Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 10
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR10
120.000
100.000
80.000
60.0002
40.000
20.000
0
LS
R
og
L
H LV
G
ild
i
Al
m
en
ni
ls
j.
St
af
ir
ls
j.
St
ap
i l
sj
.
Sa
m
ei
n.
L
sj
.
Fe
st
a
ls
j.
Lí
fs
ve
rk
Fr
já
ls
i l
sj
.
Sö
fn
un
ar
sj
óð
ur
Lv
es
t
Ís
le
ns
ki
ls
j.
LS
S
Ls
j.
Ba
nk
am EF
ÍA
Ls
j.
Ve
st
m
.
Ls
j.
Bæ
nd
a
Kj
öl
ur
ls
j.
Ls
Rb
LS
BÍ
Es
j.
St
m
. H
af
na
rfj
.
Ls
j.
Ra
ng
.
LS
A
Lí
fe
yr
is
sj
. T
an
nl
.fé
l
Ls
j.
St
m
. K
óp
av
.
Es
j.
Re
yk
ja
ne
s
Ls
j.
Ak
ra
n
Ls
j.
St
m
. H
ús
av
.
Ls
j.
N
es
k.
Tap hvers lífeyrissjóðs í milljónum króna
NÝ SKÝRSLA UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐANNA Í AÐDRAGANDA HRUNSINS
Tap lífeyrissjóðanna jafngildir
því að hvert mannsbarn á land-
inu hafi tapað um einni og hálfri
milljón króna, sé miðað við
mannfjölda 1. janúar síðastliðinn.
Sé miðað við fjölda Íslendinga
yfir sextán ára, sem eiga eitthvað
í lífeyrissjóðunum, er tap þeirra
tæpar tvær milljónir að meðal-
tali. Fólki er skylt að greiða í líf-
eyrissjóði frá sextán ára aldri.
Heildartap lífeyrissjóðanna
var rúmlega 479,6 milljarðar
króna, eins og kom fram í úttekt
sem gefin var út á föstudag.
Lífeyrissjóður starfsmanna
ríkisins og Lífeyrissjóður hjúkr-
unarfræðinga (LSR og LH) töp-
uðu mestu, eða rúmlega 101
milljarði króna sem er 21 pró-
sent af heildartapi lífeyris-
sjóðanna allra. Samanlagt eru
þetta stærstu lífeyrissjóðirnir
á landinu og í árslok 2010 áttu
þeir eignir fyrir rúmlega 371
milljarð, samkvæmt Landssam-
tökum lífeyrissjóða.
Lífeyrissjóður verzlunarmanna
(LV), næststærsti sjóður landsins,
tapaði rúmum 80 milljörðum króna
og Gildi, þriðji stærsti sjóðurinn,
tapaði 75 milljörðum. Í lok árs 2010
átti LV tæpa 310 milljarða króna og
Gildi átti eignir upp á 241 milljarð.
Þessir þrír stærstu lífeyrissjóðir
landsins báru meirihlutann af tapi
allra sjóðanna, eða 54 prósent. Þeir
áttu í árslok 2010 um 48 prósent af
heildareignum lífeyrissjóðanna.
Almenni lífeyrissjóðurinn var sá
sjóður sem tapaði mestu fyrir utan
fyrrnefnda þrjá stærstu sjóðina.
Almenni tapaði tæpum 30 milljörð-
um króna og átti í árslok 2010 eign-
ir fyrir tæpa 99 milljarða. Stafir
lífeyrissjóður kom þar á eftir og
tapaði rúmum 29 milljörðum en
átti eignir upp á 109 milljarða í lok
2010.
Stapi lífeyrissjóður tapaði 27,7
milljörðum og Sameinaði lífeyris-
sjóðurinn rúmum 25 milljörðum.
Sjóðirnir eru í fjórða og fimmta
sæti yfir eignamestu sjóðina við
lok árs 2010 og áttu 109 og 105,4
milljarða króna.
Aðrir lífeyrissjóðir töpuðu undir
tuttugu milljörðum hver, eins og
sjá má í meðfylgjandi töflu.
thorunn@frettabladid.is
Sjóðsfélagar töpuðu
tveimur milljónum
Tap hvers og eins Íslendings vegna taps lífeyrissjóðanna er um ein og hálf
milljón. Sjóðsfélagar hafa tapað að meðaltali tveimur milljónum króna. Sjö líf-
eyrissjóðir töpuðu meira en tuttugu milljörðum króna, sá stærsti rúmum 100.
JÓN ÁSGEIR
Tap hvers
mannsbarns
í milljónum
miðað við
mannfjölda 1. janúar.
1,5
Tap fólks yfir
sextán ára aldri
sem greitt hefur í
lífeyrissjóði.
1,9
Því er velt upp í skýrslunni um
lífeyrissjóðina að Lífeyrissjóður
verslunarmanna hafi mögulega
brotið lög með kaupum á gjaldeyr-
istryggingum árið 2008. Með því
hafi verið aukið á áhættu sjóðsins
og gengið þvert á lögbundið hlut-
verk hans.
