEIKSKÓLANS
Mikil gróska í starfi leikskóla
HARALDUR F. GÍSLASON Formaður Félags leikskólakennara segir Dag leikskólans ánægjulegt
tækifæri til þess að minna á hversu frjótt starf sé unnið á fyrsta skólastiginu.
af báðum kynjum. En ég vil leggja
áherslu á að það er mikil gróska alls
staðar í leikskólum. Leikskólakennar-
ar eru opnir fyrir nýjungum og nýjum
rannsóknum. Þó að þeir hafi ekki haft
eins góð tækifæri til endurmenntunar
og aðrir kennarar þá eru þeir gríðar-
lega duglegir að afla sér menntunar
og þróa sig í starfi.“
Haldið er upp á daginn í leikskól-
um landsins með margvíslegum
hætti en þess má geta að Dagur leik-
skólans er haldin í samvinnu Félags
leikskólakennara, Félags stjórn-
enda leikskóla, Mennta- og menn-
ingarmálaráðuneytisins, Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Heimilis
og skóla. sigridur@frettabladid.is
Síðara bindið af verki Harð-
ar Ágústssonar um Laufás-
stað, Laufás við Eyjafjörð –
Kirkjur og búnaður þeirra,
kom út síðastliðinn föstudag
þegar 90 ár voru liðin frá
fæðingu höfundarins sem
fæddur var árið 1922 en lést
árið 2005.
Fyrra bindið, Laufás við
Eyjafjörð – Staðurinn, kom
út haustið 2004, og var þar
einkum fjallað um bæjar-
húsin gömlu í Laufási. Í síð-
ara bindinu er fjallað um
kirkjurnar í Laufási, skrúða
þeirra og áhöld.
Bókin er byggð á viða-
mikilli rannsóknarvinnu
Harðar í áratugi. Í lýs-
ingu Laufáskirkna felst eitt
mikilvægasta framlag höf-
undar til byggingarsögunn-
ar að því er fram kemur
í fréttatilkynningu Hins
íslenska bókmenntafélags
sem gefur bækurnar út.
„Og í heild veitir umfjöll-
unin um Laufásstað frá
hámiðöldum fram á 20. öld
sérstæða sýn um lifnaðar-
hætti, hugmyndaheim og
listfengi Íslendinga fyrr á
tímum,“ segir þar.
Hörður var einn af
fremstu listamönnum sinnar
kynslóðar, listmálari, hönn-
uður og áhrifamikill mynd-
listarkennari. Hann hlaut
margs konar viðurkenningu
fyrir störf sín að íslenskri
byggingarsögu, meðal ann-
ars heiðursdoktorsnafnbót
Háskóla Íslands og Íslensku
bókmenntaverðlaunin 1988
og 1990.
Ritstjóri bókarinnar er
Mörður Árnason íslensku-
fræðingur og aðstoðarmaður
Harðar við gerð fyrri bóka.
Kirkjur og bún-
aður í Laufási
LAUFÁS VIÐ EYJAFJÖRÐ Síðara
bindi af verki Harðar Ágústssonar
um Laufásstað kom út fyrir helgi.
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON Hörður með fyrri bók sína um Laufás í Eyjafirði
sem kom út árið 2004, ári áður en hann lést.