Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 06.02.2012, Blaðsíða 2
6. febrúar 2012 MÁNUDAGUR2 SPURNING DAGSINS Heyrnartæki með fjögurra ára ábyrgð LÍFFRÆÐI Áður óþekkt bandorms- sýking í ufsa, sem er mikilvæg- ur nytjafiskur á Íslandsmið- um, er til rannsóknar hjá Biopol sjávarlíftæknisetri á Skagaströnd og Tilraunastöð Háskóla Íslands að Keldum. Bandormurinn er þekktur erlendis en engin vitneskja virðist liggja fyrir um þessa tegund bandorms í ufsa. Kveikjan að rannsókninni var athugull sjómaður um borð í frystitogaranum Arnari HU 1 frá Skagaströnd, en eftir nokk- urra ára frí frá sjómennsku tók hann eftir breytingu á ufsanum þegar hann kom aftur um borð. Starfsfólki Biopol bárust sýnis- horn af sýktum fiski og í fram- haldi af því var sótt um styrk til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins. Í krafti styrksins verður leitast við að kortleggja útbreiðslu sýking- arinnar með söfnun á fiskum vítt og breitt um íslensku efnahags- lögsöguna. Að rannsókninni koma auk Biopol og Tilraunastöðvar- innar að Keldum, sjávarútvegs- fyrirtækið Fisk Seafood, eigandi Arnars HU, en sýnataka verður í höndum sjómanna um borð. Um þúsund sýnum verður safnað áður en upp verður staðið. Árni Kristmundsson, deildar- stjóri fisksjúkdómadeildar að Keldum, segir bandorminn ekki skaða fiskinn í sjálfu sér. Helst er að hann rýri verðmæti afurða, þó að Árni leggi á það þunga áherslu að ekki megi draga stórar álykt- anir um hvað sé hér á ferðinni. Fyrst og síðast sé þetta forvitni- legt. Hann svarar því játandi að áhrif hlýnandi veðurfars geti verið um að kenna. „Öll dæmi sem ég hef fundið um þessa tegund eru frá mun suðlægari slóðum,“ segir Árni. Athugull sjómaður fann sýkingu í ufsa Til rannsóknar er bandormstegund sem fundist hefur í ufsa á Íslandsmiðum. Ormurinn hefur ekki greinst í þessari fisktegund áður, hvorki hér né erlendis. ORMURINN Hér sést bandormurinn í hendi starfsmanns hjá Biopol. Ormurinn er um fimm sentimetrar að lengd. MYND/BIOPOL ■ Frumgreining hefur farið fram á tegundinni og virðist hún tilheyra bandormategundum af flokki Trypanorhyncha. Tegundir innan þessa flokks eru allþekktar erlendis, þó einkum fullorðinsstig þeirra. ■ Lífsferill þessara tegunda krefst minnst þriggja ólíkra hýsla. Fyrsta lirfustig ormanna finnst í ýmsum hryggleysingjum, þá einkum dýrasvifi. Annað lirfustig finnst í ýmsum tegundum fiska, bæði botnlægra tegunda sem og miðsjávarfiska. Fullorðinsstigið finnst svo í meltingarvegi brjóskfiska, eða hákarla og/eða skata. ■ Tegundir af þessum flokki eru almennt ekki taldar skaðlegar hýsli sínum en geta hins vegar rýrt verðmæti afurða. Frumgreining bandormsins bendir til … Spurður hvort bandormurinn gæti tekið sér bólfestu í öðrum hvítfisktegundum, eins og þorski, segir Árni að erfitt sé að meta það. „Þessi tegund, sem ég tel að þetta sé, er hins vegar mjög ósér- hæfð á hýsla. Þetta er fæðuborin sýking og ef aðrar tegundir eru að éta það sama og ufsinn þá er ekki hægt að útiloka slíkt.“ Halldór G. Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Biopol, bendir á að það sé ekki síst athyglisvert hvernig tilvist bandormsins rat- aði inn í þann farveg sem málið sé í. „Nálægð okkar við sjómenn og viðfangsefnið gerir það að verkum að þessi sýking er til skoðunar. Það sprettur upp ýmis- legt áhugavert vegna þessarar nálægðar, enda býr hjá þessu fólki vitneskja sem finnur sér kannski síður farveg ef ekki væru rannsóknastofnanir úti um land,“ segir Halldór. svavar@frettabladid.is SÝRLAND, AP Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvetur „vini lýðræðislegs Sýrlands“ til þess að standa saman gegn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta. Hún kallar það skrípaleik að Rússar og Kínverjar hafi beitt neitunarvaldi sínu í Öryggisráði Samein- uðu þjóðanna gegn ályktun, sem ætlað var að þrýsta á Assad forseta og stjórn hans. Riad al-Asaad, yfirmaður í bardagsveitum lið- hlaupa úr sýrlenska hernum, segir að nú þegar ljóst er að öryggisráðið styður ekki aðgerðir gegn Sýr- landsforseta, þá sé þeim sá kostur nauðugur að berj- ast vopnaðri baráttu fyrir frelsi landsins. Hernaður sé eina leiðin úr því sem komið er. „Neitunin er ekki heimsendir,“ skrifaði aftur á móti Radwan Ziadeh, einn leiðtoga stjórnarandstæð- inga, á Facebook-síðu sinni. „Byltingin heldur áfram og verður sigursæl, ef guð lofar.“ Ziadeh sagðist reikna með að Frakkar, Banda- ríkin og arabaríki muni styðja her uppreisnar- manna til hernaðar gegn stjórninni. Bandaríkin og nokkur Evrópuríki hafa fullyrt að eina leiðin til að friða ástandið í Sýrlandi sé brott- hvarf Sýrlandsforseta. Rússar og Kínverjar vildu ekki fallast á ályktun sem væri yfirlýsing um stuðning við áætlun Araba- bandalagsins, þar sem í þeirri áætlun er afsagnar Assads forseta krafist. - gb Bandaríkjastjórn hvetur til aðgerða gegn Assad Sýrlandsforseta: Segir neitun Rússa skrípaleik SÝRLANDSFORSETI Á BÆN Bashir al-Assad, fyrir miðri mynd, ásamt Mohammed Abdelsattar Sayyed trúmálaráðherra og Ahmed Hassun, æðsta guðfræðiráðgjafa stjórnvalda, á bæn í tilefni af fæðingardegi Múhameðs spámanns. NORDICPHOTOS/AFP SLYS Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug með slasaðan mann á Land- spítalann í Fossvogi í gær eftir að hann féll af vélsleða sínum í fjallshlíðum Esjunnar í gær. Maðurinn fékk höfuðhögg þegar hann féll en var með með- vitund. Hann kvartaði undan eymslum í hálsi og baki. Átta vél- sleðamenn úr björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar sinntu aðgerðum á slysstað og nutu aðstoðar þyrlunnar við flutning á spítala. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kom fram að björgunaraðgerðin hefði gengið vel enda var gott færi fyrir vél- sleða og einmuna veðurblíða. - fb Slys í hlíðum Esjunnar: Vélsleðamaður slasaðist á Esju FINNLAND, AP Sauli Niinisto, íhaldssamur Evrópusinni, bar sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosn- inganna í Finn- landi í gær. Hann fékk 63 prósent atkvæða og tekur því við af Tarja Halo- nen, sem gegnt hefur embætt- inu í tvö kjör- tímabil, sam- tals tólf ár, við miklar vinsældir. Niinisto verður fyrsti forseti landsins sem ekki er sósíal- demókrati. Í seinni umferðinni völdu kjós- endur milli Niinistos og Pekka Haavisto, frambjóðanda Græn- ingjaflokksins, sem fékk 37 prósent atkvæða. Haavisto varð fyrstur samkynhneigðra til að bjóða sig fram til forseta. Niinisto hlaut 37 prósent í fyrri umferð kosninganna en Haavisto 19 prósent. - gb Forseti kosinn í Finnlandi: Sauli Niinisto hreppti hnossið SAULI NIINISTO KÓPAVOGUR Viðræður um myndun nýs meirihluta í Kópavogi eru áformaðar í dag. Ómar Stefánsson, oddviti fram- sóknarmanna, sagði í samtali við Vísi í gærkvöld, að hann hefði verið í símasambandi við oddvita sjálfstæðismanna og lista Kópa- vogsbúa. Ómar sagði viðræðurnar mjak- ast áfram en of snemmt væri að segja til um hvenær væntan- legur meirihluti liti dagsins ljós í bænum. Hann sagði oddvita flokkanna þriggja hittast í dag. Kópavogur enn án meirihluta: Viðræður halda áfram í dag ÞJÓÐKIRKJAN Starfsreglum um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa var breytt á aukakirkjuþingi sem fram fór í Grensáskirkju á laugardag. Teknar verða aftur upp póst- kosningar í stað rafrænna kosn- inga eins og var fyrirhugað. Það var gert að beiðni kjörstjórn- ar sem taldi að kosningin yrði öruggari með póstkosningu. Jafnframt var kosin fimm manna nefnd sem er ætlað það hlutverk að endurskoða starfs- reglur um kosningu biskups Íslands og vígslubiskupa og á hún að skila s t ö r f u m á kirkjuþingi sem kemu r saman næsta haust. Í setningar- ræðu sinni á aukakirkju- þingi ræddi Pétur Kr. Haf- stein, forseti kirkjuþings, um þá skoðun sína að allt þjóð- kirkjufólk, ekki aðeins trúnaðar- menn í sóknarnefndum, ætti að njóta kosningarréttar til bisk- upskjörs sem og kirkjuþings. Þá sagði Pétur að brýnasta verkefni kirkjunnar um þessar mundir væri að endurheimta traust og trúnað og ná til þeirra sem af einhverjum ástæðum hafa ekki talið sig eiga lengur samleið með kirkjunni. Í nefndinni sem mun endur- skoða kosningareglur sitja Gísli Baldur Garðarsson formaður, dr. Þorkell Helgason, Inga Rún Ólafsdóttir, Pétur B. Þorsteins- son og sr. Jóna Kristín Þorvalds- dóttir. - fb Reglum um kjör biskups og vígslubiskupa breytt á aukakirkjuþingi: Póstkosning í stað rafkosningar PÉTUR KR. HAFSTEIN BANDARÍKIN, AP Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóri í Massa- chusetts, virðist nú ósigrandi í kosningabaráttu repúblikana, sem sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins. Eftir stórsigur í Flórída í síð- ustu viku vann Romney einnig sigur í Nevada á laugardag, og er því kominn með nánast óyfirstíg- anlegt forskot á Newt Gingrich, fyrrverandi forseta fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings. Eitthvað gæti þó saxast á það forskot á morgun, þegar forkosn- ingar verða haldnar í Minnesota. Harðir íhaldsmenn eru þar á miklu flugi og fjölmenna vænt- anlega til forkosninga, sem gæti tryggt Gingrich sigur. - gb Línur skýrast vestanhafs: Romney virðist vera ósigrandi MITT ROMNEY Eitthvað gæti saxast á forskot hans á morgun í Minnesota. NORDICPHOTOS/AFP Kastaðist á þriðju bifreiðina Bifreið var ekið á aðra bifreið á Arnar- hrauni í Hafnarfirði á laugardag. Sú bifreið kastaðist á þriðju bifreiðina. Bifreiðinni sem olli tjóninu var ekið af vettvangi en á Flókagötu í Reykjavík var hún stöðvuð og er ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. LÖGREGLUFRÉTTIR Sara, er þetta skemmtilegur dúett? „Já, svona líka! Bæði gleði og drama í dúr og moll.“ Sara og Svanhildur Vilbergsdætur hafa stundað „dúettamálun“ í 18 mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.