Í skýrslunni eru gerðar athuga-
semdir við þá ákvörðun að kaupa
gjaldeyristryggingar. Lífeyris-
sjóðir hafi keypt tryggingar þegar
krónan lækkaði í verði á þeirri
forsendu að krónan myndi hækka
fljótt aftur og sjóðirnir hagnast.
Því er velt upp hvernig það komi
heim og saman við langtíma-
sjónarmið að taka slíka áhættu.
Skammtímagróði hafi verið hafð-
ur að leiðarljósi. Lífeyrissjóðum er
heimilt að gera afleiðusamninga til
að draga úr áhættu, eins og fram
kemur í skýrslunni. Þar stendur
að það sé „eðlilegt að skilja þetta
ákvæði svo að það sé bæði nauð-
synlegt og nægilegt skilyrði fyrir
afleiðusamningi að hann dragi úr
áhættu sjóðsins. Afleiðusamning-
arnir sem gerðir voru árið 2008
til að tryggja erlendar eignir sjóð-
anna drógu ekki úr áhættu sjóðs-
ins, heldur þvert á móti juku hana“.
Stjórn LV hefur hafnað því að
hafa brotið lög. Um hafi verið að
ræða hefðbundna framvirka samn-
inga um sölu á gjaldeyri sem hafi
verið hugsaðir til langs tíma. Ekki
hafi verið byggt á skammtímasjón-
armiðum og væntingum um skjót-
fenginn gróða. Þá hafi Fjármála-
eftirlitinu frá upphafi verið gerð
grein fyrir stöðu samninganna og
aldrei hafi verið gerð athugasemd.
Stjórnin segir að gjaldmiðlastýring
hafi um langt árabil verið eðlilegur
hluti af fjárfestingarstefnu lífeyr-
issjóða um allan heim. „Kaupum
á hlutabréfum fylgir áhætta sem
kemur einkum fram í sveiflum á
gengi bréfanna. Þegar hlutabréfin
eru erlend bætist við gjaldmiðla-
áhætta þar sem skuldbinding-
arnar gagnvart sjóðsfélögum eru
í íslenskum krónum. Þá áhættu
hefur verið leitast við að takmarka
með gjaldmiðlavörnum.“ - þeb
Stjórn LV hafnar vangaveltum um lögbrot:
Samningar eðlilegir
og ekki brot á lögum
SKÝRSLAN KYNNT Nefndin sem skipuð var til að rannsaka lífeyrissjóðina. Í skýrslunni
er fjallað um gjaldeyristryggingar lífeyrissjóðanna og spurt hvort lögbrot hafi verið
framin.
Tap lífeyrissjóðanna vegna Baugs Group og tengdra
aðila var rúmlega 77 milljarðar króna, sem jafngildir 16
prósentum af heildartapinu og 20 prósentum af tapi
þeirra í hlutabréfum og skuldabréfum. Af 20 prósent-
unum voru um 12,3 prósent vegna Glitnis. Þetta kemur
fram í skýrslunni.
Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrverandi aðaleigandi
Baugs, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem hann
hafnar því að bera ábyrgð á tapi lífeyrissjóðanna vegna
Glitnis og segir framsetningu í skýrslunni vera villandi.
Hann segir hana ekki gefa að öllu leyti rétta mynd af
stöðunni þar sem skýrsluhöfundar hafi ekki heyrt sjónarmið forsvarsmanna
þeirra fyrirtækja sem í skýrslunni eru tilgreind. Þá segir hann að hrunið verði
ekki gert upp með skýrslum sem séu einsleitar heldur væri betra að sett
væri upp sannleiksnefnd þar sem menn yrðu kallaðir fyrir og þjóðin fengi að
fylgjast með í beinni útsendingu.
Hafnar ábyrgð og vill sannleiksnefnd
LSR og LH 101.528
LV 80.282
Gildi 75.540
Almenni lsj. 29.658
Stafir lsj. 29.435
Stapi lsj. 27.719
Samein. Lsj. 25.419
Festa lsj. 19.709
Lífsverk 16.159
Frjálsi lsj. 11.946
Söfnunarsjóður 10.461
Lvest 10.441
Íslenski lsj. 8.232
LSS 7.302
Lsj. Bankamanna 4.146
EFÍA 3.985
Lsj. Vestm. 3.940
Lsj. Bænda 3.914
Kjölur lsj. 2.420
LsRb 2.299
LSBÍ 1.211
Esj. Stm. Hafnarfj. 883
Lsj. Rang. 807
LSA 699
Lífeyrissj. Tannl.fél 597
Lsj. Stm. Kópav. 418
Esj. Reykjanes 236
Lsj. Akran 221
Lsj. Stm. Húsav. 70
Lsj. Nesk. 8
Samtals 479.685
Tapið í tölum
… og passar með öllu
www.ms.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA